Morgunblaðið - 22.01.2000, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VERINU
Svavar Guðnason fylgir dómi
Héraðsdóms Vestfjarða eftir
Kærir Fiskistofu
stj órnsýslukæru
SVAVAR Guðnason, útgerðarmað-
ur Vatneyrar BA frá Patreksfirði,
hefur kært Fiskistofu stjórnsýslu-
kæru íýrir að meina Vatneyri BA
að landa afla án þess að hafa fyrir
því heimildir, þar sem hann hafi
verið sýknaður af slíku athæfi fyr-
ir Héraðsdómi Vestfjarða.
Svavar fór þess á leit við Fiski-
stofu fyrir skömmu að hún gæfi
lögfræðilegt mat á því hvort Vatn-
eyri BA mætti landa afla án þess
að hafa fyrir því aflaheimildir. I
svari Fiskistofu kom fram að stof-
an liti svo á að veiðar Vatneyrar
BA væru ólöglegar, þar sem þær
væru taldar brjóta gegn ákvæðum
laga um stjórn fiskveiða. I svarinu
var sérstaklega tilgreint að dómur
Héraðsdóms Vestfjarða breytti
ekki þessu áliti Fiskistofu.
Áfrýjun breytir ekki
sýknudómi
Svavar hefur nú kært Fiskistofu
stjórnsýslukæru fyrir þetta mat
stofunnar. Telur Svavar matið
ólögmætt, þar sem Héraðsdómur
Vestfjarða hafi sýknað sig fyrir
veiðar án aflaheimilda. Hann segir
að áfrýjun dómsins til Hæstaréttar
breyti ekki héraðsdómnum að sínu
mati. „I raun og veru var ég vænd-
ur um þjófnað þar sem átti að hafa
stolið fiski af þeim sem telja sig
eiga kvótann. Dómarinn komst
hins vegar að því að ekki sé hægt
að stimpla mig sem þjóf og athæfí
mitt hafi því verið löglegt. Sýknu-
dómurinn stendur, þrátt fyrir
áfrýjunina, þangað til annar dóm-
ur breytir honum. Ef dómnum
hefði ekki verið áfrýjað, væri þá
héraðsdómur ógildur?" spyr Svav-
ar.
Kolbeinn Árnason, lögfræðingur
í sjávarútvegsráðuneytinu, stað-
festi við Morgunblaðið í gær að
kæra Svavars hefði borist ráðu-
neytinu. Þegar hafi verið óskað
eftir gögnum frá Fiskistofu. Ef
ekki komi fram ný gögn taki ráð-
uneytið afstöðu til kæru Svavars.
Hann sagði að kæran yrði afgreidd
eins fljótt og auðið væri.
Svavar segist eiga von á því að
sjávarútvegsráðuneytið komist að
þeirri niðurstöðu að bíða verði
dóms Hæstaréttar og því hafi mat
Fiskistofu verið réttmætt. „Ef
þetta verður niðurstaða ráðuneyt-
isins en ég vinn málið fyrir Hæsta-
rétti, er ríkið þar með orðið skaða-
bótaskylt öllum þeim sem hefðu
getað róið á þessu tímabili en
gerðu það ekki því þeir áttu ekki
kvóta. Lauslega áætlað gæti ég
trúað að skaðbæturnar nemi 500
til 900 milljónum króna. En ef
ráðuneytið kemst hins vegar að
þeirri niðurstöðu að mér sé heimilt
að róa fram að Hæstaréttardómi
er um leið búið að viðurkenna að
kerfið er hrunið,“ segir Svavar.
