Morgunblaðið - 27.11.1999, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Refsivert
að fram-
leiða og
dreifa
barnaklámi
Skipulagssljori segir lög um mat á umhverfísáhrifum illa
framkvæmanleg nema til komi aukið fjármagn til grunnrannsókna
Spurning hver eigi að greiða
fyrir grunnrannsóknir
SKIPULAGS- og byggingarlög og lög um mat á
umhverfisáhrifum eru illa framkvæmanleg
nema hér séu öflugar rannsóknarstofnanir sem
hafí nægt fjármagn til að sinna grunnrannsókn-
um. Þetta kom fram í máli Stefáns Thors, skipu-
lagsstjóra, á ársfundi Náttúrufræðistofnunar ís-
lands í gær.
Stefán segir að þær rannsóknarstofnanir sem
fyrir hendi séu, skorti hvorki vilja né faglega
þekkingu til að sinna verkefnum sínum, en hins
vegar væri spurning hver ætti að greiða fyrir
grunnrannsóknir. Hann segir Skipulagsstofnun
sennilega svara því til að frumkvæði þess og
ábyrgð sé í höndum sveitarfélaganna, en sveitar-
félögin myndu eflaust segja að þau hefðu enga
tekjustofna til að standa undir þessum kostnaði.
Rannsóknarstofnanirnar myndu svo vafalaust
segja að fjárveitingavaldið sé búið að gera kröfu
um svo hátt sértekjuhlutfall að ekkert sé til af-
lögu í grunnrannsóknir.
Stefán segir nauðsynlegt að vinna markvisst
að því að leysa þennan vanda og telur hann einu
raunhæfu lausnina þá að rannsóknarstofnanir
eins og Náttúrufræðistofnun, og aðrar stofnanir
sem sinna grunnrannsóknum, fái stóraukið fjár-
magn til að geta að eigin frumkvæði stundað
nauðsynlegar grunnrannsóknir. Hann vonar að
á næstu árum takist að tryggja nægt fjármagn
til að standa megi þannig að verki þannig að litið
verði á landið sem auðlind og ákvarðanataka
verði byggð á faglega traustum grunni.
Forstjóri Náttúrufræðistofnunar
gagnrýnir Rannsóknarráð Islands
A fundinum gagnrýndi Jón Gunnar Ottósson,
forstjóri Náttúrufræðistofnunar, Rannsóknar-
ráð Islands fyrir hvemig staðið væri að styrk-
veitingum. Hann gerði athugasemd við að und-
anfarin ár hefði enginn af vísindamönnum
Náttúrufræðistofnunar verið beðinn um að taka
sæti í fagráði, úthlutunarnefnd eða öðrum
nefndum á vegum Rannsóknarráðsins.
Morgunblaðið/Golli
Nemendur sjötta bekkjar D í Kársnesskóla ásamt kennara sínum Björgu Eiríksdóttur og Siv Friðleifsdóttur, umhverfisráðherra.
Kynntu verkefn-
ið fuglabjargið
Fasteignagjöld hækka
um 12% í Reykjavík
NEMENDUR sjötta bekkjar D í
Kársnesskóla kynntu afrakstur
söguaðferðarinnar við náttúru-
fræðikennslu á ársfundi Náttúru-
fræðistofnunar íslands í gær.
Björg Eiríksdóttir kennari
bekkjarins segir söguaðferðina
hafa reynst afar vel og hún sé
bæði gagnleg og skemmtileg að-
ferð við kennslu og segjast krakk-
arnir sammála því.
Skipulag verkefnis með sögu-
aðferðinni er eins og saga, það
hefur ákveðna uppbyggingu,
kafla og söguþráð. I Kársnesskóla
er aðferðin notuð við kennslu
ýmissa námsgreina, til dæmis
náttúrufræði, landafræði, sögu og.
kristinfræði. Hún er notuð í öllum
bekkjardeildum og er unnið við
hvert verkefni í nokkrar vikur.
Nemendumir koma sjálfir með
hugmyndir, kennarinn hjálpar
þeim að þróa þær og í lok hvers
verkefnisins er haldið for-
eldrakvöld þar sem árangurinn er
sýndur. Þá hanga uppi vegg-
spjöld, myndir og fleira sem þau
hafa útbúið og þau flytja sögu-
brot, fróðleik og leikatriði sem
þau hafa sjálf búið til.
Verkefnið sem krakkamir
kynntu í gær heitir Fuglabjargið
og íjallar um Vilmund vitavörð
sem auglýsir eftir fjölskyldu til að
sjá um vitann sinn í nokkrar vikur
á meðan hann fer suður á bóginn.
Nemendur bekkjarins komu upp
hver af öðrum, sumir fræddu við-
stadda um alls kyns fugla, li'fið við
hafið og verndun umhverfisins,
aðrir sögðu frá Vilmundi og fjöl-
skyldunni sem var valin til að sjá
um vitann og enn aðrir brugðu
sér í hlutverk fréttamanna sem
tóku viðtöl og sögðu fréttir af
ýmsu sem kemur upp á í nábýli
manna við hrikalega náttúruna.
Fundarmenn fögnuðu kynningu
nemenda með góðu lófataki og
þrátt fyrir að þeir starfi flestir
hjá Náttúrufræðistofnun eða séu
velunnarar hennar hafa þeir ef-
laust lært eitthvað nýtt af þessari
skemmtilega óvenjulegu fræðslu-
stund.
