Morgunblaðið - 26.10.1999, Síða 76

Morgunblaðið - 26.10.1999, Síða 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.1S, AKUREYRI:KAUPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Endurskoðuð verðbólguspá Seðlabankans Verðbólga í ár meiri en áætlað var Már Guðmundsson aðalhagfræð- ingur Seðlabankans segir að verð- bólguspáin fyrir næsta ár byggist m.a. á óbreyttu gengi, að launa- hækkanir verði 6,5% milli ára og raunverð húsnæðis á höfuðborgar- svæðinu hækki í byrjun næsta árs. Már sagði að verðbólguspáin byggðist því ekki á sérstakri bjart- sýni en ef gengið styrktist og launa- hækkanir á næsta ári yrðu eitthvað lægri gæti verðbólgan orðið minni. Verðbólgan sem Seðlabankinn spáir nú er mun meiri en í helstu viðskiptalöndum Islendinga og í spánni segir að hún sé meiri en hægt sé að una. „Skili aðhald í peningamálum sér í hærra gengi og/eða verði launa- hækkanir minni en gert er ráð fyrir í forsendum spárinnar verður verð- bólga minni en hér er spáð. Til dæmis myndi 1V4% hækkun gengis krónunnar á næstu mánuðum, ásamt því að laun hækkuðu 1% minna á næsta ári en gert er ráð fyrir í spánni, leiða til þess að verð- bólga yrði rúmlega 214% frá upphafi til loka næsta árs í stað rúmlega 3>/2%. Aukning kaupmáttar launa yrði hins vegar nánast hin sama í báðum tilfellum," segir í spá Seðla- bankans. ■ Seðlabankinn/20 SEÐLABANKINN spáir 3,3% verðbólgu milli ársmeðaltala 1998 og 1999 og 4,6% hækkun frá upp- hafi til loka árs 1999. I júlí síðast- liðnum spáði bankinn að samsvar- andi hækkanir yrðu 3% og 4%. Þá spáir bankinn 4,1% verðbólgu milli áranna 1999 og 2000 en 3,7% verð- bólgu frá upphafi til loka næsta árs 1 fSfíniðað við óbreytt gengi frá því sem það er í dag. Þetta kemur fram í nýrri verðbólguspá sem Seðlabank- inn birti í gær. Banaslys í Ljösavatns- skaröi ^IANASLYS varð í Ljósavatns- skarði í Suður-Þingeyjarsýslu á sjö- unda tímanum í gærkvöldi þegar bfll fór út af veginum og valt. Tveir menn voru í bílnum og beið farþeginn bana. Bflstjórinn var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, en ekki er talið að hann hafi verið mikið slasaður. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar á Húsavík var hálka á vegin- um, en rannsókn á orsökum slyssins er ekki lokið. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Niðurstaða viðhorfskönnunar meðal 8.000 ríkisstarfsmanna -Koiiur í meirihluta en fáar við sljórn AÐEINS tveir af hverjum tíu for- stöðumönnum ríkisstofnana eru konur þrátt fyrir að meirihluti starfsmanna ríkisins séu konur. Þetta kemur fram í skýrslu fjár- málaráðuneytisins, sem ber nafnið Starfsumhverfi ríkisstarfsmanna við aldahvörf, en hún byggist á könnun á viðhorfum 8.000 ríkisstarfsmanna. I skýrslunni kemur fram að 54% ^“vTkisstarfsmanna eru konur. Hjá átta af fjórtán ráðuneytum er engin kona forstöðumaður ríkisstofnunar. Hjá tveimur ráðuneytum er ein kona forstöðumaður og hjá einu ráðuneyti eru þær þrjár. Um fjórir af hverjum tíu millistjórnendum eru konur en aðeins tæplega tveir af hverjum tíu forstöðumönnum. I skýrslunni segir að þegar litið sé til núgildandi ráðningarfyrir- komulags og meðalstarfsaldurs Vínveitingastaðir í Reykjavík orðnir 169 17 ný leyfí veitt á sjö mánuðum FRÁ því í mars á þessu ári hafa verið veitt 17 ný vínveitingaleyfi í f Veykjavík og eru staðir með vín- veitingaleyfi alls orðnir 169 í höfuð- borginni. Ný lög um vínveitinga- staði tóku gildi í júlí á síðasta ári en dregið var að afgreiða ný leyfi með- an beðið var eftir reglugerð sem loks var gefin út í mars sl. Þriggja mánaða reynslutímabfl með frjálsan afgreiðslutíma vínveit- 4®ágahúsa sem hófst í ágúst var ný- verið framlengt um níu mánuði og verður nú