Morgunblaðið - 05.12.1999, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.12.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1999 27 mikla peninga fyrir þjóðarbúið, fyrir utan þá tilfínningalegu kvöl sem því fylgir. Dæmin út um allan heim á ní- unda áratugnum um HIV og lifrar- bólgu C sýna að fyrirbyggjandi starf í blóðbankaþjónustu er mjög arð- bært! Við verðum því að líta á það sem svo að við séum alltaf að kaupa. Ef hugsunin er þannig fáum við sjálfkrafa annað viðhorf til þessara hluta.“ Kostnaður Sveinn segir að aukið sjálfstæði Blóðbankans sem rekstrareiningar, eins og fyrirhugað er, geti auðveldað heilbrigðisyfirvöldum og almenningi að skilja hvað þjónustan kosti í raun, og að skipuleggja nýjungar og hvernig kostnaði vegna þeirra skuli mætt með auknum tekjum. Því Blóð- bankinn sem rekstrareining verði að standa undir kostnaði sínum með tekjum í sama mæli. „Heilbrigðis- starfsfólk verður að geta lagt fram hvað það er að gera og hvað hlutirnir kosta, eins og ég tel gert hér hjá okkur og víða annars staðar í kerf- inu.“ Hann segir það talsverða áskorun að takast á við „nýja tíma“ eins og hann orðar það. „Við erum ekki í neinum búðaleik þó við viljum draga upp raunkostnaðinn. Eg veit, og hef fullan skilning á því, að í sum- um tilfellum getur þetta haft ákveðin dómínóáhrif; að deild sem þarf að kaupa þjónustu af okkur þyki hún dýrari en haldið hefur verið. Og það er einmitt nauðsynlegt að átta sig á því hvað hlutirnir kosta. Eg held að hluti af rekstrarvanda spítalanna sé að heilbrigðisyfírvöld og fjármálayf- irvöld hafi ekki viljað horfast í augu við það hvað þjónustan raunvenilega kostai'." Sveinn viðurkennir að margt í heilbrigðisþjónustunni sé erfítt að verðleggja. „Hlutabréf fyrirtækja hækka og lækka af ýmsum ástæðum, en ég spyr sem svo: hvers virði er það fyrir þjóðfélagið ef við læknum mikið sjúkt barn á vökudeild? Eða ef barni með geðræna erfiðleika á ung- lingsárum er hjálpað til manns; hvað er það mikils virði? Hve mikið hækk- ar það „hlutabréf* Landspítalans? Er fólk reiðubúið að meta framleiðn- ina í heilbrigðisþjónustunni? Þá för- um við að horfast í augu við það að þær deildir sem við seljum blóðið eru líka að framleiða verðmæti, og verða að njóta góðs af því. -Eitt af því sem þær þurfa er að geta gengið að okk- ar öryggi og gæðum sem gefnum hlut.“ En hvað myndi það kosta íslend- inga á ári ef þyrfti að kaupa allt blóð frá útlöndum? „Það get ég ekki sagt nákvæm- lega. En ef ég geng út frá rekstrar- kostnaði eins og hann er hjá okkur í dag væri verðgildi þess einhvers staðar á bilinu 400 milljónir til eins milljarðs á hverju ári. Kannski yrð- um við í þeirri aðstöðu að geta ekki fengið frá öðrum löndum en þeim sem borga fyrir blóðið og þar kæmi viðbótar kostnaður. Svo finnst mér ekki ólíklegt að það yrði metið til aukins kostnaðar að við værum að rýra rekstraröryggi og lagerstöðu viðkomandi lands. Það er ákveðinna peninga virði fyrir þá. Vegna þess- ara þátta veit ég ekki nákvæmlega hvar á þessu bili kostnaðurinn yrði. En hugarfarsleg verðmæti eru enn meiri að mínu mati; að íslendingar séu áfram sjálfum sér nógir um blóð.