Morgunblaðið - 05.12.1999, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 05.12.1999, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ I DAG BRIDS llmsjón (iuðmiindur l’iíll Arnarson ÞETTA er rúbertubrids og hugsanlegir yfirslagir skipta engu máli. Verkefni suðurs er að tryggja sér níu slagi í þremur gröndum, hvernig sem legan er: Suður gefur; enginn á hættu. Norður * K43 ¥ 65 * Á9642 * 962 Vestur Austur * D8 * 764 ¥ Á72 ¥ K983 * K98 ♦ G543 * K10963 * 54 Suður *Á8 ¥ D1087 * KG84 * ÁKD Vestur Norður Auslur Suður 1 tíguli Pass 3 tíglar* Pass 3 grönd Pass Pass Pass * Hindrun. Utspil: Spaðadrottning. Hvernig á að spila? Fjórir slagir á tígul duga og það eru margar leiðir færar til að vinna úr tíglin- um án þess að gefa nema einn slag. En að fleiru þarf að hyggja. Austur má helst ekki komast inn, því ef hjartað liggur illa gæti vörn- in tekið þar fjóra slagi ef austur spilar litnum fyrst: Norður * K43 ¥ 65 * Á9642 * 962 Vestur Austur A DG1092 A 765 ¥ KG94 ¥ Á32 * - ♦ D1073 * 7543 * G108 Suður AÁ8 ¥ D1087 * KG84 * ÁKD Ef austur kemst inn til að spila litlu hjarta undan ásn- um getur vöi-nin fengið fjóra slagi á litinn. En ef vestur þarf að sækja fyrst að hjart- anu myndast fyrirstaða hjá suðri. Með þessa hættu í huga er besta spilamennsk- an sú að taka fyrsta slaginn á spaðakónginn í borði og spila litlum tígli á áttuna! HLUTAVELTUR Þessar duglegu stúlkur söfnuðu með tombólu 5.986 kr. til styrktar Rauða krossi íslands. Þær heita Anna Maria Birg- isdóttir, Gunnhildur Ósk Guðmundsdóttir, Helga Arnar- dóttir og Liliy Ösp Sigurjónsdóttir. Iúósmyud: Líney, Pórshöfn. Þessar duglegu stúlkur héldu fióamarkað á Þórshöfn og söfnuðu til styrktar Björgunarsveitinni á staðnum. Þær heita Petra B. Axelsdóttir og Sandra Ösp Konráðsdóttir. SKAK llmsjiín Margeir Pétursson STAÐAN kom upp á minn- ingarmóti um Miguel Na- jdorf sem fram fór í Buenos Aires í síðasta mánuði. A. Hoffman (2.520) hafði hvítt og átti leik gegn M. Tempo- ne (2.420) 26. Rg6+! - hxg6 27. Hc3. (Svartur á nú ekki viðunandi vörn við hótuninni 28. Hh3 mát) 27. - He6 28. fxe6 og svartur gafst upp. kWM MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- blað. Samþykki afmælis- barns þarf að fylgja af- mælistilkynningum og/eða nafn ábyrgðar- manns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, Sent í bréfsíma 569-1329, sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Hvítur Icikur og vinnur. LJOÐABROT TIL FANANS Rís þú, unga Islands merki, upp með þúsund radda brag. Tengdu í oss að einu verki anda, kraft og hjartalag. Rís þú, íslands stóri, sterki stofn með nýjan frægðardag. Skín þú, fáni, eynni yfir eins og mjöll í fjallahlíð. Fangamarkið fast þú skrifir fólks í hjartað ár og síð. Munist, hvar sem landinn lifir, litir þínir alla tíð. Einar Benediktsson. ORÐABÓKIN Vondur - slæmur GOÐVINUR þessara pistla kom nýlega að máli við mig, þar sem hann gat ekki lengur orða bundizt yfir ákveð- inni notkun lýsingar- orðsins vondur. Hann sagðist ekki kunna við, þegar sagt væri í frétt- um frá slysum, að nota efsta stig þess verstur. T.d. var komizt svo að orði í fréttum fjölmiðla um hið hörmulega lest- arslys í London fyrir nokkrum vikum, að það hafi verið hið versta um langt skeið. Finnst hon- um ekki tækt að nota hér lo. verstur um slys. Ef það er gert, má alveg hugsa sér að tala um gott slys, sem andstæðu við vont slys, segir hann. I sambandi við slys vill hann nota lo. mestur, sem er efsta stig af lo. mikill. Þá eigi að segja sem svo: Lest- arslysið í London var hið mesta, sem orðið hefrn- um langt skeið. Vel fer á því að taka svo til orða. Hér má aftur á móti ekki gleyma lo. slæmur, sem einnig er verstur í efsta stigi. Eg hygg einmitt, að það lo. sé oftast haft um slys, síður lo. vondur. Hann lenti í slæmu slysi, er vel hægt að segja, en tæplega í vondu slysi. Með hliðsjón af þessu geta menn sagt sem svo, ef slysið hefur verið mjög alvarlegt, að það hafi verið hið versta, sem fyrir hann hafi komið. Nokkur merk- ingarmunur og um leið notkunarmunur virðist því geta verið milli lo. vondur og slæmur. Þannig þarf að huga að mörgu í máli okkar. - J.A.J. STJÖRNUSPA eftir Franres Ilrake BOGMAÐUR Afmælisbarn dagsins: Þú ert framtakssamur og átt auð- velt með að skipuleggja störf þín. Ferðalög heilla þig. Hrútur (21. mars -19. apríl) -fk Það er gaman að njóta augna- bliksins þegar aðstæður gefast enda iöngu kominn tími til þess að bregða á leik með gömlum og góðum vinum. Naut (20. apríl - 20. maí) Það þýðir ekkert að slá hausn- um við steininn lengur svo við- urkenndu blákaldar stað- reyndir. Þá fyrst fara hjólin að snúast í rétta átt. Tvíburar , _ (21. maí - 20. júní) Aa: Vertu rólegur í innkaupunum og keyptu ekkert að óathug- uðu máli. Það er í mörg hom að líta og margt smátt gerir eitt stórt. Kmbbi r (21. júní - 22. júlí) Ef þú ert óánægður með eitt- hvað skaltu líta í eigin barm og athuga hverju þú getur breytt. Gefðu þér tíma til að sýna þig og sjá aðra. