Morgunblaðið - 05.12.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 05.12.1999, Blaðsíða 38
4 38 SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1999 >■. ..........- MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, SKÚLI GRÉTAR SIGURÐSSON bóndi, Stórutjörnum, varð bráðkvaddur á heimili sínu föstudaginn 3. desember. Guðríður Sigurgeirsdóttir, Sigurður Skúlason, Sigríður Karlsdóttir, Laufey Skúladóttir, Ásvaldur Ævar Þormóðsson, Kristjana Skúladóttir, Kári Arnór Kárason, Halldóra Bjarney Skúladóttir, Halldór Halldórsson og barnabörn. + Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HÓLMFRÍÐAR ÞÓRHALLSDÓTTUR, Furugrund 70, Kópavogi, fer fram frá Kópavogskirkju á morgun, mánu- daginn 6. desember, kl. 13.30. Steinþór Ólafsson, Þórhallur Ólafsson, Einar Jón Ólafsson, Þorgeir Ólafsson, Sigrún Ólafsdóttir, Arnar Már Ólafsson, Hólmfríður Ólöf Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn Guðrún Hreinsdóttir, Gróa Gunnarsdóttir, Aðalbjörg Lúthersdóttir, Anna Margrét Guðjónsdóttir, Helga Lárusdóttir, Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BJÖRG ERIKSEN, Framnesvegi 6, lést mánudaginn 22. nóvember síðastliðinn. Jarðarför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar iátnu. Þökkum sýnda samúð. Lára I. Ágústsdóttir, Haukur Júlíusson, Pétur Ágústsson, Birte Jansen, Ragnheiður Ágústsdóttir, Ágúst Guðjónsson, barnabörn og langömmubörn. + Okkar ástkæri, ARNGRÍMUR JÓNASSON vélfræðingur, írafossi, Grímsnesi, sem andaðist á Ríkissjúkrahúsinu í Kaup- mannahöfn laugardaginn 27. nóvember sl., verður jarðsunginn frá Langholtskirkju þriðju- daginn 7. desember næstkomandi kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Einstök börn, stuðningsfélag barna með alvarlega sjúkdóma, sími 699 2661. Elín Steinunn Árnadóttir, Tómas Hermannsson, Stefán Jóhann Arngrímsson, Svanhildur Eva Stefánsdóttir, Árni Hrannar Arngrímsson, Bettý Grímsdóttir, Margrét Arngrímsdóttir, Jónas Haukur Arngrímsson, Magnús Jónasson, Guðrún Björk Jónasdóttir, Halldór Jónasson, Hallfríður Jónasdóttir, Árdís Jónasdóttir, Ragnar Þórðarson, Vala Hrönn Bjarkadóttir, Sigurbjörg Sigurðardóttir, Sólrún Ó. Siguroddsdóttir, Þórður Björnsson, Hjörtur Sandholt, barnabörn hins látna og aðrir aðstandendur. + Elskuleg eiginkona mín, KRISTÍN ERLA STEFÁNSDÓTTIR, Sléttuvegi 7, Reykjavík, sem lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur föstudaginn 26. nóvember, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju mánudaginn 6. desember kl. 13.30. Hilmar Hafsteinn Ingjaldsson, börn og barnabörn. ÁRNIG. MARKÚSSON + Árni G. Markús- son fæddist á Sjónarhól í Súðavík 30.janúar 1929. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Skógarbæ, 27. nóvember síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Guðjón Markús Kristjánsson, f. 14.9.1889, d. 9.5.1947, sjómaður og verkamaður í Súðavík, og kona hans Halldóra Jóns- dóttir, f. 29.9.1893, d. 4.9.1976. Systkini Ár- na eru: Laufey, f.3.8.1915, jan.1984; Kristján Marinó, f. 2.9.1916, d. í maí 1926; Guðríður, f. 11.5.1920; Jens Guðbjörn, f. 14.6.1924; Kristjana, f. 27.7.1926; Svava Jóna, f. 28.6.1933. Hinn 7. júní 1952 kvæntist Árni Sigríði Ingu Jónasdóttir, f. 10.1.1930. Hún er dóttir hjónanna Jónasar Ólafssonar, útvegsbónda í Grundarfírði og Þorkötlu Bjarnadóttir, húsmóðir, en þau eru bæði látinn. Börn Árna og Sig- ríðar eru: 1) Jónas Þorkell, f. 23.3.1952, járniðnaðarmaður bú- settur í Svíðjóð, börn hans og fyrrv. eiginkonu Onnu Maríu Óttósdóttir eru: Inga Britta, Linda María, Jónas Markús og Eva Mar- ina. 2) Guðjón Markús, f. 28.1.1954 jámsmiður og bflstjóri, kvæntur Rannveigu H. Gunnlaugsdóttir, börn þeirra eru: Jóhann Þórir, Kristján Arnar, Guðbjörg, Árný Inga og Ragnar Aðalsteinn. 