Morgunblaðið - 22.01.2000, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Framsóknarmenn ræddu um stöðu Framsóknarflokksins
á opnum stjórnmálafundi í Reykjavik
„Þurfa ekki að horfa
niður í götuna þótt þeir
tengist flokknum“
Morgunblaðið/Kristinn
Hallddr Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, var frummælandi á opnum stjdmmálafundi flokksins sl.
fimmtudagskvöld.
MIKLAR umræður urðu um stöðu
Framsóknarflokksins á opnum
stjómmálafundi sem Framsóknarfé-
lag Reykjavíkur hélt á Hótel Sögu sl.
fimmtudagskvöld.
Halldór Ásgrímsson, utanríkisráð-
herra og formaður Framsóknar-
flokksins, sagði að Framsóknarflokk-
urinn ætti ekki að víkja sér undan því
að takast á við erfið og brýn verkefni,
jafnvel þótt það kostaði einhverjar
óvinsældir í skoðanakönnunum.
Hann sagði að menn þyrftu ekkert að
horfa niður í götuna þótt þeir tengd-
ust Framsóknarflokknum.
Halldór sagðist ekkert vera að gef-
ast upp. „Mér líður ekkert fila sem
formaður Framsóknarflokksins. Mér
líður bara ágætlega og mér finnst
staða okkar vera á margan hátt góð
og sterk. Það er engin ástæða til þess
að vera neitt að vorkenna okkur og
ég bið um að það sé ekki gert.
Þótt einhverjir hafi verið að
skamma okkur þá er það allt í lagi.
Auðvitað biðjum við um sanngirni.
Auðvitað er vont að missa menn en
þetta er svona í stjómmálunum. Það
kemur maður í manns stað og við fá-
um inn nýtt fólk,“ sagði Halldór m.a. í
ræðu sinni.
„Það sem við þurfum fyrst og
fremst að gera er að reyna að standa
okkur, halda áfram með það sem við
emm að vinna að og ég er alveg viss
um að það verður einhvem tíma við-
urkennt. Aðalatriðið er að það verði
viðurkennt í næstu kosningum og ég
tel að það muni verða. En mest um
vert er að það skili íslensku þjóðfé-
lagi framföram, “ sagði hann.
Halldór sagði að þótt sótt væri
hart að Framsóknarflokknum væri
flokkurinn í lykilstöðu í þjóðfélaginu
og yrði það næstu árin. „Eg tel að við
höfum okkar forystumenn. Við eram
ekki þannig stödd, eins og Samfylk-
ingin er í dag, sem hefur ekki einu
sinni varaformann, hvað þá formann.
Okkur vantar að vísu varaformann í
næstu framtíð, en að sjálfsögðu eig-
um við nóg efni í slíkt,“ sagði Halldór.
Noregnr og Sviss munu ganga í
Evrópusambandið
Halldór vék einnig að Evrópumál-
unum í ræðu sinni og sagði að um-
ræða myndi brátt blossa upp í Noregi
um inngöngu landsins í Evrópusam-
bandið. Sagðist Halldór vera þess
fullviss að Noregur og Sviss ættu eft-
ir að ganga í Evrópusambandið og þá
yrðu ísland og Liechtenstein einu
EFTA-löndin á Evrópska efnahags-
svæðinu, með um 300 þúsund íbúa.
„Halda menn virkfiega að það sé bara
hægt að reka þetta með sama hætti,
eins og ekkert hafi gerst,“ sagði hann
og kvaðst telja það óábyrga afstöðu
að ætla að leiða þessa þróun hjá sér.
„Hef ég leyfi til þess sem utanrík-
isráðherra landsins, að gá ekki til
veðurs, vegna þess að einhverjir
segja mér að það kunni að vera
óþægilegt pólitískt fyrir Framsókn-
arflokkinn, það gæti verið að hann
kæmi illa út úr skoðanakönnunum
vegna þess að ég er að gá til veðurs,
eins og sumir halda fram. Auðvitað
hef ég ekkert leyfi til þess og Fram-
sóknarflokkurinn hefur ekkert leyfi
til að hugsa alltaf í einhverjum
ímynduðum skoðanakönnunum, um
það hvemig menn koma út í næsta
mánuði í DV. Mér er svo sem út af
fyrir sig alveg sama hvað stendur í
þessu DV, ég gef ekkert fyrir það,“
sagði hann.