Ekki óeðlilega mikið um
umframlandanir
Samkvæmt upplýsingum frá
Fiskistofu hefur ekki borið óeðli-
lega mikið á því að skip hafi land-
að afla umfram heimildir að und-
anförnu, þrátt fyrir yfirlýsingar
ýmissa útgerðarmanna kvótalítilla
skipa þar um. Gerðar hafa verið
athugasemdir við umframafla
tveggja skipa í þessari viku, þar
sem annað hafi landað um 16 tonn-
um umfram heimildir en hitt örfá-
um tonnum. Samkvæmt upplýsing-
um frá Fiskistofu hefur
aflamarksstaða annars skipsins
þegar verið lagfærð en hinu hefur
verið gefin frestur fram á mánu-
dag til að laga stöðu sína. Sigurjón
Aðalsteinsson, forstöðumaður
landeftirlitssviðs Fiskistofu, segir
að eftirlitsmenn stofunnar séu sér-
staklega á varðbergi gagnvart
þeim útgerðum sem í fjölmiðlum
hafi lýst því yfir að skip þeirra
myndu landa afla umfram heimild-
ir. í hvorugu tilviki hafi hins vegar
verið um að ræða skip sem gefið
hafi slíkar yfirlýsingar.
Fiskverkun Karls Sveinssonar á Borg-
arfírði eystra semur við Grindvíkinga
Vísir fjórfaldar
byggðakvótann
FISKVERKUN Karls Sveinssonar
á Borgarfirði eystra hefur gert
samning við Vísi hf. í Grindavík
þess efnis að Vísir sjái um að veiða
byggðakvótann, sem Fiskverkunin
fékk úthlutað, og tryggi að vinnsl-
an fái fjórfalt meiri afla til að
vinna úr en byggðakvótinn segir
til um. Að sögn Karls Sveinssonar
ætti samningurinn ð fylla að
nokkru upp í eyður sem myndast á
veturna vegna ógæfta á heimamið-
um og hafi því mjög mikið að
segja.
Karl segir að Fiskverkunin hafi
fengið úthlutað 46 þorskígildis-
tonnum en samningurinn feli það í
sér að Vísir fjórfaldi það magn.
„Vinnslan fær þorsk frá Vísi og
með þessu brúa ég bilið á veturna
þegar ég fæ engan fisk vegna þess
að trillurnar geta ekki róið,“ segir
Karl.
Landað á Djúpavogi
Vísisskipin landa á Djúpavogi og
Karl sækir fiskinn þangað, en um
er að ræða rúmlega 200 km veg
hvora leið, sé hægt að fara um
Breiðdalsheiði. „Það telst ekki
langt þegar fiskur er annars veg-
ar,“ segir hann.
Karl gerir út tvo báta og fær
fisk að auki frá öllum trillunum á
Borgarfirði, en um er að ræða 10
til 12 trillur. Um 10 til 12 manns
starfa að meðaltali í Fiskvinnsl-
unni og er fískurinn nær eingöngu
verkaður í salt en einnig er um
smávægilega harðfiskvinnslu að
ræða. „Þessi samningur breytir
gífurlega miklu fyrir okkur og
hann á að auka stöðugleikann
geysilega mikið. Reyndar setti
strik í reikninginn að það kviknaði
í bátnum Fjölni sem átti að koma
hingað austur og verður hann frá í
þrjá mánuði. Því er Vísir aðeins
með einn bát eins og er sem þarf
að sjá Djúpavogi, Breiðdalsvík og
okkur fyrir fiski en þeir eru líka í
loðnu og síld á Djúpavogi og því
ekki alltaf í þorski. En þó við fáum
ekki nema einn bíl á viku munar
um það,“ segir Karl.
Samningur
til fimm ára
Samningurinn er til fimm ára og
verður endurskoðaður árlega með
tilliti til reynslu. Forsvarsmenn
Fiskverkunar Karls Sveinssonar
og Vísis hf. hafa skrifað undir
samninginn en Byggðastofnun og
Borgarfjarðarhreppur eiga eftir að
fjalla um hann.
Vandræðagangur „atvinnustjórnarflokka“ Austurríkis
„ Kerfísskelfírinn “
Haider kemst í
lykilaðstöðu
Vín. AFP, AP.
