Morgunblaðið - 28.11.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.11.1999, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1999 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ MÁLVERND í LJÓSIFORTÍÐAR OG SKUGGA FRAMTÍÐAR ÍSLENSK tunga hefur aldrei staðið sterkar sem lifandi þjóð- tunga en nú undir lok þessarar aldar sem nefnd hefur verið öld öfganna og sögð er mesta fram- faraskeið í sögu mannkyns en jafnframt skeið mestu grimmdar- verka sem sögur fara af, öld glundroða, örbirgðar og siðleysis en samtímis öld göfugi-a hug- sjóna, mikilla menningarafreka og ómældra lífsgæða, svo vitnað sé til orða breska sagnfræðings- ins Erics Hobsbawm. Sterk þjóðtunga s ) i I 1 ) Undanfarna hálfa öld hefur verið ritað um fleiri þekkingar- svið á íslensku en áður í sögu þjóðarinnar. Skáldsagnagerð, leikritun, ljóðagerð og önnur orð- list stendur með blóma; skáldum og rithöfundum hefur verið skip- að á virðingarbekk í þjóðfélaginu, enda hafa þeir borið hróður þjóð- arinnar víða. Vandaðar bækur um fjölbreytileg efni hafa verið gefn- ar út alla öldina, ekki síst undan- farinn aldar-fjórðung. Fleiri njóta kennslu í íslensku máli, málnotk- un, bókmenntum og sögu þjóðar- innar en nokkru sinni og víðtækar rannsóknir hafa verið gerðar á máli, málnotkun, bókmenntum, sagnfræði, félagsvísindum, mann- fræði pg heimspeki í skjóli Há- skóla íslands og stofnana hans. Nýyrðasmíð er meiri en nokkru sinni og hafa einstaklingar, stofn- anir og fyrirtæki atvinnulífsins tekið þátt í því starfi. Fleiri nota nú ritað mál og talað í daglegu starfi og tómstundum en áður og síðast en ekki síst hafa stjórnvöld og almenningur verið einhuga um að auka málrækt og málvernd. Og styrkur tungunnar kemur víðar fram: í starfi leikhúsa og leik-ritun, sem aldrei hefur staðið með meiri blóma en undanfarna áratugi; í nýmælum í ljóða- og vísnasöng; í auglýsingagerð í blöðum, útvarpi og sjónvarpi, þar sem orðvísi og frumleg hugsun hafa auðgað tunguna með orða- leikjum sem áður voru óþekktir í málinu. Síðustu áratugi hefur einnig orðið til íslensk fyndni, gamansögur og orðaleikir sem áð- ur voru óþekktir í málinu og jafn- vel lausavísan hefur gengið í end- urnýjun lífdaga sinna. Erlend menningaráhrif Erlend menningaráhrif hafa auðgað íslenskt málsamfélag og gert tunguna betur hæfa til þess að gegna hlutverki sínu sem fé- lagslegt tjáningartæki í marg- skiptu þjóðfélagi. Erlend menn- ingaráhrif þurfa því ekki að vera skaðleg - þvert á móti. Sá mis- skilningur hefur hins vegar verið útbreiddur að með íslenskri mál- rækt væri lagst gegn erlendum samskiptum og reynt að sporna við erlendum menningaráhrifum og jafnvel verið að kasta rýrð á tungu og menningu annarra þjóða. Þetta er ekki rétt, enda eru málvernd og erlend samskipti ekki andstæður heldur tvær hlið- ar á sama máli. Þj óðfélagsbyltingin og styrkur tungunnar Á 100 árum hefur íslenskt sam- félag farið þúsund ár. Fyrir einni öld var landið dönsk nýlenda; borgmenning Evrópu hafði ekki borist hingað og bændasamfélag fyrri tíðar var enn einrátt; verk- menning hafði staðið í stað í þús- und ár; menntun þjóðarinnar var lítil, skólar fáir og lítils megandi . og heilsugæsla langt að baki því sem var í nágrannalöndunum og einangrun landsins mikil. Nú er mennt- unarstig þjóðarinnar sambærilegt við menntunarstig ná- granna-þjóðanna, verkmenning hefur gerbreyst og vísinda- starf og rannsóknir af ýmsu tagi hafa stóreflst og verkkun- nátta á sjó og landi um sumt framar því sem þekkist í nágr- annalöndunum. Heilsugæsla stendur ekki að baki heilsu- gæslu annars staðar í Evrópu _ og barna- dauði á Islandi, sem fyrir rúmri öld var hæstur í Evrópu, er nú lægstur í heiminum. Á 100 árum hefur íslenskt þjóðfélag breyst úr einhæfu