Morgunblaðið - 22.01.2000, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MENNTUN
Kennslutækni Námskrá er sérsniðin að þörfum hvers og eins nemanda í Morningside og eru nemendum þá að-
eins kenndar þær eindir námsefnisins sem þeir réðu ekki strax við áður. Guðríður Adda Ragnarsdóttir atferlis-
fræðingur og kennarí heldur hér áfram að segja frá kennsluaðferðum í Morningside Academy í Seattle
Fljúgandi
færir
nemendur II
• í Morningside-skólanum vinna
allir nemendur hratt.
• Nemendur æfa sig þar til þeir
ná ótvíræðri færni í efninu.
FYRRI grein Guðríðar Öddu Ragn-
arsdóttir birtist 8. janúar í Mox-gun-
blaðinu. Nú er komið að síðari hluta.
Framförum stýrt markvisst
Vitað er að nái nemandi þeirri
fæmi fljótt að kunna grundvallar-
atriði reiprennandi s.s. að telja eða
taka til láns, er líklegra en ella að
hann muni atriðin lengur, geti haft
þau á hraðbergi og beitt þeim fyrir-
varalaust á ný og fram-
andi viðfangsefni, án
þess að kvíði, hávaði
eða önnur utan að kom-
andi áreiti trufli, jafn-
vel eftir nokkurt æf-
ingahlé. Hversu ört
nemandanum á að geta
farið fram miðað við
stuttar daglegar fæm-
iæfingar og spretti, er
háð því viðfangsefni
sem hann er að fást við,
og að þeirri kennslu- og
stjómtækni sem hér
hefur lauslega verið
lýst, sé nákvæmlega
fylgt. Ef framförum
nemandans er einnig
stýrt markvisst og
kerfisbundið með daglegri skrán-
ingu á stöðluð hröðunarkort og
ákvarðanir sem teknar era um
næstu viðfangsefni byggjast á þeim
upplýsingum, er miðað við að nem-
andinn geti allt að því tvöfaldað
fæmi sína í hverri viku.
Fái nemendumir heimaverkefni
geta þeir unnið þau vandræðalaust
því þau snúast aðeins um efni sem
þeir era þegar búnir að þaulæfa í
skólanum og ná mikilli leikni í, jafn-
vel svo að þeir svara oftar en 60
sinnum á mínútu. (rammi, bls 35).
Félagslegur stuðningur
og samvinna
Bömin í Momingside-skólanum
keppa við sig sjálf og klukkuna.
Jafxiframt er mikil og stöðug áhersla
lögð á gagnkvæman stuðning milli
bekkjarfélaga og samvinnu þeirra í
milli, sem gengur eins og rauður
þráður í gegnum allt sem þar er
gert. Segja má að félagastuðningur-
inn í hverjum bekk sé nútíma út-
færsla á PSI (Personal System of
Intraetion); gamalþekktu kennslu-
kerfi Fred Kellers. Bróðurparti æf-
ingatímans er þannig varið að böm-
in vinna saman, oftast tvö og tvö, og
skiptast á um að vera „þjálfarinn“
og „nemandinn“. Þeim era kennd
þessi hlutverk sérstaklega á sama
hátt og allt annað sem þau eiga að
kunna. Hlutverk þjálfarans er m.a.
að fylgjast með því sem félagi hans
gerir, hrósa honum og hvetja til
dáða, leiðrétta villur jafnóðum án
gagnrýni, telja saman'það sem fé-
laginn náði að gera á æfingasprett-
inum, skrá inn á kortið hans og meta
hvort félaginn þarf meiri hjálp og
æfingu í námsþættinum eða er til-
búirm að byrja á nýju viðfangsefni.
Þetta gengur vandræðalaust eftir,
því „þjálfarinn" hefur mikið til að
vinna, en hann getur fyrst orðið
„nemandi" þegar félaginn hefur náð
því marki sem sett var með æfing-
unni og þá mega þeir skipta um hlut-
verk.
Rökin fyrir félagastuðningi nem-
enda eru að börnin læra á því að
vera í hlutverki þjálfarans. Þau læra
á því að „kenna“ og að hlúa að félög-
unum. Börnin venjast á að vinna
sjálfstætt og með öðram að afmörk-
uðum verkefnum, jöfnum höndum
og þau eiga notaleg samskipti hvert
við annað og hafa styrk hvert af
öðra. Þetta þykir þeim
skemmtilegt og fínnst
oft betra að læra af og
með jafnöldram sínum
en fullorðnum. Einnig
tryggir fyrirkomulagið
bömunum mikla at-
hygli og tíða umbun
fyrir það sem þau eru
að gera. Kennarinn
fær aukið olnbogarými
til að verkstýra sívirk-
um einstaklingum og
fylgjast grannt með
framvindunni og fínst-
illa hana eftir þörfum.