EINN stormasamasti sólarhringur í
stjórnmálasögu austurríska lýðveld-
isins frá endurreisn þess eftir síðari
heimsstyrjöld náði hámarki í gær
með yfirlýsingu Viktors Klima,
kanzlara og leiðtoga Jafnaðar-
mannaflokksins, um að hann ætlaði
sér að reyna að mynda minnihluta-
stjóm, en það hefur aðeins einu
sinni verið reynt áður í landinu.
„Nú hef ég það hlutverk að tala
við leiðtoga hinna flokkanna sem
sæti eiga á þingi, til að leita leiða til
samvinnu á þinginu, hvernig at-
kvæðagreiðslur fari fram, hvernig
samið er um mikilvæga löggjöf og
hvernig hún er afgreidd,“ sagði
Klima eftir fund sinn með Thomas
Klestil forseta, þar sem kanzlarinn
greindi frá því hvernig viðræður
jafnaðarmanna og íhaldsmanna í
Þjóðarflokknum um endurnýjun
stjórnarsamstarfs þeirra fóru út um
þúfur.
Klima gerir sér þó, að sögn vefút-
gáfu dagblaðsins Der Standard,
engar grillur um að slík stjórn eigi
langt líf fyrir höndum. Hann reikni
ekki með því að hún haldi velli heilt
kjörtímabil, en þrátt fyrir það ætli
hann að reyna sitt bezta.
í sögu austurríska lýðveldisins
eftir endurstofnun þess að síðari
heimsstyrjöld lokinni hefur það að-
eins einu sinni áður komið fyrir að
minnihlutastjórn spreytti sig á land-
stjórninni. Hún lifði aðeins í 18 mán-
uði, frá apríl 1970 til október 1971.
Schiissel segir málamiðlunar-
tilboð standa enn
Stjórnarflokkarnir tveir, sem enn
starfa saman í bráðabirgðastjórn,
höfðu formlega staðið í stjórnar-
myndunarviðræðum síðan 17. des-
ember þegar loks var tilkynnt á mið-
vikudag að nýr stjórnarsáttmáli
lægi fyrir. Wolfgang Schussel, leið-
togi Þjóðarflokksins, lýsti því yfir í
gær að tilboð hans til jafnaðar-
manna, sem lagt var fram á fimmtu-
dagskvöld sem lokatilraun af hálfu
Þjóðarflokksins til að gera stjórnar-
myndun mögulega, stæði enn, þrátt
fyrir að Klima hefði hafnað því.
„Tilboð okkar stendur enn,“ sagði
Schussel á blaðamannafundi. Til-
boðið fólst í þeirri málamiðlunartil-
lögu, að óflokksbundinn maður yrði
skipaður í embætti fjármálaráð-
herra í stað jafnaðarmanns, sem
hefur gegnt því undanfarin 13 ár.
Þessa hugmynd tók Klima ekki í
mál. Verkalýðsleiðtogar, sem hafa
mikil ítök í jafnaðarmannaflokkn-
um, settu sig líka mjög upp á móti
kröfum þjóðarflokksmanna um
breytingar á eftirlaunakerfinu og
öðrum efnahagsmálatillögum
þeirra.
Frelsisflokkurinn myndi hagn-
ast mest á nýjum kosningum
Klima hefur ítrekað útilokað
hvers konar samstarf Jafnaðar-
mannaflokksins við Frelsisflokkinn,
sem í kosningabaráttu sinni í haust
sem leið lagði m.a. áherzlu á inn-
flytjenda- og Evrópusambands-
fjandsamlega stefnu.
Nýjustu skoðanakannanir, gerðar
í vikunni, benda til að yrði kosið á ný
núna fengi Frelsisflokkurinn jafnvel
enn meira fylgi en jafnaðarmenn,
sem í október héldu stöðu sinni sem
stærsti flokkurinn, þrátt fyrir tals-
vert fylgistap. Fylgi við flokk Haid-
ers mælist nú á bilinu 27-32%.
