Morgunblaðið - 28.11.1999, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1999 41
MINNINGAR
varst alltaf að passa upp á að við
værum ekki svangar, að við værum
vel klæddar og með spennu í hár-
inu. Það sem við minnumst þín þó
mest fyrir er sú ótrúlega glaðværð
og bjartsýni sem alltaf fylgdi þér.
Það var alveg sama á hverju gekk;
alltaf tókst þér að sjá björtu hlið-
arnar á málunum. Við munum
aldrei eftir að hafa komið til þín án
þess að gamla gufan væri í útvarp-
inu og þá ósjaldan lög sem þú varst
að dansa eftir í eldhúsinu á meðan
þú bjóst til grautinn handa okkur.
„Ó, heyriði lagið,“ er setning sem
mun alltaf minna okkur á þig. Það
er erfitt að geta ekki lengur komið í
heimsókn til þín og hlustað á þig
lýsa skoðunum þínum á hinum
ýmsu málefnum, því fáir sögðu jafn
skemmtilega frá og þú. Þessi ein-
staka kímnigáfa og létta lund sem
einkenndi þig lét mann alltaf sjá
hlutina í spaugilegu ljósi. Við mun-
um líka hvað þú varst alltaf stolt af
okkm- þegar okkur gekk vel, enda
hvattir þú okkur alltaf áfram í öllu
sem við tókum okkur fyrir hendur.
Við stelpurnar þínar vorum alltaf á
einhverju flakki um allan heim en
við vorum alltaf að hugsa til þín og
þær okkar sem búa ekki lengur á
Islandi voru alltaf að tala um þig og
hversu mikið við söknuðum þín. Þú
varst svo stór hluti af lífi okkar all-
ra í fjölskyldunni. Við erum ekki
bara búnar að missa góða ömmu
heldur líka góða vinkonu, því þú
varst svo mikil vinkona okkar.
Síðast þegar Ingibjörg var á ísl-
andi rædduð þið eins og svo oft áð-
ur um ljóðskáld og í þetta skiptið
um W.H. Auden, en þú hafðir hitt
hann þegar hann var á íslandi. Þú
hafðir nefnilega svo mikinn áhuga á
ljóðum og bókmenntum, enda lastu
mjög mikið og það var ótrúlegt
hvað þekking þín var víðtæk.
Elsku amma, það verður erfitt að
halda bara upp á eitt afmæli 5. des-
ember - daginn sem tengdi þig og
Ingibjörgu svo sterkum böndum.
Við vitum samt að þú verður hjá
okkur til að halda upp á afmælið.
Elsku amma, við skiljum ekki af
hverju þú þurftir að fara svona
íljótt en við getum þó huggað okkur
við að þú fórst eins og þú vildir fara.
Við vitum líka að þú munt alltaf
vera hjá okkur til að líta eftir okk-
ur. Það besta sem við getum gert
fyrir þig er að vera jákvæðar og
góðar við alla eins og þú varst. Við
gerum það fyrir þig, elsku amma.
Ingibjörg og Ragnhildur.
Við systkinin sitjum hér saman
og hugsum um þær samverustun-
dir sem við áttum með þér. Koma
þá upp í hugann öll þau skipti sem
þú bentir okkur á tunglið og við
horfðum á það með þér, þú varst
alltaf svo heilluð af því. Við munum
alltaf hugsa til þín þegar við lítum
til tunglsins.
Elsku amma. Þegar okkur bár-
ust fréttir um að þú værir farin frá
okkur var eins og önnur móðir okk-
ar hefði verið tekin frá okkur. Þú
passaðir okkur systkinin eins og
þín eigin börn, sást til þess að við
værum vel klædd og gafst okkur að
borða eins og við fengjum aldrei
neitt annað matarkyns. Það verður
erfitt að takast á við hlutina án þín,
þar sem þú hélst utan um fjölskyld-
una og varst eins og upplýsinga-
miðstöð fyrir okkur. Þú sagðir okk-
ur sögur frá því þegar við vorum
lítil. Stundum aftur og aftur sömu
söguna, sem okkur fannst stundum
vera orðið of mikið, en það eina sem
þú meintir var að ástvinir þínir
voru þér allt og þú sýndir okkur
það svo sannarlega.
Okkur þótti sérstaklega gaman
að heyra allar sögurnar af kon-
-ungsfólkinu sem þú vissir allt um.