“ Fólk gefur 450 millilítra blóðs í hvert skipti, úr því eru svo unnin rauð blóðköm, plasma (blóðvökvi) og blóðflögur. „Við framleiðum 15-16 þúsund rauðkornaþykkni á ári og þegar talað er um að skortur sé hjá okkur er yfírleitt átt við rauðu blóð- komin. Við emm oft með einhvers staðar á milli 200 og 550 einingar á lager; okkur fínnst 200 allt of lítið en 550 mátulegt - vildum helst alltaf eiga 450 til 600 einingar. Þá höldum við góðum og ömggum lager til að svara miklum sveiflum; við getum lent í því að einn sjúklingur þurfí 100 til 200 einingar á innan við sólar- hring. Af því að við erum svo lítil þjóð erum við miklu viðkvæmari fyr- ir sveiflum en stærri lönd. Þegar ég vann í Uppsölum í Svíþjóð hringdi ég bara til Stokkhólms ef það vantaði blóð. Og ef það var ekki til í Stokk- hólmi hringdi ég bara til Gautaborg- ar. Hér getur þurft að bregðast ansi hratt við; að kalla inn fólk þegar lítið er til.“ Eitt slys gæti valdið vanda Sveinn bendir á að Island sé í al- þjóðlegri flugleið og ef hér yrði flug- slys, þar sem margir slösuðust, væri ekki hægt að bregðast við án aðstoð- ar nágrannalandanna. „Við gætum meira að segja lent í vanda ef hér yrði stórt rútuslys," segir hann. Eitt atvik eins og hann nefnir, hvað þá meiriháttar náttúmhamfar- ir, gæti sem sagt sett bankann í þrot. Nefnd sem Sveinn átti sæti í og skil- aði skýrslu til ráðherra fyrr á árinu, „lagði til að skipulega yrði farið í það, á öllum stigum heilbrigðisþjón- ustunnar og stjórnsýslunnar að búa svo um hnútana að við gætum bmgð- ist við hvaða aðstæðum sem er; í vissum tilvikum með því að kalla af miklum krafti í fólk innanlands til að gefa blóð, og búa þannig að blóð- bankanum húsnæðislega og varðandi aðra aðstöðu, að starfsemin geti gengið við flestar aðstæður, bæði hvað varðar rafmagn, tölvur og innra skipulag. Samstarf blóðbanka á Norðurlöndunum er mjög náið, og við eigum stuðning þeirra vísan við slíkar aðstæður. En við bíðum að- gerða ráðuneytisins í kjölfar þeirrar miklu vinnu sem lögð var í vinnu hópsins undir frábærri verkstjórn Lúðvíks Olafssonar borgarlæknis. Sveinn nefndi áður tímabil þar sem algengt er að blóðskortur verði. Það er í fyrsta lagi sumarbyrjun, síð- an yfír aðalsumarleyfistíma lands- manna, í júlí eða ágúst, snemma hausts og svo desember, alveg fram að jólum. „Á þessum tíma er ástand- ið oft mjög krítískt og lagerinn í lág- mai'ki - um 200 einingar. Það gerðist í sumarbyrjun að við vorum með á milli 200 og 300 einingar á lager og vegna tveggja sjúklinga þurfti að ræsa út marga blóðgjafa. Viðbrögðin eru sem betur fer frábær þegar svona ástand kemur upp. Fólk kem- ur í stríðum straumum. Að meðaltali fáum við 50 til 70 manns hingað á dag - og það er nauðsynlegt til að viðhalda lagernum - en við höfum verið að fá 150 til 180 manns inn á einum degi þegar ástandið er sem verst. Fólk leggur þá jafnvel á sig að bíða lengi í þessum þröngu húsa- kynnum. Og alltaf hefur þetta bjarg- ast! Það er skylda okkar allra að hjálpast að til að halda starfseminni gangandi og ég óttast ekki um sam- stöðu Islendinga ef þeir fá nægar upplýsingar." Blóð í jólagjöf! Sveinn segir vinnuveitendur oft koma til móts við Blóðbankann. „Margir þeirra sýna starfi okkur mikinn skilning og hvetja starfs- menn sína til að koma til okkar. Við vitum að sumir hafa ekki tök á því að hleypa fólki frá í vinnutímanum og þess vegna