Morgunblaðið - 28.11.1999, Blaðsíða 37
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1999 37'
+ Guðmundur
Halldór Jónsson,
fyrrv. foi-stjóri og
stofnandi BYKO og
síðar Fljótalax hf.,
fæddist í Neðra-
Haganesi í Fljótum
1. ágúst 1923. Hann
ólst þar upp og í
Dæli, í Móskógum
og á Molastöðum í
Fljótum. Hann Iést á
Landakotsspítala
22. nóvember síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Jón Guð-
mundsson, f. 3.9.
1900, d. 30.1. 1988, bóndi og
hreppsljóri í Fljótum og síðar
bókari hjá BYKO, og k.h., Helga
Guðrún Jósefsdóttir, f. 12.7.1901,
d. 22.5. 1971, húsfreyja. Systkini
Guðmundar eru: Alfreð, f. 5.8.
1921, Aðalbjörg Anna, f. 8.8.1925;
Ásmundur, f. 20.1. 1928, d. 7.9.
1958; Sigríður, f. 9.3. 1930; Svav-
ar, f. 11.9.1931; Kristinn, f. 12.12.
1932; Baidvin, f. 21.4. 1934; Hall-
dóra Rannveig Hrefna; f. 13.11.
1935; Pálmi, f. 1.5. 1937; Her-
mann, f. 13.11. 1938; Lúðvík Rík-
harð, f. 29.10. 1940; og Svala, f.
22.2.1945.
Hinn 15. febrúar 1947 kvæntist
Guðmundur fyrri konu sinni,
Önnu Bjamadóttur, f. 28.5. 1920,
húsmóður. Foreldrar hennar voru
Bjarai Jónsson og Kristín Hall-
dórsdóttir, bændur í Öndverðar-
nesi í Grimsnesi. Böra Guðmun-
dar og Önnu eru: Jón Helgi, f.
20.5. 1947, forstjóri BYKO,
kvæntur Bertu Bragadóttur og
eiga þau þijú böm og fjögur
Við sjáum, að dýrð á djúpið slær,
þó degi sé tekið að halla.
Það er eins og festingin færist nær
ogfaðmijörðinaalla.
Svo djúp er þögnin við þína sæng,
að þar heyrast englar tala,
og einn þeirra blakar bleikum væng,
svo brjóstið þitt fái svala.
Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt,
svo blaktir síðasti loginn.
En svo kemur dagur og sumarnótt
og svanur á bláan voginn.
(Davíð Stef.)
Blítt og hljótt kvaddi tengdafað-
ir minn Guðmundur Halldór Jóns-
son þetta líf þrotinn að heilsu og
kröftum. Þótt honum þætti eins og
okkur öllum, að hann þyrfti að taka
á sig náðir of snemma, þá var samt
hvíldin orðin kærkomin starfsöm-
um manni. Guðmundur var maður
ekki einhamur og það er undravert
hverju hann fékk áorkað um ævina.
Flestu kom hann í verk í krafti eig-
in getu og dugnaðar, enda kunni
hann ekki að spara sjálfan sig. Það
var ekki mulið undir hann í upp-
vextinum. Foreldrar hans voru
sveitafólk, sem bjuggu við þröng
kjör og áttu lítið af flestu nema þá
ómegð og heiðarleika. Helga og
Jón voru gott fólk, en ólíkrar gerð-
ar. Hún var ákaflega blíðlynd og
hlý, hann var bráðgreindur og bók-
hneigður. Það er óhætt að segja að
Guðmundur hafi borið svipmót
þeirra beggja.
Ungur varð Guðmundur að yfir-
gefa heimahagana vegna heilsu-
brests til ársveru á Vífilsstaðaspít-
ala. Þótt sú reynsla væri erfið
viðkvæmum dreng þá opnaði hún
vafalaust sveitabarninu víðari
sjóndeildarhring en blasti við norð-
ur í Fljótum. Kannski var þá sáð
frækorni sem átti eftir að vaxa og
verða að laufmiklu tré. Heimkom-
inn fór Guðmundur að stefna
markvisst að því að afla sér mennt-
unar og það var ekki hægt án pen-
inga. Þá strax fór hann að vinna
margfalda vinnu. Hann lagði lið
heimafyrir og létti ekki hvað síst
undir með móður sinni. Hann starf-
aði við kaupfélagið í Haganesvík,
en þá var verið að reisa Skeiðs-
fossvirkjun. Þangað hélt Guð-
mundur um kvöld og helgar. Hann
baraabörn; Bjara-
heiður Kristín, f. 1.5.
