Morgunblaðið - 28.11.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.11.1999, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Menning sem at- vinnugrein ✓ Byggðastofnun og Listaháskóli Islands gengust fyrir námskeiði í liðinni viku undir yfírskriftinni Menning sem atvinnugrein. Hávar Sigurjónsson fylgdist með. Morgunblaðið/Kristinn Þátttakendur og fyrirlesarar í Reykjavík á fjarnámskeiði Listaháskólans og Byggðastofnunar. Ása Richardsdóttir, Ragnheiður Þórarinsdóttir, Hanna Bachmann og Svanbjörg Einarsdóttir. AMSKEIÐIÐ er fyrsta samstarfsverkefni stofnananna tveggja eft- ir að þær gerðu með sér samning í haust um samstarf á sviði menningar- og listafræðslu á lands- vísu. Umsjón með námskeiðinu fyr- ir hönd Byggðastofnunar hafði Guðrún Helgadóttir menningarfull- trúi en skipuleggjandi og stjórnandi námskeiðsins var Ása Richar- dsdóttir. 50 manns á 18 stöðum Við námskeiðið var beitt nýjustu fjarskiptatækni og sátu þátttakend- ur - menningarfulltrúar og stjórn- endur menningar- og listastofnana í 18 sveitarfélögum - hver í sínum heimabæ og fylgdust með fyrir- lestrum og tóku þátt í umræðum gegnum myndsendibúnað Lands- símans. Með þessum hætti gátu um 50 manns um allt land tekið þátt í námskeiðinu sem fram fór fjóra morgna, frá 10-12 hvern dag. Fyr- irlesarar á námskeiðinu voru Ing- ólfur Ármannsson, menningarfull- trúi Akureyrarbæjar, og Karítas Gunnarsdóttir, deildarstjóri lista- og safnadeildar menntamálaráðu- neytisins. Fjölluðu þau um stjórn- kerfi menningarinnar í landinu ann- ars vegar sveitarfélaga og hins vegar ríkisins. Annan daginn fluttu erindi þær Ásta Bryndís Schram frá Óperustúdíói Austurlands og Sigríður Sigurðardóttir safnsyóri Byggðasafns Skagafjarðar. Ásta Bryndis sagði frá reynslu sinni af einkaframtaki á listasviði á lands- byggðinni og Sigríður fjallaði um rekstur menningarstofnunar á landsbyggðinni í opinberri eigu. Blaðamaður hafði tækifæri til að fylgjast með námskeiðinu tvo seinni dagana og varð margs vísari og sér- staklega var áberandi hversu mikill hugur er í þeim sem sinna listum og menningarstarfi á landsbyggðinni; LJÓMAR nú jata lausnarans, er yfirskrift jólatónleika Kvennakórs Reykjavíkur, sem haldnir verða í Hallgrímskirkju í kvöld, sunnu- dagskvöld, kl. 20.30. hugur til að auka við starfið, til að snúa vörn í sókn, taka höndum sam- an og skapa þær aðstæður hver í sinni heimabyggð að menning og listir séu metin sem sú arðbæra at- vinnugrein sem hún getur verið ef rétt er á haldið. Norræna samstarfið Sjóða- og styrkjakerfi til samn- orrænna verkefna og samstarfs- verkefna á milli landa innan Evrópusambandsins er að margra áliti óárennilegur frumskógur og erfitt að brjótast þar í gegn með nokkrum árangri. Þær Ragnheiður Þórarinsdóttir og Svanbjörg Ein- arsdóttir voru fyrirlesarar á þeim fundi námskeiðsins þar sem fjallað var um erlent samstarf. Ragnheiður er sérfræðingur í menningarmálum hjá Norrænu ráðherranefndinni í Kaupmanna- höfn og urh hennar hendur fara flestar umsóknir og fyrirspurnir um styrkjamöguleika til samstarfs milli aðila á lista- og menningarsviðinu. í máli Ragnheiðar kom fram að fjölmargir möguleikar eru í boði fyrir einstaklinga, stofnanir og fé- lög til að fá stuðning vegna sam- starfsverkefna. Hún benti á að lyk- ilhugtak í stuðningi við samnorræn verkefni væri „Nordisk nytta“ eða hversu gagnleg hugmyndin væri í samnorrænum skilningi. Þá upp- lýsti hún hversu margir sjóðir og nefndir væru á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar sem