Morgunblaðið - 27.11.1999, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Sýningum
lýkur
Listahornið Akranesi
MÁLVERKASÝNINGU Þóru
Einarsdóttur í Listahorninu,
Kirkjubraut 3 á Akranesi, lýkur
sunnudaginn 28. nóvember. Þóra
sýnir málverk máluð á silki. Sýn-
ingin er opin alla virka daga kl. 11-
17.
Gallerí Fold, Rauðarárstíg
Sýningu Soffíu Sæmundsdóttur
lýkur á sunnudag.Soffía nefnir sýn-
ingu sína Dalbúa og á henni eru 18
olíumálverk ýmist máluð á striga
eða tréplötu. Gallerí Fold er opið á
virkum dögum kl. 10-18, laugar-
daga og sunnudag kl. 17.
Áhaldahús Vestmannaeyja
Sýningu Rúríar, sem tileinkuð er
Sigríði frá Brattholti, lýkur á
sunnudag. Sýningin er opin frá kl.
14-18. Aðgangur er ókeypis.
.—
Verk eftir Ingu Rún Harðar-
dóttur í Galleríi Smíðar og
skart.
Inga Rún í
Galleríi Smíð-
ar og skart
INGA Rún Harðardóttir opnar
sýningu á verkum sínum í Galleríi
smíðar og skart, Skólavörðustíg
16a, í dag, laugardag, kl. 14. Þar
sýnir hún keramik og myndlist.
Inga Rún lauk námi frá ieir-
listadeild MHÍ1993. Hún nam síð-
ar við Intemational keramik
studio í Késcemet, Ungveijalandi
og Institut for unika, Kunsthand-
verkerskolen í Kolding í Dan-
mörku.
Hún hefur haldið einkasýningar
og tekið þátt í samsýningum, bæði
hér heima og í Danmörku.
Sýningin er opin á verslunar-
tíma og lýkur 27. nóvember.
Frá Helsinki til
Hafnarborgar
ÁGÚST Ólafsson,
barítón, og Kíril
Kozlovski, píanóleik-
ari, halda tónleika f
Hafnarborg, annað
kvöld, sunnudag-
skvöld, kl. 20.30. Þeir
em báðir nemendur
við
Síbelíusarakadem-
íuna í Helsinki. Þeir
munu flytja Dichter-
liebe eftir Schumann,
sönglög eftir Grieg;
rómönsur eftir Tsjai-
kovskíj og aríur eftir
Rachmaninov.
Ágúst og Kiril hafa
starfað saman sem
ljóðasöngs-dúo frá
haustinu 1998. Saman
hafa þeir sótt meist-
arakúrsa (mastercl-
ass) hjá próf. Hartmut
Höll (píanó) í Ijóða-
flutningi á vegum Síb-
elíusarakademíunnar. Ljóðasön;
Sumarið 99 vom þeir borg: A
þátttakendur í Iokuð-
um Liedmeistarakúrs próf. Höll
og Mitsuko Shirai (mezzosopran) í
Savonlinna, Finnlandi. Þeir sóttu
einnig meistarakúrs próf.
Alexanders Rohm Russian vocal
music (mars 99). Veturinn '98:99
tóku þeir þátt í söngstúdíókúrs í
S.A. sem ljóðasöngs-dúó og í vetur
munu þeir vinna frekar að Ijóða-
fsdúóip sem kemur fram í Hafnar-
gúst Ólafsson og Kíril Kozlovski.
tónlist með Ilmo Ranta (píanó).
Ágúst og Kiril hafa komið fram
saman á ýmsum smærri tónleikum
á vegum S.A. og í gegnum skólann
hafa þeir einnig haldið tvenna
ljóðasöngstónleika í Helsinki.
Næstu tónleikar þeirra verða í
Klettakirkjunni í Helsinki í mars
2000.
Myndlistar-
konur á
Garðatorgi
ÁTTA myndlistarkonur sýna í
Sparisjóðnum, Garðatorgi 1,
Garðabæ, í dag, laugardag, kl. 13.
Listakonumar eru Áslaug Davíðs-
dóttir, Hrönn Vilhelmsdóttir, text-
íllistamenn, Dröfn Guðmundsdótt-
ir, Guðný _ Jónsdóttir, glerlista-
menn, Árdís Olgeirsdóttir,
Charlotta R. Magnúsdóttir, Sigríð-
ur Helga Olgeirsdóttir og Þóra
Sigurgeirsdóttir, leirlistamenn.
