Morgunblaðið - 27.11.1999, Side 43

Morgunblaðið - 27.11.1999, Side 43
42 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 43 ' STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. AÐHALDSÞÖRF í GÓÐÆRINU SEÐLABANKINN hefur sent frá sér viðvörun vegna þró- unar efnahagsmála að undanförnu. Hann telur verð- bólguþróun og viðskiptahalla ógna þeim efnahagslega stöð- ugleika sem Islendingar hafa búið við síðustu árin. Nauðsyn- legt sé að ríkissjóður, sveitarfélög, aðilar vinnumarkaðar, peningastofnanir og Seðlabankinn sjálfur stuðli að minnkun þenslunnar. Astæða er til að taka viðvörunina alvarlega og samræma aðgerðir til að koma í veg fyrir nýja verðbólgu- skriðu. Seðlabankinn telur að í þjóðhagsáætlun sé vöxtur eftir- spurnar í ár vanmetinn og hagvöxtur á næsta ári verði meiri en þar sé gert ráð fyrir. Viðskiptahallinn í ár verði og um- fram þjóðhagsáætlun. Auk þess sé það áhyggjuefni að Þjóð- hagsstofnun spái 3% viðskiptahalla miðað við landsfram- leiðslu næstu árin. Það vitni um undirliggjandi halla sem ekki hverfí þótt stóriðjuframkvæmdum ljúki. Seðlabankinn spáir að óbreyttu 4% verðbólgu árið 2000 og telur að meginverkefni hagstjórnar á næstunni hljóti að beinast að minnkun verðbólgunnar. Birgir Isleifur Gunnars- son seðlabankastjóri segir bankann leggja áherzlu á þrjú at- riði til að komast hjá harkalegri aðlögun efnahagslífsins, beitingu aðhaldssamrar peningastefnu, aukinn afgang á rík- issjóði sökum þess að eftirspurnarþenslan sé meiri en fjár- lagafrumvarpið geri ráð fyrir og loks að hófsamir kjara- samningar verði gerðir í upphafi næsta árs. „Það þarf að sýna mjög mikla árverkni. Það er nú okkar mat, að það sé al- veg hægt að ná tökum á þessu og það sé hægt að ná því, sem menn kalla mjúka lendingu úr þessu mikla flugi, sem við höf- um verið á,“ segir hann. I grein í riti Seðlabankans, „Peningamál“, segir m.a. að einnig þurfí að taka á hallarekstri sveitarfélaga á hátoppi hagsveiflunnar en þessi halli veiki aðhaldið sem innlendri eftirspurn sé veitt í ríkisfjármálum. Nái sveitarfélögin ekki viðunandi árangri þurfí afkoma ríkissjóðs að verða betri að sama skapi. Þá segir ennfemur að hugsanlega þurfí að hækka seðlabankavexti enn frekar til að tryggja nægilega hátt gengi krónunnar og nægilega háa innlenda vexti til að draga úr eftirspurn og útlánum. Nýjar aðstæður gefí hugs- anlega tilefni til að endurmeta fastgengisstefnuna sem hafi átt mikinn þátt í hjöðnun verðbólgunnar og nú sé að baki. Hins vegar sé æskilegt að geta beitt gengi krónunnar til að hemja verðbólgu í þeirri sterku uppsveiflu sem nú sé í þjóð- arbúskapnum. Afstaða Seðlabankans eru skýr. Verði ekki gripið til við- eigandi aðgerða er stöðugleikinn í hættu. Hins vegar sé ekki þörf á að grípa til harkalegra aðgerða til að ná jafnvægi á ný í þjóðarbúskapnum. Viðvörunin kemur á þeim tíma, sem undirbúningur lokaafgreiðslu fjárlaga stendur yfír, og því hafa ríkisstjórn og Alþingi enn tækifæri til að grípa til við- eigandi ráðstafana af sinni hálfu. Það þýðir aftur á móti að ráðherrar og þingmenn verða að standa fast gegn þeim miklu og óraunhæfu kröfum sem gerðar eru til ríkissjóðs um þessar mundir. Þótt fjárlagafrumvarpið geri ráð fyrir meiri tekjuafgangi á næsta ári en dæmi eru til hvetur Seðlabank- inn til meiri afgangs. Þjóðarhagur verður að hafa