Morgunblaðið - 27.11.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.11.1999, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ 55% aldraðra hefðu vilj- Háfell bauð lægst að búa lengur heima FÓLK hefur minna sjálfræði á öldrunarstofnunum en heima og í flestum tilfellum sættir það sig við og jafnvel kýs þetta hlutskipti. Þetta kemur m.a. fram í könnun sem kynnt var í gær á málþingi Siðfræðistofnunar Háskóla Is- lands, Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni og fram- kvæmdastjórnar árs aldraðra. Könnunin er unnin af þeim Vil- hjálmi Arnasyni prófessor og Astríði Stefánsdóttur, dósent og lækni, og er hluti rannsóknar sem þau vinna að um sjálfsákvörðunar- rétt aldraðra á stofnunum. I könn- uninni er m.a. leitast við að svara hvaða áhrif aldraðir geti haft á daglegt líf sitt inni á stofnunum og sagði Vilhjálmur margt benda til að ákvörðunartaka væri oft í hönd- um annarra en aldraðra sjálfra. Könnunin var gerð nú í sumar á fimm öldrunarstofnunum og var þar spurt um ákvarðantöku varð- andi nánasta umhverfi, val um dag- legar athafnir og ákvörðunina um að flytja. Að sögn Vilhjálms bendir könnunin til að sjálfræði fólks minnki við flutning á öldurnar- stofnanir og að flestir sætti sig við og jafnvel kjósi minna sjálfræði en þeir höfðu áður. 63% aðspurðra réðu til að mynda ekki hvort þeir færu í bað eða sturtu, en 85U vildu ekki fara í bað á öðrum tíma en þeir voru látnir gera. Þá var spurt um ákvörðun fólks að flytja á öldrunarstofnun og kom þar fram að 63% tóku þá ákvörðun sjálfir. 55% hefðu hins vegar viljað vera lengur heima og fjórðungur aðspurðra leit ekki á vistheimilið sem sitt heimili. Staða kvenna lakari Sigríður Jónsdóttir, yfirmaður rannsókna og þróunarsviðs Félags- þjónustu Reykjavíkur, fjallaði um aldraðar konur og réttindi þeirra og sagði hún fjárhagslegt og efna- hagslegt sjálfræði þeirra oft minna en karla. Fleiri konur yfir sjötugu byggju einar og þá hlytu fleiri kon- ur yfir 67 ára aldri óskertar bætur vegna tekjuskorts. Konur koma oft síðar inn á vinnumarkaðinn en karlar, sagði Morgunblaðið/Sverrir Áheyrendur á málþingi um sjálfsákvörðunarrétt aldraðra. Sigríður og kvað fjölda kvenna á vinnumarkaðinum þó hafa aukist meira á íslandi en á hinum Norð- urlöndunum síðan 1960. Þá voru 38% íslenskra kvenna á aldrinum 15-64 ára á vinnumarkaðinum á móti 82% nú og er hlutfallið hér í dag hærra en á hinum Norðurlönd- unum. Fj árm agn stekj u r en ekki lífeyrissjóðstekjur Sigríður sagði þetta athyglis- vert í ljósi lakara félagslegs kerfis hér og kvað hún bágan efnahag væntanlega hafa sitt að segja um vinnusemi Islendinga, þótt aðrir þættir eins og vinnudyggð væru einnig hluti af myndinni. Sumir vildu gjarnan hætta að vinna, en hefðu fjárhagslega ekki tök á því og útlit væri fyrir að konur yrðu áfram verr settar en karlar þar sem enn gætti kynjaskipts launa- mismunar. Margrét H. Sigurðardóttir, við- skiptafræðingur og varaformaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, sagði stjómvöld hafa brugðist eldri borgurum, en lífeyr- issjóðsgreiðslur hefðu t.d. ekki fylgt launaþróun. Margrét benti þá á kosti þess að líta á 2/3 hluta líf- eyrissjóðstekna sem fjár- magnstekjur, en með því móti breyttist skattlagning tekna aldr- aðra umtalsvert. Skattlagning vaxta, sem lífeyrissjóðsgreiðslum- ar væm að stærstum hluta, ætti ekki að ráðast af uppruna tekna. Á málþinginu spurði Páll Skúla- son, rektor Háskóla Islands, hvort ekki mætti nýta visku aldraðra betur, Gylfi Magnússon dósent velti