1948, örverafræðing-
ur, gift Sigfinni Þor-
leifssyni og eiga þau
þijú böra og eitt
bamabara; Þórann, f.
13.9. 1949, meina-
tæknir, gift Ingvari
Guðnasyni og eiga
þau þijú böm og tvö
barnaböm; Björk, f.
5.6. 1953, hjúkrunar-
fræðingur, og á hún
þijár dætur með
fyrrv. eiginmanni,
Áskeli Erai Kárasyni,
og eitt bamabam; Sjöfn, f. 17.9.
1955, myndmenntakennari, gift
Jóni Sigurmundssyni og eiga þau
þijú böra.
Guðmundur kvæntist 2.6. 1989
eftirlifandi eiginkonu sinni, Helgu
Henrýsdóttur, f. 16.10. 1931, hús-
móður. Foreldrar hennar voru
Henrý Hálfdánarson, forstjóri
SVFI, og Guðrún Þorsteinsdóttir
húsmóðir. Böra Helgu og fyrri
manns hennar, Áma Hinriksson-
ar, f. 7.3. 1930, d. 18.9. 1975s for-
stjóra, eru: Ellen Ingibjörg Áraa-
dóttir, f. 20.5. 1951, læknaritari,
ekkja Harðar Svavarssonar og
þau eiga þijú böm; Anna Áraa-
dóttir Nielsen, f. 7.10. 1953,
sjúkraliði, gift Kai Nielsen og eiga
þau tvö böm; Gunnar Hinrik
Ámason, f. 14.2. 1957, d. 23.5.
1997, var kvæntur Henný Her-
mannsdóttur og hann átti þijú
böra og eitt stjúpbarn; Guðrún
Ámadóttir, f. 24.8. 1959, tann-
fræðingur, gift Sigurði Mart-
einssyni og eiga þau þijú böm;
tók út vörur í kaupfélaginu á eigin
reikning og seldi þær starfsmönn-
um við virkjunina með hóflegri
álagningu. Þessi aðferð Guðmund-
ar var dæmigerð fyrir athafnasemi
hans síðar á ævinni - að púkka
undir sig sjálfur og láta aflaféð
ávaxtast með iðjusemi og af hug-
kvæmni.
Að loknu námi í Samvinnuskól-
anum, sem reyndist honum drjúgt
veganesti, var stefnan mörkuð til
framtíðar. Guðmundur vann við
verslunarstörf og byggði upp
Byggingavöruverslun Kópavogs,
ásamt mági sínum Hjalta Bjarna-
syni og með dyggum stuðningi eig-
inkvenna þeirra. Eg hafði aldrei
heyrt talað um Byko, þegar ástin
leiddi mig uppburðarlítinn á Hlíð-
arveginn þar sem mér var tekið
ótrúlega vel. Heimilisbragurinn
var líflegur og skemmtilegur og
Anna tengdamóðir mín átti þar
stóran hlut að máli. Fljótlega varð
mér ljóst að Byko skipaði stóran
sess í heimilislífinu og að Guð-
mundur var ástríðufullur í öllu því
sem hann gerði. Sums staðar mátti
ekkert gera, en á Hlíðarveginum
mátti gera allt nema ekkert, eins
og það var einhvern tímann orðað.
Mér finnst, þegar ég hugsa til
þessara ára, að ég hafi verið örlítið
feiminn við tengdaföður minn og
kannski var það gagnkvæmt. Guð-
mundur var hæglátur maður að
eðlisfari og dulur um innsta hag, en
við frekari kynni þá skynjaði mað-
ur æ betur hjartahlýjuna og velvilj-
ann. Hann var aldrei afskiptasam-
ur, en ef eitthvað þurfti að gera þá
var hann betri en enginn. Eg veit
að hann var starfsmönnum sínum
umhyggjusamur og vildi að þeim
liði vel hjá fyrirtækinu. Fyrir hon-
um voru peningar tæki, afl til að
láta draumana rætast og þá til
hagsbótar fyrir heildina. Hann var
stórhuga og örlátur höfðingi ef því
var að skipta og fáa hef ég þekkt
leggja minna upp úr veraldlegum
hlutum. Þetta leyndi sér ekki í um-
gengni hans við bíla, sem margir
dýrka. Þeir voru notaðir til hins
ýtrasta. Hann bar hins vegar
óskoraða lotningu fyrir gjöfum lífs-
ins, fyrir landinu, fegurðinni við
Miklavatn og frjósemi moldarinn-
ar. Þar sló hjarta hans heitt.
