Morgunblaðið - 27.11.1999, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 27.11.1999, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 MARGMIÐLUN MORGUNBLAÐIÐ Ofbeldi í umferðinni „Þar með uþplifir umferðarofsafengið fólk að á því kafi verið brotinn réttur. Það var þvingað til þess að breyta út af stefnunni. Annar ökumaður þvingaði það til þess að lyfta fœtinum um nokkra sentimetra. Þvílíkur fáviti. Reiðin brýst út hið innra. Það ergriþið fastar um stýrið. Réttast væri að láta fiflið kenna á því. Láta hann svitna. Eltingaleikurinn er hafinn. Kannski er byssa í hanskahólfinu. “ Réttur fólks til byssueignar er umdeildur og meira nú en nokkru sinni þegar fréttir af voðaverkum fyrrum vammlauss fólks verða sífellt algengari. Það er tiltölulega auðvelt að vera hlutlaus í landi eins og Islandi þar sem voðaskot eru sem betur fer sjaldgæf. Um þessar mundir horfir málið hins vegar öðruvísi við mér. Þar sem ég eyði nú þó nokkrum tíma á yfirfullum hraðbrautum Norður-Kalifomíu verð ég að viðurkenna að mér hrýs hreinlega hugur við þeirri vitneskju að VIÐHORF Eftir Hönnu Katrínu Friðriksen byssu er að finna í sífellt fleiri bílum í kringum mig, og að í síauknum mæli grípa ergilegir ökumenn til þessara drápstóla með fyrirsjáanlegum og hörmulegum afleiðingum. Konur munu vera í meirihluta þeirra sem aka um með byssur í hanskahólfinu, svona til öryggis skyldi vera á þær ráðist. Hin sorglega staðreynd er sú að það er algengara að fólk noti þessi „öryggistæki" til þess að skjóta sakíausa meðborgara í augnabliksæði en í nauðvöm gegn árásarmönnum. Svonefndur umferðarofsi (e. road rage) er orðinn viðurkenndur sálfræðilegur kvilli hjá yfirstressuðu nútímafólki. Einn og sér er hann nógu hættulegur í umferðinni þótt ekki komi byssurnar til. Ofbeldi í umferðinni hefur aukist ár frá ári undanfarið í hinum vestræna heimi og nú mun svo komið til dæmis í Bandaríkjunum að árlega má rekja fleiri umferðarslys til umferðarofsa, allt frá óvarlegum akstri upp í tilvik þar sem menn hreinlega elta uppi og skjóta dónann sem svínaði á þá einhverjum mflum áður, en til þess að fólk hafi verið undir áhrifum áfengis eða annarra fíkniefna undir stýri. Það em til nokkur heilræði handa fólki sem vill sleppa úr ökuferðum án þess að reiðast öðmm ökumönnum heiftarlega eða valda heift annarra með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Eitt er að taka ekki persónulega þau vandræði sem upp koma í umferðinni. Annað er að forðast augnsamband við hugsaanlega vandræðagripi, þessa sem aka óþægilega nálægt og steyta hnefann þegar þeir fara fram úr og hið þriðja að nota bflflautuna sparlega. Jafnvel hið kurteislegasta flaut getur verið mistúlkað. Síðast en ekki síst, ekki dóla á vinstri akrein. Fátt fer jafn mikið í taugarnar á öðram ökumönnum og hægfara bílar á akreinum sem alla jafna eru notaðar til framúraksturs. Einkenni umferðarofsa er þetta ófyrirgefanlega litla svigrúm sem ökumenn gefa hver öðmm til þess að gera mistök í umferðinni. Það er eins og persónuleiki fólks taki stökkbreytingum undir stýri, - það breytist úr kurteisum og umburðarlyndum einstaklingum í tillitslausa og heiftuga. Einhverjir spekingamir vilja tengja þetta óvissu sem nútíma fólk sé í um líf sitt og hvert það stefni. Undir stýri eiga flestir erindi á ákveðinn stað og ætla sér að komast þangað án þess að láta einhverja asna hindra sig. Þeir halda um stjómvölinn í orðsins fyllstu merkingu. Hvemig grípur ofsinn fólk? Til dæmis þegar ekið er í jafnri umferð og bíllinn á vinstri akrein skýst skyndilega og án viðvömnar fram fyrir. Fóturinn fer umhugsunarlaust frá bensíngjöfinni á bremsuna, þetta augnablik sem það tekur að laga hraðann að breyttum aðstæðum. Þar með upplifir umferðarofsafengið fólk að á því hafi verið brotinn réttur. Það var þvingað til þess að breyta út af stefnunni. Annar ökumaður þvingaði það til þess að lyfta fætinum um nokkra sentimetra. Þvflíkur fáviti. Reiðin brýst út hið innra. Það er gripið fastar um stýrið. Réttast væri að láta fiflið kenna á því. Láta hann svitna. Eltingaleikurinn er hafinn. Kannski er byssa í hanskahólfinu. Þetta hljómar fáránlega, ekki satt? En vemleikinn er bara oft fáránlegur og þetta er vissulega lýsing á því sem raunverulega gerist. Það er ógnvekjandi hvað það er stuttur vegur hjá fólki frá því að vera pirrað í að verða fjandsamlegt og þaðan yfir i hatramma hegðan gagnvart öðm fólki. Það þarf vissulega ekki byssu til að slysin gerist í kjölfar þess að einhverjir verða gripnir umferðarofsa. Sé hún hins vegar með í spilinu er það ekki síður sá sem telur