Morgunblaðið - 05.12.1999, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.12.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1999 35 I A ... Vísindi og menn En það athyglisverða er, aðgróði erfull- komlega óvísindalegt hugtak, ogþess vegna getur grœðgi einstakra vísinda- manna í rauninni engin áhrifhaft á vísindin sjálf ÞAÐ er grundvallaratriði í vís- indum að þau eru hlutlaus. En vísindi eru stunduð af mönnum (til þess gerðum vísindamönn- um) og þeir eru ekki hlutlausir. Tengslin á milli vísindanna sjálfra og mannanna sem stunda þau eru að miklu leyti óútskýrð, en það koma alltaf öðru hverju upp atvik sem minna á þessi óumflýjanlegu tengsl. Þá verður maður að passa sig á því að láta ekki óheppilega vísindamenn kasta rýrð á vísindin. Árangurinn sem vestræn vís- indi hafa náð á undanförnum öldum er svo gífurlegur að sá maður er talinn blátt áfram hlægilegur sem dregur í efa réttmæti vísindalegra fram- kvæmda. VIÐHORF Eftir Kristján G. Arngrímsson Hvernig get- ur nokkrum manni dottið í hug að vísindi séu eitthvað annað en af hinu góða, og að allt sem er „vísinda- legt“ sé gott, og þá í rökréttu framhaldi að það sem er „óvísindalegt" sé vont? Svo rammt kveður að þessu vísindaviðhorfi að oft dugar að kasta því fram að eitthvað sé óv- ísindalegt til að kasta þar með rýrð á það. Maður þarf ekki ein- usinni að útskýra málið frekar. Grunur um óvísindalegheit er eins og grunur um morð: Hann er grunur um eitthvað svívirði- legt og verður ekki afmáður nema með mikilli fyrirhöfn. Hlutleysi vísindanna felst í því að þau eru laus undan öllum gildum. Náttúran er í eðli sínu hvorki góð né vond og þar af leiðandi er skilningur á náttúr- unni, og það sem maður gerir við þann skilning, hvorki gott né vont. Hlutleysi vísindanna felst ennfremur í því, að þau fjalla ekki um tiltekna einstaklinga eða einstaka hluti. Ekki svo að skilja að viðfangsefni vísindanna séu ekki einstaklingar; við- fangsefnin eru það svo sannar- lega, en það skiptir bara engu máli frá hinu strangvísindalega sjónarhorni. Markmið vísindanna er að fmna allsherjarlögmál sem ein- staklingarnir falla undir, og þess vegna þarf vísindamaðurinn að strika út allt sem er sérstætt, bundið tilteknu samhengi og gerir hlutinn, sem verið er að rannsaka, einstakan. Að segja að eitthvað sé einstaklingsbundið er því fullkomlega óvísindalegt. Til að tala um einstaka hluti nota vísindamenn síðan stærðfræði, sem segja má að sé hið eiginlega tungumál vísindanna - og þá kannski sérstaklega eðlisfræð- innar. Á nítjándu öld ríkti að segja má taumlaus vísindadýrkun - í hinum vestræna heimi að minnsta kosti - og mönnum lá á að beita hinni vísindalegu aðferð á hvað sem fyrir varð. Margir líta svo á, að vísindaleg hugsun sé kóróna mannlegrar skynsemi, og í rauninni hinn endanlegi dómstóll um rétt og rangt. Þetta viðhorf er að miklu leyti enn ríkjandi, þótt á seinni hluta þessarar aldar hafl farið að bera sífellt meira á því viðhorfí að hin vísindalega aðferð dugi ekki til að veita þekkingu á öllum svið- um mannlegrar tilveru. Til dæm- is geti vísindin engu svarað um gott og vont þótt þau geti skorið úr um orsakir sjúkdóma. En vís- indaleg