forgang umfram væntingar um aukin ríkisútgjöld í góðærinu. ÍSLAND, NATO OG ESB ÞAU áform Evrópusambandsins að innlima Vestur-Evrópu- sambandið í ESB og fela því að sjá um sameiginlega varn- arstefnu sambandsins hafa óneitanlega valdið nokkrum áhyggj- um hér á landi. Á fundi varnarmálaráðherra sambandsins í síð- ustu viku var tekið stórt skref í þessa átt. Allt frá byrjun þessa áratugar hefur það verið markmið ESB að hrinda í framkvæmd sameiginlegri varnarstefnu og er hugmyndin sú að VES myndi hina evrópsku varnarstoð innan NATO og hafí burði til að grípa til aðgerða upp á eigin spýtur án þátttöku Bandaríkjanna. Evrópsk NATO-ríki er ekki eiga aðild að ESB hafa haft áhyggjur af óljósri stöðu sinni í ferli þessu öllu. Forsætisráð- herrar Bretlands og Frakklands ítrekuðu í vikunni nauðsyn þess að NATO-ríki utan ESB gætu tekið þátt í hinu fyrirhug- aða varnarsamstarfí og að loknum fundi með forsætisráðherra íslands og utanríkisráðherra í gær sagði George Robertson, framkvæmdastjóri NATO, að mikilvægt væri að fínna lausn á málinu. Þróun undanfarinna daga ýtir undir bjartsýni um að lausn finnist á málinu. Sú lausn verður hins vegar að tryggja að staða þeirra NATO-ríkja, er kosið hafa að standa utan ESB, verði tryggð að fullu. Eiríkur Tómasson lagaprófessor birtir niðurstöður rannsókna sinna á lagaframkvæmd í ljósi Mannréttindasáttmála Evrópu Meginreglum ekki allt- af fylgt hjá dómstólum Eiríkur Tómasson lagaprófessor hefur birt niður- stöður rannsókna sinna á málsmeðferð fyrir dóm- stólum með vísan til Mannréttindasáttmála Evr- ópu í nýútkomnu riti. Hann kemst að þeirri nið- urstöðu að þótt íslensk lög og lagaframkvæmd sé í meginatriðum í samræmi við fyrirmæli 6. grein- ar sáttmálans sé ýmislegt gagnrýnivert í máls- meðferð dómstóla. Dæmi séu um að Hæstiréttur hafí teflt á tæpasta vað. Ómar Friðriksson kynnti sér niðurstöðurnar og talaði við Eirík. Morgunblaðið/Golli Eiríkur Tómasson lagaprófessor fjallaði um niðurstöður rannsókna sinna á dómsmálaþingi í gær. 6. grein Mannréttinda- sáttmála Evrópu BÓKAÚTGÁFA Orators hefur gefíð út bókina Réttlát málsmeð- ferð fyrir dómi. íslensk lög og lagaframkvæmd í ljósi 1. og 3. málsgreinar 6. greinar Mannréttindasátt- mála Evrópu eftir Eirík Tómasson laga- prófessor. I ritinu er að finna skýringar og niðurstöður rannsókna Eiríks á þeim meg- inreglum sem mælt er fyrir um í 6. grein sáttmálans um réttláta málsmeðferð fyrir dómi, m.a. með vísan til dóma Mannrétt- indadómstóls Evrópu og ákvarðana Mann- réttindanefndar Evrópu. Samhliða þessu gerir Eiríkur grein fyrir því hvort íslensk lög og lagaframkvæmd samrýmist þessum fyrirmælum og fjallar hann m.a. í ritinu um fjölmargar úrlausnir íslenskra dóm- stóla á sviði réttarfars. Morgunblaðið ræddi við Eirík um rannsókn hans en Ei- ríkur greindi einnig frá helstu niðurstöð- um rannsóknarinnar á dómsmálaþingi í gær. „Það ákvæði í Mannréttindasáttmála Evrópu sem lýtur að meðferð mála fyrir dómi er 6. grein sáttmálans. Islendingar eru aðilar að Mannréttindasáttmála Evr- ópu. Hægt er að bera íslensk mál undir Mannréttindadómstól Evrópu og ísland er að þjóðarrétti skuldbundið til að hlíta nið- urstöðum dómstólsins. Þess vegna hefur þessi sáttmáli meiri beina þýðingu íyrir okkur en aðrir,“ segir Eiríkur í samtali við blaðið. Reynir oftast á 6. grein sáttmálans