Morgunblaðið - 28.11.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.11.1999, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Alþjóðabankinn eða Al- • ^ eftir Rudi Dornbusch The Project Syndicate ÞÓ AÐ leit alþjóðagjaldeyris- sjóðsins að næsta forstjóra eigi eftir að vekja mésta athygli næstu ' vikur og mánuði «r það stefna sjóðsins sem skiptir mestu máli. Slagurinn um það hvor stofnunin hafi haft rétt fyrir sér á undan- förnum árum er hafinri; Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn, með sína stífu stefnu eða Alþjóðabankinn með óhefðbundnari aðferðir. Þessi umræða hefur kraumað- undir niðri allt frá hruninu í Mexíkó árið 1995. Er stefna Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins of stíf eða jafnvel öfugsnúin og þrýstir hún í raun efnahagskerfum út í gjald- þrot? Eru hinar hönnulegu fé- lagslegu afleiðingar sem fylgt hafa kreppum síðustu ára AI- þjóðagjaldeyrissjóðnum að kenna? Hinu síðarnefnda var haldið fram af ýmsum í Asíu, þar sem ríkisstjómir, þar á meðal Japansstjóm, hvatti til stofnun sérstaks gjaldeyrissjóðs fyrir As- íu sem hefði aðra og mýkri stefnu. Þessi sjónarmið fengu mikinn hljómgrunn og óvæntan liðsmann þegar Joseph Stiglitz, helsti hag- fræðingur og aðstoðarbankastjóri Alþjóðabankans, lagði nýverið til að Kínverjar ættu að lækka geng- ið til að ná betri samkeppnisstöðu gagnvart nágrannaríkjunum. Fyrir ríkisstjórnir sem sótt hef- ur verið að úr ýmsum áttum, líkt- ust lækningar þær sem Stiglitz ráðlagði, rósailmi við kerti og ljúfa tóna. Hægt var að komast hjá miklum niðurskurði og himinhá- um vöxtum. Ummæli Stiglitz vom gífurlega mikil stuðningsyfirlýs- ing við þá sem eru á móti hinni stífu stefnu Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, rugluðu þær bæði al- menning og þá sem móta stefnuna í ríminu. En þetta hljómaði vel í eyrum Japana sem vom að afla sinni stefnu stuðnings í Asíu og einnig hljómaði þetta vel í eyrum Dr. Mahatir í Malasíu sem sl^era vill upp herör gegn stofnanawpð- ingu. I orrahríðinni var hreintr stefna Alþjóðagjaldeyrissjóðsij varin af æðsta presti hans, St ley Fischer, aðstoðarforstjóra' hagfræðingi með ekki síður glæsi- legan akademískan feril og Stigl- itz. Þessi umræða hélt áfram allt fram að nýafstaðinni ráðstefnu sem haldin var í Singapore þai- sem Mahatir/Stilitz fylkingin vann glæsilegan sigur, sem var kórón- aður með því að hópur asískra við- skiptajöfra stóð fagnandi úr sæt- um. Enn og aftur töluðu Japanir U ^PRO fora daqui SHC “ö Associated Press Aðferðum brasilísku stjórnarinnar og IMF mótmælt í Brasilíu. Greinarhöfundur er þó þeirrar skoðunar að fátt hafí reynst betur í kreppum undanfarinna ára en að fara að ráðum IMF. Alþjóðagjaldeyrissjóður- inn hefur litla hæfileika til að sjá kreppurnar fyr- ir, en hann grípur til réttra ráða með áhrifa- ríkum hætti þegar kemur að því að leysa úr krepp- unum eftir að þær hafa skollið á. fyrir því að stofnaður yrði alþjóða- gjaldeyrissjóður í Asíu, þar sem möguleiki væri á annarri stefnu sem væri ekki eins sársaukafull og stefna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Hver hefur rétt fyrir sér? Er óeðlilegt að spyrja að leikslokum? Nú um stundir er Asía á góðum batavegi, þau lönd sem fóru verst út úr kreppunni eru nú þegar komin í eða nálægt því að komast í sömu þjóðarframleiðslu og fyrir kreppuna. Gjaldmiðlar sem hryndu nánast 97/98 hafa