Morgunblaðið - 22.01.2000, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 22. JAN ÚAR 2000 45
II og V. Svili minn, ísleifur Ólafsson,
dó í desember sl. og nú er svilkona
mín og yndisleg vinkona öll. Magnea
hét hún, en var alltaf kölluð Magga
eða öllu heldur Magga hans Þor-
finns. Þar var ekki hægt að nefna
annað nema hitt nafnið fylgdi með,
svo samrýnd voru hjónin.
Magga var eitt af 13 börnum
þeirra Blesastaðahjóna, sem upp
komust, og fylgdi henni alltaf þessi
félagslega samkennd, sem einkennir
þá, sem mörg systkini eiga. Hennar
yndi var að veita gestum sínum vel
og gleðjast með glöðum, en hún var
einnig raungóð á sorgarstundum.
Hún ræktaði heimili sitt einstak-
lega vel, allt var svo myndarlegt og
smekklegt utan dyra sem innan.
Garðurinn er verðlaunagarður, þar
sem ræktað hafa verið bæði blóm og
grænmeti. Þar er gróðurhús með
ilmandi rósum af öllum stærðum og
gerðum innan um vínvið, þar sem
niður hanga gríðarmiklir klasar af
súr sætum vínberj um.
Að Ártúni 11 var gott að koma. Ég
held, að aldrei hafi verið farið að
heiman að Selfossi eða til Reykjavík-
ur nema koma þar við og þiggja mat,
kaffi eða jafnvel gistingu. Þannig var
hjartahlýjan.
Fyrsta veturinn sem ég kenndi á
Selfossi bjó ég hjá Þorfinni og
Möggu. Þegar ég vænti mín við fæð-
ingu beggja yngri sona minna, var ég
hjá þeim - þeim þótti það vissara
vegna flóðahættu í Auðsholti.
Möggu féll aldri verk úr hendi.
Hún var snillingur á saumaskap og
prjón. Hún skóp listilega fallega
kjóla, kápur og dragtir fyiir fjöl-
skylduna, ættingja og vini sem lærð-
ur klæðskeri.
Hún unni heimili sínu og fjöl-
skyldu. Hinar glæsilegu dætur
þeirra hjóna hafa erft alla þessa
mannkosti og fylgt þeim eftir til
næstu kynslóða.
Magga og Þorfinnur voru glæsileg
hjón. Það fylgdi þeim einstök hlýja
og gott viðmót. Þar sem þau fóru,
var alltaf glatt á hjalla, mikið ski-afað
og hlegið.
Þau ferðuðust, mikið bæði innan-
lands og utan. Anægjulegt var fyrir
þau að fara til Kaliforníu að heim-
sækja dótturina Karólínu, sem kom
sem skiptinemi og var hjá þeim í eitt
ár, en lærði svo vel íslensku að enn
talar hún og skrifar vel skiljanlegt
mál.
Þau fóru í skemmtisiglingu til
Brasilíu á kjötkveðjuhátíðina í Ríó
de Janeiro - til Afríku, Miðjarðar-
hafsins og síðast en ekki síst til Rín-
arlanda í boði Vilborgar ísleifsdótt-
ur, systurdóttur Þorfinns og hennar
fjölskyldu í Wiesbaden.
Á þessari skilnaðarstundu er mér
hugsað til dætranna, Vilborgar,
Hjördísai' og Kiistínar og þeirra
fjölskyldna, en ekki síst til Þorfinns,
mágs míns. Ég sendi þeim öllum
samúðarkveðjur mínar. Ég kveð
elskulega vinkonu með þakklæti fyr-
ir allt.
Þar sem góðir menn ganga eru
Guðs vegir.
Helga Þórðardóttir.
Af fegurð blóms
verðuraldreisagt
aldrei sagt
með orðum
né þinni
með neinum orðum.
(Stefán Hörður Grímsson.)
Þessi orð eiga vel við um Möggu
móðursystur okkar sem nú er kvödd.
