Morgunblaðið - 28.11.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.11.1999, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Einangrunarstefna eða alþjóðahyggja í stefnu Bandaríkj amanna A risaveldið að taka tillit til annarra? BANDARISKI liðþjálfinn Brian Scamman sparkar í sómalskan dreng í Mogadishu í desember 1992. Dreng- urinn hafði kastað grjóti að herlögreglumönnum. Misheppnuð afskipti Bandaríkjamanna af átökunum í landinu urðu til þess að draga úr áhuga margra á því að senda herlið til friðargæslu í öðrum löndum. Dæmi eru um að banda- rískir stjórnmálamenn boði einangrunarhyggju í alþjóðamálum. En þeir eru fáir og ágrein- ingurinn er fremur milli annars vegar þeirra sem vilja beita lempni og samningum og hins veg- ar manna sem vilja hik- laust nýta sér yfír- burðastöðu landsins. EITT af því sem forsetafram- bjóðendur í Bandaríkjunum deila um er utanríkisstefn- an en því fer samt fjarri að hún sé ofarlega á forgangslistanum. Bandarískir kjósendur eru sagðir afar áhugalitlir um það sem gerist utan landamæranna, einna helst getur þátttaka hersins í aðgerðum eins og í Kosovo vakið umræður. Samningar um frjáls viðskipti á vegum Heimsviðskiptastofnunar- innar, WTO, og skuldir Banda- ríkjamanna við Sameinuðu þjóðim- ar eru einnig mikilvæg mál en snerta síður tilfínningar almenn- ings. Það er ekki fyrr en ljóst er að störfum í vissum atvinnugreinum landsmanna geti fækkað vegna við- skiptafrelsis og aukinnar sam- keppni við erlenda framleiðslu sem sumir vakna upp við vondan draum. Þá skiptir umheimurinn allt í einu máli. I Evrópuríkjum ráðgera menn nú að auka þátt sjálfstæðrar sam- vinnu í öryggis- og varnarmálum með því að breyta Vestur-Evrópu- sambandinu í varnartæki Evrópu- sambandsins. Eitt af því sem hvetur menn áfram er að þeir telja sig ekki geta treyst því að Bandaríkjamenn muni um alla framtíð verða jafn áhuga- samir um Evrópu og umheiminn yf- irleitt. Þeir verði ekki alltaf reiðu- búnir að koma og leysa málin þegar beita þarf hervaldi og skera þannig á hnútinn. Þetta geti t.d. átt við um mál utan vamarsvæðis Atlants- hafsbandalagsins þar sem hags- munir Evrópu eru brýnni en Bandaríkjanna. Tilraunabann fellt á þingi Að undanförnu hefur stjórn Bills Clintons forseta reynt að hefja sókn á vettvangi utanríkismálanna og veifað nýju skammaryrði, ein- angrunarhyggju. Þingið, þar sem repúblikanar hafa meirihluta í báð- um deildum, felldi 13. október samning um bann við öllum tilraun- um með kjarnorkuvopn, gegn vilja forsetans. Öflugustu fjölmiðlar landsins studdu yfírleitt forsetann í málinu og bent var á að atkvæðatöl- umar í öldungadeildinni, 51-48, sýndu svo að ekki færi milli mála að um flokkapólitik væri að ræða. Af þeim sem vildu.samþykkja voru 44 demókratar, hinir voru allir repúblikanar. Tvo þriðju atkvæða þurfti til að staðfesta samninginn. Forsetinn var auðmýktur, mynd- ugleiki hans til að móta stefnuna í afvopnunarmálum á alþjóðavett- vangi skorinn niður við trog. Stór- blöðin sögðu að búið væri að rjúfa þá hefð sem ríkt hefði að mestu í áratugi að láta einvörðungu þjóðar- hagsmuni ráða þegar um grund- vallaratriði í öryggis- og varnar- málastefnunni væri að tefla. Þingmenn repúblikana töldu hins vegar að samningurinn væri afleitur vegna þess að alls ekki væri tryggt að hægt væri að framfylgja honum. Gera mætti ráð fyrir því að írakar, íranar og Norður-Kóreu- menn myndu ekki hika við að gera neðanjarðartilraunir í trausti þess að útilokað yrði að sanna að þeir hefðu brotið samninginn. Banda- ríkjamenn yrðu auk þess að geta sprengt öðru hverju neðanjarðar til að kanna hvort kjarnorkuvopnin í búri þeirra væru í lagi. Viðbrögð Clintons og liðsmanna hans voru hörð. Forsetinn sagði að í röðum repúblikana væru „ný-ein- angrunarsinnar“. Sandy