tókum við upp þá ný- breytni fyrir nokkrum árum að hafa opið til klukkan sjö tvö kvöld í viku. Við vitum líka af einhverjum vinnu- veitendum sem sjá ofsjónum yfir því að fólk fari til að gefa blóð en þá verðum við bara að fræða betur um hvað starfsmenn þeirra gera mikið gagn með því. Við þurfum að vinna í sátt við alla. Við vitum af mennta- og framhaldsskólakennurum sem hvetja nemendur til að nota frímín- útur eða annan frítíma til að koma. Höfum til dæmis tekið eftir því á síð- ustu vikum að MR-ingar hafí komið í stórum stíl og þetta fínnst okkur auðvitað mjög skemmtilegt.“ Senn líður að jólum. Sveinn var spurður hvort blóðgjöf yrði ekki mjög góð jólagjöf að hans mati. „Það yrði besta jólagjöfin í ár!“ svarar hann brosandi. „Við erum að keppa um athygli og það er margt sem glepur. Nú eru allir að kaupa jólagjafir og almennt mikið stress í þjóðfélaginu en við höfum tekið eftir því að þegar við höfum kynnt starf- semina skipulega á þessum tíma, með auglýsingum og hjálp fjölmiðla, hafa viðbrögðin verið mjög góð. Við vitum að ef svolítið er lagt í kynn- ingu kemur það margfalt til baka. En svo gæti reyndar einn inflúensu- faraldur sett strik í reikninginn." Sveinn segir að á síðustu tveimur árum hafí heldur meiri peningum verið varið til kynningarmála en áð- ur, og mun fleiri nýir blóðgjafar komið fram á sjónarsviðið í kjölfarið. „I fyrra voru þeir 1.700 og okkur sýnist þeir muni verða jafn margir í ár. A árunum þar á undan bættust við átta hundruð til tólf hundruð nýir blóðgjafar á ári. Sumir heltast svo úr lestinni en reynsla okkar og ná- grannaþjóðanna er sú að okkur helst heldur ven' á þeim sem eru innan við þrítugt þegar þeir koma fyrst. Þessu viljum við breyta; unglingar mega koma frá 18 ára aldri og ef okkur tekst að tryggja að þeir komi reglu- lega teljum við að það verði mikil- vægt innlegg í forvarnamál almennt. Hér er nefnilega kjörið tækifæri fyr- ir heilbrigðisyfirvöld að koma já- kvæðum skilaboðum til ungmenna um heilbrigt og gott líferni; til að vara við misnotkun lyfja, sprautu- fíkn, óöruggu kynlífi og hvetja al- mennt til hollustu og heilsueflingar. Peningar til kynningai' á blóðbanka- þjónustu nýtast þar af leiðandi til forvarna." Sveinn segir að leggja eigi sömu mælistikur á blóðbankaþjónustu og önnur þjónustu- og framleiðslufyrir- tæki í heiminum. „Við stefnum að því í byrjun næsta árs að fá ISO 9002 vottun; erum á lokakafla þess og mér finnst það mjög spennandi. Ef það tekst, sem ég er mjög vongóður um, verðum við fyrsti blóðbankinn á Norðurlöndunum sem nær því að taka upp slíkt gæðakerfi. Þetta kost- ar mikla peninga, eins og allt annað, en aðallega mikla vinnu og atorku starfsfólks á liðnum árum og okkur finnst það mjög mikilvægt að bæði heilbrigðisyfirvöld og sjúkrahúsyfir- völd styðji okkur ötullega í því að fara þessa leið. Það þarf líka að standa dyggilega við bak þeirra sem koma á eftir og ætla sér að gera eitt- hvað svipað á öðrum sviðum heil- brigðisþjónustunnar. Slíkur stuðn- ingur hefur ekki verið nægur frá ráðuneytinu.