Eiríkur bendir á að 6. grein sáttmálans sé sú grein hans sem oftast hafi reynt á fyrir Mannréttindadómstólnum. „Ég hef unnið að þessari rannsókn undanfarin tvö ár samhliða kennslustörfum og öðrum rannsóknarstörfum. Ég byrjaði á því að fara yfir lagaframkvæmdina hér á landi og skoðaði sérstaklega hæstaréttardóma, þar sem reynir á ákvæði 6. greinar Mannrétt- indasáttmálans, og hafði ég þessa dóma til hliðsjónar þegar ég fór að skoða úrlausnir Mannréttindadómstólsins og Mannrétt- indanefndarinnar. Ég hef sennilega farið yfir hátt á annað hundrað íslenskrar dóms- úrlausnir og þær úrlausnir Mannréttinda- nefndarinnar og Mannréttindadómstólsms sem ég fór yfir eru áreiðanlega á bilinu 3-400.“ Við rannsóknina naut Eiríkur m.a. aðstoðar Gizurar Bergsteinssonar lög- fræðings, sem var honum innan handar við heimildaöflun o.fl. Mælt fyrir um milliliðalausa sönnunarfærslu fyrir dómi Eiríkur var íyrst beðinn að gera grein fyrir þeim lágmarksreglum sem kveðið er á um í 6. grein Mannréttindasáttmálans. Markmiðið með umræddri grein er að tryggja réttlæti og réttaröryggi við með- ferð þeirra mála sem hún tekur til, að sögn hans. I 1. málsgreininni er að finna íyrir- mæli sem lúta annars vegar að skipun dómstóla og hins vegar að málsmeðferð fyrir dómi og nær greinin bæði til einka- mála og sakamála. 3. málsgreinin nær ein- vörðungu til sakamála en í henni er mælt fyrir um lágmarksréttindi til handa sökuð- um manni í opinberu máli og eiga þau rétt- indi öll rætur að rekja til meginreglunnar um jafnræði málsaðila fyrir dómi, sem álit- in er óhjákvæmilegur þáttur í réttlátri málsmeðferð. Eiríkur bendir á að í 1. mgr. 6. greinar- innar felist margs konar réttindi. Þar er m.a. kveðið á um að einstaklingar eigi rétt til réttlátrar málsmeðferðar og er jafnræð- isreglan kjarni þessa réttar, sem felur það í sér að aðilar að dómsmáli skuli vera jafnt eða sem jafnast settir. Fleiri atriði hafa verið felld undir þennan rétt, að sögn Ei- ríks, þ.á m. er talið að í þessari reglu felist fyrirmæli um svonefnda milliliðalausa sönnunarfærslu, en í þeirri meginreglu felst að öll sönnunargögn skuli færð fyrir þann dómstól sem sker úr um sekt sak- bornings og ákvarðar honum viðurlög sé hann fundinn sekur. Þetta hefur þá þýð- ingu að ákærði og vitni skulu að jafnaði gefa skýrslu fyrir þeim dómi, sem hefur þetta vald, hvort sem um er að ræða dóm- stól á fyrsta dómstigi eða áfrýjunardóm- stól, að sögn hans. Mál ganga hratt fyrir sig í íslenska dómskerfinu í umræddri grein er einnig m.a. að finna ákvæði um fljótvirka málsmeðferð, sem ekki er einskorðað við meðferð máls fyrir dómi heldur einnig hvort mál hafi dregist á langinn hjá lögreglu. „íslenskir dómstólar og þó einkum Hæstiréttur hafa oft komist að þeirri niðurstöðu að mál hafi dregist úr hömlu hjá lögreglu eða ákæruvaldi eða jafnvel hjá héraðsdómi og hefur þá verið tekið tillit til þess við ákvörðun refsingar og hún verið milduð. Þetta er eitt af þeim atriðum sem hafa breyst mjög til batnaðar RÉTTUR til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. 