sinntu stuðningi við menningar- og lista- starf og hvert aðilar gætu sótt varð- andi tiltekin verkefni. Hún útskýrði jafnframt að Norrænu ráðherran- efndina mætti skilgreina sem fram- kvæmdaaðilann en Norðurlandaráð væri löggjafinn. Hún fjallaði jafn- framt um Vestnorræna samstarfið sem er samtök þeirra landa og þjóða sem byggja nyrstu jaðra hins norræna svæðis. Þar eru ísland, Flutt verða gömul íslensk jóla- lög, Ave Maria eftir Gustav Holst í átta röddum, franskt tónverk eftir Gabriel Faure, auk erlendra jóla- laga við íslenska texta. Grænland og Færeyjar stærst. Á þeim vettvangi bjóðast einnig möguleikar til fjárhagslegs stuðn- ings við samstarf og hvatti Ragn- heiður þáttakendur til að kynna sér þau mál til hlítar. Evrópusamstarfið Svanbjörg Einarsdóttir starfar sem framkvæmdastjóri Upplýs- ingaskrifstofu Menningaráætlana Evrópusambandsins sem rekin er hér á landi og eru slíkar skrifstofur starfræktar í flestum Evrópulönd- um. Nefnast þær CCP eða Cultural Contact Point og eru mikilvægur hlekkur i þeirri flóknu keðju sem styrkjakerfi Evrópusambandsins er, ekki síður á menningarsviðinu en öðrum sviðum. I máli Svanbjargar kom fram að breytinga væri að vænta í menning- aráætlunum EES á næsta ári; und- anfarin ár hafa menningaráætlan- imar verið þríþættar, Ariane, Raphael og Kaleidoskope. Á þessu ári var í síðasta sinn úthlutað til lista- og menningarstarfsemi sam- kvæmt þessum áætlunum og við tekur ein áætlun sem nefnist Cult- ure 2000. Sagði Svanbjörg að enn væri ekki orðið fyllilega ljóst hvem- ig þessi áætlun yrði starfrækt en stjóm EES hefði boðað að umsókn- argögn og upplýsingar myndu ber- ast í mars næstkomandi. Sú breyting verður á fyrirkomu- lagi við umsóknir að í stað þess að gerð verði krafa um samstarf minnst þriggja landa við hvert verkefni verður nú krafist sam- starfs á milli fjögurra, þó lítil lönd á borð við ísland njóti nokkuð sér- stöðu sinnar og þurfi ekki í öllum tilfellum að uppfylla þessi ströngu skilyrði. Kom einmitt fram í fyrir- spurnum þáttakenda hvernig leita ætti upp mögulega samstarfsaðila í öðmm löndum, hvort til væri ein- hvers konar listi þar sem hægt væri Einsöngvari með kórnum er Egill Ólafsson. Undirleikari er Þórhildur Bjömsdóttir. Stjórn- andi Kvennakórs Reykjavíkur er Sigrún Þorgeirsdóttir. að skrá sig og óska eftir samstarfs- aðilum í öðram Evrópulöndum. Sagði Svanbjörg slíkt ekki vera til staðar með formlegum hætti en skrifstofa hennar svo og CCP skrif- stofur annars staðar væru allar af vilja gerðar til að aðstoða við slíkt. Ása Richardsdóttir sem stundað hefúr nám á vegum Evrópusam- bandsins í stjómun menningar- stofnana, benti á að í þessu gilti hið sama og í öðra, að nauðsynlegt væri að ná tengslum við aðila í Evrópu sem störfuðu á svipuðu sviði, án þess að þekkja til þeirra væri erfitt, ef ekki útilokað að finna sér sam- starfsaðila. Verið væri að koma upp eins konar óformlegu samskipta- neti þar sem stofnanir og félög gætu náð sambandi hvert við annað. Svanbjörg benti á þann grundvall- armun sem væri á hinu norræna styrkjakerfi og því evrópska að þar gætu einungis lögaðilar sótt um, einstaklingar gætu hins vegar tekið sig saman og sótt til hinna norrænu sjóða. Hið evrópska nálarauga Ýmsum sögum hefur farið af því hversu flókið og erfitt sé að sækja um til Evrópusambandsins, um- sóknum sé umsvifalaust hafnað ef á þeim finnst minnsti tæknilegur galli. Sagði Svanbjörg að þetta væri að vissu leyti rétt, gríðarlegur fjöldi umsókna bærist á hverju ári og væri miskunnarlaust