Morgunblaðið - 22.01.2000, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
V etnisstöð á
Islandi það sem
koma skal?
í Þýskalandi er fyrsta vetnisstöðin í heiminum þar
sem vetnið er framleitt á staðnum. Hópur Islend-
inga, sem er að kynna sér forsendur þess að gera
ísland að vetnissamfélagi, skoðaði í gær stöðina.
Karl Blöndal var með í för.
Morgunblaðið/Sverrir
August Brand, verkfræðingur frá þýska rafgreinifyrirtækinu GHW, útskýrir framleiðsluferlið á fyrstu áfyll-
ingarstöð í heimi þar sem vetnið er framleitt á staðnum. Stöðin er á alþjóðlega flugvellinum í Munchen.
Morgunblaðið/Sverrir
Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fylgist með
áfyllingu vctnis á strætisvagn á fyrstu vetnisstöð, sem reist hefur verið í
heiminum á Franz Josef Strauss-flugvelli í Munchen.
ÚR FJARSKA er aðkoman eins og á
venjulega bensínstöð. Aral stendur
ritað með hvítum stöfum á bláum
grunni og það er ekkert að gera utan
hvað einn strætisvagn stendur við
aðra dæluna. Þegar nær er komið
sést hins vegar að það er ekki allt eins
og maður á að venjast. Á tveimur
stórum skiltum stendur að hér megi
fá vetni, annars vegar í fljótandi formi
þar sem lítrinn er verðlagður á 1,10
þýsk mörk og hins vegar sem gas og
þá kostar rúmmetrinn 0,65 mörk,
hvort tveggja án virðisaukaskatts.
Reyndar er ekki byrjað að taka
þóknun fyrir orkugjafann, sem hér er
í boði. Vetnisstöð þessi er við Franz-
Josef Strauss-flugvöllinn í Miinchen.
Hún var reist árið 1998 og er fyrsta
vetnisstöðin þar sem vetnið er fram-
leitt á staðnum með rafveitu með
tveimur 250 kw efnarafolum. Stöðin
er notuð til að þjónusta strætisvagna,
sem notaðir eru til að flytja farþega
um alþjóðlega flugvöllinn í Múnchen,
og einnig einkabíla, sem bflaframleið-
endur í Þýskalandi hafa hannað til
reynslu og ganga fyrir vetni. Bfla-
framleiðandinn BMW hefur notað
vetnisstöðina til áfyllingar fyrir vetn-
isknúna einkabfla og í næstu viku
hefst verkefni tilraunabfll, sem nefn-
ist Necar og Daimler-Chrysler fram-
leiðir, verður ekið allan sóiarhringinn
í nokkra daga og mun hann taka vetni
hjá flugvellinum.
Hópur íslendinga, sem á fímmtu-
dag og fóstudag kynntu sér rann-
sóknir og þróun tækni til að nýta
vetni til að knýja bíla, skoðaði í gær
aðstöðuna á flugvellinum í Múnchen.
Hópurinn samanstendur af aðilum,
sem tengjast verkefni um að þrír
strætisvagnar frá Daimler-Chrysler,
sem neftiast Nebus, verði reyndir á
leiðum Strætisvagna Reykjavíkur.
Lilja Ólafsdóttir, forstjóri SVR,
sagði í gær að ferðin til Þýskalands
hefði ekki breytt afstöðu sinni til
þessa máls, hún hefði verið jákvæð
fyrir, en gott hefði verið að koma og
sjá hvernig málum væri háttað hjá
væntanlegum samstarfsaðiljum, en á
fimmtudag var hópnum ekið um í
vetnisstrætisvagni frá Daimler-
Chrysler.
Lilja sagði að þetta verkefni væri
þjóðhagslega merkilegt og það væri
mikflvægt fyrir SVR að taka þátt í
því. Starfsemi SVR hefði þegar verið
skflgreind sem umhverfisvemd á
þeirri forsendu að um almennings-
samgöngur væri að ræða, en vetnis-
verkefnið bætti um betur og væri
þátttakan í því táknræn í leiðinni.
Tilraunaakstur vagnanna þriggja í
Reykjavík er aðeins fyrsti liðurinn í
áformumum að gera allan vagnaflota
SVR vetnisknúinn með það langtíma-
markmið, sem tilkynnt var við undir-
ritun Daimler-Chrysler, Shell Hydr-
ogen, Norsk Hydro og Vatnsorku,
meirihlutaaðila íslenskra fyrirtækja
og stofnana á samstarfssamningi í
febrúar á liðnu ári, að koma á vetnis-
samfélagi óháðu olíu á íslandi. Lilja
sagði að fyrstu vagnarnir væru dýrir
og kostaði hver þeirra á við fimm
venjulega vagna, enda um reynslubfla
að ræða, en vonandi yrði framleiðsla
þeirra og notkun vetnis hagkvæm
með tímanum. Hún sagði einnig að
það væri galli hversu stutt efnarafal-
amir í strætisvögnunum entust, en sá
vandi hlyti að leysast í framtíðinni.
„Eg er ánægð með hvað þeir, sem
við höfum rætt við hér, eru trúir
þessu verkefni," sagði Lilja. „Hefð-
bundnir bflar fara að renna sitt skeið
á enda og nú þarf að finna eitthvað
nýtt. Ég hef sannfærst enn betur um
vflja þeirra og tel að ríkisstjómin
þurfi að leggja þessu það lið, sem þarf
til að þetta takist.“
Margrét Guðmundsdóttir, fram-
kvæmdastjóri markaðssviðs Skelj-
ungs, sagði að sér litist vel á áfylling-
arstöðina hjá flugvellinum í Múnchen
og bætti við að þegar farið yrði að
reisa stöðvar í almennum rekstri yrðu
þær mun minni en flugvallarstöðin.
