Morgunblaðið - 05.12.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1999 43
fyrir að hún sjálf gengi ekki ætíð heil
til skógar. Hún tókst á við lífið og
hellti sér í vinnu. Hún var leiðsögu-
maður og vílaði ekki fyrir sér, komin
yfir miðjan aldur, að þeysast um fjöll
og fimindi, liggjandi í tjöldum eða
fjallakofum, oftast með sænska eða
spænska ferðahópa því tungumál
stóðu ekki fyrir henni. Hún var mikill
náttúruunnandi og elskaði landið sitt,
var vel að sér í jarðfræði og sögu sem
ferðalangar fengu að njóta ríkulega
og svo naut einstakur frásagnarhæfi-
leiki sín vel þegar spaugilegir atburð-
ir urðu að góðri sögu eftir ferðirnar.
Ahugi og þekking hennar á leiklist
varð til þess að hún lagði sig eftir upp-
lestri og hafði sérstakt lag á að lesa
fyrir böm. Það gerði hún víða en ekki
síst á síðasta vinnustað sínum Bóka-
safni Kópavogs. Bamabömin og önn-
ur böm fengu líka að njóta þessara
stunda.
Mitt í gleði og bjartsýni var hún al-
vömgeftn, viðkvæm og einstaklega
næm fyrir ytri áhrifum. Hún var ber-
dreymin og sagði sjálf oft söguna af
því, að þegar þrír elstu strákamir
vom fæddir og sjá fjórði á leiðinni, þá
hafði hún rétt fyrir jólin týnt stómm
peningaseðli sem henni hafði áskotn-
ast. Hún sofnaði áhyggjufull en vakn-
aði um miðja nótt, klæddi sig, fór út í
snjóinn og fann seðilinn sem var
skorðaður nákvæmlega þar sem
henni hafi verið sýnt í draumi.
Nokkm áður og eftir að hún veiktist
alvarlega af krabbameini í haust
dreymdi hana ýmsa drauma sem
maður skilur núna að vom vísbend-
ingar um brottfór hennar héðan.
Allra síst datt okkur í hug að hjarta-
áfall yrði henni að aldurtila og það svo
skjótt en sjáum nú að líkn er lögð með
hverri raun.
Eftir heimkomu þeirra hjóna frá
Svíþjóð á sjötta áratugnum urðu eðli-
lega nánari samskipti við fjölskyldu
mína og fylgdumst við öll stolt með
vexti og þroska hinnar sístækkandi
fjölskyldu. Vinskapur milli okkar Fíu
óx og þróaðist með ári hverju og því
meir sem við urðum eldri og þrosk-
aðri. Hún var sá einstaki vinur sem
vandasamt er að finna. I gleði og sorg
var hún til staðar, vai' tilbúin að
hlusta og ræða máhn og gagnkvæmt
traust líkti milli okkar. En fyrst og
fremst hlógum við mikið saman, það
var svo gott að hlæja með henni. Eftir
að við Stefán stofnuðum heimili sýndi
hún okkur sérstaka ástúð og elsku og
var Stefáni ekki síður vinur en mér.
Það skapaðist einstök hlýja, skilning-
ur og gagnkvæm virðing milli þeirra
sem engan skugga bar á. Yngstu
bömin hennar og okkar börn eru á
svipuðum aldri og náðu þau að mynda
haldgóðan vinskap og eldri bömin
hennar urðu einnig sem hluti af fjöl-
skyldu okkar. Hún fylgdist með böm-
unum okkar af áhuga og væntum-
þykju sem væm þau hennar og það
hafa þau bæði metið mildls og þakka
nú fyrir af alhug.
Fía mín kvaddi okkur allt of fljótt.
Það var til mikils að hlakka, að eldast
með henni og eiga von á skemmtileg-
um stundum. En við ráðum engu.
Guð einn ræður ferðaáætlun okkar og
hann stjómar öllu, einnig veðurfar-
inu. Og þvílík fegurð sem birtist okk-
ur föstudaginn 26. nóvember þegar
hún kvaddi okkur öll á sinn hátt, ná-
kvæmlega 15 ámm eftir að Óli, eigin-
maður hennar, kvaddi. Sólin skein
óvenju skært í vetrarskammdeginu
og minnti mig á sólskinið síðsumar-
daginn sem ég sá hana fyrst, það var
stafalogn og léttur svali og sólsetrið
lék undurfagra litahljómkviðu sem
lýsti upp himininn. Óvenju stórt
tunglið lýsti síðan upp miðnættið og
nóttina. Þetta minnti óneitanlega á
útsýnið úr stofuglugganum þeirra í
Vogatungunni þar sem oft var setið
og fegurðarinnar notið.
Þvílík kveðja. Við þökkum fyrir
hana í lotningu.
Stefán frá Hvítadal orti svo:
Himinn yfir. Huggast þú, sem grætur.