fyrir sér réttmæti lögbinding- ar eftirlaunaaldurs, Páll Hreinsson dósent fjallaði um kosti þess að fá sér ráðsmann og Helga Kress pró- fessor um birtingarmyndir öldran- ar og elli í bókmenntum. Athugasemdir vegna Reykj avíkurbréfs MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Pálma Jónssyni, fyrrverandi ráðherra: „í Reykjavíkurbréfi sem birtist í Morgunblaðinu 21. nóv. sl. era nokkrar tilvitnanir í ævisögu Steingríms Hermannssonar er varða aðdragandann að myndun ríkisstjórnar Gunnars heitins Thoroddsens. Síðan er lagt út af þessum tilvitnunum, stundum þannig að vandséð er hverju skrif- in eiga að þjóna. Þótt höfundur Reykjavíkur- bréfsins láti liggja að ýmsu og haldi öðra fram, sem ekki er í sam- ræmi við mína söguþekkingu frá þessum tíma, læt ég það framhjá mér fara utan eitt atriði. Það er sú niðurstaða bréfritarans að ævisaga Steingríms Hermannssonar varpi „skugga á trúverðugleika opin- berra yfirlýsinga" frá mér og Frið- jóni Þórðarsyni. Tilefnið sem bréfritarinn telur sig hafa er að finna í frásögn Steingríms Hermannssonar af miðstjómarfundi Framsóknar- flokksins, sem haldinn var 3. febr- úar 1980. Þá er Gunnar Thorodd- sen að vinna að myndun ríkis- stjórnarínnar ásamt forystumönn- um Framsóknar og Alþýðubanda- lags. Á miðstjórnarfundinum segir Steingrímur að málefnasamningur liggi ekki fyrir og að í raun séu „aðeins Gunnar og Eggert Hauk- dal fastir í hendi í stuðnings- mannaliði hans“, þ.e. Gunnars Thoroddsens. Síðar hafi komið inn á fundinn yfirlýsing frá Gunnari um málefnanefndir og sé Pálmi Jónsson í einni þeirra og Friðjón Þórðarson í annarri. Ritari Reykjavíkurbréfsins vitnar síðan í viðtal við mig sem birtist í Morg- unblaðinu 5. febrúar 1980, þar sem ég segi m.a. að ég geti ekki tekið afstöðu til stjórnarmyndunar Gunnars Thoroddsens fyrr en ég hafi séð málefnagrundvöll stjórn- arinnar. Þarna telur bréfritari sig hafa komist í feitt. Pálmi Jónsson hafi verið settur í nefnd hinn 3. febrúar til að undirbúa málefna- samning, en haldi því svo fram í viðtali sem tekið er 4. febrúar að hann hafi ekki séð málefnagrand- völlinn. Þar féll nú skuggi á trú- verðugleikann. Já, eftir smáu er nú seilst. Nú veit ég ekki hvað bókað er hjá Framsókn. En stund- um eru fundargerðir ekki ná- kvæmar. Hugmyndin um málefna- nefndir mun ekki hafa komist í framkvæmd, enda tíminn skamm- ur, ríkisstjórnin tók við hinn 8. febrúar. A.m.k. starfaði ég ekki í neinni slíkri nefnd til undirbúnings að málefnasamningi þeirrar ríkis- stjórnar. Það er svo önnur saga að mér var falið að gera drög að land- búnaðarkafla málefnasamningsins eftir að ég kom inn að samninga- borðinu, sem var eftir að Morgun- blaðsviðtalið var tekið. Það er því hvert orð satt sem ég segi í því viðtali sem birtist í Morgunblaðinu 5. febrúar 1980 og vitnað er til í Reykjavíkurbréfinu. Þar er ekki að finna neinn „skugga á trúverðugleika“ minna yfirlýs- inga. Friðjón Þórðarson svarar fyrir sig ef honum finnst taka því, en ég þykist viss um að aðdróttan- ir bréfritarans í hans garð séu jafn tilefnislausar.