1. Þegar kveða skal á um réttindi og skyldur manns að einkamálarétti eða um sök, sem hann er borinn um refsi- vert brot, skal hann eiga rétt til rétt- Iátrar og opinberrar málsmeðferðar innan hæfilegs tnna fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli sé skipan hans ákveðin með lögum. Dóm skal kveða upp í heyranda hljóði, en banna má fréttamönnum og almenningi aðgang að réttarhöldunum að öllu eða nokkru af siðgæðisástæðum eða með tilliti til allsherjarreglu eða þjóðaröryggis í lýð- frjálsu landi eða vegna hagsmuna ung- menna eða verndar einkalifs málsaðila eða, að svo miklu leyti sem dómstóllinn telur brýna nauðsyn bera til, í sérstök- um tilvikum þar sem opinber frásögn mundi torvelda framgang réttvísmnar. 2. Hver sá sem borinn er sökum um refsiverða háttsemi skal talinn saklaus uns sekt hans er sönnuð að lögurn. 3. Hver sá sem borinn er sökum um refsiverða háttsemi skal eigi pjóta minni réttar en hér greinir: a. Hann fái án tafar, á máli sem hann skilur, vitneskju í smáatriðum um eðli og orsök þeirrar ákæru sem hann sætir. b. Hann fái nægan tíma og aðstöðu til að undirbúa vörn sína. c. Hann fái að halda uppi vörnum sjálfur eða með aðstoð verjanda að eigin vali. Hafi hann ekki nóg fé til að greiða lögfræðiaðstoð skal hann fá hana ókeypis ef það er nauðsynlegt vegna réttvísinnar. d. Hann fái að spyrja eða láta spyija vitni sem Ieidd eru gegn honum. Séð skal um að vitni, sem bera honum í vil, komi fyrir dóm og séu spurð á sama hátt og þau vitni sem leidd eru gegn honum. e. Hann fái ókeypis aðstoð túlks ef hann skilur hvorki né talar mál það sem notað er fyrir dómi. hér á landi, meðal annars fyrir tilverknað Mannréttindasáttmálans. Mál ganga nú mjög hratt fyrir sig í gegnum íslenska dómskerfið," segir Eiríkur. Kveðið er á um það í 6. grein Mannrétt- indasáttmálans að dómstólar skuli vera sjálfstæðir og óvilhallir. Þar hefur líka orð- ið mjög mikil breyting á íslensku dóms- kerfi, að mati Eiríks. Stærsta breytingin átti sér stað þegar skilið var á milli fram- kvæmdavalds og dómsvalds, en sú breyt- ing tók gildi 1. júlí 1992 í kjölfar niður- stöðu í hinu þekkta máli Jóns Kristinsson- ar sem kom til kasta Mannréttindanefndar og Mannréttindadómstóls Evrópu. Með gildistöku nýrra dómstólalaga, sem tóku gildi 1. júlí 1998, var gengið enn frekar í þá átt að auka sjálfstæði dómstólanna gagn- vart framkvæmdavaldinu. í 3. málsgrein 6. greinar Mannréttinda- sáttmálans er að finna reglur um lág- marksréttindi til handa sökuðum manni. „Þar er mælt fyrir um rétt sakbornings til að fá vitneskju um ákæru sem hann sætir, um rétt hans til að fá nægan tíma og að- stöðu til að undirbúa vörn í sakamáli og rétt til að halda sjálfur uppi vömum eða með aðstoð löglærðs verjanda. Loks er sakborningi þar tryggður réttur til að leiða eigin vitni og spyrja vitni sem leidd eru gegn honum í sakamáii. Jafnframt skal séð til þess að vitni sem ber sakborningi í vil komi fyrir dóm og séu spurð á sama hátt og þau vitni sem leidd eru gegn honum,“ segir Eiríkur. Fullnægjum kröfunum í öllum megindráttum Meginniðurstaða rannsóknar Efríks er sú að ákvæði íslenskra laga séu í öllum meginafriðum í samræmi við fyrirmæli 1. og 3. málsgreina 6. greinar Mannréttinda- sáttmálans. „Við íslendingar fullnægjum í öllum megindráttum þeim kröfum sem gerðar eru í 6. greininni. Fyrir tíu árum var nokkuð í land að svo væri en við höfum tekið okkur á. Á undanfömum tíu árum hafa orðið mjög miklar breytingar á lögum og lagaframkvæmd hér á landi,“ segir Ei- ríkur. Þrátt fyrir þessa meginniðurstöðu gerir Eiríkur nokkrar