og einangruðu bænda- þjóðfélagi í margskipt þjóðfélag á íslensk tunga mun áfram vega þyngst, segir Tryggvi Gíslason, í varðveislu sjálfstæðrar menningar og stjórnar- farslegs fullveldis þjóðarinnar. upplýsingaöld í stöðugum tengsl- um við umheiminn. En þótt íslenskt samfélag hafi breyst meira en önnur samfélög í Evrópu á þessari „öld öfganna“ hefur íslensk tunga breyst minna en aðrar þjóðtungur í Evrópu á þessum tíma. Það sem meðal ann- ars veldur er gerð tungumálsins og styrkur þess: gagnsætt beyg- ingarmál með gamalt ritmál, sterka bókmenntahefð og mállýskulaust samfélag frá upp- hafi þar sem málrækt og mál- vernd hefur verið stunduð lengur en víðast annars staðar. Styrkur íslensks málsamfélags á sér því djúpar rætur vegna viðhorfs sam- félagsins til tungumálsins - en þetta tvennt: staða tungumáls í samfélaginu og afstaða málsamfé- lagsis til tungunnar veldur miklu um styrk tungumáls og málbreyt- ingar. Tungumál og menning á krossgötum íslendingar, íslenskt mál og ís- lensk menning standa hins vegar á krossgötum eins og flest menn- ingarsvæði heimsins. Samskipti einstaklinga og þjóða hafa á fáum árum gerbreyst og eiga enn eftir að breytast vegna nýrrar tækni og nýrra viðhorfa enda siglir heimurinn hraðbyri inn í nýtt menningartímabil - upplýsinga- öld þar sem kjörorðið er þekking, þjónusta og upplýsing. Þetta nýja tímabil er heillandi en um leið framandi. Margir munu eiga erfítt með að samlag- ast breyttum þjóðfélagsháttum. Má þar aðeins nefna breytingar sem þegar eru orðnar á innkaup- um, verslun og viðskiptum svo ekki sé talað um breytingar sem fyrirsjáanlegar eru á skóla- kennslu og námi þar sem starf og staða kennara og nemenda á eftir að gerbreytast með tilkomu nýrr- ar og síbreytilegrar tækni, s.s. netsins þar sem allir geta setið við sama borð. Ljóst er hins veg- ar að til þess að geta notfært sér möguleika netsins verða menn að hafa gott vald á ensku - en á net- inu er mest á ensku. Allt getur þetta haft ófyrirsjáanleg áhrif á stöðu þjóðtungnanna - ekki síst þjóðtungur fámennra málsamfé- laga. Skuggar framtíðar En tungumál fá- mennra málsamfé- laga standa einnig í skugga peninga- hyggju samtímans þar sem arður af fjár- magni ræður afstöðu til grundvallaratriða er varða líf, heilsu og mannréttindi sem geta ekki lotið lögmálum markað- arins. Sem dæmi má taka grunn- menntun, heilsugæslu, listir og menningarstarf og málvernd og málrækt - svo ekki sé talað um löggæslu og dómstóla - en þessir þættir allir geta ekki lotið lögmál- um markaðarins því að arður af fjármagni, sem í þessa þætti fer, getur aldrei orðið jafnmikill og við framleiðslu vöru sem unnt er að verðleggja í samræmi við framleiðslukostnað og eftirspurn. Krafa um arðsemi af fjármagni getur því haft áhrif á málþróun og stöðu tungunnar, enda sums stað- ar farið að ræða um að hagkvæm- ara sé fámennum málsamfélögum að taka upp ensku sem opinbert mál. Lýðræði, alþjóðastarf og þjóðleg verðmæti Bandaríski stjórnmálafræðing- urinn John Naisbitt hefur á und- anförnum áratugum skrifað bæk- ur um þróun þjóðmála og stjórnmála, nú síðast bókina High Tech - High Touch, „Hátækni - aukin tengsl“, þar sem hann fjall- ar um áhrif tækni á líf, viðhorf og gildismat. I bók sinni Global Paradox, „Þversagnir í alþjóða- samskiptum", sem út kom árið 1994, ræðir hann um samvinnu þjóða á sviði viðskipta og pen- ingamála, þjóðernisvitund, tung- umál og styrk þjóðríkja. Þar held- ur hann því fram að með víðtækari samvinnu á sviði við- skipta og peningamála verði hver einstaklingur mikilsverðari og að á næstu öld fjölgi sjálfstæðum þjóðríkjum stórlega því að sam- vinnu og samruna fyrirtækja fylgi aukið sjálfstæði þjóða og einstakl- inga. Rafræn upplýsingatækni komi í stað