Vilja fá beina þátttöku í fram-
varðarsveit flokksins
Ólafur Öm Haraldsson alþingis-
maður sagði við umræður að lokinni
ræðu Halldórs að framsóknarmenn í
Reykjavík hefðu orðið fyrir áfalli við
brotthvarf Finns Ingólfssonar úr
stjómmálum. Við það hafi þeir misst
alla beina þátttöku í framvarðarsveit
Framsóknarflokksins.
„Það hlýtur því að vera eðlileg
krafa okkar framsóknarmanna í
stærsta kjördæmi landsins, þar sem
við höfum tvo þingmenn, að við fáum
með einhveijum formlegum hætti
beina þátttöku í framvarðarsveit-
inni,“ sagði Ólafur.
Framsóknarmenn eru undir í
umræðunni
Óskar Bergsson gagnrýndi hversu
illa væri staðið að kynningu á verkum
Framsóknarflokksins og sagði fram-
sóknarmenn vera undir í umræðunni.
Óskar sagði að afrekaskrá Fram-
sóknarflokksins væri eitt best varð-
veitta leyndarmál þjóðarinnar.
„Ég held að það hafi verið stóru
mistökin í síðustu kosningabaráttu,
að það var ekki hamrað á því hvað
flokkurinn væri að gera,“ sagði hann.
„Framsóknarflokkurinn er ekki nógu
öflugur í þessu breytta fjöl-
miðlasamfélagi sem við búum við í
dag,“ sagði hann.
Páll Jónsson lýsti mikilli óánægju
með stöðu Framsóknarflokksins.
Páll sagðist hafa verið í flokknum í
yfir 40 ár, „og mér hefur sjaldan liðið
eins illa og í seinni tíð, vegna þess að
metnaðurinn er ennþá til staðar og
skoðanakannanir fara hreinlega í
taugamar á mér,“ sagði hann. „Ein-
hverra hluta vegna höfum við ekki
haldið nógu vel á gagnvart þjóðfélag-
inu. Við höfum staðið okkur vel en við
fáum mínusana en hinir plúsana,"
sagði Páll. Hann sagði að sú stað-
reynd að flokkurinn mældist með 7-
10% fylgi í skoðanakönnunum í
Reykjavík og á Reykjanesi sýndi ein-
faldlega að Framsóknarflokkurinn
væri dæmdur þar til smæðar.
Tala eins og við séum enn við
bréfaskriftir og ferðumst með
Gullfossi
Halldór svaraði þeirri gagnrýni
sem fram kom á fundinum og sagði
Framsóknarflokkinn ekki eiga að
víkja sér undan því að takast á við
erfið mál. Hann sagðist einnig oft
vera sakaður um að vera of mikið er-
lendis vegna starfa sinna sem utan-
ríkisráðherra. „Ég held að það séu
fyrst og fremst framsóknarmenn
sem eru að tala um þetta og gráta yfir
þessu. í fyrsta lagi er þetta nú ekki
satt og þar að auki er það þannig að
það skiptir afar litlu máli hvort ég er
úti í Brassel eða á Djúpavogi. Það er
til sú fjarskiptatækni í heiminum, að
það sldptir engu máli. En menn tala
um þessi mál eins og við séum ennþá
bara með bréfaskriftir og ferðumst
með Gullfossi á milli landa,“ sagði
Halldór.
Ræktar betur samband við
kurteisa fjölmiðlamenn
Honum varð einnig rætt um fjöl-
miðla og sagði mikilvægt að hafa góð
tengsl við þá. Hins vegar væra fjöl-
miðlarnir misjafnir. „Margir gagn-
rýna fjölmiðlamenn sem era kurteis-
ir og jákvæðir. Ég hef til dæmis tekið
eftir því að það er byrjaður nýr sjón-
varpsþáttur, Kastljósið, undir stjórn
ungs fólks. Ég veit ekkert hvar þau
era í pólitík, mér er alveg sama um
það, en þau era með erfiðar spum-
ingar og era kurteis. Þau brosa en
hella ekki yfir mann neikvæði, eins
og sumir gera. Svona á að sjálfsögðu
að reka sjónvarpsþætti. Svona eru
sjónvarpsþættir reknir erlendis, þar
sem menn spyrja stjórnmálamenn
erfiðra spurninga, en era kurteisir og
ekkert sérstaklega að reyna að negla
menn og koma mönnum í vanda en
ætlast til að stjómmálamennimir
svari með heiðarlegum hætti,“ sagði
Halldór.