athugasemdir við laga- framkvæmdina hér á landi og telur hann þar ýmsa agnúa á í ljósi umræddra ákvæða Mannréttindasáttmálans. Eiríkur segir það ekki aðeins vera lagalega nauð- syn að íslendingar fylgi þeim kröfum sem fram koma í sáttmálanum og birtast í dóm- um Mannréttindadómstólsins heldur hljóti það að vera Islendingum kappsmál að virða þessar lágmarkskröfur eins og aðrar Evrópuþjóðir geri. Endurskoða þarf ákvæði laga um opinbera málsmeðferð Eiríkur kemst m.a. að þeirri niðurstöðu í rannsókninni að rétt sé að endurskoða ákvæðin í 63.-65. grein laga um meðferð opinberra mála um mat og skoðun dóm- kvaddra manna í sakamálum. „Þessi ákvæði eru ófullkomin og ég tel að það beri að endurskoða þau, meðal annars með hliðsjón af reglunni um jafnræði aðila fyrir dómi. Samhliða þyrfti að huga að því hvort og þá í hvaða tilvikum væri rétt að leyfa sérfræðingum, öðrum en þeim sem eru dómkvaddir matsmenn, að koma fyrir dóm og bera vitni í slíkum málum,“ segir hann. Aðspurður um rökstuðning fyrir þessari niðurstöðu bendir Eiríkur á að sakamál séu frábrugðin einkamálum að því leyti að sú skylda hvíli á lögreglu og ákæruvaldi að upplýsa mál til fullnustu. „Við rannsókn máls og undirbúning saksóknar þurfa þessir aðilar oft á tíðum að leita aðstoðar utanaðkomandi sérfræðinga. Með vísun til dómaframkvæmdar í Strassborg gengi það líklegast í berhögg við 1. málsgrein 6. greinar Mannréttindasáttmálans, ef slíkur sérfræðingur yrði síðar leiddur fyrir dóm sem vitni eða dómkvaddur matsmaður, nema hinn ákærði eigi þess einnig kost að leiða fram sérfræðing af sinni hálfu sem vitni í málinu," segir Eiríkur. „Það mætti hugsa sér að leysa þennan vanda með því að dómkveðja tvo mats- menn, þar af annan samkvæmt ábendingu ákærða eða verjanda og hinn samkvæmt ábendingu ákæruvaldsins. Einnig kæmi til greina að gera aðilum það kleift að leiða þessa sérfræðinga sem vitni í opinberum málum innan ákveðinna marka,“ segir hann. Vafasamt að Hæstiréttur hafi virt jafnræðisreglu Mikil umræða og deilur hafa orðið að undanfömu um sönnunarfærslu í dómi Hæstaréttar hinn 28. október sl. þar sem karlmaður var sýknaður af ákæru um kyn- ferðisbrot gegn dóttur sinni. Eiríkur var spurður álits á þessum dómi í ljósi rann- sókna hans á 6. grein Mannréttindasátt- málans en hann vék einnig að umræddum dómi í erindi sínu á dómsmálaþingi í gær. „í 6. grein Mannréttindasáttmálans er eðli máls samkvæmt aðeins mælt fyrir um rétt sakbomings í opinberum málum en ekki um rétt almannavaldsins. En sam- kvæmt meginreglunni um jafnræði aðila fyrir dómi á ákæmvaldið að njóta samskon- ar réttar og sakaður maður. Við megum ekki gleyma því að ákæravaldið kemur fram fyrir hönd almennings," segir Eiríkur. „Hæstiréttur virti í þessu máli réttilega skýlausan rétt sakbornings samkvæmt 1. málsgrein 6. greinar Mannréttindasátt- málans til að afla álits sérfræðinga vegna þess að ákæravaldið og lögregla höfðu áð- ur aflað sérfræðiálita, sem lögð höfðu verið til grandvallar í málinu í héraði. Ég tel að með þessu hafi Hæstiréttur gætt réttar sakbomings í þessu máli eins og á stóð. Hins vegar tel ég að eðlilegt hefði verið að gefa ákæravaldinu kost á því að fá einn af sérfræðingunum fyrir dóm til þess að því gæfist kostur á að gagnspyrja hann úr því að Hæstiréttur byggði niðurstöðu sína á áliti hans. Ef