Stjömur tindra, geislar guðs,
gegnumvetramætur.
Vetramóttin varla mun oss saka,
Fyrstaðljósinofanað
yfirmönnumvaka.
I sámm söknuði samhryggjumst
við og biðjum góðan Guð að vaka yfir
bróðurbömunum mínum og bömun-
um hennar Fíu sem hún elskaði ótak-
markað, yfir bamabömunum og
bamabamabömunum, einnig yfir
systkinum hennar og öðmm ættingj-
um ogvinum.
Við Stefán, Sigga Þrúður, Jón
Gunnar og Tracey þökkum fyrir ein-
staka vináttu, tryggð og kærleika.
Hertha W. Jónsdóttir.
Morgunljómi er yfh' minningunni
um fyrstu kynni fjölskyldu minnar
árið 1950 af ungum hjónum, Hólm-
fríði Þórhallsdóttur og Ólafi Hreiðari
Jónssyni, sem við kölluðum upp frá
því aldrei annað en Óla og Fíu. Eg hef
áður sagt frá hvemig sameiginlegur
kunningi okkar Óla sem vissi að við
vomm báðir í húsnæðisleit í Stokk-
hólmi stefndi okkur saman og stakk
upp á að við tækjum heilt hús á leigu í
félagi. Þetta leiddi til þess að fáum
dögum síðar vom fjölskyldurnar
tvær sestar að í fallegri „villu" í Hudd-
inge sem þá var sjálfstætt sveitarfé-
lag byggt stöndugum borgumm en er
nú samvaxið stórborginni.
Samhengis vegna endurbirti ég hér
paradísarmissi minn úr skyldu skrifi:
„Við fluttumst í húsið að vorlagi þeg-
ar eplatrén í garði okkar stóðu í
fegurstum blóma. Þar uxu líka nokk-
ur plómu- og peratré og skiluðu öll
ríkulegum ávexti; í einu hominu
sprattu bústin jarðarber. Ilm af
sírenumnnum bláum og hvítum lagði
að vitum um leið og komið var út fyrir
dymar. Barrti’é teygðu greinar heim
að húsvegg. Þar vora íkomaskinnin
skottlöng á eilífum þönum upp og of-
an, svo mannelsk og forvitin að þau
stukku inn um stofugluggann til að
hnýsast í skipateikningamar hans
Óla. Broddgeltfr þágu mjólk úr skál á
hlaðinu, spakir eins og heimalningar.
í skóginum rétt utan við blánaði lyng
af berjum þegar leið á sumarið. Um
haustið vom allir skápar fullir af
berjasaft og sultu, eplamauki, niðurs-
oðnum pemm og plómum. Þegar
landar höfðu fengið eins mikið af epl-
um og þeir gátu borið var enn eftir
full kompa af góðum gulum vetrar-
eplum sem entust fram á vor. Allt var
þetta harla ólíkt því sem við áttum að
venjast heima á Islandi. Aftur á móti
var mannlífsgróskan á okkar bæ al-
íslensk og gaf jarðargróðanum ekk-
ert eftir: við Stína komin með tvö
böm, eins og fjögurra ára, en Óli og
Fía áttu sitt fyrsta í vændum.“
Strax á fyrstu vorvikunum þama í
Huddinge staðfestist með oklóir vin-
átta sem aldrei bai’ skugga á. I þessu
litla samfélagi okkar var Fía auga-
steinn allra og þurfti ekki að slægjast
eftir aðdáun: hún var yngst fullorðna
fólksins, aðeins 19 ára, gáfuð glæsileg
stúlka og geislaði af henni þeim feg-
urðarauka sem ungri hraustri og ást-
fanginni konu er léður þegar hún ber
bam undir brjósti. Auðvitað höfðum
við ekki óljósasta hugboð um að þar
væri mikil ættmóðir í uppsiglingu, en
hefði einhver forspár hvíslað því að
okkur hefðum við ekki efast um að
hún axlaði þá ábyrgð með prýði eins
og hvaðeina annað sem henni bæri að
höndum í lífinu. Svo fór að þeim Fíu
og Óla varð sjö bama auðið, fimm
sona og tveggja dætra, sem em hvert
öðm betur gefin og gerð. Foreldram-
ir áttu heilbrigðan metnað fyrir hönd
bama sinna, innrættu þeim hollan
menntahug og höfðu burði til að
fylgja hvatningunni eftir. Öll gengu
þau menntaveginn, fimm luku
háskólanámi og tvö bættu vel við sig á
öðmm vettvangi að menntaskólanámi
loknu.
Margur hefði haldið það væri ærið
starf að vera húsmóðir á svo stóm
heimili og veita 7 bömum brautar-
gengi til langskólanáms. En Fía átti
lika sína drauma og þrek til að láta þá
rætast með aðdáunarverðum hætti.