“ Hann telur yfirvöld verða að fylgjast betur með því sem um er að vera í heilbrigðisþjónust- unni og stjómvöld þurfi líka að hafa fingurinn á púlsi almennings. „Það er hlutverk heilbrigðisþjónustunnar að framleiða þau gæði sem almenn- ingur ætlast til. Það er hlutverk heil- brigðisyfirvalda að leggja mat á þessi viðhorf almennings, og tryggja skipulag og fjármögnun þjónustunn- ar í takt við þær væntingar. Þarna talar hver í kross við annan í okkar þjóðfélagi. Ég og samstarfsfólk mitt í Blóðbankanum erum ekki að beita okkur fyi-ir endurbótum í blóðbanka- þjónustunni af persónulegum metn- aði, miklu fremar af faglegum metn- aði vegna þess að við skynjum kall tímans, vegna sérkunnáttu okkur og tengsla við erlenda starfsbræður. Og við finnum til ábyrgðar að sinna svo mikilvægri starfsemi. Heilbrigðisyf- irvöld mega aldrei dragast aftur úr væntingum almennings um gæði blóðbankaþjónustunnar, þá skapast vantraust almennings. Og þá hrynja mikilvægar stoðir þjóðfélagsins, traust almennings á nauðsynlegri samfélagsþjónustu.“ Fánaberi „Ég vil að blóðbankaþjónustan fari inn í nýja öld sem sá fánaberi sem hún þarf að vera í heilbrigðis- þjónustunni. Gott starf í Blóðbank- anum mun halda áfram ef við fáum góð viðbrögð heilbrigðisyfírvalda og almennings. Ef svo er ekki er öllum fjármunum til svona hluta hins vegar kastað á glæ. Fara á nýja leið, við leggjum mikið undir með nýju gæða- starfi okkar, og nýju kerfi við fjár- mögnun. Við tökum áskorun nýs stjórnanda ríkisspítalanna um að verða boðberar nýrra aðferða á nýj- um tímum, en við verðum að finna að velvilji sé fyrir því í „kerfinu" að skrefið verði stigið til fulls. Þetta við- horf á eftir að fá vaxandi fylgi en ekki er víst að það verði alveg strax. Menn hafa ekki þorað að horfast í augu við þá staðreynd að allt kostar eitthvað. Fólk ímyndar sér oft að hlutir kosti ekkert af því að þeir eru alltaf fyrir hendi, til dæmis blóð og sama má reyndar segja um ýmislegt annað í heilbrigðiskerfinu, en málið er ekki svo einfalt. Ég les blöðin; ég veit hvað lítið fyrirtæki þarf að leggja í markaðsstarf. Ég veit að bankar, bQaumboð, tryggingafélög, olíufélög og fleiri halda húllumhæ með miklum tilkostnaði til að laða til sín viðskiptavini. Þetta er nauðsyn- legt og eins er það í heilbrigðisþjón- ustunni. Á hinum deildum spítalans þarf að vísu ekki að auglýsa eftir við- skiptavinum, þeir koma - veikir - en í okkar geira þurfum við að ná til fólks.“ Hann segir að hagi'æða megi í heilbrigðisþjónustunni. Ymsa þjón- ustu mætti til dæmis kaupa, þvotta, þrif og viðhald húsa, svo eitthvað sé nefnt. „Og Blóðbankinn þarf ekki að vera fasteignaeigandi. Hann þarf gott, vel staðsett hús; í almennings- leið og nálægt sjúkrahúsi. Fyrir það væri ég tilbúinn að borga sanngjarna leigu. Við erum í 600 fermetrum í dag en ég auglýsi eftir 1.250 fer- metra húsnæði á góðu verði. í nýju kerfi verðum við í aðstöðu til að greiða leigugjaldið vegna þess að í betra húsnæði veit ég að við bjóðum almenningi betri þjónustu og fram- leiðum betri og öruggari blóðhluta. Það er hollt fyrir heilbrigðisyfirvöld og almenning að sjá hvað hlutirnir kosta. Ég veit að það kostar 25 millj- ónir að eyða refagrenum á landinu, eitthvað kostar að halda úti fiskveiði- eftirliti og landhelgisgæslu. Og það kostar mikið að halda úti blóðbanka- þjónustu." Og ekki bara í krónum, segir hann, því eins og Sveinn nefndi að framan telur hann mikil hugar- farsleg verðmæti felast í því fyrir þjóðina að reka slíka þjónustu. „Við erum stolt þjóð, og metnaðurinn mikill, allt að því rembingur. Það er bara metnaðarfull, góð og örugg blóðbankaþjónusta sem sæmir slíkri þjóð. En þá verður þjóðin að setja aðbúnað og uppbyggingu þeirrar þjónustu í öndvegi á nýrri öld.