sig eiga í vök að verjast sem grípur til hennar. Þannig áttust tvær konur við á bandarískri hraðbraut í vikunni. Báðar á leiðinni að sækja bömin á skóladagheimili eftir vinnu. Önnur svínaði á hinni. Hin hefndi sín á svipaðan hátt. Báðar fóra út af hraðbrautinni á sama stað. Sú fremri stöðvaði bílinn, rauk út og æddi í átt að seinni bílnum. Sú sem þar sat teygði sig í hanskahólfið, náði í byssu og skaut hina í andlitið. Drap hana og fékk svo taugaáfall. Mál þetta vakti töluverða athygli og óhug meðal fólks. Ekki síðri óhug vakti hjá mér að hlusta á útvarpsþátt um málið þar sem fjöldi fólks hringdi og lýsti þeirri skoðun sinni að vissulega væri um hörmulegan atburð að ræða, en um leið væri það fullkomlega skiljanlegt að konan hefði gripið til byssunnar. Sé manni ógnað... Tölvugerður Talnapúkí FYRIR tveimur árum sendi Bergljót Amalds frá sér fræðslu- leikinn Stafakarlana og tókst svo vel upp að hann hefur verið ofar- lega á sölulista að segja síðan. Stafakarlarair byggðu á bók sama heitis, en Bergljót hefur skrifað fleiri bækur og fyrir stuttu kom út annar fræðsluleikur, sem einnig byggist á bók eftir hana, Talnapúk- inn. Bergljót segir að þegar hún hafi hafist handa við að skrifa bamabók sem kenndi öðmm þræði tölur og reikning hafi sér ekki þótt rétt að sagan fjallaði um „Tölukarlana" og drægi þannig dám af Stafakörlun- um. „Það hefði verið svo takmark- andi að hafa tölustafi sem geta að- eins talað um fjölda, þannig að ég ákvað frekar að hafa eina persónu sem hefði gríðarlegan áhuga á að telja. Til að auka skemmti- og fræðslugildið lét ég persónuna, Talnapúkann, búa niðri í jörðinni og heimsækja ólík lönd,“ segir Bergljót en Talnapúkinn veit ekk- ert skemmtilegra en að telja. Hann getur þó ekki talið nema upp að níu og leggur af stað út í heim að læra fleiri tölur. Talnapúkinn á disk er sjálfstætt verk en ekki bara bókin á stafrænu formi. Til viðbótar við frásögnina af Talnapúk- anum og ævintýmm hans eru á disknum fimm sjálfstæðir leikir þar sem leikendur geta meðal annars spreytt sig á einskonar reikn- ings-Tetris, þjálf- að viðbragðið og almenna reiknings- getu og svo má telja. „Með því að hafa leikina þannig finnst mér ég ná til breiðari hóps og ekki síður til eldri krakka en yngri. Það er til dæmis erfitt að komast í gegnum suma leikina á erfiðustu stillingu, svo þau geta lengi bætt við sig, enda hafa börn gaman af að spreyta sig og keppa sín á milli sem er hægt í flestum leikjunum." Bergljót segir að hún hafi lært mikið af vinnunni við Stafakarlana, ekki síst það að þá hafi hún lagt of mikla vinnu í smáatriði sem enginn hafi tekið eftir. „Til dæmis var gríðarlega mikil vinna lögð í hljóðvinnslu. Það tók kannski marga tíma að búa til eitthvert hljóð og fínpússa það, en síðan var það sett í 8 bita mono á diskinn. Núna vinnum við hljóð allt öðravísi, emm miklu markvissari í því sem við eram að gera og ekki að búa til eitthvað sem við þurfum ekki á að halda. Ég hafði reyndar úr þeim fimmtánhundmð hljóðum sem við bjuggum til íyrir stafakarl- ana að moða þegar við vomm að vinna Talnapúkann." Hreyfimyndagerð á disknum var í höndum Eydísar Marinósdóttur en myndirnar teiknaði Ómar Örn Hauksson. Um leikraddir sáu Bergur Þór Ingólfsson og Bergljót, tónlistina samdi Baldur Jóhann Baldursson. Dimon hugbúnaðar- hús sá um forritun og samsetningu, en Bergljót sjálf sá um listræna stjórnun á verkinu. Það kostar mikið fé að vinna og gefa út diska á við Talnapúkann og Bergljót segir að þrátt fyrir aukna þekkingu á hvemig best sé að vinna hlutina sé framleiðsla hans dýrari en Stafakarlanna. „Það er svo mikill fastur kostnaður í vinn- unni sem ekki er hægt að komast hjá, forritunin sjálf og hreyfi- myndagerðin,“ segir hún og bætir við að það hafi tekið tvö ár að selja Stafakarlana fyrir kostnaði, þó hann hafi verið ofarlega á sölulist- um frá því hann kom út. Talnapúkinn er meira en marg- miðlunardiskur, því hann kom fyrst út á bók, er kominn á Netið, þar sem Bergljót hefur komið upp vefsíðu, og svo kemur hann einnig við sögu í barnasjónvarpsþætti á Skjá 1 sem hún sér um, en þáttur- inn heitir Undraland og er sýndur á laugardags- og sunnudagsmorgn- um. „A vefsíðunni er stefnan að koma upp öllu sem ég er búin að gera og seinna meir því sem ég geri í framtíðinni, en mig langar að gera meira fyrir börnin, bjóða þeim upp á að lita myndir eða taka þátt í leikjum eða senda inn bréf í tölvupósti. Mig langar líka til að tengja vefsíðuna frekar sjónvarps- þættinum og geri það eflaust þegar ég hef meiri tíma.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.