Magga og mamma hafa alltaf ver-
ið mjög nánar og samrýndar systur
og á milli heimila þeirra vai' mikill
samgangur. Af uppvaxtarárum okk-
ar á Selfossi minnumst við ferða út
yfir á til Möggu og Þorfinns þar sem
við fengum að leika á ævintýralegu
háalofti, fylgjast með jarðskjálfta-
mæli, leika okkur í stórum garði með
þremur brekkum og þess að bíða
með spenningi eftir því hvað kæmi
úr búrinu hjá Möggu. Einnig minn-
umst við ferða til að fá lánuð og skila
„móðinsblöðum", til að sníða og
sauma. Þá eins og alltaf var gott að
vera nálægt Möggu, hún hafði hlýtt
viðmót og góða nærveru.
Áhugi og dugnaður Möggu í því
sem hún tók sér fyrir hendur, hvort
sem það var garðyrkja, saumaskap-
ur eða föndur ýmisskonar, var ein-
stakur og þannig að hann smitaði út
frá sér.
Magga og Þorfinnur voru mjög
samhent hjón, og við getum tekið
kosti þeirra okkur til fyrirmyndar,
svo sem einstaka hjálpsemi, örlæti
og greiðvikni.
Við kveðjum Möggu með söknuð í
huga en full þakklætis fyrir allt sem
hún gaf okkur.
Elsku Þoi’finnur og fjölskylda. Við
vottum ykkur okkar dýpstu samúð.
Þóra, Kristín, Bragi
og Guðmundur.
Hún Magga á Selfossi er dáin.
Lengi hafði ég kviðið því, að breyt-
ingai’ yrðu á mannlífinu í Ártúni 11 á
Selfossi og ljós hætti þar að skína í
gluggum. Frá því að ég man eftir
mér hafa þau hjónin, Þorfinnur Tóm-
asson móðurbróðir minn og Magnea
Guðmundsdóttir, búið þar sæmdar-
búi ásamt dætrum sínum þremur.
Þau voru sjaldnast ein, því á heimili
þeiiTa voru einatt gesth’, ættingjar,
nágrannar og vinir í einhverjum er-
indagerðum eða bara til að drekka
kaffi og spjalla. Aðrír gestir, börn og
unglingar, gjarnan ungir ættmenn
þeirra hjóna, voru hjá þeim um
lengri eða skemmri tíma, því þau
áttu stórt hjarta og veittu öðrum af
örlæti hlutdeild í lífi sínu - þeim var
hjálpsemin runnin í merg og bein.
Fyrir yngra fólkið í fjölskyldunni var
ekki ónýtt að eiga þau hjón að - það
var dásamlegt. Mörg okkar, m.a.
undirrituð, lærðu á bíl hjá Þorfinni,
sem stundaði ökukennslu um ára-
tuga skeið, og bjuggu hjá þeim með-
an á námi stóð og voru hjá þeim í
kosti. Þá kynntumst við þeim hjón-
um í erli hvunndagsins, en þar var
Magga á heimavelli. Þau hjón vom
ólík í lund, en líf þeirra var samofin
heild. Ég finn, að ég á erfitt með að
skrifa um annað, án þess að minnast
á hitt.
Magga var fædd inn í stóran
barnahóp þeirra hjóna Guðmundar
og Kristínar á Blesastöðum á Skeið-
um, áttunda í röðinni af þrettán
systkinum, sem upp komust. Það
gefur augaleið, að þau Blesastaða-
hjón hafa tæpast safnað miklum ver-
aldarauði með allan þennan hóp, en
þau komust af og í þessari fjöl-
skyldu, veit ég, ríkti mikil glaðværð,
enda fólkið músíkalskt, tápmikið og
félagslynt. Guðmundur bóndi festi
snemma kaup á orgeli, sem hann
reiddi heim á hestvagni. Sumum
mun hafa fundist slíkt óráðsía, en
hinn söngvini heimilisfaðir fjárfesti
þarna í glaðværðinni, sem bar ríku-
legan ávöxt.