styrkst veriilega, markaðir sem hrundu há|a byggst upp aftur. Fjárfestai- ertf .að streyma tO baka. Kórea sem hrundi síðast stendur núna best með tveggja stafa hagvexti og vaxtastig sem er ekki langt yfir vaxtastiginu í Ameríku. Jú, kreppan var raunveruleg og enn liggur brakið á víð og dreif. Stöðugleikinn hefur hins vegar verið ótrúlega fljótur að ná fót- festu. Hin snörpu umskipti sem áttu sér stað í Mexíkó voru hrað- ari og meiri en vænst hafði verið. Sama mynstur átti sér stað í Brasilíu, þar sem kreppunni lauk stuttu eftir að hún skall á. Hvers vegna? Stefna Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins hreif. Asía, Mexíkó og Brasilía tóku upp stefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins; þau hækkuðu vextina mikið til að reyna að gera gjaldmiðilinn stöð- ugri; og þegar stöðugleikanum var náð og traust fjárfesta endur- heimt var hægt að lækka vextina. Hagkerfin í Asíu fylgdust líka grannt með ríkisfjármálunum þegar stórkostlegar hjálparað- gerðir neyddu þau til aukins að- halds. Peningar byrjuðu að streyma tO baka sem þrýstu gjald- eyrinum upp í næstum því sama og fyrir kreppu. Það sem virtist í fyrstu hafa verið yfirvofandi hrun, reyndist með tímanum aðeins vera óáran og fljótlega óvenju slæm staða. En af hverju á að hlaða aðferð- um Alþjóðagjaldeyrissjóðsins lofi? Öll lönd fylgdu svo að segja sömu stefnu, þar með talin Mal- asía þrátt fyrir mælskulist dr. Ma- hathir. Eina undantekningin var Indónesía. í hvert skipti sem rík- isstjórnin gaf eftir þá féll gjald- miðillinn, í hvert skipti sem Indón- esía snéri aftur til stefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þá styrktist gjaldmiðillinn. Að sjálfsögðu hefðu allir átt að gera sér grein fyrir því að Asía var að fara í gegnum sama ferli og Mexíkó hafði gert stuttu áður. Því miður láðist Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum að benda á árangur þann sem náðst hafði í Mexíkó. Því mið- ur leyfðist Asíu að halda því fram að reynsla álfunnar hefði verið einstök, jafnt hvað efnahagshrun- ið varðar sem hinn skjóta bata, en í raun var þetta aðeins endurtekn- ing á mexíkósku ferli. Þegar röðin var komin að Bras- ilíu í lok 1998 og aftur á fyrri hluta þessa árs, könnuðust allir við leik- inn; Kosið var að nýju, naumlega var komist hjá gengishruni, tekin var upp stefna Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, og skjótur bati sá dags- ins ljós. Hvaða lærdóm má svo draga af þessu? Alþjóðagjaldeyr- issjóðurinn hefur litla hæfileika til að sjá kreppurnar fyrir, hann er hörmulegur þegar kemur að eftir- liti, en hann grípur til réttra ráða með áhrifaríkum hætti þegar kemur að því að leysa úr kreppun- um eftir að þær hafa skollið á. Leiðir sem Alþjóðabankinn hef- ur sett fram og hugmyndir Japana um alþjóðagjaldeyrissjóð fyrir As- íu hafa átt litlu fylgi að fagna þrátt fyrir stuðning í orði kveðnu. Þau lönd sem lent hafa í kreppum vita betur. Þegar hagkerfi hi-ynja á þann hátt sem enginn sér fyrir þá leita löndin að festu og öruggum lausnum. Þau lifa ekki í þeirri blekkingu að í miðri fjármála- kreppu og gjaldeyrisflótta vegna spákaupmennsku geti mikiO fjár- lagahalli og auðfengið fjármagn verið lausn mála. Slík stefna geng- ur einfaldlega gegn heilbrigðri skynsemi. Við skulum því hrópa húrra fyrir Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum og húrra fyrir skilvirkum