FASTEIGNAGJÖLD munu
hækka um 12% í Reykjavík í kjölfar
hækkunar á fasteignamati, en sú
hækkun verður mest á höfuðborg-
arsvæðinu. Þar mun fasteignamat
hækka um 18% en á mörgum öðr-
um þéttbýlisstöðum á landinu verð-
ur hækkunin 7-10%.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri sagði í samtali við
Morgunblaðið að fasteignagjöld
muni hækka um 12% í Reykjavík,
en ekki um 18% þar sem hækkun
fasteignamats hefur áhrif á fast-
eignaskattinn og holræsagjaldið en
ekki vatns- og sorphirðugjöld.
Borgarstjóri segir borgarbúa einn-
ig njóta þess núna að hlutfall fast-
eignaskattsins var lækkað í fyrra
úr 0,421% í 0,375%. Hækkun fast-
eignagjalda mun leiða til um 430
milljóna króna tekjuauka borgar-
sjóðs.
Miðað við 12% hækkun fast-
eignagjalda má gera ráð fyrir að
hækkunin nemi í ílestum tilfellum
5-10.000 krónum á ári eftir stærð
íbúða. Eigandi húseignar í Reykja-
vík, sem metin var skv. fasteigna-
mati á 8 milljónir, mun eftir 12%
hækkun þurfa að greiða rámum
7.000 krónum meira í fasteigna-
gjöld á næsta ári.
Samkvæmt upplýsingum frá
Hagstofunni vega fasteignagjöld
2,2% í vísitöluútreikningum og gæti
hækkun fasteignagjalda hækkað
vísitölu neysluverðs um 0,22%.
Ekki er þó ennþá ljóst hversu mikil
þessi hækkun verður, þar sem
sveitarfélögin eiga hvert fyrir sig
eftir að ákveða hversu mikið fast-
eignagjöldin hækka eftir 1. desem-
ber.
Mismunandi
mikil hækkun
í aðalatriðum mun fasteignamat
á landinu hækka á eftirfarandi hátt:
íbúðarhús og íbúðarlóðir, at-
vinnuhús og atvinnulóðir á höfuð-
borgarsvæðinu svo og sumarhús og
sumarhúsalóðir á landinu öllu
hækka um 18%.
SAMFYLKINGIN hefur lagt fram
og hefur í undirbúningi að leggja
fram níu frámvörp og þingsálykt-
unartillögur sem varða réttindi
barna og unglinga. Guðrán
Ögmundsdóttir, þingmaður Sam-
fylkingarinnar, segir að tilefnið sé
ekki síst 10 ára afmæli bamasátt-
mála Sameinuðu þjóðanna.
Hún segir að megintilgangurinn
sé sá að skoða öll lög sem varða
böm og unglinga út frá barnasátt-
málanum. Hún sagði að frumvarp
um breytingu á almennum hegning-
arlögum fæli í sér að refsivert verði
að framleiða og dreifa barnaklámi
en í dag er ekki lögð sérstök refsing
við því. Lagt er til að refsing við
slíku verði allt að tveggja ára fang-
elsi.
Þá verði lögð fram fmmvörp til
að bæta réttarstöðu barna til um-
gengni við báða foreldra sína og
frumvarp til laga um breytingu á
lögum um staðfesta samvist felur í
sér rétt samkynhneigðra tO þess að
stjúpættleiða böm.
Frumvarp til laga um breytingu á
bamalögum feli í sér aukinn rétt
feðra. Lagt er til að bamalögum
verði breytt þannig að karlmaður
geti höfðað mál til að gengið sé úr
skugga um faðerni hans.
Guðrán segir einnig mikilvægt að
mótuð verði heildarstefna 1 málefn-
um barna. Markmiðið sé að tryggja
hag þeirra og búa þeim sem jöfnust
skilyrði til uppvaxtar og þroska.
1 tillögu til þingsályktunar um
bætta stöðu barna samkvæmt
bamasáttmála Sameinuðu þjóð-
anna er lagt til dómsmálaráðherra
skipi nefnd til að gera úttekt á lög-
um er varða réttarstöðu barna með
það að markmiði að uppfylla skil-
yrði Bamasáttmála Sameinuðu
þjóðanna.
I tillögu til þingsályktunar um
bætta stöðu þolenda kynferðisaf-
brota er lagt til að dómsmálaráð-
herra skipi nefnd sérfræðinga sem
hafi það verkefni að kanna og gera
tillögur um bætta stöðu þolenda
kynferðisafbrota, einkum barna og
unglinga.
I tillögu til þingsályktunar um
aukinn rétt foreldra vegna veikinda
þarna er lagt til að skipuð verði
nefnd sem tryggi betur réttindi for-
eldra vegna veikinda barna sinna.
íbúðarhús og íbúðarlóðir í þétt-
býli á Arskógsströnd, í Fellabæ og
Nesjum í Hornafirði hækka um
15%.
íbúðarhús og íbúðarlóðir í
Gerðahreppi, Vogum, Akranesi,
Borgamesi, Hellissandi, Rifi, Ól-
afsvík, Grundarfirði, Dalvík, Höfn,
Vestmannaeyjum, Stokkseyri,
Hveragerði og fjölbýli í Stykkis-
hólmi hækka um 10%.
íbúðarhús og íbúðarlóðir í
Grindavík, Sandgerði, Keflavík,
Njarðvík,, Egilsstöðum, Selfossi og
sérbýli á ísafirði hækka um 7%.
Matsverð íbúðarhúsa og íbúðar-
lóða á Patreksfirði, Þingeyri, Flat-
eyri, Raufarhöfn, Eskifirði, Búðum
í Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og
Djúpavogi er óbreytt.
Matsverð allra annarra fasteigna
í landinu hækkar um 3,5%. Vegna
fyrninga, sem gilda um einstakar
tegundir húseigna verður hin al-
menna hækkun að jafnaði aðeins
lægri eða um 0-1% á íbúðarhúsnæði
og 1-2% á annað húsnæði.