Morgunblaðið - 05.12.1999, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
BinggfawroiiiBiaBw
BANKARI
TILHUGALÍF
Jarðvegur virðist vera að skapast fyrir við-
ræður um sameiningu Landsbankans og
Islandsbanka. Stjórnendur Islandsbanka
hafa lengi lýst áhuga á sameiningu við ann-
an banka og hafa nú mætt jákvæðu við-
horfí hjá Landsbankanum enda telja
stjórnendur þar á bæ rétt að láta reyna á
þá sameiningarhugmynd sem líklegust er
til að leiða til mesta hagræðisins. Talið er
unnt að spara að minnsta kosti vel á annan
milljarð króna á ári með sameiningu þess-
ara tveggja banka. Fram kemur í frétta-
skýringu Helga Bjarnasonar að innan
þeirra innlánsstofnana sem yrðu utan við
samrunann er ótti við yfírburðastöðu sam-
einaðs banka. Til tals hefur komið að jafna
stöðuna með tilfærslu eigna til Búnaðar-
bankans, meðal annars VIS og Landsbréf.
ÖRF er á verulegu
átaki til hagræðingar
í íslenska bankakerf-
inu. Um það eru flest-
ir sammála en skiptar
skoðanir hafa verið
um val á kostum þegar nefnd hafa
verið ákveðin dæmi. Nú virðist hins
vegar vera að myndast jarðvegur
fyrir alvöru umræður um samem-
ingu Landsbanka Islands og ís-
landsbanka. Áhugi er fyrir hug-
myndinni innan beggja bankanna
en afstaða aðaleiganda Landsbank-
ans, íslenska ríkisins, tii þessarar
tiiteknu sameiningarhugmyndar
liggur ekki ljós fyrir. Viðskiptaráð-
herra lýsir áhuga sínum á hagræð-
ingu í bankakerfinu en vísar spurn-
ingunni um það hvað skynsamlegast
sé að gera til stjómenda fjármála-
fyrirtækja og segist opinn fyrir öll-
um góðum hugmyndum.
Ýmsar hugmyndir ræddar
Nú hefur ríkið lokið sölu alls
hlutafjár síns í Fjárfestingarbanka
atvinnulífsins hf. og boðað sölu á
15% af hlut sínum í Landsbanka Is-
lands og Búnaðarbanka íslands.
Eðlilegt er að á þessum tímamótum
sé spurt um framhaldið.
í stefnuyfirlýsingu ríkisstjómar-
innar er kveðið á um sölu hlutabréfa
í ríkisbönkunum en það hefur ekki
verið gefíð út í tengslum við sölu á
15% hlutnum nú hvenær ætlunin sé
að selja þau 72% sem ríkið mun eiga
áfram eða hvernig að raunverulegrí
einkavæðingu bankanna verður
staðið. Ymsir kostir hafa komið til
tals á undanförnum áram.
A sviði viðskiptabankanna hefur
sameining Búnaðarbankans við hina
bankana oftast verið nefnd og þá
ýmist rætt um Landsbankann eða
Islandsbanka sem gagnaðila en frá
því snemma á síðasta ári hafa hug-
myndir um sameiningu Landsbanka
og Islandsbanka komið upp hvað eft-
ir annað.
Fleiri hugmyndir hafa verið
ræddar. Ríkisstjórnin heimilaði í
fyrrasumar viðræður um kaup
sænska bankans Skandinaviska
Enskilda Bank á verulegum eign-
arhlut í Landsbankanum, Islands-
banki gerði tilboð í Búnaðarbank-
ann og sparisjóðirnir buðu í Fjár-
festingarbanka atvinnulífsins í
þeim tilgangi að sameina hann
Kaupþingi. Einnig sýndi Búnaðar-
bankinn áhuga á að sameinast
FBA. í lok ágúst ýtti ríkisstjórnin
þessum umleitunum út af borðinu
með þeim orðum að umræðan hefði
skýrt betur þörfína fyrir h'agræð-
ingu á fjármálamarkaðnum en að
hún væri of stutt á veg komin. Rétt
væri að láta reyna á rekstur bank-
anna í nýju rekstrarformi. Ákveðið
var að auka hlutafé í ríkisviðskipta-
bönkunum með sölu til almennings
og starfsmanna.
