Morgunblaðið - 27.11.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.11.1999, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAUIÐ LANDIÐ Fyrstu heiðursfélagar í Félagi fuglaáhugamanna á Hornafírði Ætíð verið miklir náttúruunnendur FÉLAG fuglaáhugamanna á Homafírði hefur gert hjónin Elín- borgu Pálsdóttur og Benedikt Þor- steinsson að heiðursfélögum, en þau hafa um áratugaskeið fylgst með fuglum og skráð komur þeirra til Hafnar. Þau hjónin hafa ætíð verið miklir náttáruunnendur og hefur Elínborg haldið dagbók í 35 ár þar sem hún hefur skráð niður ýmislegt sem hún og fjölskyldan hefur orðið vör við í náttúrunni í gegnum árin. Fyrsta færslan var gerð 17. október 1964 en þar lýsir hún komu auðnutittlings í garðinn. Jafnframt því að fylgjast með fuglum hafa þau Elínborg og Bene- dikt safnað steinum um langt skeið, og eiga þau orðið stórmerkilegt steinasafn á heimili sinu, þar sem finna má þúsundir steinategunda. Þau Elínborg og Benedikt hafa búið á sama stað í 54 ár i notalegu húsi við Ránarslóð 6 á Höfn, en i grónum og vistlegum garðinum þar hafa líklega hvergi sést fleiri fuglategundir í görðum á íslandi. Þau hjónin fóru að gefa fuglun- um um það leyti sem Elínborg fór að færa dagbókina. Einnig hafa þau verið með fúglabað í garðin- um, volgt vatn í fati, sem er mikið notað. Það hænir mikið að á vet- uma segir Elínborg. Þá koma fúgl- amir bæði til að baða sig og til að éta og drekka. Algengustu fuglamir í garðinum em þrestir og algengustu flæking- amir em svartþrestir og gráþrest- ir og hettusöngvari er árviss gest- ur. Einnig em laufsöngvari og grásöngvari tíðir gestir. Þá hafa komið mjög sjaldgæfir fuglar og segir Elínborg að minnisstæðastur sé kannski kjarrbíturinn, sem var sá fyrsti sinnar tegundar sem sést hefur hér á landi. Það em stundum margir fuglar í garðinum, en flestir hafa flæking- amir verið 5 á sama tíma í einu. Elínborg segir að það sé alltaf spennandi að fylgjast með fugla- komum á vorin og ekki síst á haust- in, en þá koma flestir flækingarnir. Sumir fuglanna hafa haldið til all- an veturinn í garðinum og notið þess að fá þar mat og vatn, og minnist Elínborg turtildúfú sem hélt til hjáþeim um vetrartíma, en turtildúfur fara til Afríku á vet- uma og sjást þá hvergi í Evrópu. „Við höfum fengið mikið út úr þessu. Við höfum einnig ferðast mikið og gengið á fjöll og þá er maður alltaf að fylgjast með nátt- úmnni og fuglunum og ekki síst steinaríkinu," segir Elínborg. Þau Elínborg og Benedikt eiga orðið veglegt steinasafn, sem þau hafa ákveðið að gefa Náttúm- gripasafni Austur-Skaftafellssýslu, þegar safnið eignast nógu stórt og gott húsnæði til að taka við steina- safni þeirra hjóna. Morgunblaðið/Eiríkur P. Elínborg Pálsdóttir og Benedikt Þorsteinsson með heiðursskjalið frá Félagi fuglaáhugamanna og skreytingu sem fylgdi með. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Hörður, María og Bjarni með viðurkenningar fyrir bestu hrútana. Sauðfjárræktar- menn verðlaunaðir Hrunamannahreppi - Öflugt sauðfjárræktarstarf fer fram víðsvegar á landinu sem kunn- ugt er og svo er einnig hér á Suðurlandi. Allmargir áhuga- menn í sauðfjárrækt komu sam- an að Þingborg í Hraungerðis- hreppi í síðustu viku þar sem eigendur tólf hrúta í Árnessýslu fengu verðlaun fyrir kynbóta- gripi sína. Ráðunautar Búnaðar- sambands Suðurlands boðuðu til fundarins og fluttu gagnmerkar skýrslur frá ræktunarstarfinu svo og Jón Viðar Jónmundsson, ráðunautur