Hann sagði mikfivægt að rækta
góð samskipti við fjölmiðla, „en ég
skal játa að ég rækta þau miklu betur
við fjölmiðlamenn sem era kurteisir
og sýna mönnum virðingu en við þá
sem láta í það skína að við séum háðir
þeim og það sé eins gott fyrir okkur
að tala við þá, því við eigum allt undir
þeim. Auðvitað eigum við mikið undir
fjölmiðlunum en fjölmiðlamir eiga
líka mikið undir okkur. Þarna verður
að ríkja gagnkvæm virðing," sagði
Halldór.
Viðurkenn-
ir skotárás
RANNSÓKNARLÖGREGLAN í
Keflavík hefur við rannsókn skot-
árásar á strætisvagn í Keflavík á
þriðjudag, upplýst að tveir ung-
lingspiltar voru að verki.
Sá sem skaut af byssunni, fimm-
tán ára piltur, hefur viðurkennt
verknaðinn. Hann sagði lögreglu
að um óviljaverk hefði verið að
ræða en ætlunin hefði verið að
skjóta á ljósastaur.
Piltarnir voru fyrir utan heimili
annars þeirra þaðan sem þeir
skutu á vagninn með þeim afleið-
ingum að kúlan úr byssunni fór í
gegnum framrúðu vagnsins og
hrundi úr rúðunni ofan á vagn-
stjórann. Börn sátu í næstu sætum
fyrir aftan rúðuna sem skotið fór í
gegnum.
Lögreglan á eftir að yfirheyra
annan piltinn og hefur lagt hald á
byssuna sem er öflug loftbyssa.
Hvorugur hefur komið við sögu
lögreglunnar áður.
Nám í Bandaríkjunum og tengsl þess við atvinnulífíð
Opin námsmannaráð-
stefna í Lögbergi
NÁM í Bandaríkjunum og tengsl
þess við atvinnulífið er yfirskrift
ráðstefnu sem haldin verður á
vegum Islensk-ameríska félags-
ins, Alþjóðaskrifstofu háskólast-
igsins og Fulbrightstofnunarinn-
ar í tengslum við Alþjóðadaga
Háskóla Islands í næstu viku. Til-
gangur ráðstefnunnar er að miðla
hagnýtri reynslu fólks sem stund-
að hefur nám í Bandaríkjunum og
starfar nú á ýmsum sviðum ís-
lensks atvinnulífs. Meðal þeirra
spurninga sem fjallað verður um
á ráðstefnunni er hvaða augum
atvinnulífið lítur nám í Banda-
ríkjunum, hvernig það nýtist,
hvernig er að hefja nám í Banda-
ríkjunum, hvað þarf að hafa í
huga við ákvarðanatöku og hvar
hægt er að leita upplýsinga.
Ráðstefnan verður haldin í
stofu 101 í Lögbergi, Háskóla ís-
lands miðvikudaginn 26. janúar
nk. kl. 16.00-18.30. Hún er öllum
opin en er einkum ætluð stúdent-
um á háskólastigi sem hyggja á
framhaldsnám í Bandaríkjunum.
Nemar úr framhaldsskólum sem
áhuga hafa á háskólanámi utan
íslands era einnig velkomnir.
Ræðumenn á ráðstefnunni hafa
allir stundað nám í Bandaríkjun-
um á mismunandi sviðum og á
ólíkum stöðum. Þeir sem flytja
erindi eru: Hreggviður Jónsson,
forstjóri íslenska Útvarpsfélags-
ins, Ásta Bjarnadóttir, starfs-
mannastjóri íslenskrar erfða-
greiningar, Sigurlína Davíðs-
dóttir, lektor í sálfræði við
Háskóla íslands, Bjarni Kristján
Þorvarðarson, viðskiptastjóri hjá
FBA, Margrét Haraldsdóttir
Blöndal, myndlistarmaður, Páll
Biering sérfræðingur á Rann-
sóknastofu í hjúkranarfræði og
Margrét Jónsdóttir, lektor í
spænsku við Háskóla íslands.
Jafnframt munu fulltrúar Al-
þjóðaskrifstofu háskólastigsins,
Fulbrightstofnunarinnar og ís-
lensk-ameríska félagsins fjalla
um hvar hægt er að fá upplýsing-
ar um nám í Bandaríkjunum,
möguleika á styrkjum og stúd-
entaskiptum.
Áhugi á námi í Bandaríkjunum
fer vaxandi og í ár stunda um 600
íslendingar nám í Bandaríkjun-
um. Eru það fleiri íslenskir náms-
menn en í Danmörku sem hingað
til hefur verið vinsælasta náms-
land íslendinga.