Morgunblaðið - 28.11.1999, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181, PÓSTUÓLF3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJfa'MBLIS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1
SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1999
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK
íslendingur á í fyrirtæki í Kísildal
Fjárfestar hafa
keypt hlut fyrir
1,5 milljarða
fjöldann allan af tölvum til að vinna
sama verk. Snorri og félagar hans
stofnuðu fyrirtækið eftir rannsókn-
arstarf við Cornell-háskóla í New
York-ríki, þar sem Snorri stundaði
doktorsnám. Þeir fluttu fyrirtækið
til Silicon Valley sl. vor.
Eiga enn meirihluta
Fjármögnun hefur gengið vel frá
upphafi, en nýlega keypti fyrirtæki
áhættufjárfesta hlut í Ensim fyrir
18 milljónir dollara, eða um 1,3
milljarða króna. Þrátt fyrir þá sölu,
og fyrri fjármögnun fyrir samtals
um 230 milljónir króna, eiga stofn-
endurnir fimm enn stærstan hluta
fyrirtækisins.
■ Snorri og sýndarvélarnar/Bl
ÍSLENSKUR tölvunarfræðingur,
Snom Gylfason, er yfirhönnuður
og einn fimm aðaleigenda hugbún-
aðarfyrirtækisins Ensim í Silicon
Valley í Kaliforníu. Fyrirtækið hef-
ur vaxið mjög hratt frá því að það
var stofnað fyrir hálfu öðru ári;
starfsmenn eru nú fjörutíu, sá
fjöldi þrefaldast að öllum líkindum
á næsta ári og Ensim hefur vakið
athygli stórfyi-irtækja á borð við
Hewlett-Packard og Intel. Snorri
segir að stefnt sé að því að setja
fyrirtækið á almennan markað í
október á næsta ári.
Að sögn Snorra gerir hugbúnað-
ur Ensim netþjónustufyrirtækjum
kleift að veita betri þjónustu með
minni kostnaði, með því að skapa
„sýndartölvur“ í stað þess að nota
"Nauðsynlegt að meta
náttúruna til fjár
STÁLE Navrud, einn þekktasti
umhverfíshagfræðingur Norður-
landa, segir nauðsynlegt að láta
meta efnahagslegt gildi náttúrunn-
ar áður en ráðist er í óafturkræfar
framkvæmdir. Þetta kemur fram í
viðtali Morgunblaðsins við Navi-ud
um virði náttúruverðmæta og
aukna umhverfisvitund almennings.
Nánast alltaf vanmetin
Navrud segir að aðferðum hag-
-Vfræðinnar sem meta efnahagslegt
gildi náttúrunnar hafi vaxið fiskur
um hrygg á undanförnum árum.
Hann segir að náttúran sé nánast
alltaf vanmetin sé þessi aðferð ekki
notuð.
Hvað varðar ísland og umræðu
um nýtingu hálendisins segir hann
að þrír kostir séu í stöðunni:
,Að halda svæðinu ósnortnu,
gera virkjun eða gera þjóðgarð. Þið
verðið að gera kostnaðar- og ábata-
greiningu fyrh- hvern kost, það er,
þið vegið og metið kosti og galla
hvers möguleika og takið ákvörðun
á þeim forsendum. Eg hef ekki séð
áætlaðan kostnað eða hagnað fyrir
virkjunina, en þið verðið að meta
hagnaðinn sem verður af fram-
kvæmdinni á móti þeim verðmæt-
um sem fórna þarf í náttúrunni,"
segir Navrud.
■ Náttúran kostar/10
Morgunblaðið/Kristinn
Bað í sólargeislum
DAGINN styttir óðum og sól er lágt á lofti. í var staddur í Laugardalslauginni í gærmorgun og
skammdeginu getur verið hressandi að fá sér sund- baðaði sig í geislum sólarinnar áður en hann stakk
sprett snemma morguns. Þessi sundlaugargestur sér til sunds í heitri lauginni.
Leit undir-
búin að
smábát
LEIT var undirbúin að smábát
frá Bolungarvík í fyrrakvöld
þegar ekki náðist samband við
hann. Báturinn skilaði sér
sjálfur til hafnar en hann hafði
fengið á sig öldu sem braut
rúðu og sló út rafmagnið.
Farið var að óttast um sex
tonna trillu frá Bolungarvík,
Pétur Jóhannsson, þegar ekki
náðist samband við hana,
hvorki úr landi né frá öðrum
bátum. Veður var heldur að
versna og þegar smábátarnir
komu til hafnar ákvað björgun-
arsveitin að manna bát til að
senda til leitar og fá menn til
að ganga út Stigahlíð.