Þeir íslendingar sem ólust upp í
slíkum systkinahópi voru félagslega
ekki á flæðiskeri staddir, hvorki fyrr
né síðar, því þeir bjuggu jafnan síðan
að þessari félagslegu auðlegð
bernsku sinnar. Magga á Selfossi
bar þess glögg merki að hafa alist
upp í umsvifamiklum systkinahópi,
því hún var lipur í samskiptum og
kunni því vel að hafa marga í kring-
um sig, hafa um margt að hugsa í
einu og vinna mörg verk í einu af út-
sjónarsemi ogúthaldi, sem einkennir
þá, sem eru í raun og sannleika verk-
lagnir. Slíka lífsleikni öðluðust menn
oft á mannmörgum sveitaheimilum,
en hún verður trauðla kennd að
gagni í skólum og stendur tæpast
einbirnum úr vísitölufjölskyldum nú-
tímans til boða.
Tíminn leið í Ártúni 11 á Selfossi.
Dætur þeirra hjóna uxu úr grasi og
stúlkan Karólína kom úr Vestur-
heimi og gerðist fjórða dóttirin. Svo
giftust þær Þorfinnsdætur og eign-
uðust sínar fjölskyldur og þau hjónin
eignuðust tengdasyni og barnabörn.
Ný kynslóð fékk að njóta umhyggju
Möggu og óþrjótandi áhuga á við-
fangsefnum ungviðisins og gekk í
fagurlega útprjónuðum peysum frá
ömmu sinni. Sem ung stúlka hafði
Magga lært fatasaum og í því hand-
verki fékk smekkvísi hennar og list-
fengi útrás. Sú kom tíðin, að hún
setti á stofn með vinkonum sínum
saumastofuna Östru á Selfossi og
rak um árabil með ágætum árangri.
Á þeim tíma ferðuðust þau hjónin til
fjarlægra landa og heimsálfa, sér til
fróðleiks og skemmtunar. Þá höfðu
þau mikla unun af ferðalögum og úti-
vist og fóru þau í margar hálendis-
ferðir. Enn eitt áhugamál setti svip
sinn á heimilishald hjónanna í Ár-
túninu, en það var blómarækt og
garðyrkja. Þau komu sér upp fögr-
um garði, ásamt gróðurhúsi, sem un-
aðslegt var að koma í. Fyrir garðinn
sinn fengu þau sérstaka viðurkenn-
ingu.
Veturinn 1991-92 bjó ég á Sel-
fossi og varð um stundarsakir
nági’anni Möggu og Þorfinns og fékk
aftur að njóta gestrisni þeirra og
hjartahlýju. Synir mínir tóku sér-
stöku ástfóstri við þau hjón og fengu
mikla matarást á Möggu. „Af hverju
getur þú ekki búið til eins góðar
pönnukökur og hún Magga á Sel-
fossi?“ var athugasemd, sem ég varð
að láta mér lynda. En það voru ekki
bara góðgerðirnar, sem höfðu áhrif á
drengina, heldur skynjuðu þeir ein-
mitt við eldhúsborðið hjá Möggu, að
þeir voru hluti af stærra samhengi
og að við þetta borð höfðu svo margir
þeim venslaðh’ og skyldir setið í
gegnum tíðina, þegið góðgerðh’ og
sagt tíðindi. Höskuldur Bickel, sonur
minn, átti þess kost að dvelja tvisvar
sinnum á heimili þehTa hjóna um
tíma, kynnast þeim og læra af þeim,
og mun hann lengi búa að þeim
kynnum.
