Morgunblaðið - 05.12.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.12.1999, Blaðsíða 1
278. TBL. 87. ÁRG. SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Fárviðrið sem gekk yfír Danmörku Kaupinannahöfn. Morgunblaðið. BLÍÐLEG morgungolan strauk þeim Kaupmannahafnarbúum, sem árla laugardagsmorguns fóru út á götu til að virða fyrir sér viðurs- tyggð eyðileggingarinnar, sem felli- bylur olli í nokkrum Evrópulöndum aðfaranótt laugardags. Ut um alla borgina vora glerbrot, brotnir gluggar, trjágreinar og annað laus- legt eins og hráviði. Sex létust af völdum veðursins, fleiri hundrað slösuðust og tjónið er lauslega metið á yfir 10 milljarða íslenskra króna. Tveir fórast í veðurofsanum í Póllandi, þrír í Bretlandi og þar urðu miklar traflanh' á samgöngum, einnig í Hollandi. í Suður-Svíþjóð urðu 80.000 heimili rafmagnslaus. Almenningssamgöngur lögðust niður í Danmörku og ekki búist við að þær komist í eðlilegt horf fyrr en í dag. Það mun taka marga daga áð- ur en yfirsýn fæst yfir afleiðingar óveðursins, sem er það versta á öld- inni. Spáð hafði verið stormi, en engan óraði íýrir að fellibylur væri á leiðinni. Strandaglópar í hundraðatali I Kaupmannahöfn ollu lausar þakplötur, tré og byggingarpallar mestu tjóni. Starfsmenn byggingar- fyrirtækja fóru um borgina aðfara- nótt laugardags til að rifa plastið, sem lokar pöllunum, því við þessar aðstæður verður piastið eins og segl, sem getur svipt pöllunum um koll. Á Amager, þar sem ástandið var einna verst, flaug þak í heilu lagi af fjölbýlishúsi og fólk var flutt úr húsinu. Strandaglópar úr lestum vora á brautarstöðvum um allt land. Um 1100 manns voru á brautarstöðvum í Slagelse og Korspr, þar sem lestirn- ar keyrðu ekki yfir Stórabelti. Brúin þar lokaðist um kl. 18 á föstudag. Fólkinu var ekið á herstöð skammt frá, þar sem til voru svefnpokar fyr- ir mannskapinn. Á flugvellinum í Hrundir vinnupallar á götu í miðborg Kaupmannahafnar. Óveðrið er talið hið versta sem gengið hefur yfir Danmörku á öldinni. Álaborg lentu 13 vélar alls staðar að úr Evrópu og 1500 manns voru þar strandaglópar. Af þeim tókst að koma 1200 fyrir, en 300 urðu að láta fyrirberast á flugvellinum yfir nótt- ina. Svipuð vandræði vora á Kastr- up. Engar vélar fóru í loftið meðan veðrið var sem verst en reynt var að leyfa vélum að lenda. Tryggingarnar bæta mest af tjóni á mannvirkjum, en þeir, sem ekki hafa bíla sína húftryggða standa uppi slyppir og snauðir komi eitt- hvað fyrir þá. Flestir sem litu út um glugga sína í Kaupmannahöfn í gær- morgun sáu eitthvað, sem stormur- inn hafði eyðilagt, hvort sem voru brotnir gluggar eða brotin tré. Einna stórbrotnasta tjónið var að 80 metra hár krani í skipasmíðastöð féll yfir gámaskip, sem verið var að vinna vjð. Enginn slasaðist, en nýja skipið fór illa og við kranann er ekki annað að gera en hluta hann í brota- járn. Hann er metinn á rúma tvo milljarða íslenskra króna. Misheppnaðar viðræður Heimsviðskiptastofnunarinnar í Seattle Ráðstefnan út um þúfur pattli. AP AFP. Seattle. AP, AFP. FUNDI Heimsviðskiptastofnunar- innar, WTO, í Seattle í Bandaríkjun- um lauk aðfaranótt laugardags án þess að samkomulag næðist. Eitt helsta ágreiningsefnið var sagt and- staða Evrópusambandsins við hug- myndir Bandaríkjanna og fleiri ríkja um að dregið yrði úr styrkjum í land- búnaði. Einnig neituðu þróunarlönd- in að samþykktar yrðu reglur um lágmarksréttindi launþega. Segja ríkin slíkar tillögur aðeins dulbúnar samkeppnishömlur auðugra landa gagnvart innflutningi frá lág- launaþjóðum. Samningamönnum tókst að berja