aðferðum hans. Enginn ætti að vera án þeirra. Höfundurinn er prófessur íhag- fræði við MIT-háskólann og var áður aðalráðgjafi bæði hjá Al- þjóðabankanum og Alþjóðagjald- eyrissjóðnum. Kynlíf fyrir leiki bætir árangur RANNSÓKNIR ítalskra vísinda- manna þykja benda til þess að kyn- líf fyrir kappleiki geti bætt frammi- stöðu íþróttamanna, gagnstætt því sem áður var talið, að því er fram kemur í The Daily Telegraph. Karlhormónið testósterón veldur kynlöngun og árásargirni meðal karlmanna og aukið magn þess í blóði er talið bæta árangur í íþrótt- um. Hingað til hefur verið talið að með því að neita sér um kynlíf geti menn valdið því að testósterón safnist fyrir í likama þeirra og þar með geti þeir átt von á betri frammistöðu í íþróttum. Talsmaður breskrar stofnunar á sviði iþróttalækninga varaði þó íþróttamenn við því að breyttar venjur í undirbúningi fyrir leiki gætu komið niður á árangri þeirra. ♦ ♦ ♦------ ■ Stjórn Ship- ley fallin Wellington. AP. JENNY Shipley, forsætisráðherra Nýja-Sjálands og leiðtogi Þjóðar- flokksins, játaði í gær ósigur eftir að úrslit þingkosninga lágu fyrir. Þar með er níu ára valdatímabili íhaldsmanna á Nýja-Sjálandi lokið og talið öruggt að ný miðjustjóm taki við völdum innan skamms. „Það virðist Ijóst að Nýsjálendingar hafa kosið breytingar,“ sagði Shipley klökk við fréttamenn í gær. Sigur- vegari kosninganna er Helen Clark, leiðtogi Verkamannaflokksins, en flokkur hennar bætti við sig fimmtán þingsætum. Lýsti Clark því yfir í gær að hún myndi hefja undirbúning nýrrar stjórnar strax um helgina. Sambandssinn- ar samþykkja samkomulag Belfast. AP. FLOKKSRÁÐ UUP, stærsta flokks sambandssinna á Norður-Irlandi, samþykkti í gær að fallast á þá til- lögu Davids Trimbles, leiðtoga flokksins, að mynda héimastjóm með Sinn Fein, stjórnmálaamii írska lýðveldishersins, án þess að IRA afvopnaðist fyrst. Hart var deilt um tillögu Trimbles á fundinum en að lokum samþykktu 480 fulltrúar tillöguna en 349 vom henni andvígir. Hefði verið felld var talin hætta á að friðarumleitanir væru út um þúf- ur. Trimble beindi orðum sínum að Gerry Adams, leiðtoga Sinn Fein, eftir að úrslitin lágu fyrir. „Við höf- um tekið stökkið, nú er komið að þér,“ sagði Trimble. SÖGQRI CJRVALI Smásögur Þórarins Eldjáms hafa um árabil notið mikilla vin- sælda. Nú hefur öllum bestu sögunum verið safnað saman í einn belg - Sagnabelg. Meðal sagnanna era Síðasta rannsóknaræfingin, Klám- hundurinn, Keflvíkingasaga og fleiri. Hér nýtur sín leiftrandi kímni Þórarins, leikur hans að íslenskri tungu og skörp sýn á mannlífið. Tvísýnar for- setakosning- ar í Urúgvæ SÍÐARI umferð forsetakosning- anna í Úrúgvæ fer fram í dag og kosið verður þá á milli þeirra tveggja frambjóðenda, sem fengu flest atkvæði í fyrri umferðinni. Skoðanakannanir benda til þess að mjög lítill munur sé á fylgi fram- bjóðendanna, Tabare Vazquez, 59 ára forsetaefnis bandalags sósíal- ista og nokkurra klofningsflokka, og Jorge Batlle, 72 ára miðjumanns í Colorodo-flokknum. Kannanirnar benda til þess að Batlle sé með 2-4 prósentustiga forskot og að 5-8% kjósendanna hafí ekki gert upp hug sinn. Vazquez viðurkenndi í síðasta sjónvarpsávarpi sínu fyrir kosning- arnar á föstudag að brugðið gæti til beggja vona í kosningunum. Stuðn- ingsmenn hans selja hér fána og barmmerki í miðborg Montevideo.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.