við sneram dæminu við og hugsuðum okkur að sakbomingur hafi hér átt í hlut, og ákæravaldið komið fram með ný sér- fræðigögn og lagt þau fyrir Hæstarétt, þá tel ég að ákærði hefði átt skýlausan rétt samkvæmt 6. grein Mannréttindasáttmál- ans til að krefjast þess að höfundur álitsins kæmi fyrir dóm svo ákærða eða verjanda hans gæfist kostur á að gagnspyrja. í því tilviki væri verið að beita 1. málsgrein sátt- málans með hliðsjón af d-lið 3. málsgrein- ar, þar sem segir að sakborningur eigi rétt á því að spyrja vitni, sem leidd era gegn honum, og það þýðir að sjálfsögðu að þau komi fyrir dóm og svari spurningum. Ég er að vísu ekki kunnugur því hvað gerðist í meðferð málsins fyrir Hæstarétti, en að mínum dómi leikur vafi á því hvort Hæstiréttur hafi virt hina viðurkenndu jafnræðisreglu sem gildir jafnt í sakamál- um sem einkamálum gagnvart ákæravald- inu,“ segir Eiríkur. „Hins vegar má segja það Hæstarétti til málsbóta að ákvæði lag- anna um meðferð opinberra mála era ófullkomin að því er þetta varðar. Þetta er ein af ástæðum þess að ég tel að það þurfí að taka þessi ákvæði til endurskoðunar,“ bætir hann við. Eiríkur lagði áherslu á að með þessum athugasemdum væri hann ekki að taka efnislega afstöðu til þess hvort niðurstaða meirihluta Hæstaréttar hafi verið rétt eða röng. „Ég hef engar forsendur til að tjá mig um það,“ sagði hann. Tilefni til gagnrýni Eiríkur heldur því fram í riti sínu að þótt skýrt sé kveðið á um meginregluna um milliliðalausa sönnunarfærslu í 48. grein laga um meðferð opinberra mála sé henni ekki fylgt að öllu leyti í framkvæmd hjá íslenskum dómstólum. Eins og áður segir hafi ítrekað komið fram í dómum Mannréttindadómstólsins að í 6. grein Mannréttindasáttmálans felist fyrirmæli um milliliðalausa sönnunarfærslu sem meginreglu við málsmeðferð fyrir dómi. „Þetta þýðir að almennt séð má ekki leggja til grundvallar framburð sakborn- ings eða vitna sem þau hafa gefið hjá lög- reglu, heldur verður að byggja á fram- burði þeirra fyrir dómi. Víkja má frá þessu í undantekningartilvikum en þá verður að gera skilmerkilega grein fyrir af hverju það er gert. Ég tel að íslenskir dómstólar, og þar á meðal Hæstiréttur, hafi ekki gætt þess nægilega að greina á milli framburðar sem gefinn er hjá lögreglu annars vegar og fyrir dómi hins vegar. Ég er ekki að halda því fram að með þessu hafi dómstól- arnir beinlínis brotið gegn 6. grein en þetta gefur tilefni til gagnrýni í ljósi þess- arar greinar Mannréttindasáttmálans," segir Efríkur. Athugasemdir við mat á sönnunargildi framburðar Eiríkur gerir einnig athugasemdir við mat Hæstaréttar á sönnunargildi fram- burðar ákærða og vitna fyrir héraðsdómi, þar sem Hæstiréttur endurmeti í reynd sönnun í sakamálum án þess að hann taki skýrslur af ákærða eða af vitnum. Með þessu víki rétturinn frá meginreglunni um milliliðalausa sönnunarfærslu og telur Ei- ríkur álitamál hvort þetta sé réttlætanlegt í ljósi 1. mgr. og d-liðar 3. mgr. 6. greinar Mannréttindasáttmálans. Hann segir að reynt hafi á það í nokkram málum fyrir Mannréttindadóm- stólnum hvort og í hvaða tilvikum megi taka tillit til skýrslna sem ákærði og vitni hafa gefið fyrir undirrétti, þegar mál er dæmt af æðra dómstóli. Á þetta hafi m.a. reynt í norsku máli, Botten gegn Noregi, sem kom til kasta Mannréttindadómstóls- ins