saman 15 blaðsíðna plagg sem reynt var að ná um samstöðu fram eftir nóttu. Það tókst ekki og niðurstaðan er mikið áfall fyrir stjórn Bills Clin- tons forseta. Þykir nú ljóst að frekari aðgerðir til aukins viðskiptafrelsis í heiminum verði torveldar viðfangs. Sumir fulltráanna vora hvassyrtir Charlene Barshefsky um gestgjafana en óspektirnar í borginni fyrsta daginn töfðu nokkuð fyrir viðræð- unum. Portúgalskur fulltrái sagði að ljóst hefði orðið hve slæmt það væri að láta einn af helstu deiluaðilum inn- an WTO sjá um skipu- lagningu fundahald- anna sem hefði varla getað tekist verr. Bandaríkjamenn hefðu reynt að gegna samtímis hlut- verki hins hlutlausa dómara og málsvara ákveðinna tillagna. Bandaríkjamenn reyndu að fá samþykktar hugmyndir um réttindi launþega jafnt í þróunarlöndum sem annars staðar. Segja fréttaskýrend- ur að þar hafi haft úrslitaáhrif þrýst- ingur af hálfu öflugra stéttarfélaga í Bandaríkjunum sem myndu hugsan- lega ekki styðja demókrata í forseta- kosningunum á næsta ári ef ekki yrði tekið tillit til óska þeirra. Fór mjög fyrir brjóstið á talsmönnum margra þróunar- landa að forsetinn skyldi í dag- blaðsviðtali segja að samþykkja ætti reglur um réttindi laun- þega og beita ætti viðskiptaleg- um refsiaðgerðum gegn þjóðum sem biytu slíkar reglur. Charlene Barshefsky, við- skiptafulltrái Bandaríkjanna og stjórnandi ráðstefnunnar í Seattle, sagði að fulltrúai' ríkjanna 135 hefðu ekki fundið leiðir til málamiðlunar í allmörgum atriðum viðræðnanna og hefðu þurft frest vegna þess að „rík- isstjórnir vora ekki reiðubúnar að taka af skarið" og slaka til. Ymsir talsmenn verkalýðsfélaga og umhverfisverndarsinna vora á hinn bóginn ánægðir og ekki síður þátttakendur í mótmælum og óspektum, sem lögreglan í Seattle hafði handtekið. „Við unnum,“ sagði Traey Katelman, liðsmaður í samtök- um sem berjast fyrir náttúravernd og rétti fólks til að halda störfum sín- um. „Okkur tókst svo sannarlega að trafla fundinn og skapa andrámsloft sem gerði þeim lífið leitt.“ Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra sagði í gær að niðurstaðan væri mikil vonbrigði en að hans mati yrði ekki hægt að snúa ferli aukins við- skiptafrelsis við, það yrði til að tefja fyrir framföram og hagvexti. „Það vai' búið að vinna mikið og um tíma hélt maður að þetta myndi haf- ast. En þegar menn komu tU fundar- ins var ósamkomulag um nánast alla hluti. Tafimar á fundinum skiptu máli, menn vora þegar komnir í tíma- hrak. En það liggur fyrir að samning- ar munu hefjast eftir áramót um landbúnaðarmálin og viðskipti með þjónustu af því að slíkt umboð lá þeg- ar fyrir,“ sagði Halldór Ásgrímsson. Laun fyr- ir að læra London. The Daily Telegraph. STJÓRNVÖLD í Islington, norðan við London, hafa ákveð- ið að reyna að bæta námsái'- angur táninga með því að borga þeim fyrir að sækja aukatíma á laugardögum. Munu þeir fá sem svarar 400 krónum á klukkustund. Talsmenn áætlunarinnar benda á að bæta verði nemend- unum upp að þeir geti ekki stundað launavinnu á laugar- dögum ef þeir sæki aukatíma. „Stór hluti atvinnulífsins virðist nú vera háður vinnu- framlagi grunnskólanemenda og ekki er mikið tillit tekið til áhrifanna sem þetta hefur á frammistöðuna í skólanum," sagði framkvæmdastjóri sam- taka skólastjóra, John Dunford. Gateway, tilbúin - beint a borðið Dauðsföll og óreiða í kjölfar veðurofsans Besta jólagjöfin í ár værí BLÓÐGJÖF NetDoktor.is tekinn til starfa á Netinu VIÐTÖKUR FRAMAR VONUM 30 © Gateway. MORGUNBLAÐIÐ 5. DESEMBER 1999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.