aðferð dugar engu að síður ákaflega víða. Það er ekk- ert athugavert við vísindin sjálf. Árangur þeirra verður ekki dreginn í efa. Hlutleysi þeirra verður heldur ekki dregið í efa. En þótt náttúran sé í eðli sínu hvorki góð né slæm er það aftur á móti staðreynd að það sem gert er við vísindin - það er að segja, það sem gert er við þekk- inguna á náttúrunni - er ýmist gott eða vont. Hlutleysi vísind- anna nær því ekki út fyrir þau sjálf, þannig að þótt maður sé vísindamaður er maður ekki sjálfkrafa hlutlaus. Og á hinn bóginn nær gildismat vísinda- mannanna ekki til hinnar vís- indalegu aðferðar og hefur þar af leiðandi ekki áhrif á hlutleysi vísindanna sjálfra. Eins og allt sem mennirnir gera hafa vísindin orðið að markaðsvöru. Kom í ljós að það má græða á vísindum. Og þá fór allt í háaloft, eins og alltaf þegar málin fara að snúast um pen- inga. En það athyglisverða er, að gróði er fullkomlega óvísinda- legt hugtak, og þess vegna getur græðgi einstakra vísindamanna í rauninni engin áhrif haft á vís- indin sjálf. I byrjun ársins komu nokkrir skörpustu hugsuðurnir í Harvardháskóla í Banda- ríkjunum saman til að ræða rannsóknir sínar á Alzheimers- sjúkdómnum. Einn þessara skörpu manna, Dennis Selkoe, sagði frá ritgerð sem hann hafði skrifað um rannsóknarniðurstöð- ur sínar og yrði brátt birt í virtu vísindatímariti. En eins og fram kemur í fréttaskýringu í kanadíska dag- blaðinu National Post sagði Selkoe hvorki kollegum sínum né ritstjórum tímaritsins frá þvi að hann ætti hlut í fyrirtæki sem framleiddi nýja gerð blóðprófs vegna AJzheimers. Fengist þetta nýja próf samþykkt af lyfjayfir- völdum myndi Selkoe að líkind- um hagnast gífurlega. Einhver, sem ekki lét nafns síns getið, vakti máls á því við deildarstjóra læknadeildar háskólans að Sel- koe hefði í rannsóknarniðurstöð- um sínum gert lítið úr öðrum niðurstöðum sem drógu ágæti blóðprófsins í efa. Því má segja að Selkoe hafi reynt að misnota vísindaniður- stöður til að auka líkurnar á að honum græddust peningar. Það sem er athugavert við þetta hef- ur þannig ekkert með vísindi að gera (og ekki heldur viðskipti), heldur snýst málið eingöngu um óprúttinn mann - skarpan að vísu. En það verður ekki sannað vísindalega að hann sé óprútt- inn. Slíkt felur í sér gildisdóm og er þar af leiðandi utan við það sem hægt er að beita hinni aðdá- unarverðu vísindaaðferð á. Það eru ekki vísindin sem gera menn óprúttna. Og óprúttnir menn draga ekki úr gildi vísindanna. MINNINGAR ÁSTA HJÁLMTÝSDÓTTIR + Ásta Hjálmtýs- dóttir var fædd í Reykjavík 26. mars 1917. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur, Landakoti, 25. nóvember 1999. For- eldrar hennar voru Hjálmtýr Sigurðs- son, d. 1956, og Lucinda Hansen, d. 1966. Systkini Ástu eru: María, látin, Ludvig, látinn, Sig- urður látinn, Gunn- ar, Ásdís, Jóhanna og Hjálmtýr. Hinn 11. júní 1938 giftist Ásta Guðmundi Sigurðssyni, f. 25. september 1907, á Eyrarbakka, d. 27. febrúar 1996. Synir Ástu og Guðmundar eru: 1) Sigurður, f. 30. júní 1939, hans dóttir og Ragnhildar Einarsdóttur er Ingi- björg Sigurðardóttir, f. 29. aprfl 1966. 