Félagastuðningurinn
skapar þægilegt and-
rúmsloft og samkennd
í bekknum og getur
þannig orðið mikilvægur hlekkur að
forvamarstarfi af ýmsu tagi.
Þrautalausnir í heyranda hljóði
Eftir því sem nemandanum vex
ásmegin í námsefninu verður hann
sjálfstæðari í vinnubrögðum og
kennarinn dregur úr beinni verk-
stjóm. Samkvæmt reynslunni í
Morningside og í öðram skólum þar
sem kennt er eftir líkani þeirra,
gefst best að venja böm af því að
vera stöðugt háð kennaranum með
því að kenna þeim það sem kallað er
„þrautalausnir í heyranda hljóði“
eða TAPS (Talk Aloud Problem
Solving). Þá vinna þau saman tvö og
tvö oft fyrir framan allan bekkinn og
þjálfa hvort annað til skiptis. Þjálfa-
rinn er virkur hlustandi, þ.e. hann
styður félagann sem talar sig í gegn-
um þrautina, hrósar honum og hvet-
ur. Hann er á varðbergi gagnvart
villum félagans, gætir að nákvæmni
og því að félaginn sé varkár og geti
sér ekki til um svörin.
Þjálfarinn spyr, ef félaginn
gleymir að hugsa upphátt eða ef
hann skilur ekki eitthvert skref sem
félagi hans tekur við lausn þrautar-
innar. Viti þjálfarinn hver lausnin er
má hann ekki segja svarið. Hann
getur á hinn bóginn leiðbeint félaga
sínum á ýmsa lund og komið honum
inn á rétta braut með því að spyrja
hann, draga upp skýringarmyndir,
sundurliða, og benda á þær upplýs-
ingar sem gefnar era og koma að
gagni við lausnarleitina. Með öðram
orðum, „rétta“ svarið er ekki
aðalatriðið í æfingunum enda er
ekki alltaf um slíkt að ræða, s.s. í
klípusögum, heldur sú greining og
leið sem nemandinn fer í leit sinni að
því. Beri nemendunum ekki saman
um niðurstöðuna, þurfa þeir að út-
skýra lausnir sínar nánar og rök-
styðja leiðina sem leiddi þá að þeim.
Þannig æfast nemendumir í því að
færa rök fyrir máli sínu og fylgja
Guðríður Adda
Ragnarsdóttir
Börnin í Morningside-skólanum keppa við sig sjálf og klukkuna.
Færniæfingar: Einfaldur og tvöfaldur samhljóði
Tilvísanir í námsefnið fyrir hvert atriði, t.d. kaflar, blaðsíður eöa númer æfinga.
Nemendur
Anna
Benni
Doddi
Ella
Hefur ekki vald á þessu atriði, þarf kennslu með „beinum fyrirmælum"
Hefur fengið kennslu. Svarar rétt en ekki reiprennandi, þarf fleiri færniæfingar
Svarar reiprennandi. Má hætta að vinna með þetta atriði og snúa sér að öðru.
Nemendur færu saman í kennslu á s-ss. Á meðan Ella færi með einhverjum öðrum
nemendum i kennslu á m-mm, gætu Anna, Benni og Doddi unnið færniæfingar í því atriði.
þeim eftir, eða að draga í land í ljósi
nýrra upplýsinga. Oftar en ekld
reynast bömin mjög hugkvæm, og
rata framlegar, gagnlegar og fram-
andi leiðir í lausnarleitinni og búa
sig þannig undir að glíma við flóknar
spumingar í vísindum, tækni og list-
um.
Hönnun námsefnis
Auk þeirrar kennslu- og stjóm-
tækni sem beitt er í Momingside og
hér hefur verið reifuð, fullyrða for-
vígismenn skólans að það sé hönnun
kennsluefnisins þ.e. hvemig það er
samið, greint og lagt fyrir nemend-
uma, sem ráði ein og sér mestu um
þann árangur sem náðst hefur í
skólanum. Það er eindregin skoðun
þeirra að ástæða þess hve mörgum
bömum gengur illa í skóla, mai-gir
falla milli bekkja í framhaldsskóla
og í háskóla, jafnvel síendurtekið og
flosna upp úr námi, sé sú að leikni
þeirra í grandvallargreinunum
lestri, reikningi og ritun sé stórlega
ábótavant. Þessu til stuðnings
benda þeir á að námskrár endur-
spegli þetta ágætlega og megin-
ókostur þeirra sé að alltaf er verið að
rifja upp og endurtaka það sem
barnið á þegar að hafa lært. Gagn-
stætt því að láta nemendur sitja
sama áfangann og bekkinn aftur og
aftur, eða þyngja námsefnið á seinni
skólastigum og reyna þá að kenna
flókið efni með flóknum aðferðum,
telja þeir sýnt að við þessum vanda
sé aðeins eitt svar. Það er að byrja á
byrjuninni, og halda fyrst áfram
þegar nemandinn hefúr að fullu náð
valdi á einstökum atriðum þessara
frumgreina sem era ófrávíkjanleg
undirstaða alls annars sem hann á
eftir að læra.
