Morgunblaðið - 22.01.2000, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Nýja tölvuverið tekið í notkun: Nemendur þriggja yngstu bekkja tóku
nýju tölvurnar formlega í notkun með því að ræsa hverja af annarri.
Nýtt tölvuver í
grunnskólanum
Þórshöfn - Betri tímar eru fram-
undan í tölvufræðslu hjá nemend-
um Grunnskólans á Þórshöfn en
nýtt tölvuver er nú tilbúið til notk-
unar þar. Fyrir nokkrum vikum var
ákveðið að endurnýja tölvukostinn,
m.a. vegna þess að ný námskrá ger-
ir ráð fyrir mun viðameiri tölvu-
kennslu en hingað til hefur verið,
allt niður í yngstu bekki.
Ásamt sveitarfélaginu voru þrír
aðilar sem fjármögnuðu tölvukaup-
in; Hraðfrystistöð Þórshafnar hf.,
Sparisjóður Þórshafnar og nágr. og
Verkalýðsfélag Þórshafnar. Þessar
nýju tölvur eru öflugar og langþráð
viðbót í skólastarfíð. Þjálfun nem-
enda í notkun þeirra kemur til með
að búa nemendur undir þátttöku í
atvinnulífinu en sífellt fleiri störf
krefjast einhverrar tölvukunnáttu.
Tölvuverið var opnað formlega að
viðstöddum stuðningsaðilum og
gestum. Nemendur í þrem yngstu
bekkjunum fengu þann heiður að
taka vélarnar formlega í notkun
með því að ræsa þær eina af ann-
arri og síðan var boðið upp á veit-
ingar í skólanum.
Eldri tölvubúnaður, sem til var í
skólanum, verður nýttur áfram, t.d.
til ritvinnslu í kennslustofum, sérk-
ennslu og skráningar á bókasafni.
Með þessum nýja búnaði og vænt-
anlegum skjávarpa verður Grunn-
skólinn á Þórshöfn kominn í röð
best búnu skóla á landinu að þessu
leyti.
Hjartasjúklingar í Stykkishólmi mæta einu sinni í viku í sundleikfími
Morgunblaðið/Gunnlaugur Ámason
Hjartasjúklingar í Stykkishólmi mæta í sundleikfimi. Þátttakendur hafa aldrei orðið svo frægir fyrr að busla í vatni undir sljóm leiðbeinenda.
hún ánægð með hvað fólkið er
duglegt við æfingarnar. Það er
öðruvísi að gera æfingar í vatni
en þurru landi og voru sumir
nokkuð óöruggir með sig á fyrstu
æfingunni.
Að sögn þátttakenda eru þeir
mjög ánægðir með leikfimina og
finna fyrir auknu þreki og vellt'ð-
an eftir mátulega áreynslu.
Nýja innisundlaugin
komin í notkun
Stykkishólmi - Hópur hjarta-
sjúklinga í Stykkishólmi hefur á
undanförnu mánuðum komið sam-
an tvisvar í viku i leikfimi. Þar er
lögð áhersla á létta leikfimi sem
miðast við þeirra þrek. Aðrir
bæjarbúar sem ekki eru heilir
heilsu er velkomnir með í hópinn
og hafa nokkrir þegið það.
Hópurinn hefur notið aðstoðar
sjúkraþjálfara á St. Frans-
iskuspítalanum í Stykkishólmi.
Eftir að nýja innisundlaugin í
Stykkishólmi var tekin í notkun
var ákveðið að efla þrekið með
æfingum f sundlauginni. Það er
Katrín Guðmundsdóttir sem
stjórnar sundleikfiminni og er
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Jón Helgason hefúr unnið
að endurbótum á Skjöld-
ólfsstaðaskóla undanfarið.
Meðferð-
arheimili
opnaðí
byrjun
febrúar
Vaðbrekku, Jökuldal- Verið er
að ljúka endurbótum á húsnæði
Skjöldólfsstaðaskóla þessa
dagana en þar mun opna með-
ferðarheimili fyrir vistmenn á
grunnskólaaldri nú í byrjun
febrúar á vegum Bamavemd-
arstofu.
Að sögn Georgs Heide for-
stöðumanns koma fyrstu
starfsmennimir að meðferðar-
heimilinu á Skjöldólfsstöðum í
næstu viku en þeir verða þrír til
að byrja með en verður fjölgað
upp í fimm til sex eftir því sem
vistmönnum fjölgar.
Fyrstu skjólstæðingar með-
ferðarheimilisins koma í byrjun
febrúar, skjólstæðingamir
koma síðan með einhverju
millibili þar til húsnæðið verður
fullnýtt en reiknað er með að
húsið rúmi sex skjólstæðinga
fyrsta kastið en mögulegt erað
fjölga þeim í níu er fram líða
stundir.
Mikill áhugi fyrir
stofnun framhalds-
skóla á Snæfellsnesi
Stykkishólmi - Sameiginlegur fund-
ur stjórnarmanna í Stykkishólmi,
Gmndarfirði og Snæfellsbæ var
haldinn í Stykkishólmi 18. janúar sl.
Þetta er í fyrsta skipti sem boðað er
til slíks fundar. Tilgangur fundarins
var að ræða sameiginleg hagsmuna-
mál sveitarfélaganna á norðanverðu
Snæfellsnesi.
Mestar umræður fóra fram um
stofnun framhaldsskóla á Snæfells-
nesi sem staðsettur yrði í Grundar-
firði. Fram kom mikill áhugi hjá
sveitarstjómarmönnum fyrir að
koma á fót framhaldsskóla. Að sögn
Óla Jóns Gunnarssonar, bæjarstjóra
í Stykkishólmi, er það staðreynd að
sveitarfélög sem ekki hafa fram-
haldsskóla á sínu svæði era að missa
unglingana frá sér fyrr en ella. Þá er
búið að hækka sjálfræðisaldurinn
upp í 18 ár og það gerir kröfur til for-
eldra að bera ábyrgð á bömum sín-
um lengur. Þetta er mikið hags-
munamál sveitarfélaganna og er
þrýstingur á það að hafa unglingana
lengur í heimabyggð.
A fundinum var skipuð nefnd til að
vinna að undirbúningi að stofnun
framhaldsskóla og móta tillögur um
að gera hann að veraleika. Nefndina
skipa Björg Ágústsdóttir, Grandar-
firði, Eyþór Benediktsson, Stykkis-
hólmi, og Sveinn Elinbergsson, Ól-
afsvík.
Rætt var um branavarnir og
ákveðið að fela héraðsráði að standa
fyrir úttekt á eldvömum og tækja-
búnaði slökkviliða.
Þá kom fram tillaga um hvort
kanna eigi kosti og galla þess að
sameina sveitarfélögin á norðan-
verðu Snæfellsnesi. Ekki vora sveit-
arstjórnarmenn tilbúnir að taka það
skref strax, en munu ræða hug-
myndina nánar hver á sínu svæði.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Ámason
Sveitarstjómarmenn í Stykkishólmi, Grundarfirði og Snæfellsbæ á fyrsta fundi til að ræða um sameiginleg
hagsmunamál. Stofnun framhaldsskóla var efst á baugi og nefnd skipuð til að vinna að undirbúningi þess.