“ Morgunblaðið/Golli Karlar eru 90% blóðgjafa KARLAR eru rúmlega 90% blóð- gjafa hérlendis. „Konum fer fjölg- andi og við setjum okkur það mark að þær fari fljótega yfir 10% og verði komnar upp fyiir 25% eftir nokkur ár. I sumum ná- grannalöndum okkar eru þær um eða yfir 50%. í Bretlandi var það til dæmis þannig á stríðsárunum að meðan mennimir voru á víg- vellinum voru konurnar heima, framleiddu vopn og gáfu blóð!“ segir Sveinn. Astæða þess hve konur eru í miklum minnihluta hérlendis segir Sveinn að áður fyrr var erfiðara að fylgjast með járnbirgðum fólks en í dag, „og þá voru gjarnan gefnar þær upplýsingar til kvenna að þær þyrftu nú ekkert endilega að vera að gefa blóð, en aðalhætt- an hjá konum er sú að þær gangi of mikið á járnbirgðir sínar. Nú fylgjumst við betur með járn- birgðum blóðgjafa en almennt tíðkast í heiminum. Þar með get- um við gefið konum mjög hnitmið- aðar upplýsingar. Við viljum því hvetja konur til þess að koma.“ Áhrif stríðs Sveinn nefnir að e.t.v. hafi það einnig áhrif að ísland hefur ekki átt í stríði. „Ég veit til dæmis að meðvitundin fyrir því hve mikil- vægt er að gefa blóð er mjög sterk á Balkanskaganum. Þar stendur fólk í biðröðum til að gefa blóð á venjulegum degi. Finnar, sem eru alveg til sóma í blóðbankaþjón- ustu, hafa líkega staðið í fleiri stríðum en flestir aðrir og blóð- bankastjórarnir þeirra telja einmitt að það sé ein ástæða þess hve starfið gengur vel.“ En þó ísland hafi ekki átt í stríði hefur þjóðin hugsað hlýtt til starfseminnar. „Blóðbankinn þakkar því öllum sínum tryggu blóðgjöfum stuðninginn á öldinni sem er að líða og við hlökkum til að ganga á móts við nýja öld með stuðning almennings og yfirvalda í veganesti. Þvi blóðbankaþjónustan verður að lifa í sátt við þjóðina," sagði Sveinn. Gott fyrir hjartað að gefa blóð? FINNSKIR vísindamenn telja að minni líkur séu á því að karlmenn sem gefi blóð fái hjartaáfall en aðrir. Jukka Salonen og félagar á háskólasjúkrahúsinu í Kuopio telja að niðurstöður rannsókna þein'a styðji það sem tahð hefur verið, að fólk með mikið járn í blóði sé hættara við hjartaáföllum en hin- um. Finnarnir athuguðu lækna- skýrslur 2.862 manna um níu ára skeið. Af þeim 153 sem voru blóð- gjafar fékk einn hjartaáfall, sem er 0,7%, en af þeim sem ekki gáfu blóð fengu 12% hjartaáfall. Frá þessu var greint í tímaritinu New Scientist fyrir um ári. Aðrir er- lendir vísindamenn vara að vísu við of mikilli bjartsýni og Sveinn tekur í sama streng. „Ég hef verið varkár að segja nokkuð um þetta opinberlega, en ég veit um fjölda blóðgjafa hérna sem þykir það vera heilsu sinni til bóta að gefa blóð, þeim líður betur á eftir,“ seg- ir Sveinn Guðmundsson. „Þessi finnski rannsóknarhópur hefur verið mjög duglegur og birt nokkrar greinar sem að þessu lúta. Þessar rannsóknir hafa vakið athygli en eru ekki staðfestar í víðtækara samhengi. En ég á von á að spennandi verði að fylgjast með þessu í framtíðinni."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.