2) Hjálmtýr Axel, f. 27. jan- úar 1944, kona hans er Guðrún Björg Tómasdóttir, f. 17. nóvem- ber 1946. _ Börn þeirra eru: Ásta, f. 27. maí 1966, gift Sigurði Sigurðssyni, f. 27. aprfl 1964, þau eiga fjögur börn. Jó- hann Tómas, f. 29. ágúst 1967, kvæntur Lilju Margréti Óla- dóttur, f. 11. júní 1972, þau eiga eina dóttur. Harpa Björg, f. 21. janúar 1972, gift Einari Bjarka Hróbjar- tssyni, f. 9. maí 1967, þau eiga þrjár dæt- ur. Hanna María, f. 15. janúar 1976, í sambúð með Sigurþóri Yngva Ómarssyni, f. 21. ágúst 1964. Guðrún Ása Hjálmtýsdóttir, f. 28. desember 1978. Ásta ólst upp í Reykjavík og á Stokkseyri. Útför Ástu fer fram frá Bú- staðakirkju mánudaginn 6. des- ember og hefst athöfnin klukkan 13.30. Það er svo undarleg tilfínning sem grípur mann þegar nákomnir ætt- ingjar hverfa á braut. Fólk sem hefur kannski verið til alla manns ævi og tilhugsunin um lífið án þess er nær óhugsandi. Það er einhvem vegin svona sem mér er innanbrjósts eftir að amma mín Ásta Hjálmtýsdóttir lést. Að vísu sóttu á mig álíka tilfínn- ingar eftir að minn elskulegi afi Guð- mundur Siguðsson lést fyrir þremur árum. En í mínum huga eru heiðurs- hjónin á Hæðargarðinum órjúfanleg heild þótt ólík væra. Hún svona glett- in, ástrík og stjómsöm og hann þessi rólegi góði maður. Og víst er að nú hafa þau sameinast enn á ný. Eg var ekki gömul þegar foreldrar mínir slitu samskiptum og við mamma fluttum út á land. Fyrir vikið urðu samskipti mín við föðurfjöl- skylduna minni en ella. En hún amma stjórnaði því að samband hélst í gegnum tíðina. Og þegar borgar- börnin voru send í sveitina á sumrin var ég send til Reykjavíkur til afa og ömmu. Síðar þegar ég fluttist til Reykjar- víkur kom amma þeirri hefð á að ég heimsækti þau gömlu hjónin og pabba á sunnudögum. Og í þeim efn- um var ekki hægt að svíkjast undan því annars fékk ég símtal frá ömmu sem fyllti mig samviskubiti í langan tíma á eftir. I fyrstu fannst mér kvöð að hafa sunnudagana frátekna með þessum hætti. En í hverfulleika lífs- ins varð ég þess brátt áskynja að sunnudagsheimsóknirnar voru eitt af því fáa sem ég gat treyst á í lífinu. Þegar allt lífið gekk mér í mót var svo gott að koma í hlýjuna til afa og ömmu og njóta umhyggju þeirra svo ég tali nú ekki um matinn hennar ömmu. En hún amma var listakokkur og elskaði að gefa fólki góðan mat. Og í gegnum matseld hennar skynjaði ég ást hennai- á mér. Þannig urðu sunnudagsheimsóknirnar nánast hei- lagar í mínum huga. Eg vil að lokum þakka afa og ömmu fyrir samfylgd- ina og fullyrði að kynni mín af þeim hafi gert mig að betri manneskju. Elsku pabbi, Axel, Guðrún, Ásta, Jóhann, Harpa, Hanna, Guðrún Ása, tengdabarnaböm og barnabarna- börn, ykkur votta ég mína dýpstu samúð. Ingibjörg Sigurðardóttir. Þegar ævivegurinn er orðinn lang- ur og líkaminn hættur að svara boð- um okkar, birtist dauðinn oft sem líknandi engill og hvíldin verður kær- komin. Að þessu sinni er því svo farið. Alltaf er þó sárt að kveðja, sér- staklega þá sem hafa verið slíkir gleðigjafar með lífi sínu einsog hún Ásta föðursytir mín var. Hún sagði oft við mig: „Erna mín, þú skrifar nú eitthvað um mig þegar ég dey.