Guðmundur hafði háa og bjarta
Helga Dagný Áraadóttir, f. 7.4.
1964, ráðgjafi, giftOrra Hlöðvers-
syni; og Arai Þór Árnason, f. 24.3.
1966, verslunarmaður, sambýlis-
kona hans er Guðný Egilsdóttir.
Guðmundur lauk verslunar-
prófi frá Samvinnuskólanum
1945. Hann starfaði hjá Kaupfé-
lagi Áraesinga og SÍS og var þá
lengst af verslunarstjóri bygging-
arvörudeildar Sambandsins. Guð-
mundur stofnaði, ásamt mági sin-
um, Hjalta Bjaraasyni,
Byggingavöruverslun Kópavogs,
BYKO, árið 1962, og var forstjóri
fyrirtækisins til 1985. Þá stofnaði
Guðmundur Fljótalax hf. 1981, ás-
amt Teiti Amlaugssyni, og var
framkvæmdastjóri fyrirtækisins á
meðan það starfaði.
Guðmundur stundaði söngnám
og söng með Tígulkvartettinum,
Þjóðleikhúskórnum og Karla-
kómum Fóstbræðrum, bæði sem
kórfélagi og einsöngvari. Hann
var stofnfélagi í Skógræktarfé-
lagi Kópavogs, átti sæti í stjóm fé-
lagsins og var um árabil fulltrúi á
þingi Skógræktarfélags Islands.
Hann var heiðursfélagi Skó-
græktarfélags Kópavogs frá
1998.
Guðmundur vann í fristundum
að skógrækt og m.a. ræktaði hann
upp skóg í Vatnsendalandi og á
Minna-Grindli í Fljótum, en skóg
sinn í Vatnsendalandi gaf Guð-
mundur Skógræktarfélagi Kópa-
vogs 1998. Þá var hann félagi i
Lionsklúbbi Kópavogs og starfaði
í Rótaryhreyfingunni um árabil.
Hann var sæmdur titlinum Eld-
huginn 1999, af Rótaryklúbbi
Kópavogs, vegna framtaks í skóg-
rækt og umhverfismálum í Kópa-
vogi.
Utför Guðmundar verður gerð
frá Fossvogskirkju á morgun,
mánudaginn 29. nóvember, og
hefst athöfnin klukkan 15.
söngrödd, var skagfirskur tenór
eins og þeir gerast bestir. Ungur
ætlaði hann að leggja sönginn fyrir
sig, en hafði ekki heilsu til. Hann
lærði um tíma söng og kom fram á
fjölum Þjóðleikshússins og með
Tígulkvartettinum og var um ára-
bil félagi í Fóstbræðrum. Skóg-
rækt og fiskeldi voru hugðarefni,
sem voru honum hjartfólgin. Það
þarf ódrepandi þrautseigju og
framsýni til að sinna slíku í ís-
lenskri náttúru, sem bæði gefur og
tekur. A þessum vettvangi fékk
Guðmundur miklu áorkað og við
tníum því að allt sem hann sáði til
dafni og vaxi áfram.
Síðustu misseri voru kraftmikl-
um manni erfið. Borinn uppi af líf-
svilja og æðruleysi, og aðdáunar-
verðum dugnaði og ást Helgu,
eiginkonu sinnar, tókst hann á við
það sem enginn fær umflúið. Inn-
viðimir voru traustir og héldu til
hinstu stundar. Okkur sem þótti
vænt um hann er efst í huga þakk-
lætið fyrir það góða, sem hann gaf.
Við metum mikils nærfærna um-
hyggju Heimahlynningar Krabba-
meinsfélagsins, Heimahjúkrunar
og starfsfólks Landakotsspítala.
Erfiðir tímar geta líka verið dýr-
mætir. Þá skerpist oft skilningur-
inn á því sem varðar mestu. Og fyr-
ir það skal þakkað. Guð blessi
minningu Guðmundar Halldórs
Jónssonar og huggi þá sem
hryggðin slær. Megi svo eilíf sum-
artíð sólunni fegri brosa honum í
mót við bláan vog.
Sigfinnur Þorleifsson.