eitt ár. 27 staðir hafa leyfi til að hafa opið eins lengi og þeir vilja aðfaranætur laugardaga, sunnudaga og helgidaga en leyfisveitingin er bundin við miðbæinn í Reykjavík, frá Klapparstíg að Aðalstræti, og einnig tiltekin athafnasvæði. Að höfðu samráði við ýmsa hags- munaaðila þótti ástæða til að fram- lengja reynslutímabilið en endanlegt mat á tilrauninni fer fram að ári. ■ Vínveitingaleyfi/14 stjórnenda sé ljóst að langt sé í að þessi hlutföll breytist nema gripið verði til sértækra aðgerða. Skoða þurfi til dæmis hvort unnt sé að auka hlut kvenna með því að færa forstöðumenn markvisst til í starfi. Omar Kristmundsson, ritstjóri skýrslunnar, segir þessar niður- stöður sláandi. Hann segir athyglis- vert að kvenkyns stjórnendur fái heldur betri einkunn en karlar þeg- ar spurt er um afstöðu svarenda til stjómunarhátta. Hann segir að þótt munurinn hafi að jafnaði ekki verið mikill hafi hann komið fram í af- stöðu svarenda til flestra þeirra stjórnunarþátta sem spurt var um. Vanda þarf betur til ráðninga starfsmanna í skýrslunni kemur fram að nokkuð virðist skorta á að vandað sé til ráðninga starfsmanna hjá sumum stofnunum. Umtalsverður hluti ríkisstarfsmanna, sem þátt tóku í könnuninni, þekkti dæmi um að ráðið hefði verið í starf hjá stofn- uninni á öðrum forsendum en hæfni umsækjenda. I skýrslunni er lagt til að skoðað verði hvort ástæða sé til þess að setja nánari reglur um það hvemig staðið skuli að ráðningum og skipun ríkisstarfsmanna. ■ Fáar konur/38 Aukin leiðni í Múlakvísl LEIÐNI í Múlakvísl á Mýrdals- sandi jókst talsvert í gær, að því er fram kom í mælingum Reynis Ragnarssonar lögregluvarðstjóra í Vík, sem sést á myndinni við mælingar í gær. Um morguninn var ieiðnin 225 S/cm og var komin upp í 252 S/cm kl. 22.30 í gærkvöldi. Að sögn Sverris Elefsen hjá Vatna- mælingum Orkustofnunar er þetta hæsti toppur sem komið hefur fram í Múlakvísl frá því að mælingar hófust í vatnsföllum frá Mýrdalsjökli síðla sumars. Starfsmenn Vatnamælinga Orkustofnunar hafa sett upp vatnshæðar-, lciðni- og vatnshita- mæla í Jökulsá á Sólheimasandi, í Múlakvisl, í Markarfljóti og í Hólmsá til þess að vakta vatnsföll- in sem renna frá Mýrdaisjökli. Aukna leiðni má útskýra þannig að á jarðhitasvæðum streyma súr- ar gastegundir út í árvatnið og Ieysast þar upp. Súrara vatn á einnig auðveldara með að leysa upp ýmsar steindir, sem getur valdið aukinni leiðni. Aukin leiðni er oft fyrirboði hlaups og í hlaupi úr Grímsvötnum í febrúar 1999 fór leiðnin upp í 700 S/cm. Sverrir segir að skýra megi aukna leiðni núna með minnkandi rennsli i ánni i kjölfar kólnandi veðurs. Hann taldi að ekki væri ástæða til að hafa áhyggjur af þessari aukningu. Nýr gæsluvarðhaldsúrskurður í stóra fíkniefnamálinu Grunaður um peningaþvætti KARLMAÐUR, sem handtekinn var á sunnudag í tengslum við rann- sókn stóra fíkniefnamálsins, var úr- skurðaður í gæsluvarðhald til 4. nóvember í Héraðsdómi Reykjavík- ur í gær að kröfu efnahagsbrota- deildar ríkislögreglustjóra. Maðurinn, sem er á fimmtugs- aldri, var handtekinn í kjölfar hús- leitar sem gerð var á heimili hans ut- an höfuðborgarsvæðisins. Er hann grunaður um peningaþvætti og með- ferð fíkniefna, en sama refsing ligg- ur við peningaþvætti og fíkniefna- brotum, eða allt að tíu ára fangelsi. Alls sitja ellefu manns í gæslu- varðhaldi vegna rannsóknar málsins, þar af tíu sem lögreglan í Reykjavík hefur fengið úrskurðaða í varðhald og einn á vegum efnahagsbrotadeild- ar. Einum karlmanni, sem efnahags- brotadeildin fékk úrskurðaðan í varðhald, var sleppt úr haldi hinn 19. október eftir að hann hafði setið átta daga í gæsluvarðhaldi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.