Þú varst svo heilluð af þeim og
þeirra förum. En í okkar huga
varst þú eina drottningin, svona yf-
irveguð og glæsileg kona.
Við systkinin viljum þakka þér
fyrir það veganesti sem þú gafst
okkur inn í lífið. Þú passaðir alltaf
að það væri aldrei neinn ágreining-
ur á milli fjölskyldumeðlima og þú
kenndir okkur svo mikið um vænt-
umþykju og ást. Ofarlega hjá þér
var alltaf að passa að okkur liði vel
og að við borðuðum rétt. „Ef þú
borðar graut þá færðu aldrei illt í
magann," var setning sem þú sagð-
ir í hvert einasta skipti sem við
borðuðum hjá þér. Við munum
sakna þess að heyra þetta!
Við vildum óska þess af öllu
hjarta að við hefðum getað haft þig
lengur hérna hjá okkur. En við
þökkum fyrir það að hafa fengið að
eyða öllum þessum tíma með þér.
Við áttum frábærar stundir hjá
ykkur afa þar sem aldrei vantaði
hugulsemi og umhyggju. Þessar
minningar munu fylgja okkur alla
ævi.
Við vitum að það verður vel tekið
á móti þér hinum megin því svona
góð manneskja eins og þú ert vand-
fundin.
Þótt þú sért farin þá vitum við að
þú munt fylgja okkur um alla ævi.
Við elskum þig.
Kristján, Friðrik og Katrín.
Með nokkrum orðum langar mig
að kveðja þig. Þú hefur nú lagt upp
í ferðalagið, sem fyrir okkur öllum
liggur að lokum. En að þú myndir
fara svona snöggt er erfitt að trúa,
þú varst svo glöð og kát, full af lífi
og áttir eftir að gera svo margt. En
kallið kom og er mér ljúft að minn-
ast allra góðu stundanna, sem við
áttum saman, því vil ég senda þér
innilegt þakklæti fyrir samveruna.
Hvíl í friði, kæra vina.
Elsku Hafsteinn, Helga, Jón,
Lilja, Þórður, Hildur, Viktor og
fjölskyldur, Guð styrki ykkur í
þessari miklu sorg.
Heiða Kristjánsdóttir.
Myi’krið varð svartara en venju-
lega að laugardagsmorgni 20. nó-
vember þegar fregnin kom um að
hún frænka mín elskuleg væri látin.
Ingibjörg Jóna Jónsdóttir hét hún
og var móðursystir mín, hún hafði
verið við hlið mér síðan ég fæddist,
setið með mig í fanginu á Grímst-
aðaholtinu og kallað mig ýmsum
gælunöfnum. Síðai- komu fleiri sól-
argeislar í líf hennai’, dæturnar
þrjár, Hildur, Lilja og Helga Hilm-
arsdætur.
„Hún leiðir mig, verndar og er
mér svo góð.“ Þessi ljóðlína kemur í
hug mér því þetta söng frænka oft
ásamt fleiri lögum og ljóðum og tók
létt spor.
En það voru þyngri sporin sem
hún tók þegar hún missti Hilmar
eiginmann sinn og föður dætra
sinna í blóma lífs síns. En aftur létt-
ust sporin þegar Ingibjörg kynntist
Hafsteini sínum og var það gagn-
kvæm ást og virðing til hinstu
stundar.
Hún frænka mín var falleg kona
og ætíð vel til höfð og með allt á sín-
um stað, aldrei mátti vanta varalit-
inn og hlógum við oft þegar við vor-
um báðar með nokkra „liti“ í
töskunum.
Já, aldrei hefur mér leiðst þegar
sagt er við mig: „Nú ert þú lík
henni frænku þinni.“ Þetta eru mér
gullkorn sem ég varðveiti.
Minningarnar renna eins og
perlur á bandi en fallegasta perlan
var hún frænka mín, sem sæmt
hefði sér í sölum konunga með öll-
um þeim prinsum og prinsessum
sem hún þekkti svo vel úr erlendum
blöðum, þetta voru allt vinir henn-
ar. Þetta var allt rætt þegar ég leit
inn í heimsókn og svo spjölluðum
við um framhaldsþátt sem við lifð-
um okkur mikið inn í. Eða skoðuð-
um myndir af barnabörnum og hún
sagði mér hvað fólkið sitt væri að
gera heima og úti í hinum stóra
heimi.