3) Halldóra Guðríður, f. 20.4. 1955, lyQatæknir, gift Jónasi Á. Ágústs- syni, dætur þeirra em: Sigríður Elín og Svava Björk. 4) Ragnheið- ur Þorbjörg, f. 10.4.1958, starfs- maður við Landsspítalann, gift Sigurði Á. Sigurðsyni, börn þeirra eru: Guðmundur Árni, Sigurður Ragnar og Sigþrúður. 5) Kristján Marinó, f. 10.9.1959 trésmiður, kvæntur Sigurlínu Rósu Kristmun- dsdóttur, börn þeirra eru: Krisljana Marín, Bryndís Erna, Eyjólfur, Markús og Róbert. 6) María, f. 16.9.1960 leiðbeinandi á leik- skóla, í sambúð með Karli A, Karlsyni, sonur þeirra er: Kristmann. Synir Maríu og fyrrv. maka eru: Sigurjón og Árni Markús. 7) Bryndís f. 7.7.1962, u. Fyrir átti Ami einn son: Stein Inga, f. 14.11.1949, d. 18.11.1980, kvæntur Kolbrúnu S. Þorvaldsdóttur, synir þeirra em: Ámi Ingi, Halldór Ingi og Þor- björn Ingi. Afabörn Árna eru tutt- ugu og fimm og langafabörn hans era fimm. Ungur byrjaði Árni sjómennsku í Súðavík. Hann tók vélstjórapróf á Þingeyri 1948 og var vélsljóri á ýmsum bátum til 1952. Árni lærði plötu- og ketilsmíði, lauk meist- ara-prófi íþeirri iðngrein 1966 og síðar meistaraprófi í stálsmíði 1984. Árni vann við stálskipasmíði frá 1961. Hann stofnaði ásamt öðrum fyrirtækið Katlar og stál- verk hf. í Reykjavík. Árni starfaði í skipasmíðastöðinni Stálvík hf. í Garðabæ frá 1965 og var þar yfir- verkstjóri í íjölmörg ár. Síðustu tíu árin starfaði hann á lager véla- deildar Vegagerðarinnar í Reykjavík. Árni starfaði í ýmsum félaga- samtökum. Hann sat í sljórn Att- hagafélags Súðvíkinga og Foreldra- og vinafélags Kópa- vogsliælis í allmörg ár. Útför Árna verður gerð frá Breiðholtskirkju í Mjóddinni á morgun, mánudaginn 6. desem- ber, og hefst athöfnin klukkan 13.30. d. í Við söknum hans afa okkar sárt. Hann var yndislegur maður og í sorginni eru allar góðu minningarnar svo dýrmætar. Við munum alltaf geyma þær með okkur. Afi var alltaf svo skemmtilegur og stutt í húmor- inn hjá honum. Þegar við hugsum til baka sjáum við hann ljóslifandi fyrir Erlisdrykkjur ö Vdtbigahú/lð GAPi-mn Dalshraun 13 S. 555 4477* 555 4424 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ okkur heima á Skriðustekknum, gömul íslensk sjómannalög óma um húsið og afi raular með og leggur kapal á stofuborðið. Það var líka fastur liður hjá honum að vakna snemma á sunnudags- morgnum, stinga lambalæri í ofninn og hlusta svo á messuna á gufunni. Lambalærin þeirra ömmu eru líka það besta sem maður fær. Einn af dýrmætustu eiginleikum hans afa var hlýtt hjarta. Hann sýndi öllum mikinn kærleika og umhyggju. Þau amma ólu saman upp átta böm og eignuðust fullt af barnabömum og barnabarnabörnum og afi var sér- lega stoltur af að eiga svona marga afkomendur. Hann átti allltaf til nóga ást handa öllu fólkinu sínu og fylgdist vel með því að öllum liði vel. Enda heilluðust allir sem honum kynntust af persónuleika hans og var hann mjög vinsæll hvar sem hann kom við á lífsleiðinni. Afi upplifði miklar sorgir í lífinu, meira en margur annar, og þurfti að ganga í gegnum mikil og langvarandi veikindi. En hann lét ekkert buga sig og var ákveðinn í að sigrast á öllum erfiðleikum. Afi var alla tíð hetjan okkar, var svo duglegur og atorkusamur. Við emm mjög stoltar af því að eiga hann sem afa og hann kenndi okkur margt. Eins og að kunna að meta það sem við eigum, hugsa vel um það og gera það besta úr lífinu. Elsku afi, við trúum því að nú líði þér vel á góðum stað. Við erum þakk- látar fyrir þær stundir sem við áttum með þér og þú munt alltaf