Rannsóknir á fæmiþjálfun leiða
m.a. í ljós, að svo komist verði hjá
mörgum og erfiðum seinni tíma
vandamálum í kennslu og námi,
nægi það alls ekki þótt nemandinn
geti leyst verkefnið 100% rétt sem
lagt er fyrir, ef það tekur hann óra-
langan tíma af þeiiri ástæðu einni að
hann hefur ekíd undirstöðuatriðin á
takteinum. Það ráði á hinn bóginn
úrslitum um hvemig til tekst þegar
líður á námsferilinn, að nemandinn
geti sagt og beitt einstaka grand-
vallareindum efnisins reiprennandi,
til að mynda margfóldunartöflunni.
Gögn í Momingside-skólanum sýna
t.d. að það nægi ekld að nemendur
svari framatriðum í reikningi eins
og 2 + 2 = 4 eða 4/8 = 1/2, á hraðan-
um 20 til 30 sinnum á mínútu. Til að
bömin muni áfram það sem þau era
að læra og þau skilji það smám sam-
an betur eftir því sem ný og flókin
þekking þeirra hleðst upp, þurfa þau
að hafa grandvallaratriðin á hrað-
bergi rétt eins og nafnið sitt og geta
svarað þeim a.m.k. 80 til 100 sinnum
á mínútu. Nauðsynlegt er að fram-
vindan á kennsluefninu og formgerð
þess hafi þétta og rökræna samfellu,
svona eins og tröppur í stiga, þannig
að hver ný námseind og þáttur komi
í beinu og eðlilegu framhaldi þeirrar
eindar og þáttarins sem á undan fór,
og sem beinn og eðlilegur undanfari
þess næsta sem á eftir kemur. Eitt
og sér nægir það þó ekki sem for-
senda til árangurs að brjóta form-
gerð efnisins niður í örsmáar eindir.
Skilyrði þess að árangur nemend-
anna margfaldist er hið starfræna
(functional) ferli sem felst í því að
nemandinn æfi sig til hlítar í að beita
þeim sértæku atriðum sem verið er
að kenna hverju sinni.
Sérsniðin námskrá
Til að greina hver leikni og staða
nemenda Momingside er nákvæm-
lega í námsefninu, era þeir prófaðir
mjög oft með örstuttum þekkingar-
prófum sem alfarið byggjast á efni
námskrárinnar, þ.e. því sem nema-
ndinn á að kunna miðað við aldur
(Curriculum based Measurements).
Ef í Ijós kemur að fara þarf í saum-
ana á einhverjum undirþáttum
greinarinnar eða einstökum hlutum
þeirra, er sá námsþáttur sneiddur
nánar niður í örþunnai' flögur. Geta
nemandans í efni hverrar flögu er
forprófuð til að njörva niður þær
eindir flögunnar sem nemandinn
hefur ekki hiklaust vald á og er
staða hans kortlögð eftir því. Nám-
skrá fyrir hvem og einn er síðan
sérsniðin að þörfum hans sam-
kvæmt kortlagningunni og era
nemandanum þá aðeins kenndar
þær eindir námsefnisins sem hann
réði ekki strax við. Þess er með öðr-
um orðum gætt að nemandinn vinni
einvörðungu að þeim atriðum sem
hann hefur ekld á takteinum og að
hann þurfi ekki að eyða tíma í annað.
Nú er ekki allt námsefni samið
þannig að það stigþyngist með rök-
rænni og flæðandi framvindu eins
og efnið semnotað er í Momingside-
skólanum. I slíkum tilvikum er
reynt að nálgast kosti þess eins og
hægt er með því að setja nemend-
uma í litla hópa þegar verið er að
leggja inn og æfa ný atriði. Nemend-
ur í hverjum hópi era þá að glíma við
sömu atriðin í það skiptið. Þegar
nemandinn hefur náð settum
markmiðum eftir kennslu nýrra atr-
iða með „beinum fyrirmælum" og ít-
rekaðum fæmiæfingum, flyst hann í
annan hóp. í nýja hópnum er verið
að leggja inn önnur atriði en þau
sem fyrri hópurinn vann að. Hver
nemandi getur hreyfst milli hópa oft
á dag og ekkert því til fyrirstöðu að
hreyfingin geti einnig verið milli
bekkja eða árganga. Þama reynir
mjög á samvinnu kennara, og
hversu æfðir þeir era í að miðla upp-
lýsingum sín í milli, og að sjá strax
hvaða hópur dagsins hentar einmitt
tilteknum nemanda í ljósi þess sem
framfarimar á kortinu hans sýna.