Hún kvaðst vera bjartsýn á að þau
vandamál, sem nú væri verið að glíma
við í vetnistækninni, yrðu leyst eftir
því sem áhugi á að taka upp þennan
orkugjafa ykist.
Margrét sagði að ýmsir kostir
myndu fylgja því að skipta yfir í vetni
til að knýja bfla. í fyrsta lagi myndi
uppbygging dreifikerfisins gjör-
breytast. Nú væri dreifingarkostnað-
ur mjög hár, en hann myndi snar-
lækka með framleiðslu á staðnum.
Annar kostur væri að á nóttunni
mætti ýta umframraforku til að fram-
leiða vetni fyiir næsta dag.
Franz-Josef Strauss-flugvöllur er
nýr. Hann var tekinn í notkun árið
1992 og hefur verið lögð áhersla á að
nýta nýja tækni í rekstri hans. Sagði
Guenther Dettweiler, einn yfirmanna
flugvallarins, að vetnisverkefnið hefði
gengið vel. í upphafi hefði gætt van-
þekkingar og nefndi hann dæmi um
bflstjóra sem hefði hlaupið frá vagni
sínum æpandi að allt væri að springa
þegar hann hefði heyrt lekahljóð við
dæluna. Nú væru starfsmenn orðnir
fróðari um þennan orkugjafa og
þekktu betur til þess hvað hann væri
öruggur og væri því ótti af þessu tagi
horfinn.
Síður en svo
deyjandi
siður að
borða
þorramat
ÞORRINN hefst milli jóla og
nýárs, jólin byija í september og
bolludagurinn varir í viku, heyrð-
ist sagt í Melabúðinni í vesturbæ
Reykjavíkur þegar Morgunblaðs-
menn tóku hús á verslunarmönn-
um þar á bæ. Þar hefur þorra-
matur verið á boðstólum í u.þ.b.
viku þótt þorrinn hafi ekki geng-
ið í garð fyrr en í gær.
Segja verslunarmenn að ungir
sem aldnir hafi gert sér ferð í
búðir undanfarna daga til að
kaupa sér hrútspunga, bringu-
kolla og annan mat sem kenndur
er við þorrann.
í Nóatúni fengust þær fréttir
að sá siður að borða þorramat
væri síður en svo að deyja út.
Hjónin Sigrún Guðmundsdóttir
og Ólafur Benediktsson eiga t.d.
von á afkomendum sínum í heim-
sókn í dag og ætla þau að bjóða
barnabörnunum, sem eru á aldr-
inum 7 til 19 ára, upp á þorra-
mat.
„Ég ætla að reyna að venja þau
á þetta,“ sagði Sigrún sem var
búin að koma sviðasultu, hákarli
og ýmsu öðru góðgæti þorrans,
fyrir í körfunni hjá sér.
Jón Helgi Hólmgeirsson, 11
ára, sagðist hafa bragðað á
hrútspungum í fyrra en var ekki
yfir sig hrifinn. Móðir hans sagð-
ist aftur á móti kunna að meta
súran þorramat en henni þótti
hann heldur dýr.
Guðmundur Júh'usson býður upp á bringukolla, sem að sjálfsögðu voru
sýrðir í mysu að rammíslenskum hætti.
Morgunblaðið/Golli
Sviðasultan þykir girnileg og ómissandi í trogið. Það sama má segja um
bringukollana, hákarlinn, harðfiskinn, rúgbrauðið og hrútspungana.
Guðmundur Júlíusson í Mela-
búðinni sagði að þorramaturinn,
a.m.k. sumar tegundir hans, hefði
vissulega hækkað í verði frá því í
fyrra. Þar í búð er þessi herra-
mannsmatur mest keyptur til að
hafa í kvöldmatinn og var hann
því hinn rólegasti þótt hákarls-
beiturnar væru ekki komnar í
hús fyrir hádegi í gær. En hann
var heldur ekki alveg hákarlslaus
og mátti sjá vandlega innpakkaða
Hjonm Sigrún Guðmundsdóttir og Olafur Benediktsson voru í Nóatúni í
gær að kaupa þorramat handa barnabömunum meðal annarra. Ólafi
þykir hákarlinn góður cn segist láta harðfiskinn eiga sig.
Guðmundur Jónsson brá sér í
Nóatún að kaupa svið og sviða-
sultu fyrir sig og eiginkonu sína.
Þau hjónin Iáta ekki þar við sitja
heldur ætla þau að borða þorra-
mat í góðum félagsskap að Vest-
urgötu 7 einhvern næstu daga.
hákarlsbita í' kæliborðum verslun-
arinnar. Guðmundur er ekki hrif-
inn af því þegar menn reyna að
flýta fyrir sér með því að bæta
ediki út í súrinn. „Þá verður mat-
urinn bitur á bragðið," segir
Jón Helgi Hólmgeirsson var
með móður sinni og systur í
Nóatúni að kaupa hákarlsbita
handa föður sinum í tilefni
bóndadagsins.
hann. „Bestur er súrmaturinn ef
hann er sýrður með mjólkursýru
að hefðbundnum sið,“ sagði hann,
en þá verða menn að hafa vaðið
fyrir neðan sig og byrja að undir-
búa matinn strax á haustdögum.