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þú þarft að velta fyrir þér öll- um þeim möguleikum sem standa til boða í fjármálum. Fáðu aðstoð til þess að koma ár þinni vel fyrir borð. Meyja (23. ágúst - 22. september) QubL. Það léttir lifið að slá á létta strengi en mundu að öliu gamni fylgir nokkur alvara. Gefðu þér tíma til að hafa samband við vini og ættingja. (23. sept. - 22. október) ra Breytingar eru oft gerðar að- eins breytinganna vegna. Láttu þessar aðstæður ekki verða til þess að þú gerir eitt- hvað sem er sjálfum þér ósam- kvæmt. Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Kipptu þér ekki upp við það þótt einhver spyrji þig spjör- unum út úr því þú hefur hreina samvisku. Leggðu þitt af mörkum til að komast að hinu Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) Ky Það er engin ástæða til að gera of mikið úr hlutunum þótt eitt- hvað fari öðruvísi en þú ætlað- ir. Taktu engu í lífinu sem gefnum hlut. Steingeit (22. des. -19. janúar) <tSmr Það er eitt og annað sem þú ert að kljást við þessa dagana en með réttu hugarfari ferðu létt með það. Gerðu þér daga- mun þrátt fyrir það. Vatnsberi (20. janúar -18. febrúar) Cíffií Komdu þér niður á jörðina og viðurkenndu staðreyndir. Að- eins þannig verður þér eitt- hvað ágengt. Þú berð ábyrgð á eigin hamingju. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Það er öllum nauðsynlegt að vera út af fyrir sig svona endr- um og sinnum. Einangraðu þig samt ekki of þvi það eru tak- mörk fyrir öllu. Stjörnuspán a á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 15 f SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1999 51 ......................—i—■....=S=£fÍl STIM PLAMYN DALISTIN N Nú með yfir 40% afslætti aðeins 200 stk. Kínverjar hafa löngum verið þekktir fyrir langlífi og heilbrigðan lifnaðarhatt. f gegnum árþúsundir hafa þeir þróað mjög fullkomnar aðferðir til eflingar líkama og heilsu. lífnvBíSh iGikfimi • KfnvBfSht bnð • lífnvorsht nudd ■ hlnvcish nðlnstungn JuftnmBðtBfð • li.C.lil. iGifvntningní • EufomnvG • Snyrtistntn - Undirtoi Biaíavara • LJösnhort • infrarBfl snunn • 6-5 llmoUumeðtBfð Við bjóðum fyrirtækjum upp á skemmtilega jólapakko til storfsmanna, ti! dæmis Kínverskt bað, nudd og nálostungu. Vinsælustu jólagjofirnar hiá Heilsudrekanum eru gjafakort í líkamsmeðferð sem felst í ðásamlegu dekri sem endurnærir líkoma og sál. ctta cr jólagjöfiRl ve,ð ^.750,- Hringið eftir bæklingi eða skoðið vöruúrvalið á vefnum Frábærir bakpokar og íþróttatöskur , merktar með nafni fyrir leikskólann og íþróttirnar. Athugið! Síðasti pöntunardagur 10. des. EáXJLTUNARSÍMI virka daga kl. 16-19 557-1960 Reiki- námskeið Opið hús fyrir fólk, sem hefur lært reiki, í Bolholti 6, 4. hæð, föstudaginn 10. desember ki. 19.00. Orkuæfingar og umræður. Aðg. kr. 500. Reiki I Qg II: 11. og 12. des. frá kl. 13.00 til 19.00. Verð kr. 18.000. Karuna Reiki I Og II: 18. desember. Verð 9.000. Karuna-Reiki er yfirbygging á hefðbundið Usui-Reiki. Þess vegna er nauðsynlegt að hafa áður tekið Reiki II. Kerfið er með 9 frábærum táknum og vígslum. Reikimeistaranámskeið: 19. des. frá ki. 10.00 tii 18.00. Verð kr. 30.000. Eins og í Karuna er nauðsynlegt að hafa áður tekið Reiki II hjá einhverjum reikimeistara. Með táknum og vígslu reikimeistara færðu aðgang að orku á hæstri tíðni og lærir að vígja aðra. Bergur Bjömsson, reikimeistari, hefur unnið með Reiki í 10 ár. Hann hefur kennt meirihluta núverandi reikimeisturum hér á landi, sem og í Danmörku og Noregi. Bergur er ekki meðlimur í Reikisamtökum íslands. Hann er því óháður með tilhögun og verðlagningu kennslu. Upplýsingar í síma 898 0277 Jólagjafír fyrír bútasaumskonur: Bútapakkar, bælcur, sníð, verkfærí, gjafabréf og fleíra. VIRKA i:þ. Mörkin 3, sími 568 7477
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.