Hún hafði í bemsku ekki notið
annarrar kennslu en þá tíðkaðist í
fjögurra vetra barnaskólum á íslandi.
Ur því varð að bæta. Þegar hún var
53 ára tók hún stúdentspróf frá
Menntaskólanum við Hamrahlíð. Síð-
ar bætti hún við sig leiðsögumanna-
prófi og fór með útlendinga af ýmsum
þjóðum um fjöll og fimindi og vitan-
lega vítt um byggðir landsins. Skand-
inavísk mál hafði hún á valdi sínu, fór í
málaskóla á Englandi til að hressa
upp á menntaskólaenskuna, spænsku
hafði hún numið fyrst í landinu sjálfu
þegar fjölskyldan dvaldist í Vigo um
skeið, og síðar jók hún spænskukun-
náttuna í skóla. Aðeins einu sinni á
okkar löngu kynnum óttaðist ég að
kjarkur hennar og víkingslund lékju
hana gi'átt. Það var þegar hún rígful-
lorðin réðst kennari að gmnnskólan-
um á Vopnafirði. Eg veit raunar ekk-
ert um hvemig henni gekk að ráða við
rollingana, nema hún stóð sína vakt
til vors, var nemendum sínum góð, og
ég er ekki i vafa um að mörgum þar
eystra hefur þótt vænt um hana.
Móðurætt Fíu er að vestan og utan
míns þekkingarsviðs, en í íoðurætt
var hún Skaftfellingur. Aldai'þriðj-
ungi eftir að við kynntumst komumst
við á snoðir um að ættir okkar mætt-
ust í búandi hjónum á Brannum í
Suðursveit, Auðbjörgu Sigurðardótt-
ur og Einari Eiríkssyni. Mig hefui-
lengi gmnað að Auðbjörg á Bmnnum
og hennar lið hafi lumað á dálítið
öðmvfei genabanka en aðrir banka-
eigendur í Suðursveit á 19. öld. Af
henni er kominn fjöldi þjóðkunnra
listamanna: skálda, myndhstarmanna
og sérstaklega leikara. Það kemur því
ekki á óvart þótt með Fíu blundaði frá
bamæsku hneigð til leiklistar og nátt-
úmhæfileikar leiddu hana á unglings-
aldri á svið í Sjálfstæðfehúsinu við
Austurvöll þar sem hún tók þátt i sýn-
ingum Bláu stjömunnar með Alfreð
Andréssyni og félögum. Á fullorðins-
árum lék hún mikið með Leikfélagi
Kópavogs og var framkvæmdastjóri
þess mörg ár. Enn siðar sogaðist hún
inn i kvikmyndaheiminn: lék fyrst í
Óðali feðranna eftir Hrafn Gunn-
laugsson, næst Hergilseyjarfrúna í
Útlaganum eftir Ágúst Guðmunds-
son, þá ömmuna í Allt gott eftir Hrafn
og komst vel frá öllum sínum hlut-
verkum. Hún var að hefja leik í einni
kvikmynd enn þegar hún veiktist
snögglega og lagðist banaleguna.
Þegar fundum okkar Fíu bar fyrst
saman vom fáir mánuðir liðnir frá því
er Ditta mannsbam kom út á fe-
lensku. Hún las verkið og hreifst af
því, sagði mér að hún hefði fundið hjá
Dittu svo margt sem hún þekkti frá
eigin bernsku- og æskuámm: atvik,
hugsanfr, drauma. Mörgum ámm síð-
ar vomm við enn að ræða um Dittu og
hún minntist á lokakaflann sem ber
yfirskriftina: Mannsbam er dáið. Þar
standa meðal annars þessi orð: ,Á
hvem sekúndu kveður mannssál
heiminn. Ljós slokknar og kviknar
aldrei aftur, stjama sem máski hefur
tindrað óvenju skært - að minnsta
kosti haft sitt eigið litróf sem aldrei
hafði áður verið augum Utið. Mann-
vera sem ef til vill hefur dreift um sig
hugviti eða gæsku yfirgefur jörðina.
Það sem aðeins sást einu sinni - undr-
ið sem varð hold og blóð - hættir aðl.
vera til. Enginn maður er endurtekn-
ing annars manns né verður heldur
nokkurn tíma endurtekinn. Hvert
mannsbarn líkist þeim halastjömum
sem aðeins einu sinni um alla eilífð
snerta braut jarðarinnai' og fara á
einni örskotsstund yfir hana eftfr
björtum vegi sínum - leiftur sem
bregður snöggvast fyrir milh tveggja
eilífða af myrkri!“
I blaðaviðtali fyrir nokkmm ámm
var Fía spurð: Hvað er það sem þú
hefur ekki glóra um? og svar hennar
var: ... hvað við tekur að þessu lífi
loknu hef ég ekkert kynnt mér - enn^
þá. Hvað er fegurð? Sólarlag við haf-
ið. Hvemig viltu veija elhnni? Eg vil
eldast með refen án bægslagangs og
kröfu um að vera alltaf „hress“. Ég
hlakka til að grúska í íslenskum fræð-
um í sumarbústaðnum við hafið.
