Morgunblaðið - 28.11.1999, Blaðsíða 56
36 SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Þroskasaga
okkar Þuríðar
Sara Dögg Asgeirsdóttir sem leikur Þuríði í
Myrkrahöfðingjanum sagði Hildi Loftsdótt-
ur að hún hefði sótt um hlutverkið af for-
vitni og ævintýraþrá.
SARA DÖGG er tæplega 23
ára yngismær, fersk og
orkumikil eftír útíveruna í
sveitinni þar sem er að
byggja fjós með föðurbróður sínum
og fleira fólki. Og ástæðan fyrir því
að þessi dugnaðarforkur er kominn
til borgarinnar er frumsýning kvik-
myndarinnar Myrkrahöfðinginn
eftir Hrafn Gunnlaugsson, þar sem
Sara Dögg leikur Þui-íði, stærsta
kvenhlutverk myndarinnai-.
Efni Myrkrahöfðingjans er inn-
islásið af Píslasögu Jóns Magnús-
sonar og galdraárásunum sem hann
varð fyrir. Þuríður var vinnukona á
heimili síra Jóns og sóttu þá viðurs-
tyggilegar holdlegar hugsanir á
hann. En samkvæmt þeim fræðum
sem Jón hafði numið, voru það norn-
ir sem beittu holdlegri girnd til að
leiða menn í freistni. Er Þuríður þá
norn?
„Við skulum láta það liggja á milli
hluta fyrir þá sem ekki hafa séð
myndina,“ segir leikkonan sposk á
svip.
Alltaf í sjálfskönnun
„Haustið áður en ég fór að leika í
myndinni var ég í sálfræði í Háskól-
anum. En svo uppgötvaði ég að það
var meiri sálfræði í því sem ég var
að gera í myndinni en í skólanum,
þannig að ég ákvað aðeinbeita mér
alveg að leiknum, sem vai- ég stöð-
ugt að hugsa um,“ segir Sara Dögg.
Hún var alveg reynslulaus í leikl-
istinni þegar hún sóttí um að fá að
reyna sig í hlutverki Þuríðar. „Það
tók smátíma fyrir Hrafn að ákveða
hvort ég væri hæf í hlutverkið og á
meðan byi'juðum við að æfa.“
Sara Dögg í hlutverki sínu sem Þuríður.
- Var það gamall draumur að
leika í bíómynd?
„Leiklistin hefir alltaf heillað mig
og þetta vakti strax upp áhuga og
ævintýraþrá hjá mér. En ég hef allt-
af verið mikið í sjálfskönnun, og
ástæðan fyrir því að ég
sótti um hlutverkið var
að ég var forvitin um
sjálfa mig og hvað ég
myndi læra af þátttöku í
myndinni."
Inni í stórbrotnu ferli
- Hvernig varð þér
við þegarþú vissir að þú
hefðir fengið hlutverk-
ið? ,
„Ég bara stökk á
Hrafn og kyssti hann
fyrir. En á æfingatím-
anum var ég viss um að
fá hlutverkið, þegar ég
sá fram á hvað ég
myndi læra rosalega
mikið af þessari
reynslu."
- Ertu örlagatrúar?
„Já! Heyrirðu það?" spyr Sara
Dögg og hlær. „Það er voðalega
þægilegt og ég hefði notað þessa trú
til að sætta mig við að fá ekki hlut-
verkið, ef til þess hefði komið. En ég
vissi frá upphafi að ég var að fara
inn í stórbrotið ferii. Og ég vissi líka
að þetta yrði alveg rosalega erfitt,
og Hrafn hætti ekki að vara mig við
þvi. En ég gerði mér engan veginn í
hugarlund hversu erfitt eða á hvaða
máta.,“
- Óaði þér aldrei við því að vinna
með svo miklum listamönnnum sem
Hilmi Snæ og Hrafni?
„Nei, eiginlega tvíefldist ég bara
við það, því áskorunin er meiri fyrir
vikið. Þetta varð enn meira spenn-
andi en óx mér aldrei í augum.“
Ekkert hringl í kringum Hrafn
Tökumar hófust undir berum
himni í janúar árið 1998, og það
gekk á með óhöppum í tökunum,
auk þess sem flestar fóru þær fram í
illviðri. „Þetta er mjög íangt ferli
sem var fyrst og fremst lærdóms-
ríkt. I kíingum Hrafn var enginn
hringlandaháttur og ekkert vesen.
