Morgunblaðið - 05.12.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.12.1999, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 26/11-4/12 ►ÁTTA hús voru rýmd í Bol- ungarvík á ilmmtudagskvöld vegna snjóflóðahættu. Var ibúum ekki leyft að fara í hús sín fyrr en á laugardag. ►EINSTÆÐ móðir í Hafnar- firði vann rúmar 39 milljónir króna í Víkingalottóinu. Er það í fyrsta sinn sem fyrsti vinningur kemur óskiptur í hlut Islendings. ►TVÆR þotur Flugleiða á heimleið frá Ameríku urðu að lenda á Egilsstaðaflugvelli á föstudagsmorgun vegna slæmra skilyrða í Keflavík. Sjaldgæft er að nota þurfi völlinn sem varavöll. ►AUKA þarf íjárframlög til 97 sjúkrastofnana landsins um rúma 3,6 milljarða á ár- inu. Um 2,3 milljarðar eru til komnir vegna launahækk- ana. ►REYKJAVIK var undir landsmeðaltali í samræmd- um prófum 4. bekkjar grunnskóla í stærðfræði sem fram fóru í október. ►TÆPLEGA sjö þúsund manns voru á biðlistum sjúkrastofnana í október, ívið fleiri en fyrir tveimur árum. Biðlistar eftir bæklunarað- gerðum hafa styst en lengst á almennum skurðdeildum. ►NIÐURSTÖÐUR mælinga jarðvísindamanna í Eyja- fjallajökli benda til þess að kvika safnist nú fyrir á um 5 til 10 km dýpi á afmörkuðu svæði undir sunnanverðum jöklinum. Þctta gæti þýtt að gos væri í aðsigi. Smáslq'álft- ar hafa einnig verið tíðir undir jöklinum í haust og landris er nokkurt sunnar- lega á jöklinum. Árið 1994 var svipuð þróun í gangi sem ekki lauk með gosi en Ragn- ar Stefánsson jarðskjálfta- fræðingur segir virknina meiri nú. Ahnannavarnir fylgjast með ástandinu. 15% í Landsbanka og Búnaðarbanka til sölu RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt að ieita eftir samþykki Alþingis til að selja 15% af hlutafé ríkissjóðs í Búnaðar- banka Islands og Landsbanka Islands. Mælti viðskiptaráðherra fyrir frumvarpi þess efnis á þingi á föstudag. Stefnt er að því að salan fari fram í lok mánaðar- ins. Eftir söluna verðui' hlutur ríkisins í hvorum banka kominn niður í 72%. Krefjast bóta af silrkonframleiðanda NOKKRIR tugir íslenskra kvenna ki'efjast bóta frá bandarískum sílíkon- framleiðanda vegna veikinda sem þær urðu fyrir í kjölfar brjóstaaðgerða þar sem efnið var notað. Eru íslensku kon- urnar í hópi hátt á annað hundrað þús- und kvenna víðs vegar í heiminum sem krefjast slíkra bóta. Mál tíu íslensku kvennanna er rekið af lögfræðiskrif- stofu í Þýskalandi. Ein þeirra er 75% öryrki eftir aðgerð. Verður næsta skref í málinu að fá bandarískan lækni til að staðfesta að sjúkdómar kvennanna geti leitt til umræddrar bótaskyldu. Bjóða ókeypis tengingu við Netið ÍSLANDSBANKI og Íslandssími hófu í vikunni samstarf um að bjóða lands- mönnum ókeypis tengingu við Netið. Telja fyrirtækin sér hag í þessu boði með því að viðskiptin við þau muni aukast og fleiri muni nýta sér banka- þjónustu gegnum Netið. Yfír fímm þús- und manns höfðu í vikuiokin skráð sig en þjónustan á að hefjast snemma í jan- úar. Landsbankinn og Landssíminn til- kynntu í kjölfarið að þau hefðu ákveðið að hefja samstarf um rekstur netþjón- ustu með nýju sniði og að tilkynnt yrði fljótlega í hverju hún yrði fólgin. Fengn háan styrk RADDIR Evrópu fá hæsta mögulegan styrk frá Evrópusambandinu eða um 26 milljónir króna. Um er að ræða verkefni sem stjórnað er af Reykjavík menning- arborg Evrópu 2000. Heimastjórn á Norður-Irlandi NÝ heimastjórn tók við á Norður-ír- landi í vikunni og hélt sinn fyrsta fund á fímmtudag. Stjórnin er skipuð fulltrú- um flokka sambandssinna og lýðveldis- sinnaðra