Berger, öiyggismálaráðgjafi hans, flutti síðan ræðu 21. október um utanrík- isstefnu Bandaríkjanna og var harðorður. Samstöðunni um að þjóðin skyldi fylgja stefnu virkrar þátttöku í alþjóðlegu samstarfi væri nú ógnað af „nýrri einangrun- arhyggju sem einkum á sér málsv- ara í þinginu". Hann sagði að ein- angrunarsinnaðir hægrimenn tryðu á stefnu sem byggðist á því einu að komast af. Þeir vildu reisa öfluga ívamargirðingu umhverfis Bandah'kin „og höifa inn fyrir hana“. Síðar hefur Berger dregið í land og viðurkennt að hann hafi kveðið of fast að orði. Ekki hefði verið reynt til hlítar að ná samkomulagi um málamiðlun við repúblikana. En Berger hefur sætt ámæli fyr- ir að reyna að stimpla repúblikana sem einangrunarsinna vegna máls- ins. Um mikla einföldun sé að ræða vegna þess að miklu fremur sé um að ræða ólíkar áherslur afla sem séu sammála um að framfylgja áfram virkri utanríkisstefnu, að- eins örfáir stjórnmálaleiðtogar reyni að höfða til tortryggni gagn- vart öllu erlendu og mæli með því að þjóðin reyni að draga sig inn í skel. Reyndin sé að sæmileg eining ríki um að að Bandaríkin skuli áfram vera forysturíki heimsins. Annars vegar séu þeir sem vilji ekki einhliða aðgerðir heldur sam- starf, að Bandaríkin séu fremst meðal jafningja. Þá geti þau orðið að sætta sig við að taka þátt í að- gerðum sem ekki virðist í fljótu bragði snerta hagsmuni þeirra og stundum slaka á ýtrustu kröfum til að aðrar þjóðir sameinist ekki gegn þeim af ótta við ofurvald eins ríkis. Meðal repúblikana sé hins vegar hópur áhrifamanna sem vilji nýta sér yfirburðastöðu Bandaríkjanna á nánast öllum sviðum og knýja fram stefnu þeirra með valdi. Þeir vilji ekkert síður en Clinton að Bandaríkin fylgi hagsmunum sín- um eftir með markvissri og at- hafnasamri stefnu en ekkert geri til þótt aðrar þjóðir mögli. Ef þær vilji ekki hlíta bandarískri forystu sé það verst fyrir þær. Oft fylgir þessu viðhorfí tortryggni í garð alþjóðast- ofnana eins og SÞ. Og þeim finnst að Bandaríkjamenn eigi ekki held- ur að láta af hendi of mikil völd í stofnunum eins og Atlantshafs- bandalaginu til samstarfsþjóðanna þar, þeir eigi að ráða því sem máli skiptir. Fótfesta í báðum flokkum Flestir eru þó miklu hófsamari en svo að þeir vilji annaðhvort fórna öllu sjálfræði í utanríkismál- um eða sleppa því að hirða nokkuð um sjónarmið annarra þjóða. Stefna þeirra er einhvers staðar á milli þessara öfga. Einangrunar- stefna á ákveðnum sviðum er einn- ig marghöfða þurs sem hvorugur flokkanna er laus við eða getur hrósað sér af, eftir því hvert við- horfið er. Þetta birtist glögglega í meðferð á frumvarpi um tollalækk- un, sem loks var samþykkt 3. nó- vember, vegna innflutnings frá Af- ríku og löndum Karíbahafsins. Demókrataþingmenn í fulltrúa- deildinni þybbuðust við vegna þess að þeir töldu störf í kjördæmum sínum í vefjariðnaði vera í hættu. Repúblikanar skelltu þá umsvifa- laust á þá skammaryrðinu „ein- angrunarsinnar". Bent er á að í hópi þeirra sem felldu samninginn um tilraunabann séu þingmenn á borð við Richard Lugar og John McCain, hvort- tveggja menn sem fjarstæða sé að kenna við einangrunarstefnu. Og þótt stórblöðin ávíti þingið taki sumir af reyndustu sérfræð- ingum landsins í öryggis- og varn- armálum, menn eins og Henry Kissinger, fynverandi utanríkis- ráðherra, Brent Scowcroft, er var öryggisráðgjafi George Bush for- seta, og James Schlesinger, áður yfirmaður leyniþjónustunnar CIA og varnarmálaráðherra í stjórn Jimmy Carters, undir með þinginu; samningurinn þjóni ekki hagsmun- um þjóðarinnar. I ræðu væntanlegs forsetafram- bjóðanda repúblikana, George W. Bush, um utanríkisstefnu á dögun- um fordæmdi hann einangrunar- stefnu þótt hann hafi verið sam- mála niðurstöðunni á þingi