“ Þetta var bæði sagt í gríni og alvöru. Auðvitað jánkaði ég því án þess að hugsa um það nánar enda fannst mér hún hlyti að verða alltaf til staðar, alltaf nálæg, hún þessi fasti punktur í lífi mínu. En kynslóðir koma, kynslóðir fara, og ég verð að sætta mig við þá stað- reynd, að hinn líknandi engill hefur nú tekið hana til sín, og komið að því að standa við gefið loforð. Það er ekki auðvelt að minnast ást- vinar án þess að verða angurvær eða jafnvel væminn þegar dýpstu og sterkustu tilfinningar era settar á blað, og margt er aldrei hægt að segja með orðum heldur aðeins geyma í hjarta sínu. Eg vona að mér takist þó að koma frá mér á skammlausan hátt og án of mikillar viðkvæmni loforði mínu við hana, enda ekki í hennar anda að vera með neitt vol eða væl. Eg var ekki gömul þegar ég eign- aði mér hana Ástu mína svona sem aukamömmu, hún passaði okkur systkinin þegar foreldrar okkar voru erlendis og fluttist þá gjarnan með sína fjölskyldu inn á heimilið. Hún kunni á mér lagið, gat tjónkað við stelpuorminn með festu og blíðu í senn og aldrei man ég eftir að hún hafi orði mér reið utan einu sinni, en sú reiði varði ekki lengi, og mikið höf- um við hlegið að þeirri uppákomu síð- an. Laugardagsgleði hét stund sem bara var til hjá Ástu frænku, þá var maður þveginn hátt og lágt, settur í stífstraujuð, tandurhrein náttföt og síðan var sest til borðs þar sem hún reiddi fram dýrindis tertur og des- erta, og maður mátti borða eins mikið og maginn þoldi, ekkert var skorið við nögl þar frekar en annars staðar í hennar veislum, en undir þessu dí- sæta borðhaldi voru sagðar skemmti- sögur sem hún kunni eða bjó til eftir atvikum. í mörg ár kom hún einu sinni í viku og hjálpaði mömmu með húsverkin, skúraði og skrúbbaði allt húsið, flögr- andi um einsog hvítur stormsveipur og fyllti heimilið með glaðværð sinni. Ekki vorum við eina fjölskyldan sem naut góðs af lífi hennar og starfi, það gerði líka stór-fjölskyldan öll. Hún lét sér annt um okkur, eitt og sér- hvert, fylgdist með tilveru okkar, gleði og sorgum. Hún miðlaði frétt- um á milli okkar ef langt var frá sam- fundum og tengdi þannig okkar stóra hóp. Ásta vissi alltaf allt, án þess að vera hnýsin. Hún var hrókur alls fagnaðar í orðsins bestu merkingu í þessum hláturmilda og glaðværa hópi okkar, gat sungið og leikið, hermt eftir og fengið alla til að veltast um af hlátri. Ásta var minnug og gat sagt sögur frá gömlum dögum og uppfrætt okk- ur yngra fólkið um ættir og uppruna. Engin boð, fermingar, eða skírnir var hægt að halda án Ástu á mínu heimili og svo var um fleiri. Um miðj- an aldur tók hún að sér að útbúa veislur af öllu tagi og hafði það að að- alstarfi langt fram yfir sjötugt. Ár- æðið og dugnaðinn vantaði ekki þar, allt var unnið fumlaust og skipulega hvort sem um var að ræða pinnamat, köld borð, eða margrétta máltíðir. Hróður hennar barst um alla borg og varð hún svo eftirsótt, að panta þurfti langt fram í tímann. Vinnudagurinn varð oft langur en atorkan og ósér- hlífnin báru hana hálfa leið. Að framangreindu má sjá að hún Ásta mín var einstakur persónuleiki, stjómsamur dugnaðarforkur án þess að vera frek, áræðin í meira lagi, hjálpfús, hjartahlý, skapgóð, hlátur- mild og stórkostlegur