alþjóðlegra gjaldmiðla - og alþjóðatungumála þegar far- ið verði að nota þýðingarvélar í samskiptum þjóða. John Naisbitt segir einnig að með auknu al- þjóðastarfi verði sífellt fleira í umhverfi okkar alþjóðlegt, eins og gefur að skilja. Það sem eftir standi af þjóðlegum gildum verði þeim mun öflugra og mikilsverð- ara. Því alþjóðlegri sem við verð- um í starfí okkar þeim mun þjóð- legri verðum við í hugsun. Og hann segir. „Lítil málsamfélög í Evrópu hafa fengið aukinn styrk vegna þess að fólk leggur meiri rækt við menningarlega arfleifð sína til mótvægis við sameiginleg- an markað Evrópusambandsins." Tungutækni Komin er fram ný grein sam- skipta- og upplýsingatækni sem á íslensku hefur verið nefnd tungu- tækni (e human language techno- logy, n sprákteknologi) og fjallar um notkun og meðferð tungumála í tölvum, tölvuhugbúnaði og sam- skiptatækjum af ýmsu tagi. Er tungutækni sambland af málvís- indum og tækni. Talið er að upp- lýsingatækni sé orðin svo veiga- mikill þáttur í atvinnulífi og samskiptum einstaklinga, fyrir- tækja og þjóða að nauðsynlegt verði að nota þjóðtungurnar - eins og íslensku - í öllum algeng- um hugbúnaði. Að öðrum kosti veiklist þær og geti liðið undir lok en með veiklun þjóðtungnanna versni samkeppnisaðstaða þjóða, a.m.k. um tíma. Samkeppnisað- stöðu fyrirtækja megi að vísu bæta með því að taka upp alþjóð- legt mál í samskiptum - en um slíkt alþjóðlegt mál verði seint samstaða. Talað hefur verið um að taka upp ensku sem annað op- inbert mál í einstaka þjóðlandi eins og Danmörku en á því eru miklir vankantar enda tæki slíkt langan tíma - marga áratugi. Þá sé eina leiðin rafræn upplýsinga- tækni - þýðingarvélar - enda eru einfaldar þýðingarvélar þegar í notkun, s.s. í bönkum, talhólfum og klukkusímum, og stöðugt unn- ið að endurbótum á þeim. Markmið íslenskrar málræktar Islensk málrækt á sér langa sögu og hefur frá upphafi verið í því fólgin að halda gerð tungu- málsins óbreyttri og raska ekki merkingu orða og orðasambanda en jafnframt efla málið sem fé- lagslegt tjáningartæki með því að auka orðaforða þess og fjöl- breytni í orðalagi. Markmiðið hef- ur verið að styrkja málsamfélagið og stuðla að því að málnotendur nái sem bestu valdi á máli sínu og efla trú manna á gildi tungunnar og varðveita samhengið í máli og bókmenntum þannig að Islend- ingar yrðu áfram læsir á íslenskt mál allra alda. Því má segja að markmið íslenskrar málræktar hafi verið þríþætt: félagslegt, menningarlegt - og pólitískt. Gagnrýnisraddir hafa heyrst á hreintungu- og málverndarstefnu íslendinga. Erlendir málfræðing- ar hafa bent á að tungumálum sé eðlilegt að breytast og hafa undr- ast þá málstefnu að gera ný orð um hvaðeina og talið eðlilegra að taka upp alþjóðleg orð um nýmæli sem auðveldaði Islendingum sam- skipti við aðrar þjóðir. Hér heima hefur málverndarstefnan verið nefnd málveirufræði íslenskra málfræðinga og vondri málfræði þeirra og öfgum kennt um ýmis- legt sem aflaga hefur farið í máli og málnotkun. Margt í þessum ábendingum er vafalaust rétt og athygli vakin á þáttum málvernd- arstarfs sem menn höfðu ekki komið auga á áður og í sumu hef- ur vafalítið verið gengið of langt í málhreinsun. Hins vegar ber að geta þess að mállýskulaust land - og málsamfélag, þar sem sem lítill munur er á máli stétta, er líklegra til þess að geta þróað með sér lýð- ræði og jafnrétti en málsamfélög þar sem miklar mállýskur eru. Einnig hefur það margsvíslegt menningarlegt og þjóðfélagslegt gildi að mál breytist hægt og samhengi sé í máli. Málfar fjölmiðla Áhrif fjölmiðla á viðhorf manna og málfar eru mikil, eins og al- kunna er, og meiri en nokkru sinni. Sérstaklega eru áhrif myndmiðla mikil og móta þeir málfar, málhegðan og viðhorf fólks