Seinna, þegar þau hjónin komu og
heimsóttu mig á Rínarbökkum, hafði
ég tækifæri til þess að sækja með
þeim óperusýningar og aðra kon-
serta. Þá varð mér ljóst, hversu tón-
listin var rík í Möggu og henni mikil
gleðigjafi. Eftir sýningu á rakaran-
um í Sevilla í óperunni í Wiesbaden
fengum við okkur sérrý og tókum
saman lagið heima í stofu og er ég
ekki viss um, að Þorfinni frænda
mínum hafi alveg litist á blikuna. I
þessari ferð heimsóttum við Pálma-
garðinn í Frankfurt og fleiri skrúð-
garða okkur öllum til óblandinnar
ánægju. Þau hjónin voru svo áhuga-
söm og það var svo auðvelt að gera
þeim til hæfis. Það var meira að
segja hin mesta ánægja að fara með
frú Magneu í verslanir, því þar naut
sín vel þekking hennar á saumaskap
og efnum og næmur smekkur henn-
ar. Ekki nóg með, að frúin fataði sig
glæsilega upp, heldur taldi hún mig á
að kaupa mér kápu, sem hún kvað
vera eins og klæðskerasaumaða á
mig. Þetta er sú albesta kápa, sem ég
hef eignast um ævina.
Nú hefur þessi mæta kona kvatt
og kveð ég hana með söknuð og
þakklæti í huga. Ég er þakklát fyrir,
að hafa fengið að vera henni samtíða
og læra af henni. Ég votta Þorfinni
móðurbróður mínum, dætrum
þeirra, tengdasonum og barnabörn-
um innilega samúð mína. Einhvers
staðar stendur skrifað: Þar sem góð-
ur maður gengur, þar eru guðs veg-
ir. Magnea Guðmundsdóttir var
þeirrar gerðar.
Vilborg Auður Isleifsdóttir.
Við fjallavötnin fagurblá
erfriður.tignogró;
í flötinn mæna flöllin há,
með fannir, klappir, skóg.
Þar líða álftir langt í geim,
með ljúfum söngvaklið,
og lindir ótal Ijóða glatt
íljósrarnæturfrið.
Þessar ljóðlínur skáldkonunnar
Huldu gætu verið að lýsa mynd af
dýrmætum samverustundum með
kæm vinkonu okkar, Magneu Guð-
mundsdóttur, sem nú er látin. Gegn-
um fjörutíu ára vináttu við Magneu
og mann hennar, Þorfinn Tómasson,
er margs að minnast, þar á meðal
ógleymanlegra ferða um óbyggðir
landsins á árum áður. Magnea var
góð manneskja, glaðvær, gi’eiðasöm
og traustur vinur. Það var gaman að
vera með henni hvort sem var í leik
eða starfi. í glöðum hóp var gjarnan
tekið lagið, þá var Magnea fremst í
flokki. Hún hafði einstaklega gaman
af söng og það var fátt sem hún ekki
kunni af hinum íslensku ættjarðar-
lögum og ljóðum.
Með þessum örfáu línum viljum
við þakka fyiir árin öll, blessuð sé
minning Magneu Guðmundsdóttur.
Þorfinni, dætrunum og fjölskyldunni
allri sendum við innilegar samúðar-
kveðjm’.
Aðalheiður Ólafsddttir
og Guðmundur Jónsson.
+ Lilja Össurar-
dóttir Thorodd-
sen fæddist í Tungu í
Örlygshöfn við Pat-
reksfjörð 20. maí
1907. Hún lést á
Landakotsspftala 13.
janúar siðastliðinn.
Lilja var dóttir hjón-
anna Jónu Maríu Sig-
urðardóttur og Öss-
urar Árnasonar
Thoroddsen. Þau
bjuggu í Tungu en
fluttust síðar til Pat-
reksfjarðar. Lilja var
næstyngst sex systk-
ina, sem öll eru látin. Þau voru:
Guðbjörg sem bjó á Patreksfirði,
Guðrún sem bjó á Fossá á Barða-
strönd, Anna Soffía sem bjó á
Innri-Miðhlíð á Barðaströnd, Ingi-
björg Sigríður sem bjó á Patreks-
firði og Markús Björn sem bjó á
Patreksfírði. Ung að árum fluttist
Lilja til Reykjavíkur og bjó þar
allan sinn aldur.