Við minnumst með hlýhug allra
góðu stundanna sem við systkinin
áttum með Guðmundi og mömmu,
og fjölskyldum þeirra beggja. Guð-
mundur kom inn í líf okkar fyrir
tæpum tuttugu árum þegar
mamma kynntist honum. Mamma
og Guðmundur náðu vel saman og
veittu hvort öðru stuðning í blíðu
og stríðu. Áhugamál þeirra voru
mörg og þá aðallega ferðalög og
trjárækt. Guðmundur var mikill
dugnaðarforkur og var trjárækt
hans mesta ástríða síðustu árin.
Gróðursettu þau hjónin saman að
mikilli natni og dugnaði, bæði í
Fljótum og hér fyrir sunnan. I
Fljótum byggðu þau sitt annað
GUÐMUNDUR H.
JÓNSSON
heimili. Þaðan eigum við margai’
góðar minningar og kemur margt
upp í hugann, eins og t.d. netavitj-
anir niður að Miklavatni, brenn-
urnar í Lambanesi, pottaferðir að
Reykjarhóli, harmónikudansleik-
irnir í Ketilási og á pallinum á
Minni-Grindli. Guðmundur var af-
ar gestrisinn og tók ávallt vel á
móti okkur. Alltaf var hann í góðu
skapi og var sérstaklega gaman og
fræðandi að ræða við hann um hin
ýmsu mál.
Það var reiðarslag þegar slíkur
athafnamaður sem Guðmundur
veiktist fyrir ca tveimur árum.
Aform þeirra hjóna breyttust,
norðurferðum fækkaði og heim-
sóknum okkar í Efstaleitið fjölgaði.
Við viljum sérstaklega þakka börn-
um Guðmundar fyrir allan þann
stuðning sem þau veittu Guðmundi
og mömmu í veikindum hans.
Við þökkum þér elsku Guðmund-
ur fyrir öll okkar góðu kynni og
þann stuðning sem þú hefur veitt
okkur. Við munum ávallt geyma
góða minningu um þig í hjarta okk-
ar.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimirkveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margterhéraðþakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margserað minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Kveðja,
Stjúpböra.
Elsku afi. Um leið og ég kveð þig
langar mig að minnast þín með
nokkrum orðum. Þú varst ekki
bara afi minn því þú varst einnig
góður vinur sem deildir áhugamál-
um þínum með mér. Ég fékk oft að
flækjast eitthvað með þér og hjálpa
þér og þá ósjaldan við skógrækt.
Einkum minnist ég yndislegs tíma
sem ég átti með ykkur Helgu
sumarið 1989 norður í Fljótum á
Minni-Grindli. Þú réðst mig þá í
vinnu og var ég á ágætu tímakaupi
miðað við 11 ára strákling við að
planta, sjá um netin í Miklavatni og
veita ykkur félagsskap þess á milli.
Á þessum tíma gerðir þú mig að
Fljótamanni eins og þú varst sjálf-
ur. En ég erfi ekki bara Fljótin frá
þér því margt var líkt með okkur.
Þú varst tónlistarmaður, áhuga-
samur um sögu og mikill veiðimað-
ur svo eitthvað sé nefnt.
Fyrir utan Fljótin áttir þú þér
annan unaðsreit og það var uppi í
„garði“ eða Guðmundarlundi eins
og hann heitir nú. Þar hafðir þú
tekið á leigu hrjóstrugt land fyrir
ofan Elliðavatn til að rækta og
gróðursetja í. Til að byrja með
heyrðust efasemdarraddir um
þetta framtak þitt en þær hljóðn-
uðu fljótt þegar skógurinn spratt
upp. Skógurinn í Guðmundarlundi
var orðinn allstór þegar ég man
fyrst eftir mér en þú hélst áfram að
planta og hann varð stærri og
stærri. Stundum mættir þú í Byko,
kipptir mér úr vinnunni, keyptir
kexkökur og kók, og við eyddum
því sem eftir var af deginum við að
gróðursetja. Þetta voru skemmti-
legar stundir sem við áttum saman
og þó að ég hafi bæði átt að vera
ungur og hraustur var atorkusemi
þín svo mikil að ég átti erfitt með
að halda í við þig.
Atorkusemi lýsir þér vel, því
dugnaður þinn og ákveðni fleytti
þér áfram í lífinu. Þú braust til
mennta úr fátækt, stofnaðir fyrir-
tæki og notaðir frítímann til þess
að gera örfoka land að skóglendi.