Þær hafa allar viðurkennt
myndlistamám að baki og hafa
tekið þátt í fjölda sýninga. Þær
reka ásamt sjö öðrum listakonum
gallerí Listakot, Laugavegi 70.
Sýningin verður opin á afgreiðslu-
tíma Sparisjóðsins frá kl. 8:30-16
alla virka daga og stendur til 31.
desember.
-----4-f-4---
Ljtífar nótur
í Mtílanum
HLJÓMSVEIT Agnars Más
Magnússonar og Ólafs Stolzen-
walds koma fram á djasstónleikum
á vegum jassklúbbsips Múlans á
efri hæð Sólonar íslandusar á
sunnudagskvöldið kl. 21.
Hljómsveit Agnars og Ólafs leik-
ur alla vega jazz í ýmiss konar út-
setningum og munu þeir leitast við
að draga úr jólastressi með þægi-
legri dagskrá á ljúfum nótum.
Hljómsveitin samanstendur af
áðurnefndum Agnari Má Magnús-
syni á píanó og Ölafí Stolzenwald á
bassa, auk þeirra leika Helgi Svav-
ar Helgason á trommur og Birkir
Freyr Matthíasson á trompet.
♦ ♦ ♦
Harmonikku-
tónlist í
Ráðhúsinu
HARMONIKKUFÉLAG Reykja-
víkur heldur „létta“ tónleika í Ráð-
húsi Reykjavíkur í dag, laugardag,
kl. 15. Yfírskrift tónleikanna er
Dagur harmonikkunnar og eru
flytjendur á öllum aldri.
Meðal annars koma fram nokkrir
nemendur Karls Jónatansson og
Matthíasar Kormákssonar. Þá
koma fram systurnar Hekla, Inga
og Ása Eiríksdætur, Matthías Kor-
máksson, hljómsveitin Stormurinn
undir stjóm Amar Falkner, Jóna
Einarsdóttir, Jassband Þóris og
Léttsveit Harmonikkufélags
Reykjavíkur undir stjórn Jóhanns
Gunnarssonar.
Kynnir er Jóhann Gunnarsson.
Fjdrir hljóta viður-
kenningu FIH
f TILEFNI tuttugasta starfsaf-
mælis Tónlistarskóla Félags ís-
lenskra hljómlistarmanna hefur
stjóm FÍH ákveðið að veita viður-
kenningu þeim sem sýnt þykir að
hafí stutt við og unnið að framgangi
lifandi tónlistar á árinu. Athöfnin
fer fram í dag, laugardag, kl. 17, í
Rauðagerði 27.
Á tónlistardeginum 24. október
1998 var í fyrsta skipti veitt viður-
kenning til veitingamanna fyrir að
búa hljómlistarmönnum fram-
úrskarandi vinnuaðstöðu og varð
veitingastaðurinn Broadway
hlutskarpastur.
í ár er ákveðið að afhenda þessa
viðurkenningu á 20 ára starfsaf-
mæli Tónlistarskóla Félags ís-
lenskra hljómlistarmanna. Eftir-
taldar stofnanir og aðilar og fá
viðurkenningu í ár: Reykjavíkur-
borg og Ingibjörg Sólrún Gísladótt-
ir borgarstjóri fyrir stofnframlag
borgarinnar til Stórsveitar Reykja-
víkur. Kópavogskaupstaður og Sig-
urður Geirdal bæjarstjóri fyrir að
stuðla að stórbættri tónleikaað-
stöðu fyrir íslenska hljómlistar-
menn með byggingu _ Salarins.
Súðavíkurhreppur og Ágúst Kr.
Bjömsson sveitarstjóri fyrir að
stofna Listasumar á Súðavík, Veit-
ingastaðurinn Broadway og Ölafur
Laufdal fyrir að búa hljómlistar-
mönnum framúrskarandi vinnuað-
stöðu.
Opinberir nemendatónleikar
verða í salnum kl. 15 í dag.
NEYTENPUR
Rapsolía lækkar kólesterói hvað mest
Ólífuolían
síður en svo
varhugaverð |
Morgunblaðið/Golli
Guðmundur Hermannsson úrsmiður hefur safnað gömlum klukkum
um árabil. Um helgina er hann með sýningu á klukkunum og fræðir
fólk um sögu þeirra
Hlutfall mettaðra
fitusýra í...
