Morgunblaðið - 26.10.1999, Side 59

Morgunblaðið - 26.10.1999, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1999 59 Arnar heldur forystunni á Haustmóti TR SKAK HAUSTMÓT TR 3.-29.10. 1999 í NÍU umferðir hafa nú verið tefld- ar á Haustmóti Taflfélags Reykja- víkur og eru einungis tvær umferðir eftir. Haustmótið í ár er jafnframt minningarmót um Benóný Bene- diktsson skákmeistara sem lést árið 1991. Úrslit í níundu umferð í A- flokki urðu sem hér segir: Kristján Eðvarðss. - Arni H. Kristjánss. V2-V2 Sævar Bjarnason - Arnar E. Gunnarss. V2-V2 Jón Viktor - Sigurbjörn Björnsson V2-V2 Einar K. Einarsson - Þorvarður Ólafsson V2-V2 Jón Á. Halldórsson - Júlíus Friðjónsson 0-1 Stefán Kristjánsson - Björn Fr. Björnsson 0-1 Staðan í A-flokki eftir níu umferð- ir er þessi: 1. Arnar E. Gunnarsson 7 v. 2. _3. Jón V. Gunnarsson 6'/2 v. 2. 3. Sigurbjöm Bjömsson 6‘/2 v. 4. Sævar Bjarnason 6 v. 5. Stefán Kristjánsson 5 v. 6. Jón Árni Halldórsson 4'/2 v. +fr. o.s.frv. í B-flokki var ákveðið að keppend- ur yrðu einungis tíu talsins og er keppni þar því lokið. Ástæðan var sú, að tveir keppenda taka þátt í heims- meistaramóti barna, sem hófst á sunnudaginn á Spáni. Það voru einmitt Spánarfararnir sem urðu I efstir í flokknum og skutu þar með ýmsum eldri og reyndari skákmönn- um aftur fyrir sig: 1. Sigurður Páll Steindórsson 7‘/2 v. 2. Guðjón Valgarðsson 7 v. 3. Erlingur Þorsteinsson 6V2 v. 4. Torfi Leósson 6/2 v. 5. Jón Þorleifur Jónsson 4‘/2 v. - o.s.frv. í C-flokki eru keppendur 25 og er staðan er þessi eftir níu umferðir: 1. 2. Guðni Stefán Pétursson 7 v. 1. 2. Guðmundur Kjartansson 7 v. 3._4. Ingvar Örn Birgisson 6V2 v. I 3._4. Guðmundur Sverrir Jónsson 6V2 v. 5. Baldur Már Bragason 6 v. 6. Baldvin Þór Jóhannesson 6*/2 + fr. 7. _8. Emil Petersen 514 v. 7._8. Víðir Petersen 5V4 v. - o.s.frv. Tíunda umferð verður tefld á morgun, miðvikudag, en ellefta og síðasta umferð verður tefld á föstu- daginn og hefst taflið klukkan 19.30. Flokkur Fgjldi FIIE st. Hæ stu st. FuBtrúiÉlands Stig D xengjrU -18 89 73 2 528 D aví5 K ^.rtansson 2154 DxsngirU-16 104 68 2 506 S ijuiður p . s teiidóiss. CL.945) DxengirU-14 109 47 2.406 G uð;þn H . V afeaiðsson a.880) D lengirU -12 103 17 2 397 DagurAmgrín sson a^20) DiengirU-10 97 3 2 204 StúIkarU-18 64 27 2303 Haxpa Iigólfedóttir ^500) StnkurU-16 66 30 2354 íigirpig Edda Bigid. a.440) S tnkurU -14 79 11 2 276 S tnlcurU -12 73 6 2 229 StúIkurU-10 61 0 Teflt er í Faxafeni 12 og eru áhorf- endur velkomnir. Heimsmeistaramót barna hafíð Heimsmeistaramót barna og ung- linga, 18 ára og yngri, hófst á Spáni á sunnudaginn. Að þessu sinni eiga íslendingar sex fulltrúa á mótinu, fjóra pilta og tvær stúlkur. Mótið er mjög sterkt og fjölmennt, en alls eru þátttakendur 845 í tíu aldursskiptum flokkum, fímm flokkum pilta og fimm flokkum stúlkna. Meðal kepp- enda eru 277 skákmenn með alþjóð- leg skákstig. Stigahæstu keppend- urnir eru: Lazaro Bruzon, Kúbu (2528) Peter Acs, Ungverjal. (2525) Pons Vallejo Francisco, Spáni (2519) Lenier Dominguez, Kúbu (2506) Allir þessir piltar tefla í elsta ald- ursflokki, 17—18 ára, nema Lenier Dominguez sem teflir í flokki 15-16 ára. Stigahæsta stúlkan er Viktorija Cmilyte frá Litháen. Hún teflir í flokki 15-16 ára stúlkna og er með 2.354 stig. Meðal þátttakenda eru tveir af ráðgjöfum heimsliðsins í nýafstað- inni skák gegn Kasparov, sem tefld var í gegnum netið og vakti gríðar- lega athygli. Þetta eru þýska stúlkan Elisabet Paehtz (2.276), sem teflir