Þrátt fyrir erfið veikindi síðastliðin
tvö ár dofnaði þessi kraftur ekki og
þú varst ekki á því að lúta í lægra
haldi fyrir veikindunum. Þú barðist
eins og hetja fram á síðasta dag.
Elsku afi, þú spilaðir stórt hlut-
verk í lífi mínu og í veikindum þín-
um tengdumst við enn sterkari
böndum. Ég á eftir að sakna þín
mikið.
I lokin langar mig að kveðja þig
með broti úr „Sólsetursljóði", sem
þú söngst á sínum tíma með Tíg-
ulkvartettnum:
Þreytta sál
sofðu rótt.
Gefiþér
guð sinn frió.
Góða nótt.
(Guðm. Guðm.)
Tryggvi Már Ingvarsson.
Margs er að minnast og margt
að þakka. Við þökkum fyrir að hafa
átt góðan afa sem lét sér annt um
okkur og var okkur sérstaklega
góð og sterk fyrirmynd. Við minn-
umst afa sem mikils framkvæmda-v
manns sem alltaf hafði uppi áform
sem miðuðust að vexti og uppbygg-
ingu. Jafnframt aðstoðaði hann
okkur í framkvæmdum þeim sem
við tókum okkur fyrir hendur.
Þessar framkvæmdir voru nú af
minni toganum, til að mynda
byggðum við saman kofa en afi var
glaður að aðstoða okkur með efni-
við og gaf góð ráð. Við vorum frek-
ar stolt þegar afi kom með nýjan
vélsleða til okkar í sveitina og dró
okkur á eftir sér bæði á skautum og
skíðum. Heimsóknir í Fljótin þar
sem afi dvaldi mjög gjarnan seinni
árin eru einnig minnisstæðar en
þangað var gott og gaman að koma.
Afi barðist við illvígan sjúkdóm
síðustu æviár sín en þrátt fyrir
mikil veikindi náði hann að fylgjast
vel með okkur barnabörnunum og
jafnframt stóðu bamabarnabörnin
nálægt hjarta hans.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þiegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson.)
Við biðjum góðan guð að styrkja
Helgu og aðra aðstandendur.
Blessuð sé minning afa.
Guðmundur, Hrefna
og Stefán Þór.
Hann var höfðingi mikill og
drengur góður var sagt um af-
bragðsmenn á fyrri tíð. Þetta voru
þau orð, sem mér flugu fýrst í hug,
er ég heyrði um fráfall Guðmundar
H. Jónssonar, fyrrverandi for-
stjóra BYKÓ.
Ég kynntist honum fyrst þegar
ég gekk í Lionsklúbb Kópavogs ár:
ið 1986 en þar var hann félagi. I
Lionsklúbbnum gegndi hann bæði
stjórnar- og nefndarstörfum fjöl-
mörgum á löngum ferli, enda
trölltryggur Lionsmaður uns yfir
lauk. Oll sín störf í klúbbnum vann
hann af eðlislægri vandvirkni og
prúðmennsku. Margir munu þeir
sem minnast nú Guðmundar H.
Jónssonar með mikilli eftirsjá og
þar á meðal erum við vinir hans í
Lionsklúbbi Kópavogs, enda var
hann frábærlega skemmtilegur fé-
lagi og ekki spillti örlætið fyrir.
Eiginkonu Guðmundar, Helgu
Henrysdóttur, og vandamönnum
öllum sendum við okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Fyrir hönd félaganna í Lions-
klúbbi Kópavogs,
Ásvaldur Andrésson 1
formaður.
í öllum samfélögum, - litlum og
stórum, eru máttarstólpar. I Kópa-
vogi allt frá upphafi sjöunda ára-
tugar var Guðmundur H. Jónsson
einn slíkur. Af rausnarskap lét
hann sitt samfélag njóta þeirrar
uppskeru sem hann sáði til. Honum
fannst það eðlilegt að íþróttastarf í
ungum bæ yxi samhliða fyrirtæki
hans. Breiðablik hefur í áratugi
getað státað af öflugu og einstak-
lega árangursríku unglingastarfi
og er Guðmundur svo sannarlega í
hópi þeirra sem það ber að þakka.c
Á kveðjustund færi ég Guðmundi
þakklæti frá félögum í Breiðabliki.
Fjölskyldu hans votta ég samúð
mína.
Ásgeir Friðgeirsson,
formaður Breiðabliks.
• Fleirí minningargreinar um Guð-
mund H. Jónsson bíða birtingar og
munu birtast íblaðinu næstu daga.