En hún elskaði að heimsækja
börnin og barnabörnin í útlöndum
og ferðast. Allt þitt fólk var undir
þínum verndai-væng, og þau sýndu
líka móður, tengdamóður, ömmu og
langömmu mikla elsku og væntum-
þykju. Eiginmaður minn Eddi sem
þú tókst líka undir vænginn þinn og
dætur mínar þrjár minnast þín öll
sem elskulegrar frænku og kveðja
með söknuði.
Elsku Hafsteinn, megi góður guð
styrkja ykkur öll á erfiðri stundu.
Elsku frænka mín ég, veit að fal-
leg stjarna hefur bæst í hópinn og
fylgist með okkur sem drúpum
höfði og kveðjum.
Nú legg ég augun aftur,
ó Guð, þinn náðarkraftur
mínverivöniínótt.
Æ,virztmigaðþértaka,
méryfirláttuvaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson.)
Pálína.
„Ég lít ekki út fyrir að vera sjöt-
ug, nei, nei, svona sextíu og fimm,“
sagðir þú og sveiflaðir upp fætinum
er ég kvaddi þig glaður í bragði.
Þetta voru síðustu orðin sem ég
heyrði þig heitt elskaða ömmu mína
segja eftir að ég faðmaði þig bless
og hélt af stað heim. Ég hugsaði
með mér hvað hún amma mín væri
frábær húmoristi. Það var svo á
laugardagsmorgun sem ég fékk
fréttina að amma mín hafði orðið
bráðkvödd fyrr um morguninn.
Mér fannst svo stór hluti af mér og
minni tilveru verið hrifsaður í burtu
frá mér. Þeir eru ekki margir sem
geta sagt með sanni að þeir elski
alla menn. En amma mín: þú um-
vafðir alla með kærleika þínum og
varst einstaklega hlý og friðelsk-
andi kona.
Ég man hversu gaman var að
koma í heimsókn til þín og jafnvel
fá að gista yfir nótt. Alltaf varst þú
kát og glöð sama hvað á bjátaði.
Það voru ófáar stundirnar sem að
við gátum hlegið saman og fengið
út úr fólki og aðstæðum. Þegar ég
vaknaði á morgnana varst þú löngu
komin á fætur og sönglaðir glaðvær
um eldhúsið. Þú varst búin að
smyrja normalbrauð og leggja á
borð ásamt meðlæti og Mogganum
og fletta fyrir mig fyrstu síðunni.
Þetta finnst mér lýsa þér vel.
Þegar ég gekk í gegnum erfið
tímabil í mínu lífi varst þú ávallt til
staðar og gerðir gott úr öllu. Eins
lagði ég það í vana minn að segja
þér fyrstri allra vonir mínar og
drauma. Það voru mörg góð ráðin
sem þú gafst mér.
Það er með miklum trega sem ég
kveð þig, amma mín. Það er svo
margt fleira sem ég hefði viljað
deila með þér í framtíðinni. Þú
gafst svo mikið af þér og oft hugs-
aði ég hvað mig langaði að ofdekra
þig þegar ég væri orðinn vel settur.
Ég er svo þakklátur fyrir að hafa
átt þig lyrir ömmu.
Egþekkienginorð
og engin ljóð er
lýsa fegurð þinni.
Það er þó eitt
er ég sakna mest:
Erþúfærðirþínakinn
að minni.
Hilmar.
Frágangur
afmælis-
og minn-
ingar-
greina
MIKIL áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin,
vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt,
að disklingur fylgi útprent-
uninni. Það eykur öryggi í
textameðferð og kemur í veg
fyrir tvíverknað. Þá er enn
fremur unnt að senda grein-
arnar í símbréfi (569 1115) og
í tölvupósti (minn-
ing@mbl.is) — vinsamlegast
sendið gi-einina inni í bréfinu,
ekki sem viðhengi.
Auðveldust er móttaka
svokallaðra ASCII skráa sem
í daglegu tali eru nefndar
DOS-textaskrár. Þá eru rit-
vinnslukerfin Word og Wor-
dPerfect einnig nokkuð auð-
veld úrvinnslu.
í dag er ég ásamt fjölda fólks að
kveðja ómetanlega persónu sem
hefur í gegnum alla sína ævi staðið
og stutt alla sem hafa leitað til
hennar.
Mín kynni af Ingibjörgu voru allt
of stutt en þær minningar sem ég á
varðveiti ég í hjarta mínu. Hún tók
mér og dóttur minni alveg einstak-
lega vel, hún var alltaf að gefa okk-
ur eitthvað, hvort sem það var í
gjöfum eða frá sjálfri sér. Það var
eins og það væri alltaf til nóg af
kærleika í hjarta hennar.