verða hluti af okkur. Sá sem lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir íhjartaogminni mannaerhanssakna. Þeir eru himnamir honumyfir. (Hannes Péturss.) Sigríður Elín og Svava Björk. Kalliðerkomið, kominernú stundin, vinaskilnaðarviðkvæm stund. Vinimirkveðja fininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margseraðminnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margseraðminnast, margseraðsakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elsku afi, þá ertu farinn frá okkur og allar þínar þjáningar eru á enda. Þú sem að barðist eins og hetja fram á síðustu mínútu, en núna þarftu ekki að beijast lengur heldur ertu búinn að fá hvíldina og færð nú að hitta börnin þín tvö sem voru farin frá þér og þú saknaðir alltaf sárt. Við afi vorum alltaf mjög náin og góðir vinir og veit ég að þú ert sáttur við það að ég litla dúkkan þín eins og þú kallaðir mig svo oft hafi verið hjá þér þegar þú dróst andann í seinasta sinn og kvaddir þennan heim. Fyrsta orðið sem kemur upp í hug- ann um persónuleika þinn er húmor- isti og hafðir þú þann góða hæfileika að geta slegið öllu upp í grín hvort sem verið var að ræða alvarleg mál eða ekki og hefur þessi hæfileiki þinn eflaust hjálpað þér í gegnum lífið og þá erfiðleika sem upp komu. Ég vil þakka þér, elsku afi, fyrir allar góðu stundirnar sem ég átti með þér, þá ást og hlýju sem þú alltaf sýndir mér, eins og á síðasta ári þeg- ar ég var veik í svoh'tinn tíma, þá hringdir þú í mig á hverjum einasta degi úr vinnunni til að athuga hvem- ig ég hefði það. Þetta segir margt um þinn innri mann. Þér fannst gaman að spjalla við okkur bamabörnin þín um lífið og tilveruna og gefa okkur ráð fyrir framtíðina því að þér var mikið í mun að þitt fólk hefði það sem allra best og það varst þú sem kennd- ir mér það að erfiðleikar væm til að takast á við þá. Elsku afi, við ætlum að hugsa vel um ömmu fyrir þig, hún sem var þér allt og hefur hún staðið eins og klett- ur við bakið á þér allt sl. ár sem þú hefur verið svo veikur. Takk fyrir allt, elsku afi minn. Ástar- og saknaðarkveðja. Þín Árný Inga. Elsku afi minn, nú ertu farinn á vit betra lífs eftir löng veikindi, sem þú hefur þurft að kljást vð síðastliðið ár. Öðrum eins viija og þrjósku hef ég aldrei orðið vitni að og hjá þér síðast- liðnar vikur. Mörgum sinnum fórum við í ofboði til þín þegar við héldum að stundin væri komin til að vera hjá þér þegar þú yfirgæfir þennan heim en alltaf barðist þú áfram. Það var eins og þú værir að stríða okkur enda hefur þú alltaf verið stríðinn að eðlis- fari. Én jafnframt ákveðinn allt frá því ég leit þig fyrst augum, sem var þegar þú keyrðir mömmu mína á fæðingardeildina og ég fæddist nærri því í bílnum þinum. Einnig hefur þú alltaf verið mikill húmoristi, alltaf gastu slegið öllu upp í grín og ég man þá sérstaklega eftir því þeg- ar við vorum á ættarmóti í Súðavík og þú tókst nokkur villt dansspor með uppblásinni dúkku í félagsheim- ilinu og vaktir mikla kátínu meðal ættingja okkar. Já þú hefur alla tíð verið mikill hæfileikamaður hvor sem er í járnsmíðinni eða við söng, dans, glens og grín. Ég mun alltaf minnast þín, hvort sem er í gleði eða sorg, lífs eða liðinn þá muntu alltaf verða afi minn í Breiðholtinu Svefninn laðar, líður hjá mér lífið sem ég lifað hef, fólkogfurðuverur, hugann baðar, andann hvílir, lokbrám mínum læsi uns vaknaendumærður. Það er sumt sem maður saknar vökumeginvið leggst út af, á mér slökknar, svíf um önnur svið. ísvefnrofunumfinnég, sofalengurvil, því ég veit að ef ég vakna upp fmnégafturtil.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.