Árið 1943 giftist hún ICristni Ól-
afssyni frá Kiðafelli í Kjós, f. 2. nó-
vember 1905. Hann lést 20. febr-
úar 1982. Börn Lilju eru: 1)
Hrafnhildur Thoroddsen, f. 27.7.
1935, maki Helgi Guðmundsson, f.
25.10. 1936, d. 30.11. 1984. Böm
þeirra: a) Guðmundur Kristinn, f.
1.4.1955, d. 21.9.1980, maki Ester
Kristjánsdóttir, sonur þeirra:
Helgi, f. 10.2. 1976, d. 22.6. 1994.
b) hflöll Helgadóttir, f. 20.11.
1959, maki Gunnar Þorsteinsson,
börn þeirra: Össur, Soffía og
Gunnar Örn. c) Helgi Hrafnkell
Helgason, f. 9.9.1961, maki Svava
Kveðja frá barnabörnum
Nú þegar amma Lilja er dáin
langar okkur að minnast hennar
með nokkrum orðum. Það reynist
þó nokkuð erfitt að lýsa þeim til-
finningum sem barn hefur til ömmu
sinnar, manneskju sem er svo
margt í senn, vinur, leiðbeinandi,
stoð og stytta sem maður hefur allt-
af getað leitað til og litið upp til.
Hún amma okkar var dugnaðar-
manneskja sem hafði gaman af líf-
inu. Við nutum þeirra forréttinda
að kynnast henni vel þar sem hún
og afi voru mikið með fjölskyldunni
og okkur börnunum. Við fórum
saman í berjaferðir, veiðiferðir og
útilegur er við vorum yngri. Hún
var hafsjór af fróðleik, þá sérstak-
lega þegar kom að ættfræðinni og
glæddi hún áhuga okkar á ættingj-
um okkar og uppruna. Á ferðum
okkar vestur á firði, þar sem amma
ólst upp, gat hún þulið upp öll bæj-
arnöfnin á leiðinni og sagt sögur um
hvern hól og hverja þúfu. Þegar við
urðum eldri og eignuðumst okkar
börn þá kynntust þau henni ömmu
líka eins og við. Dótakassinn sem
við lékum okkur með var einnig til
staðar fyrir þau. Hjá ömmu voru
þau alltaf velkomin þrátt fyrir háv-
aða og fyrirferð sem þeim oft
fylgdi. Þannig var hún amma, alltaf
tilbúin til að gefa af sér. Og börnin
nutu þess að vera hjá ömmu Lilju.
Amma var mikil hannyrðamann-
eskja og vann sem saumakona í
mörg ár. Hún bjó til ýmsar dúkkur
og húfur sem eru orðnar frægar
innan fjölskyldunnar. Þegar amma
var um 65 ára dreif hún sig til út-
landa í fyrsta skipti og heimsótti
Spán. Og hún hélt áfram að ferðast
til annarra landa meðan heilsan
leyfði.
Nú hefur amma Lilja fengið hvíld
hjá Guði, sem geymir hana eins vel
og við geymum fallegar minningar
um góða ömmu sem gaf okkur svo
mikið. Með þakklæti og ást kveðj-
um við þig, amma.
Mjöll, Helgi, Atli,
Steinar og Drífa.
Ég hef verið svo heppin að
þekkja Lilju, þar sem ég er gift
dóttursyni hennar og á með honum
þrjár dætur. Lilja var ein af þessum
örlátu og hjálpsömu konum sem all-
Ólafsdóttir, dætur
þeirra: Hrafnhildur
Marfa, Kristín Ólöf
og Sigurrós Inga. d)
Atli Helgason, f. 7.3.