Smjöri
FRÉTT á forsíðu Morgunblaðsins
síðastliðinn fimmtudag vakti tölu-
verða athygli, en þar var sagt frá
danskri rannsókn sem sýndi að
ólífuolía hækkaði kólesterólið og
væri því ekki eins holl og af er látið.
Laufey Steingrímsdóttir forstöðu-
maður Manneldisráðs segir að
þarna hafí verið um villandi frétta-
flutning að ræða. „Hið rétta er, að
kólesteról í blóði lækkar ef fólk not-
ar ólífuolíu eða aðra fljótandi jurta-
olíu í staðinn fyrir smjör eða hart
smjörlíki. Hitt er svo annað mál, að
ef ætlunin er að finna þá olíu sem
lækkar kólesterólið allra mest, er
ólífuolían ef til vill ekki besti kost-
urinn. Þá eru aðrar olíur áhrifa-
meiri, ekki síst rapsolían sem ein-
mitt var fjallað um á neytendasíðu
Morgunblaðins ekki alls fyrir
löngu.“
Mettaða, harða fítan
hækkar kólesteról
„í umræddri rannsókn var verið
að bera saman áhrif ólífuolíu og
þeirra olía sem hafa mest og best
áhrif á kólesterólið.
í fljótandi olíum er mjög lítið af
mettaðri fítu, en í smjöri, smjörva
og flestum tegundum af smjörlíki
er mikið af mettaðri eða harðri fitu.
Það er mettaða, harða fítan sem
hækkar kólesterólið. Sem dæmi má
nefna að í ólífuolíu eru um 17% fit-
unnar mettaðar fitusýrur, í sojaolíu
er mettuð fita 15%, í sólblómaolíu
12% og raspolíu 10%. I smjöri er
sambærileg tala 61% og smjörva
58%. Það er því grundvallarmunur
á olíum annars vegar og smjöri eða
smjörlíki hins vegar hvað þetta
varðar og áhrifín á kólesterólið eru
Ólífuolíu
I f 17%
Sojaolíu
I 115%
Sólblómaolíu
I 112%
Rapsolíu
| 110%
Nýr verslunarkjarni í Bæjarlind
Englar, kökur
og kristall
Gamlar klukkur allt frá
18. öld, kristall, heilsu-
dýnur og ekta ensk
jólakaka er meðal þess
sem hægt er að rekast á
þegar rölt er um versl-
unarkjarnann í
Bæjarlind í Kópavogi.
ÞAÐ ERU aðeins nokkrar vikur
síðan fyrstu verslanirnar þar voru
opnaðar. Kökuhornið heitir bakarí
sem var opnað þar fyrir nokkrum
vikum og er hægt að setjast niður
og fá sér kaffisopa við kertaljós. Á
aðventunni verður boðið upp á heitt
súkkulaði með rjóma og jólasmá-
kökur. Eigendurnir voru í óðaönn
að búa til aðventukransa úr trölla-
deigi þegar bakaríið var heimsótt
en þeir hafa ekki áður rekið bakarí
og leggja mikið uppúr að hafa
stemmninguna jólalega á aðvent-
unni. Við hliðina á bakaríinu er
búðin Luxor sem selur sérstæð
húsgögn og skrautvöru m.a. frá
Egyptalandi og Rússlandi.
Gamall draumur
varð að veruleika
Kristall og postulín heitir ný búð
sem þama er til húsa. Þar eru seld-
ar vörur frá fyrirtækinu Mikasa,
skrautmunir úr kristal og ýmsar
gjafavörur. Gyða Jónsdóttir er eig-
andi verslunarinnar. Hún segir
þetta fmmraun sína í verslunar-
rekstri en það hafi verið draumur
sinn frá því hún átti heima í Banda-
ríkjunum að opna verslun með
þessar vörur. „Það er einmitt gam-
an að opna á þessum árstíma þegar
jólin eru að næsta leiti. Fyrst svo
var ákvað ég að panta inn sérstakar
jólavörur úr kristal og bjóða þær á
tilboðsverði." Annars segist Gyða
vera með vörur sem henti ekki
hvað síst í brúðkaupsgjafir. „Mat-
!