“ KÓPAVOGSBÆR hefur ákveðið að ganga til samninga við Háfell ehf. um framkvæmdir við 1. áfanga gatnagerðar í Salahverfi. Efnt var tU opins útboðs og bauð Háfell lægst í verkið eða alls um 114 milljónir króna, en kostnaðaráætlun bæjarins hljóðaði upp á 136 milljónir króna. Verktakafyrirtækið Heimir og Þor- geir átti hæsta boðið, en það hljóðaði upp á 179 milljónir króna. Áð sögn Stefáns L. Stefánssonar, deildarstjóra framkvæmdadeUdar Kópavogsbæjar, á verktakinn að leggja 2,5 km af nýjum götum, sem og leggja öll holræsi og veitulagnir í göturnar. Framkvæmdirnar eiga að hefjast fljótlega því þeim á að vera lokið í ágúst á næsta ári, en þá á hverfið að vera byggingarhæft. Gert er ráð fyrir 402 nýjum íbúðum á svæðinu. ------------------ Hlutafj áraukning í Kjötkaupum Egilsstödum. Morgunblaðið. SAMÞYKKT var á hluthafafundi í Kjötkaupum hf. á Reyðarfii’ði, heimild að auka hlutafé félagsins um 21 mUljón ki'óna. Undirbúning- ur hefur verið í gangi og er þegar búið að safna um 20 mUljónum. Þessi endurfjármögnun fyrirtæk- isins er lokapunktur í endurskipu- lagningu á rekstri. Sagnfræðingar Minjasafnsins á Akureyri skoða bein Hraukbæjarmannsins síðastliðið sumar. Rannsókn á beinum Hraukbæjarmannsins Líklega um 45 ára og með dálitla gigt RANNSÓKN á mannabeinum sem fundust við bæinn Hraukbæ í Glæsi- bæjarhreppi í ágústmánuði síðast- liðnum hefur leitt í ljós að um er að ræða um 90% af beinum karlmanns sem líklega hefur verið um 45 ára gamall við andlátið eða nokkuð við ald- ur miðað við lífs- lengd á þeim tíma. Beinamælingar sýndu að maðurinn hefur verið um 164 sentímetrar á hæð, sem er nokkru lægra en meðalhæð karlmanna var til forna. Með beinarannsóknum má oft sjá merki um ýmsa sjúkdóma, en svo virðist sem Hraukbæjarmað- urinn hafi verið við góða heilsu. Aðeins sjást merki um gigt í baki og úlnliður hægri handar hefur ef til vill verið manninum til trafala í lifanda lífi því í honum sjást gigtarbreytingar. Beinin verða aldursgreind með geisla- kolsmælingu og þá fæst aldur þeirra með einhverra áratuga óvissu. Beinin fundust þegar fram- kvæmdir við raflínu út Kræk- lingahlíð stóðu yfir, en þá kom mjög heilleg beinagreind upp á yfírborðið með vélskóflu. í kjöl- farið var gröfin, eða það sem eft- ir var af henni, rannsökuð með fornleifauppgreftri sem Minja- safnið á Akureyri annaðist. Gröf- in fannst á hólbungu þar sem að líkindum hefur verið jarðgrunnt á sínum tfma, en á síðari öldum hefur lagst yfir hana fokjarðveg- ur. Stutt er að bæjarstæði siðasta torfbæjarins, aðeins tveir til þrír metrar, en ekki er vitað hvort bærinn stóð þar alla tíð. Ekki er heldur vitað hvar gamli túngarð- urinn lá eða hvort gröfin hafi verið innan túns eða utan. Vesturendi grafarinnar var mjög skemmdur þegar rannsókn fór fram svo ekki er gerlegt að segja til um hvernig maðurinn hefur verið lagður til að öðru leyti en því að fætur sneru flöt- um beinum til austurs. Frágang grafarinnar mátti sjá í austur- enda hennar, þar var hringlaga steinlögn með steinum af ýinsum stærðum, ýmist, vatnsnúnir eða eggjagrjót. Engin kista var í gröfinni og ekki annað að sjá en maðurinn hafi verið lagður beint á urðina. Munir fundust ekki í gröfinni en lítilsháttar trjáleifar og málmbrot sem enn á eftir að rannsaka betur. Hóllinn rannsakaður næsta sumar Onnur gröf er utan við þá sem rannsökuð var og er einn og hálfur metri á milli þeirra. Sú gröf var ekki rannsökuð með uppgreftri að svo stöddu, en þar virðist vera óhreyfð beinagrind fullorðins manns. Að auki fund- ust við rannsóknina bein úr tveimur ungbörnum sem jarðsett hafa verið í sérstakri gröf en án umbúnaðar. Því má draga þá ályktun að í hólnum í Hraukbæ sé að finna fleiri einstaklinga grafna en nú hafa fundist og þar sem beinin virðast vera vel varð- veitt þykir ástæða til að rann- saka hólinn betur, en það verður gert næsta sumar. Talið er víst að grafreiturinn sé frá fyrstu öldum byggðar á Islandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.