hjá Bændasamtök- unum. Venja var, til fjölda ára, að halda héraðssýningar á hrútum fjórða hvert ár en samkvæmt nýjum búfjárræktarlögum er búnaðarsamböndunum í sjálf- svald sett á hvern veg fyrir- komulagi sýninganna er háttað. Ekki er lengur leyfilegt að halda hrútasýningar eins og gert var á árum áður vegna sauðfjárveiki- varna. Aðeins voru sýndir vetur- gamlir hrútar nú síðastliðið haust og fóru ráðunautarnir heim til bænda að skoða gripina og gefa þeim stig. Alls voru 212 veturgamlir hrútar sýndir í haust í Árnessýslunni. Þá eru lambhrútar einnig valdir og gef- in stig. Bakvöðvi er mældur með ómsjá og lífgimbrar til viðhalds ærstofninum valdar á sama hátt. Fanney Ólöf Lárusdóttir skýrði frá hrútasýningum í haust á Suð- urlandi. Sæðingarstöðin þýðingarmikil Sauðfjársæðingarstöð í Laug- ardælum hefur verið starfrækt allt frá árinu 1968 og er mál manna að mikill árangur hafi náðst í kynbótastarfinu eftir til- komu hennar, er dæmi þess að um 2.000 ær hafi fengið með sæði úr sama hrútnum á sama ári. Þeir Jón Vilmundarson og Guðmundur Jóhannesson greindu frá starfsemi stöðvar- innar í máli og myndum og af- kvæmarannsóknum á hrútum en nákvæmar skýrslur eru haldnar um afurðir og vaxtarlag fjárins, en fram kom að of fáir haldi þó slíkar skýrslur. Jón Viðar Jónmundsson flutti fróðlegt erindi um kynbótastarf- ið í saúðfjárrækt og sagði hann að um greinilegar framfarir væri að ræða. Halla Eygló Sveins- dóttir skýrði frá íslensku sauðfé í Norður-Ameríku. Kom fram hjá henni að mikil ánægja væri með íslenska stofninn vegna mikils vaxtarhraða og kjötgæða auk þess sem ullin þykir fín, létt og æskileg til handiðnaðar. Sagði hún að nú væru um 1.600 íslenskar kindur í Norður-Amer- íku og að verið væri að senda 419 skammta af sæði þangað um þessar mundir. Sem fyrr sagði fengu tólf hrút- ar viðurkenningu. Bak, malir og læri gefa flest stig til verðlauna. Hæst dæmda hrúturinn, sem Brútur heitir, er í eigu Bjarna Þorkelssonar á Þóroddsstöðum en hann er kunnur fyrir hesta- mennsku og hrossarækt. Sló Jón Viðar á létta strengi og sagði að þessi góði kynbótagripur væri nánast gallalaus, helst mætti finna að honum að hann væri ekki nógu vel taminn. Bjarni keypti þennan kostagrip af þeim Maríu Pálsdóttur og Herði Guðmundssyni á Böðmóðsstöð- um í Laugardal í fyrrahaust en þau áttu þann hrút sem stóð í öðru sæti er Stefnir heitir. Hann er tvílembingur á móti Brúti. Gott hjá þeirri ánni að gefa tvo slíka kynbótagripi af sér á sama árinu. Sveinn Sigurmundsson framkvæmdastjóri sagði að ætl- unin væri að halda slíka upp- skeruhátíð á vegum Búnaðar- sambands Suðurlands árlega. Nýkomin sending af sófasettum Vandað Mantelassi sófasett II . . , . . M/leðri aðeins kr. Litir dokkkomaksbrunt Ijóskoníaksbrúnt Jaeði í fjórum litum. M/áklæði aðeins kr. 198.000.- 178.000.- Vönduð gæðohúsgögn ágéðuverði! Hjá okkur eru Visa- og Euro-ra&amningar ávísuná staðgreiöslu ti usqoqn Ármúla 8 - 108 ReyKjavík Sími 581-2275 ■ 568-5375 ■ Fax 568-5275 Morgunblaðið/Líney Loðnir gestir á leikskóla Þórshöfn - Hvolparnir Spori, Bósi, Smali ogg Vælukjói komu í heimsókn á leikskólann Barna- ból og gerðu mikla lukku hjá börnunum, svo litiir og mjúkir að halda á þeim. Það var þó betra að halda ekki of lengi á þcim, því hvolpar hafa ekki bleyju. Fljótlega fóm þeir allir fjórir aftur heim til sín í sveit- ina, að Hvammi, reynslunni rík- ari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.