1967, sambýliskona:
Linda Hansen, dóttir
Atla er Guðrún
Anna. e) Steinar
Helgason, f. 8.1.
1969, maki Thelma
Ómarsdóttir Hillers,
dóttir þeirra: Anna
Sigurrós. f) Drífa
Jenný Helgadóttir, f. *"
17.5. 1971, sambýlis-
maður: Þórður
Kristleifsson, sonur þeirra: Krist,-
leifur. 2) Össur Kristinsson, f.
5.11. 1943, maki Björg Rafnar, f.
1.9. 1945. Börn þeirra: a) Bjarni
Össurarson, f. 16.6. 1968, maki
Sigrún Þorgeirsdóttir, dætur
þeirra: Hrafnhildur og Björg. b)
Lilja Össurardóttir, f. 18.8. 1969,
sambýlismaður: Bjarni H. Ás-
bjömsson, sonur Lilju er Össur
Indriðason. 3) Ingibjörg Kristins-
dóttir f. 13.9. 1945, maki: Snorri
Gunnarsson, f. 22.9. 1943. Börn
þeirra: a) Kristinn Snorrason f.
12.11. 1968, maki: Lilian Jörgen-
sen, börn þeirra: Charlotte, Jesp-
er og Michael. b) Hermann
Snorrason, f. 3.11. 1969, d. 20.7.
1970. c) Lilja Snorradóttir, f. 10.5.
1974, sambýlismaður: Peter Jen-
sen.
Utför Lilju fer fram frá Ás-
kirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30. Jarðsett verður í
Fossvogskirkjugarði.
ir njóta góðs af að þekkja. Þessum
mannkostum hefur hún síðan, ás-
amt eiginmanni sínum, miðlað í rík-
um mæli til barna sinna sem búa yf-
ir sömu verðleikum. En mig langar
gjarnan að nefna eitt dæmi sem lýs-
ir Lilju svo vel. Ég kom einu sinni í
heimsókn til tengdamömmu og var
Lilja þar. Ég sagði þeim farir mínar
ekki sléttar þar sem mér hafði verið
sagt upp vinnu vegna verkefna-
skorts; ég sem var á leið til Edin-
borgar með mömmu og systrum
mínum. Lilja sagði að það þyrfti nú
ekki að vera vandamál, hún borgaði
bara ferðina. Og það voru ekki orð-
in tóm.
Mér er minnisstætt hve dugleg
Lilja var að segja skemmtilegar
sögur af samferðafólki sínu og því
sem hún hafði upplifað. Það er
óhætt að segja að Lilja hafi lifað
viðburðaríku lífi. Mér fannst hún
bókstaflega þekkja alla. Ég fékk
ekki síður skemmtilega mynd af
Helga mínum sem barni af öllum
fyndnu atvikunum sem hún mundi
eftir.
Við munum öll eftir ananasbúð-
ingnum hennar Lilju, sem hún bjó
alltaf til fyrir aðfangadagskvöld þar
til hún flutti úr íbúðinni sinni. Hún
var algjör snillingur í matargerð og
bakstri. Og nú eru hennar upp-
skriftir líka mínar.
Af eilífðarljósi bjarma ber,
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf, sem svo stutt og stopult er, ^
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri en auga sér
mót öllum oss faðminn breiðir.
(Einar Ben.)
Elsku amma Lilja, takk fyrir all-
ar góðu samverustundirnar. Guð
geymi þig.
Helgi, Svava, Hrafnhildur
María, Kristín Ólöf
og Sigurrós Inga.
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vorn grætir.
M líður sem leiftur úr skýjum,
ljósgeisli af minningum hlýjum
(Hallgrímur J. Hallgrímsson.)
Elsku amma mín, ég sakna þín
mikið og mun alltaf geyma allar fal-
legu minningarnar sem ég á um þig.
Þín
Guðrún Anna Atladóttir.
LILJA Ö.
THORODDSEN