Rekstur íslenskra banka er dýr-
ari en eriendra, til dæmis banka á
Norðuriöndunum, enda hafa bankar
verið að sameinast í hagræðingar-
skyni í nágrannalöndunum. Kostn-
aðarhlutfall bankanna hér var að
meðaltali um 70% á árinu 1998,
lægst hjá Islandsbanka, tæplega
65%, en hæst hjá Landsbankanum,
75%. Meðaltalið var heldur iægra í
Noregi og Danmörku en mun lægra
í Svíþjóð og Finnlandi þar sem
kostnaðurinn var um 55%.
Þótt bankamir hafí ákveðin tæki-
færi til að hagræða í núverandi
rekstri er ljóst að fækkun þeirra
myndi skila mun meiri árangri. I
skýrslu sem Landsbankinn kynnti í
lok júlí á síðasta ári kemur fram að
áætlað hafi verið að hagræðingar-
möguleikar innan bankakerfisins
óbreytts væra á bilinu 8-9% af
kostnaði. Gera megi ráð fyrir að
sparnaðarmöguleikar með samrana
viðskiptabanka séu að minnsta kosti
annað eins, eða samtals 16-18%. Er
þess getið að í erlendum rannsókn-
um hafi komið fram að um 30-35%
kostnaðarspörun, af rekstri minni
einingarinnar, megi ná fram með
samrana tveggja banka. Stærsti
hluti samlegðaráhrifanna felist í
hagræðingu í útibúaneti, þar með
töldu starfsmannahaldi og kostnaði
við greiðslumiðlun auk stærðarhag-
kvæmni af rekstri.
I skýrslunni er bent á að Lands-
bankinn, Búnaðarbankinn og Is-
landsbanki eru í svipuðum rekstri
og að ná mætti fram verulegri hag-
ræðingu með sameiningu einhverra
tveggja þeirra. Jafnframt er vakin
athygli á því að mesta sköranin sé
þó hugsanlega á milli Landsbank-
ans og Islandsbanka.
Samkvæmt þessum upplýsingum
sem margir stjómendur bankanna
taka undir, er Ijóst að sameining al-
mennra viðskiptabanka skilar mun
meiri hagræðingu en sameining
verðbréfafyrirtækja eða fjárfesting-
arbanka innbyrðis eða við viðskipta-
banka, einfaldlega vegna þess að
kostnaður viðskiptabankanna er
margfalt meiri en hinna fjármála-
fyrirtækjanna. Þá liggur fyi-ir að
mestu sparnaðarmöguleikarnir era
við sameiningu stærstu eininganna,
það er Landsbankans og Islands-
banka.
Stjórnendur íslandsbanka hafa
lengi verið áhugasamir um samein-
ingu og lýst því opinberlega og við
stjómarherrana. Þeir hafa reynsl-
una, urðu til á sínum tíma við sam-
einingu fjögurra banka. Kristján
Ragnarsson, formaður bankaráðs
Islandsbanka, segir að bankinn hafi
áhuga á að kaupa hlut ríkisins í
Búnaðarbankanum eða Landsbank-
anum í þeim tilgangi að sameina
reksturinn. Einnig komi til greina
að sameinast öðram hvoram bank-
anum án þess að ríkið selji eignar-
hlut sinn en það sé flóknara verk og
taki lengri tíma. Kristján segir að
stjórnendur Islandsbanka hafi í
þessu máli mætt miklu meiri skiln-
ingi meðal stjómenda Landsbank-
ans en Búnaðarbankans en kallar
eftir stefnumörkun ríkisstjórnar-
innar. „Ætlar ríkið ekki að stuðla að
því með eign sinni á bönkunum að
hagræðing verði í bankakerfinu og
að bankamir verði samkeppnisfærir
við erienda banka? Við erum fullir
vilja til að taka þátt í því, tilbúnir
hvenær sem er,“ segir Kristján.