frá blautu barnsbeini til elli- daga. Sjónvarp og myndbönd eru orðin sterkur þáttur í máluppeldi barna en talið er að börn á vestur- löndum eyði jafnmiklum tíma fram til 15 ára aldurs fyrir fram- an sjónvarp og í skóla. Kannanir Tryggvi Gíslason benda og til að ólæsi aukist í Evrópu, og er sjónvarpi og öðrum myndmiðlum kennt um, og benda rannsóknir á Islandi til hins sama. Áhrif fjölmiðla á mál geta eins og gefur að skilja bæði verið góð og slæm, allt eftir því hver áhugi og skilningur fjölmiðla er á máli og málrækt. Víða í íslenskum fjölmiðlum er lítið vandað til málfars og ranglega farið með beygingar, orðatiltæki og orðtök - og þess mörg dæmi að merk- ingu algengra orða og orðtaka sé brenglað. Þá má ætla að ný við- ræðutækni í útvarpi og sjónvarpi sé ekki líkleg til að aga mál manna og óundirbúið tal og óhefð- bundið orðalag með erlendum slettum, sem notað er við kynn- ingar á síbyljutónlist fyrir ungt fólk, ýtir slíkt undir málhroða og málfátækt. Málstefna framtíðarinnar Þótt íslenska standi sterkar en nokkru sinni eru blikur á lofti. Fámenn þjóð verður því að huga að tungu sinni og menningu í þessu umróti og þótt mikið hafi áunnist í málræktarstarfi á Is- landi er þörf á umræðu um mál- vernd og málrækt og að mínum dómi þarf að setja lög um íslenska málstefnu, lög sem samkomulag yrði um og margir tækju þátt í að móta: rithöfundar og skáld, kenn- arar og skólayfirvöld, málvísinda- menn og sagnfræðingar, uppeld- isfræðingar og foreldrar - og fulltrúar atvinnulífsins, enda hafa mörg fyrirtæki og stofnanir sýnt málrækt áhuga og skilning, en op- inber málstefna varðar alla þætti þjóðlífsins. Islensk tunga mun áfram vega þyngst í varðveislu sjálfstæðrar menningar og stjórnarfarslegs fullveldis þjóðarinnar. Landfræði- leg og menningarleg einangrun dugar ekki lengur til þess að vernda tunguna. Islenskt þjóðfé- lag hefur ekki sömu sérstöðu og áður pg alþjóðahyggja mótar við- horf Islendinga, eins og eðlilegt er, ekki síst viðhorf ungs fólks sem eru óbundnara heimahögum en fyrri kynslóðir, enda stundum talað um „hinn nýja Islending sem láti sér í léttu rúmi liggja hvar hann býr og hvaða mál hann talar - ef hann hefur starf við hæfi, laun að þörfum og geti lifað lífi sem hann kýs.“ íslensk málstefna þarf að taka til fimm frumatriða. I fyrsta lagi þarf að leggja meiri áherslu á fjölþætta og markvissa móður- málskennslu í skólum og efla ís- lenska námsgagnagerð, eins og stefnt er að með nýjum lögum um leikskóla, grunnskóla og fram- haldsskóla og nýrri námskrá í ís- lensku sem menntamálaráðherra hefur gefið út. í öðru lagi þarf að setja fjölmiðlum reglur um mál og málnotkun á sama hátt og Ríkis- útvarpið hefur gert - þar á meðal reglur um íslenskan framburð. í þriðja lagi þarf að auka þýðingar úr erlendum málum og koma á fót íslenskri þýðingarmiðstöð sem annist þýðingar erlendra texta sem varða daglegt líf almennings. í fjórða lagi þarf að endurskoða kennslu í erlendum tungumálum frá grunni. I fimmta lagi ber að koma á fót íslenskri akademíu sem hefði fastar tekjur og_ væri óháð framkvæmdavaldinu. I aka- demíunni sætu fulltrúar rithöf- unda, skálda og listamanna, kenn- ara og málvísindamanna - og fulltrúar atvinnulífsins. Undir stjórn akademíunnar og í sam- vinnu við Orðabók Háskóla Is- lands og íslenska málstöð yrði gerð tölvutæk orðabók sem hefði að geyma allt ritað mál frá upp- hafi. Áuk þess sæi akademían um gerð annarra hugbúnaðartækja fyrir íslensku og íslenska tungu- tækni s.s. stafsetningarorðabók og íslenska þýðingarvél. Þetta er verðugt verkefni fyrir íslenska þjóð á nýrri öld alþjóðlegra sam- skipta og þjóðlegra verðmæta. Höfundur er skólameistari Menntaskólans á Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.