varðandi tilraunabannið. Bush boð- ar einnig frelsi í alþjóðaviðskiptum eins og McCain, hið sama gera keppinautamir meðal demókrata, A1 Gore og Bill Bradley. Fréttaskýrendur segja því að mjög sé orðum aukið að tala um að einangrunarstefna sé að ryðja sér til rúms á ný. Fremur megi tala um að ekki hafi tekist vel að skilgreina hverjir séu helstu hagsmunir þjóð- arinnar í utanríkismálum eftir kalda stríðið. Sumir vilji einnig fara varlega í að takast á hendur miklar skuldbindingar víða um heim af ótta við að þjóðin rísi ekki undir þeim, risaveldið reisi sér kannski- hurðarás um öxl. Ekki sé heldur ráðlegt að þröngva ávallt gildismati Bandaríkjamanna upp á aðrar þjóðir. Hugtakið einangmnarhyggja er að sjálfsögðu ekki nýtt í Bandaríkj- unum. Þáttaskil urðu 1917 er Bandaríkjamenn hófu þátttöku í heimsstyrjöldinni fyrri, þá stigu þeir fyrir alvöru fram á sjónarsvið- ið sem nýtt stórveldi. Undii- lok fjórða áratugarins varð uppgangur einræðisaflanna í Evrópu og hern- aðarhyggju í Japan til þess að spurningin um einangrun eða af- skipti varð brennandi. Þorri fólks vildi ekki að landið lenti í stríði þótt ríkjandi væri samúð með lýðræðis- öflunum. Franklin Roosevelt for- seti fetaði sig af mikilli varkárni inn á þá braut að veita lýðræðisríkjun- um liðsinni gegn Hitler og herskör- um hans en Japanir auðvelduðu honum síðan leikinn með árásinni á Pearl Harbour 1941. Þá hljóðnuðu raddir einangranarsinna, að því er virtist endanlega. Við lok seinni heimsstyrjaldar vora Bandaríkin orðin langöflug- asta stórveldið. Þótt alltaf hafi heyrst raddir í báðum flokkum sem hvöttu til þess að þjóðin léti nægja að búa við sitt var nær einróma samstaða um að baráttan við alræði kommúnismans væri verkefni sem Bandaríkin ættu að hafa forystu fyrir. En er kalda stríðinu lauk um 1990 fannst hins vegar sumum að ástæða væri til að endurskoða mál- in. Perot og Buchanan En þrátt íyrir að hugmyndast- ríðinu við kommúnismann lyki með sigri og víða um heim færu menn að vænta þess að hvarvetna yrði frið- samlegra fengu skoðanir þeirra sem vildu hætta að skipta sér af umheiminum engan verulegan byr í seglin. Helsti talsmaður þessara skoðana er Pat Buchanan, repúblikani þar til í haust en nú í slagtogi með mönnum eins og Ross Perot. Árið 1992 hlaut Perot 19% atkvæða í forsetakosningum og boðaði ákafa einangrunarstefnu á afmörkuðu sviði, nefnilega í við- skiptum. Hann barðist gegn Frí- verslunarsamtökum Norður-Am- eríkuríkja, NAFTA, á þeim forsendum að með frjálsu við- skiptaflæði myndu Bandaríkja- menn missa aragi’úa starfa suður yfir landamærin til Mexíkó vegna lægri launa þar í landi. Markað- sfrelsið yrði þjóðinni því dýrkeypt. En þótt margir hafi óttast um störf sín er augljóst að um frávik var að ræða, Perot er nú utangátta i stjórnmálum landsins eftir skammvinna frægð fyrir sjö árum. Buchanan hampar mjög kristinni trú sinni og gildum og baráttu gegn hnignandi siðferði en hefur eins og Perot aðallega reynt að vinna fylgi með því að segjast vera fulltrúi hins sanna Bandaríkjamanns gegn spilltu valdinu í Washington. Þar sitji menn á svikráðum og vilji selja landið í hendur yfirþjóðlegu valdi hjá Sameinuðu þjóðunum. Dæmi eru um mjög öfgafulla andúð á öllu erlendu í áróðri hans og æstra stuðningsmanna. Er eitt af þekktustu dæmunum sögusagnir um að brynvagnar og flugvélar með merki Sameinuðu þjóðanna hafi sést í borgum landsins, verið sé að undirbúa hernám Bandaríkjanna. Buchanan gaf nýlega út bók þar sem hann rakti söguskoðun sína. Segir þar að þátttaka Bandaríkja- manna í heimsstyrjöldum aldarinn- ar hafi verið reginmistök. Þeim hefði til dæmis verið nær að semja við Hitler í stað þess að berjast með gömlum nýlenduherrum Banda-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.