Með öðram orðum, ákvarðanir
um hvað gera skuli næst, byggjast á
mælitölum sem sýna raunveralega
færni og framför hvers nemenda.
í Momingside stefna allir nem-
endur að sama lokamarki, þótt
breytilegt sé hvar þeir era staddir á
leiðinni, þ.e. hvaða viðfangsefni þefr
eru að glíma við. Það þýðir hins veg-
ar ekki það sama og að þeir nemend-
ur sem era að fást við undirstöðuatr-
iðin eigi að fara sér tiltakanlega
hægt - þvert á móti. í skólanum er
ekki rekið svokallað „ferðakerfi"
sem eitt sér getur haldið aftur af
vinnuhraða og aukinni fæmi nema-
ndans. í Momingside vinna allir
nemendur hratt og hverjum og ein-
um fer mikið fram, en sumir eiga
óneitanlega meira ólært en aðrfr.
Lokaorð
Þegar fjallað er um endurbætur í
skólastarfi er oftast flest annað
nefnt en breytingai' á þessu sér-
hæfða ferli sem kallast kennsla.
Hvað hins vegar hæst ber í umræð-
unni ásamt brýnum lausnum á
kjaramálum kennara, eru húsnæðis-
mál og tækjavæðing auk þess mikla
vanda sem að því er virðist ört vax-
andi fjöldi barna glímir við í aðlögun
og námi.
Með breyttum og auknum kröfum
sem nú era gerðar til kennara og
skólastjómenda, þurfa starfsmenn
skólanna þéttan stuðning og að aug-
um sé beint að nýjum áherslum í
menntun þeirra og stai'fsþróun. Eitt
af því er að nota þá vísindalegu
þekkingu sem sýnir að hegðun og
breytingar á henni lúta sértækum
reglum, rétt eins og annað í náttúr-
unni. Sá sem þekkir reglumar og
getur beitt þeim sem gagnlegum
verkfæram í skólastofunni jafnvel
við ný og framandi tilvik, eykur til
muna líkur þess að kennslan og
verkstjómin leiði tíl mælanlegs ár-
angurs, sem í þessu samhengi er
meðal annars ótrúleg framfór bama
sem dæmd hafa verið ókennsluhæf
og jafnvel sjúk.
Nú er það hins vegar oft reynsla
þeirra sem starfa við kennsluráðgjöf
í skólum, að kennarar breyta ekki
alltaf vinnuaðferðum sínum þrátt
fyrir ábendingar í þá vera. í faglegri
umræðu dagsins er einnig bent á, að
erfitt sé jafnvel fyrir reynda kenn-
ara að breyta því verklagi sem þeir
era vanir þrátt fyrir nýja þekkingu,
þar sem aukin fæmi fáist aðeins
með langtíma þjálfun. í ljósi þess
þurfi að endurskoða skipulag á sí-
menntunamámskeiðum kennara.
Niðurstöður rannsókna á skilvirk-
um kennsluaðferðum nýtast með
öðram orðum ekki alltaf sem skyldi,
að öllum líkindum vegna þess að
þjálfunarþáttinn í símenntunina
vantar. Að breyta þekkingu í leikni
er öllum erfitt og til að svo megi
verða þarf að æfa undfrstöðuatriði
leikninnar til þaula. Þá fyrst er
kennarinn tilbúinn að beita nýlærðri
fæmi sinni inni í skólastofunni.
Reynslan sýnir sem sagt, að auk
hefðbundinnar kennsluráðgjafar og
fræðslunámskeiða stöndum við
frammi fyrir því viðfangsefni að
þróa aðferðir í kennaraþjálfun þar
sem kennarinn reynir strax náttúra-
legar afleiðingar þess að breyta
verldagi sínu á kerfisbundinn hátt.
Afleiðingarnar felast í margfaldri og
mælanlegri framfór nemendanna.
Um árangur slíkrar starfsmögnun-
ar ber Momingside-skólinn ótvírætt
vitni.
Höfundur s tarfar sjálfstætt við
fæmiþjálfun, atferlis- og kennslu-
ráðgjöf. Hún sótti i sumar 200 klst.
þjál funarnámskeið við Morningside
AcademyíSeattlc. Þeirsem óska
geta heðið um heimildalista á
netfanginu adda(S>ismennt.is
I