vinsað úr það sem ekki stæðist kröfur um frágang eða upplýsingar. Hún sagði að þetta ætti samt ekki að fæla fólk frá að sækja í þessa sjóði, aðeins þyrfti að undirbúa umsóknir vandlega og hiklaust skyldi leita aðstoðar við að útfæra hugmyndir og fylla út um- sóknir, því góð hugmynd og vel unnin umsókn ætti alla möguleika á að hljóta brautargengi. Hún sagðist sjálf vera þess albúin að aðstoða við slíkt og væri jafnvel tilbúin að koma Tónleikarnir verða einnig flutt- ir þriðjudaginn 30. nóvember kl. 20.30. Miðasala er við innganginn. á staðinn og vinna með heimamönn- um við að undirbúa umsóknir. Var greinilegt að þetta evrópska nálar- auga varð mun rýmra og aðgengi- legra í hugum þáttakenda við þess- ar upplýsingar. Signý Pálsdóttir hóf fjórða fund námskeiðsins með erindi sem hún nefndi Reynsla úr báðum áttum, en hún er nú menningarmálastjóri Reykjavíkurborgar en var áður framkvæmdastjóri Listahátíðar í Reykjavík og þar áður leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar. Hún kvað augljósan mun á því að starfa sem embættismaður innan svo flókins stjómunarkerfis sem Reykjavíkur- borg væri og hennar starf væri fólg- ið í því að fylgja eftir og sjá um framkvæmd á menningarpólitísk- um ákvörðunum borgarstjórnar- innar. í störfum sínum sem leikhús- stjóri á Akureyri og við Listahátíð í Reykjavík, sem hvoratveggja eru sjálfseignarstofnanir væri yfir- stjómin allt önnur og sjálfstæði fag- legra stjómenda mun meira. Störf hennar og búseta á Landsbyggðinni hefðu hins vegar leitt af sér gjör- breytt gildismat og dýpkað skilning hennar á mikilvægi listsköpunar í heimabyggðum. Hin svokalla áhugamennska í listum og menn- ingu væri undirrót þeirrar atvinnu- mennsku sem þróast hefði í öllum listgreinum í landinu undanfarna áratugi. Áhugamennskan þyrfti jafnframt að blómstra. Undir þetta tóku þáttakendur heilshugar og var það samdóma álit að nauðsynlegt væri að efla möguleika atvinnulista- manna til búsetu á landsbyggðinni en slíkt hleypti undantekningar- laust auknum krafti í listsköpun heimamanna. Var sérstaklega bent á tónlistarmenn í þessu sambandi, en öflugt starf tónlistarskóla víða um land hefur gert tónlistarmönn- um kleift að setjast þar að og stunda kennslu sér til framfærslu og iðka eigin listsköpun að auki. Ofl- ugt kórastarf, tónleikahaid og tón- leikaferðir væra afrakstur þessa. Var þetta m.a. inntak erindis Sig- ríðar Ragnarsdóttur skólastjóra Tónlistarskóla ísafjarðar, en hún fjallaði um hvernig efla mætti menningarstarf á landsbyggðinni og hvatti hún til samstarfs á milli sveitarfélaga, með heimsóknum og sameiginlegum verkefnum. Signý hafði einmitt bent á að Reykjavík Menningarborg 2000 væri í samstarfi við fjölmörg sveit- arfélög í landinu um ein 30 verkefni á menningarárinu, þau hefðu nán- ast öll verið að framkvæði heima- manna og því væri svo sannarlega ekki skortur á hugmyndum eða hæfileikum vítt og breitt um landið. í lokin lýstu allir þátttakendur yfir ánægju sinni með vel heppnað námskeið og kom fram eindreginn vilji allra til að halda samstarfi og skoðanaskiptum áfram með ein- hverjum hætti. Ása Richardsdóttir boðaði útgáfu ítarlegi-ar skýrslu um námskeiðið og kjölfar útkomu hennar yrði boðað til málfundar með þátttakendum námskeiðsins. Að svo mæltu slökktu þátttakendur á hverjum stað á sjónvarpi sínu og héldu til sinna daglegu starfa. Kvennakór Reykjavíkur heldur tvenna jólatónleika í Hallgrímskirkju. Jólatónleikar Kvennakórs Reykjavíkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.