Ég held við höfum varla hfet svo
seinustu árin að ég hafi ekki hvatt
hana til að hætta þessu striti í bóka-
rykinu og nýta árin sem hún ætti eftir
sjálfri sér tíl ánægju; hún hefði fyrir
löngu goldið samfélaginu sitt. Hún
tók því aldrei illa, en samt varð niður-
staðan alltaf sú að til þess að geta elst
með reisn og notíð þolanlegra eftir-
launa yrði hún að vinna úti til sjötugs.
Hún lést á sjötugasta ári.
Sumarbústaðinn við hafið eignaðisfc
hún ekki, og tími tíl að heíja grúsk í
felenskum fræðum var ekki upp runn-
inn þegar klukkan klingdi. Við stær-
um okkur gjama af felenska velferð-
arkerfinu, og víst á það fáa sína líka.
Samt er einhver skipulagsveila í því
meðan þeir sem sannanlega em við
hestaheilsu um sjötugt mega ekki
vinna lengur, en aðrir sem búa við
stopula heilsu og gjama vildu hætta
fyrr hafa ekki efni á öðm en slíta sér
gjörsamlega út áður en sjötugsaldri
er náð.
Við munum sakna hennai' Fíu meíP'
an við hfum. Hún var hetja og heið-
urskona. Við hjónin og fjölskyldur
barna okkar samhryggjumst vanda-
mönnum hennar öllum og sendum
þeim einlægar vinarkveðjur.
Einar Bragi.
Birting afmælis- og
minningargreina
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar
endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjóm blaðsins í
Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1,
Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi (569
1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina
inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Um hvem látínn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri
lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk,
A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um
25 dálksentímetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við
eitt tíl þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skfrnarnöfn sín
en ekki stuttnefni undir greinunum.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins em birtar grein-
ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar em birtar afmælisfréttir
ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
f HJARTA MIÐBÆJARINS
Til sölu í Þingholtsstræti 27 eftirtaldir eignarhlutar:
A Verslunarhúsnæði á jarðhæð, 217 fm, auk 209 fm kjallara.
B Skrifstofuhúsnæði á 2. og 3ju hæð, hvor hæð um 168 fm
auk stórra svala. Mjög gott húsnæði sem hentar einnig
fyrir lúxusíbúðir.
C 57 fm húsnæði á jarðhæð, hentar fyrir skrifstofur eða
þjónustu. Sameign er öll mjög góð og lyfta er í húsinu.
ÁSBYRGI FASTEIGNASALA
SUÐURLANDSBRAUT 54 SÍMI 568 2444
Opið hús í dag
Hóll fasteignasala býður þér í opið hús í
dag í Heiðargerði 45
milli kl. 14 og 16
Um er að ræða hús byggt
árið 1962, samtals ca 217 fm
á tveimur hæðum. Bílskúr er
þar af 36 frn. 4 svefnherb.,
stór stofa, sólstofa, nýleg við-
arinnrétting í eldhúsi. Bað-
herb.allt nýlegt. Mikið endur-
nýjuð eign, s.s. parket, hurð-
ir, gler og gluggar.
Fálleg lóð með htlu garðhúsi. Verð 19,9 millj.
Ólafur tekur vel á móti þér og þínum, láttu sjá þig!
Garðsendi, einbýli
Gott og mikið endurnýjað einbýli á þessum eftirsótta stað.
Húsið er 224,1 fm, auk 26,2 fm bílskúrs og stórrar verand-
ar. Möguleiki á góðri vinnuaðstöðu eða lítilli íbúð.
Áhv. ca 7,4 millj. Verð 18,9 millj.
Rituhöfði, einbýli
Tvö glæsileg einbýlishús á einum besta útsýnisstað í
Mosfellsbæ. Húsin eru 147,5 fm að stærð, auk 33,9 fm
innbyggðs bílskúrs. Húsunum verður skilað fljótlega til-
búnum að utan með grófjafnaðri lóð og fokheld að innan.
Verð 13 millj.
3ja herb. Álmholt, Mosfellsbæ
Góð 3ja herbergja íbúð á jarðhæð í parhúsi. Ekkert
greiðslumat, hagstætt lán ca 5 millj. til 30 ára getur fylgt.
Verð 8,2 millj.
Fasteignaland, Ármúla 20,
Guðmundur Þórðarson hdl. og lögg. fasteignasali,
Ingimundur Jónsson, sölustjóri, sími 568 3040.
Opið í dag kl. 12—15.