Hann vissi nákvæmlega hvemig
hann vildi hafa hlutina. í erf-
iðustu atriðunum veitti það
mér ákveðið öryggi að leika á
móti Hilmi Snæ því hann er
svo mikill fagmaður. Það var
mjög fínt að vinna með
þeim.“
- Voru útitökurnar erfíð-
ar?
„Já, en ég minnist þeirra
ekki sem erfiðleika, því þetta
var svo mikil áskoran. Það
reyndi mikið á líkamlegu
hliðamar, og það var mjög
sniðugt að hafa þær fyrst því
þá fékk maður á tilfinning-
una hvemig lífi fólki lifði og
við hvaða aðstæður það bjó á
þessum tíma. Sem var auð-
vitað nauðsynlegt. Og við
voram alltaf að lenda í ein-
hverju ævintýralegu. Þetta var
frekar strembinn tími og mjög
spennandi. Nú upplifi ég ekki vetur
án þess að það rifjist upp eitthvað af
þessu ævintýri."
Þuríður er ofboðslega sterk
- Hvernig er hlutvcrk Puríðar?
„Þuríði náði furðulega fljótt tök-
um á mér. Það var svo rosaleg orka
sem fylgdi þessu öllu að ég datt al-
veg inn í hlutverkið. Mig dreymdi í
sífellu að Þuríður, sem var til á Vest-
fjörðunum, birtist mér og fannst all-
an tímann að ég þyrfti að vera trú
Ung leikkona í Myrkrahöfðingjanum.
einhverri konu; það var svolítið sér-
stakt. Þuríður er alveg ofboðslega
sterk, þannig verður henni best lýst.
í upphafi er hún þessi gáskafulla
barnslega einlæga stúlka, en síðan
gerast atburðir í myndinni sem
verða til þess að undir lokin er hún
orðin harðsvíraður kvenmaður. Ég
held að ég hafi aldrei þroskast jafn
hratt á jafn skömmum tíma eins og
við gerð þessarar myndar. Mér leið
eins og lítílli stelpu í upphafi; allt var
svo nýtt, framandi og skemmtilegt,
og ég var með galópin augu að með-
taka allt. Og í lokin þegar allt var
búið fann ég hvað ég var í rauninni
breytt. Ég þroskaðist með Þuríði.
Þetta er þroskasaga okkar beggja,
mín og Þuríðar.“
Snýst um mannlegar
tilfinningar
- Var erfítt að setja sig inn í hug-
arheim fólks á þessum tíma?
„Þetta snýst allt um mannlegar
tilfinningai- og þær vora þær sömu á
þessum tíma, og í dag. Ég þurfti að
tjá tilfinningar sem ég hafði aldrei
upplifað og varð að heimfæra þær
upp eigin reynsluheim. I því felst
þessi mikla sjálfskönnun. Maður
þarf að kafa eins djúpt og maður
getur, og finna hvað maðui- á til. Það
var rosalega skemmtilegt að læra að
þekkja sjálfa mig á þennan hátt.
Maður býr yfir öllum þessum til-
finningum og þetta er spuming um
að finna þær og leyfa þeim að koma
fram. Jafnvel tOfinningai- sem mað-
ur er gjarn á að hemja dags dag-
lega.“
- Hefíurþú eitthvað verið að leika
eftirað tökum lauk?
„Nei, ég var að vinna í Reykjavík
og fór síðan í lok mars til Paiísar og
var að koma heim. Ég og kærastinn
minn, Atli Ragnar, freistuðum gæf-
unnar, þar sem við vorum hvorki
með íbúð né vinnu þegar við komum
þangað. En ég fékk vinnu á mjög
fínu hóteli sem móttökustúlka."
- Langar þig að leika meira ?
„Ég veit það ekki. Þessa dagana
er ég er svo upptekin af því að skoða
hvað lífið hefur upp á að bjóða. Ég
veit að núna er kjörinn tími til að
gera allt sem mig langar til og ég er
að reyna að finna mína línu í lífinu.
Ef ég fæ einhver áhugaverð leiktil-
boð þá er ég alveg til í að athuga
það. En ég held að það sé best að
eyða ekki tímanum í dag að hugsa
um daginn á morgun,“ segir Sai'a
Dögg, aðalleikkonan í Myrkrahöfð-
ingjanum, nýjustu stórmynd
Hrafns Gunnlaugssonar.
BMW í heilt ár, smóking frá Bíson Bee-Q og Ericsson TS28 með VITi frá Símanum GSM
\...♦....."I
■ BisonBkkQí
CATERPILLAR
Freistaðu gæfunnar á mbl.is!
vg'mbl.is
^ALLTAT £ITTH\TAT> /VÝTT~
Bíó .kmw*Mí