kaþólikka. Mun stjórnin hafa það hlutverk að hrinda í framkvæmd friðarsamkomulaginu sem gert var í fyrra með aðild ríkisstjórna Bretlands og Irlands. Forsætisráðherra er David Trimble, leiðtogi öflugasta flokks mót- mælenda, UUP, sem vill að héraðið sé áfram hluti breska ríkisins. Tveir af ráðherrunum eru úr Sinn Fein, stjómmálaarmi írska lýðveldis- hersins, IRA. Samtökin hafa undan- farna þrjá áratugi barist gegn breskum yfirráðum í héraðinu. Margir af flokks- mönnum Trimbles voru andvígir stjórn- arsetu Sinn Fein og töldu að IRA hefði ekki gefið fullnægjandi fyrirheit um að vopn samtakanna yrðu afhent stjórn- völdum. Ráðherrar UUP hafa sagt að þeir muni segja af sér í febrúar hafi IRA þá ekki afhent vopnin. Bertie Ahera, forsætisráðherra ír- lands, staðfesti á fimmtudag að fellt hefði verið úr stjómarskránni gamalt ákvæði um tilkall ríkisins til yfirráða á Norður-írlandi. Misheppnaður WTO-fundur AFLÝSA varð setningarathöfn á ráð- herrafundi 135 aðildarríkja Heimsvið- skiptastofnunarinnar, WTO, sem hófst í Seattle á þriðjudag, vegna mótmælaað- gerða. Um 40.000 manns gengu um göt- urnar og hrópuðu slagorð gegn stofnun- inni. Mótmælendurnir komu úr röðum sundurleitra hópa sem telja WTO ekki taka tillit til annars en þröngra við- skiptasjónarmiða. Fundinum lauk aðfaranótt laugar- dags án þess að samkomulag næðist um helstu mál og olli það miklum vonbrigð- um. ►TUTTÚGU manns fórust föstudaginn 26. nóvember þegar feija með 89 manns inúanborðs strandaði í slæmu veðri við vesturströnd Nor- egs, skammt frá Haugasundi. Feijan var tvíbytna og var tekin í notkun í ágúst. Þeir sem komust af sögðu að skipulagi björgunarstarfa um borð hefði verið mjög ábóta- vant. Einnig er talið hugsan- legt að sjálfvirkur sleppibún- aður björgunarbátanna hafi brugðist. Feijan var ekki gerð til siglinga í miklu ölduróti en talið er að öldu- hæð þar sem hún fórst hafi verið þrír metrar. ►BRETAR, Frakkar, Þjóð- veijar og Italir náðu á þriðju- dag samkomulagi um tillögur varðandi fyrirhugaða vamar- stcfnu Evrópusambandsins. Verða þær lagðar fram á leið- togafundi ESB í Helsinki 10.-11. desember. Markmiðið er að sambandið verði fært um að grijia til hernaðaraðgerða upp á eigin spýtur, án þátt- töku Atlantshafsbandalagsins. ► SKÝRT var frá því á mið- vikudag að fjölþjóðlegum hópi vísindamanna hefði tek- ist að kortleggja að mestu leyti eitt af litningapörum mannslíkamans en þau eru alls 23. Er talið að árangur- inn geti þegar fram líða stundir valdið byltingu í læknavísindum. ► HUNDRUÐ þúsunda manna í Vestur-írían í Indónesíu minntust á mið- vikudag sjálfstæðisyfirlýsing- ar fyrir 38 árum. Var fáni að- skilnaðarhreyfingar dreginn að húni þrátt fyrir bann lög- reglu. Morgunblaðið/Stuart Ramson. Þorfinnur Ómarsson, Friðrik Þór, Hilmar Oddsson og Ólafur Ragnar hlusta áhugasamir á Ara Kristinsson. Islensk kvikmyndahátíð hafin í New York New York. Morgunbladið. ISLENSKA kvikmyndahátíðin í New York var sett á föstudagskvöld með frumsýningu kvikmyndar Guðnýj- ai' Halldórsdóttir tíngfrúin góða og húsið að viðstöddu fjölmenni. Hátíðin í New York markár upphaf kvik- myndahátiða víðs vegar um Bandaríkin sem Landa- fundanefnd stendur fyrir í samstarfi við Kvikmynda- sjóð íslands. Áherslan verður lögð á nýjar íslenskar myndir á há- tfðinni í bland við eldri myndir. Ráðgert er að á næsta ári verði Myrkrarhöfðingi Hrafns Gunnlaugssonar sýndur, ásamt nýjum myndum Friðriks Þórs Friðriks- sonar og Balthasars Kormáks Sampers. Á hátíðinni verður einnig sýnt