Milljarðar sparast á hverju ári
Islandsbankamenn telja að með
sameiningu megi minnka samnlagð-
an kostnað Landsbankans og Is-
landsbanka um 15-20%, eða um
einn og hálfan til tvo milljarða
króna á ári. Valur Valsson banka-
stjóri nefndi þessa tölu í ræðu sem
hann flutti á fundi fyrir erlenda
bankamenn sem hér vora í heim-
sókn fyrir nokkru. Þetta mun vera
varleg áætlun því miðað við reynsl-
una af sameiningu bankanna sem
Islandsbanki var myndaður úr, væri
nær að tala um 25-30% lækkun út-
gjalda eða spamað upp á 2,5 til 3
milljarða á ári þegar samruninn er
að fullu kominn til framkvæmda.
Landsbankinn er heldur varkárari í
sínum áætlunum. Miðað við 30-35%
sparnað í rekstrarkostnaði minni
einingarinnar í samrananum ættu
útgjöld sameinaðs banka að minnka
um 1,2 til 1,5 milljarða króna á ári.
Tekið er fram að vegna þess hversu
vel starfsemi þessarra tveggja
banka fellur saman megi reikna
með mun meiri sparnaði í því dæmi.
Hagræðingin felst í því að unnt er
að reka sömu starfsemi með minni
kostnaði. Þannig fækkar útibúum
og starfsfólki og ein yfírstjórn verð-
ur yfir fyrirtækinu. Erfitt er að fá
stjómendur bankanna til að ræða
um fækkun starfsfólks enda er það
afar viðkvæmt mál. Laun eru vera-
legur hluti rekstrarkostnaðar bank-
anna og ætti þeim því að fækka um
að minnsta kosti 200-300, ef notað-
ar era sömu aðferðir til að áætla
fjölda þeirra og við annan rekstrar-
kostnað. Talan yrði væntanlega
hærri ef starfsmenn dótturfélaga
væra teknir með. Nú era 1.500 til
1.600 starfsmenn hjá bönkunum
sjálfum. Bent er á að starfsmanna-
velta sé mikil, líklega 150 til 200
manns á ári og að það geri stjórn-
endum hins nýja banka kleift að
vinna verkið án mikilla uppsagna.
Þá er vakin athygli á því að nú sé
mikil eftirspurn eftir vinnuafli og
rétti tíminn til að ráðast í hagræð-
ingu af þessu tagi.
Landsbankinn og Islandsbanki
reka samtals liðlega 100 útibú. Úti-
búanet þeirra falla ágætlega saman,
að mati þeirra stjórnenda bankanna
sem hafa verið að hugleiða kosti og
galla sameiningar. Sem dæmi má
nefna að Landsbankinn er með mik-
il viðskipti á Austfjörðum og Snæ-
fellsnesi þar sem Islandsbanki er
ekki með starfsemi og Islandsbanki
er með útibú í Vestmannaeyjum en
Landsbankinn ekki. Bankarnir eru
báðir með útibú á nokkrum stói'um
og meðalstórum stöðum á lands-
byggðinni. Þar mætti sameina útibú
og áætlað er að í heildina mætti
fækka útibúum bankanna um 20-30.
Um leið myndi útibúanet hins nýja
banka ná vel til alls landsins.
Fyrst verði látið reyna
á stærstu einingarnar
Forsvarsmenn Landsbankans era
fremur varkárir í tali um hugsanlega
sameiningu við Islandsbanka. Hall-
dór J. Kristjánsson bankastjóri segir
að áformað útboð á 15% eignarhluta
rfldsins sé stór og þýðingarmikill
áfangi og þurfi tíma til að vinna úr
honum svo vel takist til. Svo þurfi að
treysta sambandið við hina nýju
hluthafa. Segir Halldór að þegar sala
hlutabréfanna verður yfirstaðin eftir
áramótin þurfi að vinna að undirbún-
ingi næstu skrefa. Þar ættu stærstu
einingamar á markaðnum [Lands-
bankinn og Islandsbanki] að koma
fyrst til skoðunar. „Hagur hluthaf-
anna er að þær verði skoðaðar íyrst.