en þar háttaði svo til að hinn ákærði í málinu var sýknaður í héraði en sakfelldur í Hæstarétti. Niðurstaða Mannréttinda- dómstólsins var tiltölulega skýr og á þá leið að ákærði ætti ekki aðeins rétt á því að vera viðstaddur þinghald fyrir æðri dómi og fá að tjá sig þar, heldur beri dómstóln- um skylda til þess að kalla hann fyrir sig og taka af honum skýrslu, milliliðalaust. Þrátt fyrir að ákærði hafi ekki gert kröfu um að koma fyrir Hæstarétt og gefa þar skýrslu taldi Mannréttindadómstóllinn að brotið hefði verið gegn rétti hans sam- kvæmt 6. grein sáttmálans. Vikið frá meginreglu Eiríkur fjallar í ritinu sérstaklega um tvo íslenska hæstaréttardóma í þessu sam- hengi. Annars vegar dóm í ölvunaraksturs- máli frá 1997 og hins vegar dóm Hæsta- réttar í máli sem kennt hefur verið við veitingastaðinn Vegas, en í báðum þessum málum sneri Hæstiréttnr við sýknudómi héraðsdóms og sakfelldi hina ákærðu. I riti sínu segir Eiríkur að augljóslega hafi verið vikið frá meginreglunni um að vitni skuli að jafnaði gefa skýrslu fyrir þeim dómstól, sem ætlað er að skera úr um sekt eða sýknu ákærða, í þessum tveimur tilvik- um. Ékki fari á milli mála að teflt hafi ver- ið á tæpasta vað og varlegra hefði verið af Hæstarétti að grípa til þess úrræðis að ómerkja héraðsdómana og vísa málunum heim í hérað til meðferðar og dómsálagn- ingar að nýju, að því er segir í bók hans. I öðra málinu vora tveir menn ákærðir fyrir að hafa ráðist að manni á veitinga- staðnum Vegas og veitt honum þungt högg. Annar mannanna var síðan talinn hafa sparkað í höfuð mannsins sem lést nokkra síðar af völdum áverkanna. Var annar mannanna sýknaður af héraðsdómi en hinn sakfelldur. Þeir vora hins vegar báðir sakfelldir í Hæstarétti. I hvorugu til- vikinu komu hinir ákærðu fyrir Hæstarétt. í málinu lagði Hæstiréttur til grandvallar að það þætti sannað að ákærði hefði spark- að í höfuð mannsins en það var talið ósann- að í héraði. Meirihluti Hæstaréttar lagði þarna til grandvallar að staðreyndir hefðu verið með öðrum hætti en héraðsdómur taldi og hið sama var upp á teningnum í ölvunarakstursmálinu, að sögn Eiríks. „Ég held, með tilliti til niðurstöðunnar í norska málinu, að það jaðri við að þarna hafi verið brotið gegn 6. grein Mannrétt- indasáttmálans,“ segir Eiríkur. „Ég legg áherslu á að það er erfitt að draga mjög al- mennar ályktanir af úrlausnum Mannrétt- indadómstólsins því þær byggjast á sér- stökum atvikum í hverju máli fyrir sig,“ segir hann í samtali við Morgunblaðið. I bókinni fjallar Eiríkur einnig um fíkni- efnamál ákæravaldsins gegn Kio Alexand- er Briggs. Briggs var í fyrstu sakfelldur í héraði en þeim dómi var áfrýjað til Hæsta- réttar, sem ómerkti málsmeðferðina og vísaði málinu heim í hérað að nýju. Briggs var síðar sýknaður í héraði og þeim dómi var einnig áfrýjað til Hæstaréttar. Þrír hæstaréttardómarar staðfestu sýknudóm- inn en tveir dómar skiluðu sératkvæði og vildu sakfella Briggs. „Ég er þeirrar skoðunar að ef meirihluti réttarins hefði komist að þeirri niðurstöðu að sakfella hefði átt Briggs, þvert á hér- aðsdóminn, hefði það líklegast verið brot á 6. grein Mannréttindasáttmálans, vegna þess að hvorki hann né lykilvitni í málinu komu fyrir réttinn," segir Eiríkur. Að mati hans hefði Hæstiréttur í þessu tilviki átt að taka skýrslur af ákærða