Minningin um Ingibjörgu lifir í
okkur, það er okkar að varðveita
hana.
Ég vil senda ættingjum og vinum
samúðarkveðjur og bið guð um að
varðveita ykkur og styrkja í þeirri
sorg sem þið eruð að ganga í gegn-
um.
Kveðja
Fríða og Rebekka Rut.
Elsku Imma mín. Ég trúi því
vart að þú sért dáin svo snöggt og
fyrirvaralaust. Ég á eftir að sakna
þín mikið. Það var alltaf svo gott að
heyra í þér eða hitta þig og drekka
með þér kaffibolla. Við erum búnar
að vera vinkonur í tæp 38 ár.
Þegar ég fór að búa í Hafnarfirði
árið 1962 réðst ég í vinnu hjá ykkur
Hilmari í Kastalanum á Hverfisgöt-
unni. Þetta var góður tími og oft
var glatt á hjalla og mikið hlegið.
Það var mikil breyting á lífí þínu
1970 þegar Hilmar þinn dó.
Nokkru eftir það flytur þú aftur til
Reykjavíkur og fljótlega upp úr því
kynnist þú Hafsteini sem varð mikil
gæfa fyrir þig og dætur þínar,
Hildi, Lilju og Helgu og þeirra fjöl-
skyldur.
Þú varst stórbrotinn persónu-
leiki, kraftmikil og dugleg en sas^t
svo mjúk og hlý. Það var svo gott að
koma við hjá þér í Miðleitinu. Þar
sem þér leið svo vel og kunnir svo
vel við þig þau fáu ár sem þú bjóst
þar. Ekki má gleyma hversu gaman
þú hafðir af að fylgjast með konga-
fólki um allan heim. Þú gast gleymt
þér yfir blöðum, myndum og sögum
af því og kunnir skil á fjöldamörgu
konungbornu fólki. Ósjaldan sagðir
þú mér hvað var á döfinni hjá hin-
um og þessum kóngafjölskyldum.
Þú hafðir líka yndi af því að heim-
sækja borgir eins og Prag og Bú-
dapest og skoða glæsilegar bygg-
ingar. Oft höfðum við á orði að þú
hlytir að hafa verið prinsessa í
fyrra lífi. Þú reyndist mér ákaflega
vel í fyrra þegar mamma mín var
veik og studdir mig á erfiðum tím-
um eftir andlát hennar. Alltaf gat
ég leitað til þín, fengið góð ráð og
huggun.
Ég og fjölskylda mín vottum
Hafsteini, Hildi, Lilju og Helgu,
þeirra fjölskyldum og öðrum aðst-
andendum dýpstu samúð. Guð gefi
þeim styrk á erfiðum tímum.
Blessuð sé minning þín, guð
varðveiti þig, elsku Imma mín.
Þín vinkona
Elín.
• Fleiri minning-argTeinar um Ingi-
björgu Jónu Jónsdóítur bíða birt-
ingar og munu birtast íblaðinu
næstu daga.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
BALDUR MÖLLER
fyrrv. ráðuneytisstjóri,
verður jarðsunginn frá Haligrímskirkju miðviku-
daginn 1. desember kl. 13.30.
Sigrún Markúsdóttir Möller,
Markús K. Möller, Júlía G. Ingvarsdóttir,
Jakob Möller, Sigrún Snævarr,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur hlý-
hug og vináttu við andlát og útför fósturdóttur
okkar,
EYRÚNAR GUNNARSDÓTTUR,
Ásgarði 3,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til skáta og Bænalínunnar.
Eyjólfur Arthúrsson, Hrefna Svava Þorsteinsdóttir,
Guðrún Gerður Eyjólfsdóttir, Gunnar L. Benediktsson
og systkini.
t
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við
andlát og útför hjartkærs bróður, mágs og
frænda,
BJARNA VILHJÁLMSSONAR
frá Hamri.
Þórarinn Vilhjálmsson, Ingibjörg Jónsdóttir,
systkinabörn og fjölskyldur.
t
Þökkum af alhug öllum þeim vinum, er sýndu
okkur samúð og vinarþel við andlát og útför
mannsins míns,
EGGERTS STEINÞÓRSSONAR
læknis.
Gerður Jónasdóttir
og fjölskylda.