æskuverk Friðriks Þórs Rokk í Reykjavík en filman hefur verið týnd og því ekki verið sýnd í kvikmyndahúsum í áratug. Að sögn Þorfínns Ómarssonar framkvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs hafa fjölmargar fyrirspumir borjst frá útlöndum um mynd- ina vegna framlags Bjarkar Guðnnimlsdótlir í henni. Forsetinn kyijjnir íslenskar sögur fyrir framleiðendum Forseti Islands Ólafur Ragnar Grímsson var við- staddur setningu hátíðarinnar. í ávarpi sem hann hélt af þvf tilefni kom það fram að hann ætlar að hitta kvik- myndaframleiðendur í New York um helgina og kynna fyrir þeim íslenskar fornbókmenntir og samtfmasögur sem efnivið í hugsanlegar kvikmyndir. Einnig ætlar forsetinn að kynna sér hvernig best er að koma slíkum hugmyndum á framfæri við gildandi aðila í Banda- ríkjunum. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra boðar breytingar á starfsemi Skógræktar ríkisins Starfíð mun beinast að rannsóknum og fræðslu HLUTVERK Skógræktar ríkisins mun breytast á komandi árum í kjölfar stóraukinna verkefna í skó- grækt. I framtíðinni mun það verða hlutverk landbúnaðarráðuneytisins og Skógræktarinnar að aðstoða þjóðina við skógrækt, frekar en að rækta skóg fyrir hana. Þetta kom fram í erindi Guðna Agústssonar landbúnaðarráðherra á ráðstefnu í tilefni af 100 ára afmæli skógræktar á Islandi. Guðni telur skógræktina öflugt vopn gegn flutningi fólks af lands- byggðinni og að mikilvægi íslenskrar skógræktar eigi eftir að aukast veru- lega á næstu öld varðandi bindingu koltvísýrings. I erindi hans kom fram að það geti orðið veruleg tekju- lind að selja erlendum aðilum að- gang að bindingu koltvísýrings í ís- lenskum gróðri í framtíðinni. Rannsóknir eru afar mikilvægar Guðni sagði breytingar á hlutverki Skógræktarinnar kalla á ný skó- græktarlög og að á næstunni myndi hefjast vinna við stefnumótún, sem lyki með nýju frumvarpi skógrækt- arlaga er stefnt væri að því að leggja fram á næsta þingi. „Þættir sem áður voru nauðsyn- legir og áberandi í starfsemi Skóg- ræktarinnar munu víkja fyrir ríkari áherslum á rannsóknir, miðlun þekk- ingar og reynslu og umsjón með hin- um skógi vöxnu þjóðlendum, þjóð- skógunum, en þeir verða æ mikilvægari sem útivistarsvæði fyrir þjóð sem býr að svo stórum hluta í þéttbýli." Rannsóknir á sviðið skógræktar eru nauðsynlegar að mati Guðna og með stóraukinni skógrækt yrði þörf- in fyrir þær ennþá brýnni. Þeir fjár- munir sem varið er til þessara rann- sókna, verða smámunir miðað við það þegai' gróðursetning eða heilu skógarsvæðin misfarast eða eyði- leggjast og rekja má til ónógra rann- sókna og fræðslu. íslensk skógrækt mikilvæg í bindingu koltvísýrings I ræðu landbúnaðarráðherra kom fram að nauðsynlegt sé að huga þeg- ar að nýtingu þeirra afurða sem skógurinn gefur af sér og hvernig eigi að markaðssetja afurðirnar í framtíðinni. Guðni segir að hægt sé að bindá mikið magn, koltvísýrings með aukinni skógrækt og að þá skipti ekki máli hvort verið sé að binda það sem losað er hér á landi eða hinum megin á hnettinum. Að sögn ráðherrans mun mikil- vægi íslenskrar skógræktar .4 þess- um efnum aukast mjög þegár líða tekur á næstu öld. Rannsóknii; bendi til mikillar bindingai', bæði í skógi og landgræðslu og gefí fyrirheit um mikla möguleika Islands á þessu sviði. „Hver veit nema sá tími komi fyrr en okkur grunar að það geti orðið veruleg tekjulind að selja erlendum aðilum aðgang að bindingu kol- tvísýrings í íslenskum gróðri.”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.