og lykilvitnum. „Ég tel að umræða um dómsmál sé af hinu góða, sérstaklega ef umræðan er mál- efnaleg og til þess fallin að upplýsa málin,“ sagði Eiríkur að lokum. Fjármálaráðherrar undir- rita tvísköttunarsamning milli Islands og Rússlands Morgunblaðið/Sverrir Fjármálaráðherrar íslands og Rússlands, Geir H. Haarde og Mikhail M. Kasyanov, takast í hendur eftir undirritun samningsins í Ráðherra- bústaðnum í Reykjavík í gær. Greiðir fyr- ir auknum viðskiptum landanna SAMNINGUR til að koma í veg fyrir tvísköttun milli íslands og Rússlands var undirrit- aður í gær. Undirrituðu fjármálaráðherrar ríkj- anna, Geir H. Haarde og Mikhaíl M. Kasyanov, samninginn við athöfn í Ráðherrabústaðnum í Reykjavík. Var undirritunin meg- intilefni Islandsheim- sóknar Kasyanovs, sem gegnt hefur embætti fjármálaráðherra í rúss- nesku ríkisstjóminni sl. hálfa árið. Sagði Kasya- nov samninginn „mjög mikilvægan fyrir eflingu efnahagslegra tengsla“ ríkjanna. „I Rússlandi eram við að komast yfir erfið vandamál í efnahagslíf- inu, en nú era horfur að batna og ég tel að fjár- festingar erlendra vina og samstarfsaðila í Rússlandi eigi sinn þátt í þessari jákvæðu þróun,“ sagði Kasyanov. „Og mér er ánægja að geta sagt að íslenzkir aðilar eru meðal fjárfesta í Rússlandi ? við kunnum mjög vel að meta fram- lag þeirra og fyrirætlan- ir.“ Sagði Kasyanov mikil- vægt að stjómmálamenn beggja landa gerðu það sem þeir gætu til að greiða fyrir frekari við- skiptum. Vonaðist hann til að hið nýja samkomu- lag nýttist vel til að ná þessu marki. I viðræðum sínum í gær ræddu ráð- herrarnir sérstaklega þá möguleika á auknum við- skiptum, sem sköpuðust í kjölfar tvísköttunar- samninganna. Langur aðdragandi Samningurinn á sér alllanga forsögu. Undir- búningur að gerð hans hófst með fundum í Moskvu í maí 1998 og lauk að mestu með tveggja daga fundi samninganefnda ríkj- anna í Reykjavík í febrú- ar á þessu ári. Samningurinn er byggður á fyrirmynd OECD um tvísköttunar- samninga sem aðlöguð er að skattkerfi hvors lands um sig. Helztu at- riði samningsins eru að báðum ríkjum er heimilt að halda eftir skatti að tilteknu hámarki af þeim tekjum sem greiddar eru af aðilum í öðra rík- inu til skattborgara í hinu. Síðarnefnda ríkið skuldbindur sig hins vegar til að veita þeim sem skatturinn var dreginn af skattaafslátt, sem svarar til þess skatts sem þegar hefur verið greiddur í hinu rík- inu. Samningurinn tekur bæði til einstaklinga og lögaðila. Bjartsýni á efnahags- horfur Fyrir undirritun samningsins áttu ráð- herrarnir sérstakan fund þar sem farið var yfir stöðu efnahags- og ríkisfjármála og horfur á þeim vettvangi í hvoru landi um sig. Þá ræddu þeir einnig stöðu og horfur í alþjóð- legum efnahagsmálum, meðal annars með hlið- sjón af nýjustu spám OECD og Alþjóðagjald eyrissjóðsins, IMF. í fréttatilkynningu segir, að ráherramir væra sammála um að staða efnahagsmála væri nú almennt betri en fyrri spár gerðu ráð fyrir, hvort sem litið sé til As- íuríkja, Rússlands eða OECD-ríkjanna. Þá væru efnahagshorfur ’ bjartar og útlit fyrir al- mennari hagvöxt víðast hvar en verið hefur um alllangt skeið. Dagskrá opinberrar heimsóknar Kasyanovs lauk með kvöldverði í boði fjár- málaráðherra í gær- kvöldi, en hann heldur ' heimleiðis í dag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.