í flokki 13-14 ára, og svo bandaríska stúlkan Irina Krush (2.432). Irina vakti aðdáun þátttakenda í skákinni við Kasparov fyi-ir mikla eljusemi. Greinilegt er, að hún skilur að ár- angur í skák næst ekki öðruvísi en með því að leggja hart að sér. Að því leyti er skákin ekki frábrugðin öðr- um viðfangsefnum þar sem hörð samkeppni ríkir. Það sem vekur at- hygli varðandi þátttöku Irina er að hún teflir í flokki pilta 17-18 ára. Ekki hefur sést skýring á þessu, en ljóst er að miðað við skákgetu á hún fullt erindi í þennan flokk. Það væri fróðlegt að fylgjast með hvenær undantekningar af þessu tagi verða leyfðar í öðrum keppnisgreinum. í meðfylgjandi töflu má sjá yíirlit yfir einstaka flokka heimsmeistara- mótsins og fulltrúa íslands. Dálkur- inn „FIDE st.“ sýnir fjölda þátttak- enda með FIÐE-stig í hverjum flokki og „Hæstu st.“ eru stig stigahæsta keppandans í viðkomandi flokki. I dálkinum stig má sjá skákstig ís- lensku keppendanna. Davíð Kjart- ansson er eini keppandinn með al- þjóðleg skákstig, en íslensk skákstig eru sýnd innan sviga, þannig að hægt sé að gera sér grein fyrir styi'kleika hinna íslensku keppendanna. Davíð Kjartansson er í 62. sæti í sínum flokki hvað stigatölu varðar. Hann er hins vegar töluvert nær efstu keppendum í sínum flokki að stigum en hinir íslensku keppend- urnir. Tefldar verða ellefu umferðir. Úrslit í fyrstu umferð urðu þessi: Andrie Zaremba (2336) - Davíð Kjartanss. 0-1 Allan S. Rasmuss. (2183) - Sig. Steind.ss. 1-0 Davorin Kuljasev. (2067) - Guðj. Valgarðs. 1-0 Dagur Arngrímss. - Jose V. P. Lozoya 1-0 Harpa Ingólfsd. - Cristina Moshina (2192) 0-1 Laila Viestad - Ingibjörg Birgisd. V2-V2 Þetta var góður sigur hjá Davíð gegn mun stigahærri bandarískum skákmanni. Dagur fór einnig vel af stað, en andstæðingur hans var stigalaus Spánverji. Ingibjörg Edda gerði jafntefli við norska stúlku. Skákmót á næstunni 28.10. S.A. Öldungamót kl. 20 31.10. Hellir. Kvennamótkl. 13 31.10. S.A. Hausthraðskákmót kl. 14 31.10. T.R. Hausthraðskákmót Daði Orn Jónsson s J Aðeins í örfáa daga útsala •• Rýmum fyrir 2000 módelunum. • Svigskíði - skór - bindingar - stafir. • Gönguskíði - skór - bindingar - stafir. • Snjóbretti - skór - bindingar. Einnig mikið úrval af skíðasamfestingum, skíðaúlpum, buxum, töskum og m.fl. Bindingaásetningar unnar af fagmönnum á fullkomnasta skíðaverkstæði landsins. Munið eftir fríkortinu! UTILIF GLÆSIBÆ Sími 581 2922 • www.utilif.is I ÍltíJSisi L)£jj: £ Nemendur í grunn-, framhalds- og háskóla athugið! Erum með einkakennslu og námskeið fyrir litia hópa í stærðfræði, eðlisfræði og töivufræði. Tölvu- og stærðfræðiþjónustan, Brautarholti 4, 2. hæð, s. 551 5593 nxo til útlaada -auðvelt dð mund GÓLFEFNABÚÐIN Mikið urval fallegra flísa Borgartún 33 • RVK Laufásgata 9 • AK SÍMINN www.sxmi.is Eucerin* Microsott Novell.1 SYMANTEC. F Adobe Eru hugbúnaðarmál í Lagi ...hjá þínu fyrirtæki? Hugbúnaður er verndaður af lögum um höfundarétt. Margir tölvunotendur skáka í því skjólinu að þeir viti ekki hvort forrit eru afrituð eða ósvikin. Þetta er ekki gild afsökun. Nú er verið er að skera upp herör gegn hugbúnaðarstuldi — ert þú með hreina samvisku? Fengi tölvan þín hreint sakavottorð? (ö 550-4000 ...hringdu núna Þjónusturáðgjafar Tæknivals veita öll svör við spurningum um hugbúnað og þau leyfi sem nauðsynleg eru fyrir löghlýðna tölvunotendur. Tteknlval www.taeknival.is <|> mbUs \LL.TAf= f/777/M£X /VWX Fréttir á Netinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.