Þá sást ljóslaus bátur koma
inn úr myrkrinu og reyndist
það Pétur Jóhannsson. Hafði
báturinn fengið skvettu á rúðu,
eins og Jón Guðbjartsson, vai-a-
formaður björgunarsveitarinn-
ar, orðaði það og rafmagn slegið
út á tækjum. Ekkert amaði að
mönnunum tveimur um borð.
Fjórfalt meiri hlutabréfa-
viðskipti í ár en í fyrra
VELTA hlutabréfa í félögum sem
skráð eru á Verðbréfaþingi íslands
er tæplega 100 milljarðar kr. það
sem af er ári, fjórfalt meiri en á
sama tíma á síðasta ári. Veltuhraði
hlutabréfa á markaðnum hefur
aukist mikið, sala hlutabréfa nú
nemur tæplega 30% af mark-
aðsvirði skráða hlutabréfa en var
rúm 10% á sama tíma á síðasta ári.
Verð hlutabréfa hefur hækkað
mjög á árinu, þannig hefur lirvals-
vísitalan hækkað um 34%.
Velta hlutabréfa í viðskiptakerfi
Verðbréfaþings íslands er liðlega
34 milljarðar kr. það sem af er ári.
Á sama tíma á síðasta ári höfðu
selst hlutabréf fyrir 9,7 milljarða
og fyrir 12,5 milljarða á öllu síðasta
ári. Velta hlutabréfa í skráðum fé-
lögum sem fram fara utan Verð-
bréfaþings hefur aukist samsvar-
andi og nemur tæpum 66 milljörð-
um það sem af er ári. Um það bil
tveir þriðju viðskiptanna fara því
fram utan þings, eins og raunar á
síðasta ári.
Stefán Halldórsson, fram-
kvæmdastjóri Verðbréfaþings Is-
lands, segir ánægjulegt að sjá að
hlutabréf hreyfist meira á mark-
aðnum. Markaðsvirði bréfa í skráð-
um félögum er nú um 340 milljarð-
ar kr. en var liðlega 230 milljarðar
undh- lok nóvember fyrir ári. Sala
hlutabréfa það sem af er ári nemur
tæplega 30% af markaðsvirði
skráðra hlutabréfa og er það tæp-
lega þrefalt betra hlutfall en á
sama tíma í fyrra. Veltuhraði gefur
til kynna hvort fjárfestar geti
keypt og seld hlutabréf þegar þeir
vilja. „Það hefur orðið talsverð
framför þótt við eigum enn langt í
land með að ná sama hlutfalli og
erlendar kauphallir," segir Stefán.
Varað við verðleiðréttingu
Verð hlutabréfa hefur hækkað
mjög á árinu. Helsta viðmiðun
Verðbréfaþingsins, Úrvalsvísitala
Aðallista, hefur hækkað frá ára-
mótum úr 1.099 stigum í 1.467 stig,
eða um tæp 34%. Vísitalan hefur
aldrei verið hærri en á föstudag.
Hækkunum er þó mjög misskipt
milh atvinnugreina. Þannig hefur
vísitala olíudreifingar hækkað um
rúm 62% og vísitölur fjármála og
trygginga og upplýsingatækni um
tæp 54%. Aftur á móti hafa vísitöl-
ur þjónustu og verslunar og lyfja-
greinar aðeins hækkað um nálægt
2% á árinu og visitala sjávarútvegs
um tæp 11%.
Verðbréfasalar segja að fjárfest-
ar séu bjartsýnir á þróun markað-
arins. I skýrslu Kaupþings, Þróun
og horfur, kemur fram að greining-
ardeild félagsins telur þó ólíklegt
að miklar hækkanh’ muni verða á
innlendum hlutabréfamarkaði það
sem eftir lifir árs, þó svo alltaf
leynist góð fjárfestingartækifæri á
markaðnum, og ef ekki dragi úr
verðbólguhraðanum megi búast við
nokkurri leiðréttingu á verði fjöl-
margra félaga, sér í lagi þeirra sem
eru mjög næm fyrir innlendum
kostnaðarhækkunum eða vaxta-
stigi.
Vegna möguleika almennings á
skattaafslætti hafa margir keypt
hlutabréf í lok ársins og sala hluta-
bréfa því verið mikil í desember.
Stefán Halldórsson á ekki von á að
desember skeri sig mikið úr öðrum
mánuðum ársins að þessu sinni.
Vekur hann athygli á því að ekki
virðist stór útboð framundan og
stofnanafjárfestar dreifi fjárfest-
ingum sínum yfir árið.