Það verður síðan að koma í ljós hver
niðurstaðan verður,“ segir Halldór.
Telur hann að vönduð greiningar-
vinna og talnalegar upplýsingar
verði lagðar tfl grandvallar ákvörð-
unum. „Eg reikna með að tíðinda sé
að vænta af þessum markaði á árinu
2000 og að fjölgun hluthafa í bankan-
um muni stuðla að því.“
Ríkið mun áfram eiga 72% í
Landsbankanum og segir Halldór
að það muni eðli málsins samkvæmt
hafa mikið um það að segja hvaða
stefna verði tekin í málinu en hafa
verði hagsmuni allra hluthafa í
huga. Hinir nýju hluthafar, kaup-
endur þess 15% hlutar sem ríkið
býður til sölu á næstunni, og þeir
sem fyrir eiga 15% í bankanum
muni vafalaust vilja koma sjónai'-
miðum sínum að í þeirri vinnu.
Helgi S. Guðmundsson, formaður
bankaráðs Landsbankans, kveðst
mjög jákvæður fyrir sameiningu
fyrirtækja á fjáiTnálamarkaðnum
en telur skynsamlegt að stjórnend-
ur bankans gefi sér góðan tíma tfl
að skoða málið. Rétt sé að hefja at-
hugun á samlegðaráhrifum við sam-
vinnu eða sameiningu banka. Hann
treystir sér ekki til að nefna besta
kostinn en viðurkennir að líkur séu
á að mesti sparnaðurinn náist með
sameiningu stærstu eininganna.
Ráðherra kallar eftir
sjónarmiðum markaðarins
Islandsbankamenn og forsvars-
menn fleiri fjTÍrtækja á verðbréfa-
markaðnum kalla eftir stefnumörk-
un ríkisstjórnarinnar. I stefnuyfir-
lýsingu núverandi ríkisstjórnar seg-
ir meðal annars að hlutabréf í ríkis-
bönkunum verði seld með það að
markmiði að ná fram hagræðingu á
fjármagnsmarkaði en tryggja um
leið virka samkeppni til að ná fram
ódýrari þjónustu. Við söluna verði
þess gætt að ríkið fái hámarksverð
fyrir eign sína. í fyrrasumar, þegar
stefnan var mörkuð vegna viðræðna
við SE-bankann, sparisjóðina og Is-
landsbanka, kom fram það mat rík-
isstjórnarinnar að rétt væri að láta
reyna á rekstur bankanna í nýju
rekstrarformi áður en ráðist yrði í
sölu á meirihluta hlutafjár. Var
þessi yfirlýsing í samræmi við þær
yfirlýsingar sem gefnar voru í
tengslum við breytingu bankanna í
hlutafélög, þar sem kveðið var á um
að sala á meirihluta ríkisins myndi
bíða betri tíma, eða í allt að fjögur
ár.
Finnur Ingólfsson viðskiptaráð-
herra segir að miklar breytingar
hafi verið gerðar á íslenska fjár-
málamarkaðnum á undanförnum
fjóram árum og tiltekur meðal ann-
ars stofnun og sölu Fjárfestingar-
banka atvinnulífsins. Hann segir að
þegar lokið verður sölu á 15% af
eignarhlut ríkisins í Landsbankan-
um og Búnaðarbankanum standi
menn aftur á tímamótum. Telur að
næsta skrefið ætti að vera að auka
hagræðið í rekstri fjármálafyrir-
tækja. Það geti falist í því að auka
samvinnu eða sameina fyrirtæki en
ráðherra er ekki fáanlegur til að
leggja mat á einstaka kosti í því
efni. „Aðalatriðið er að efla eining-
arnar og styrkja," segir Finnur og
vekur athygli á því að bankarnir séu
að verða of litlir til að geta þjónað
stækkandi íslenskum fyrirtækjum.
I því sambandi rifjar hann upp erf-
iðleika Landsbankans vegna sam-
einingar SÍF og ÍS. Stækkun ein-
inganna muni einnig leiða til hag-
ræðis og gera bankana samkeppnis-