húmoristi. Ég er viss um að allir þeir sem áttu þess kost að kynnast henni taka undir þessa lýsingu. Ekki safnaði hún veraldarauði en var rík af manni sínum og sonum og síðar tengdadóttiu-, ömmubörnum og langömmubörnum. Þau umvöfðu hana þegar á þurfti að halda og ellin sótti að, og þegar hún ræddi um þau ljómaði hún af stolti. Á skilnaðarstund er hjartað þungt af söknuði ásamt innilegu þakklæti fyrir allt það sem hún var mér og mínum og minningarnar góðu á ég og geymi. Guði þakka ég þau forréttindi að hafa átt hana að, sem frænku og aukamömmu. Ég bið hinn líknandi engil að bera hana að landi, þar sem birtan skín og ástvinir sem á undan eru gengnir, taka á móti henni, eins og hún sjálf var svo viss um. Ema Ludvigsdóttir. Elskuleg frænka okkar, Ásta, er látin og verður hennar sárt saknað. Ásta var systir hans afa Sigga en þau fylltu hóp átta lífsglöðustu systk- ina sem sögur fara af. Það hefur verið okkur systrum dýrmætt að eiga að svo góða frænku, sem með framkomu sinni kenndi okkur svo margt. Þegar við vorum fermdar, þá sá hún um matseldina, minnumst við hennar í eldhúsinu heima léttrar og kátrar framreiðandi fyrir hverja og eina okkar veislu ald- arinnar. Við brosum gegnum tárin þegar við minnumst heimsókna í litlu dúllulegu og sætu íbúðina í Hæðar- garðinum. Hjartagæska hennar Ástu frænku var einstök, ef eitthvað bját- aði á sá hún alltaf bjartari hliðar hvort sem það snéri að henni sjálfri eðaöðrum. Ásta og afi voru vön að kveðja okk- ur með því að segja „Guð veri með ykkur“ okkur þótti svo vænt um þá kveðju þeirra. Við þökkum fyrir að hafa átt Ástu frænku og biðjum Guð um vera með henni. Við vottum Sigga, Axel og fjöl- skyldu innilegustu samúð okkar. Theódóra, Lucinda Svava og Ólafía. Þegar hugsað er til uppvaxtarár- anna koma upp góðar minningar um glaðværan hóp móður- og föður- systkina og maka þeirra sem tóku þátt í daglegu lífi með okkur og vora ávallt reiðubúin að rétta hjálparhönd ef á þurfti að halda. Ein í þessum hópi var Ásta Hjálmtýsdóttir móðursystir mín. Góð vinátta var á milli fjöl- skyldnanna, meðal annars vegna þess að Ásta var gift Guðmundi Sig- urðssyni jámsmið frá Eyrarbakka, bróður Baldurs Sigurðssonar sem var kvæntur föðursystur minni Ingi- björgu Heiðdal. Guðmundur lést í febrúar 1996 en Baldur 18. nóvember 1999 og var hann jarðsettur 30. nóv- ember sl. Ásta ólst upp í Reykjavík og á Stokkseyri þar sem fjölskyldan átti sumarbústað og var einnig búsett þar um tíma. Ásta var húsmóðir en starf- aði einnig sem matreiðslukona og sá oft um veislumat í heimahúsum og veit ég að margir minnast hennar þess vegna. Hún lærði ekki sérstak- lega til þeirra starfa en lagni hennar, dugnaður og smekkvísi gerðu hana að góðum kokki. Hún sá um matinn í brúðkaupsveislu minni, fermingar- veislum barnanna og í fleiri skipti þegar ég þurfti aðstoðar við. Veitti hún mér ómetanlega hjálp og kenndi mér margt um matargerð. Oft leitaði ég til hennar þegar mikið lá við við matargerðina og aldrei stóð á svörum eða góðum ráðum og lánaðist mat- seldin færi ég eftir þeim. Þegar frá leið og ég þóttist búin að læra nóg af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.