Talsmenn Frelsisflokksins spá
minnihlutastjórn jafnaðarmanna
skammlífi. „Við útilokum minni-
hlutastjórn [sem raunhæfan kost til
AP
Thomas Klestil, forseti Austurríkis (t.h.) ávarpar fréttamenn eftir fund
þeirra Viktors Klima, kanzlara og leiðtoga austurríska Jafnaðarmanna-
flokksins, sem með honum stendur, í forsetahöllinni í Vín í gær.
AP
Jörg Haider, leiðtogi Frelsis-
flokksins, tjáir sig um stöðu
stjórnarmyndunarmála á blaða-
mannafundi í Klagenfurt í gær.
að stjórna Austurríki] vegna þess að
slík lausn dugar ekki og vegna þess
að slík stjórn er ekki stöðug," hefur
AFP eftir Peter Westenthaler,
framkvæmdastjóra ílokksins.
Eftir kosningarnar í haust eiga
aðeins fjórir flokkar fulltrúa á aust-
urríska þinginu. 65 af þingmönnun-
um 183 eru jafnaðarmenn, Frelsis-
flokkurinn og Þjóðarflokkurinn hafa
52 fulltrúa hvor, og græningjar 14.
Fylgisvöxt Frelsisflokksins má
einkum rekja til útbreiddrar
óánægju kjósenda í Austurríki með
þau stöðnuðu helmingaskipti sem
jafnaðarmenn og þjóðarflokksmenn
hafa með sér á öllum sviðum stjóm-
kerfisins. Eftir að hafa átt í stjóm-
arsamstarfi óslitið í svo langan tíma
hafa hrannast upp mörg ágreinings-
mál, eins og hinar brösulegu tilraun-
ir til að halda samstarfinu áfram
bera vitni um. Reyndar hafði Wolf-
gang Schussel lýst því yfir fyrir
kosningarnar í haust að Þjóðar-
ílokkurinn færi í stjórnarandstöðu
ef hann héldi ekki stöðu sinni sem
annar stærsti flokkurinn. Frelsis-
flokkurinn komst upp fyrir hann, og
þar með var komin upp mjög flókin
staða.
I Þjóðarflokknum em öfl sem
telja í stöðunni vænlegast að láta
reyna á samstarf við Frelsisflokk-
inn, enda hefðu fiokkarnir tveir ör-
uggan þingmeirihluta. Núverandi
flokksforysta Þjóðarflokksins metur
stöðuna þó svo, að minnsta kosti enn
sem komið er, að allt sé til vinnandi
að láta reyna á aðra kosti þótt hún
hafi ekki útilokað samstarf við
Frelsisflokkinn með eins afgerandi
Reuters
Wolfgang Schiissel, leiðtogi
Þjóðarflokksins, kemur af fundi
Thomas Klestils Austurríkisfor-
seta í gær.
hætti og jafnaðarmenn. Dæmi eru
um samstarf flokkanna í fylkis-
stjórnum, svo sem í Kamten, þar
sem flokksleiðtoginn Jörg Haider
gegnir nú fylkisstjóraembætti.
Meðal þess sem heldur aftur af
mönnum að opna á samstarf við
flokk Haiders er að uppgangi hans
hefur verið mjög illa tekið víða utan
Austurríkis, sem helgast aðallega af
umdeildum ummælum sem hann
hefur látið falla á stjórnmálaferli
sínum, m.a. þess efnis að í Þriðja ríki
Hitlers hafi verið rekin „skynsamleg
atvinnustefna". Israel hefur hótað
að slíta stjórnmálasambandi við
Austurríki komist Haider í stjórn.
Haider segist verða
áfram í Karnten
Á blaðamannafundi í Klagenfurt,
héraðshöfuðborg Karnten, sagði
Haider í gær að Frelsisflokkurinn
væri opinn íyrir öllum möguleikum,
en hann hainaði bæði minnihluta-
stjórn jafnaðarmanna og að boðað
yrði til kosninga á ný. Sagðist hann
sjá fyrir sér fjóra möguleika; stjórn-
arsamtarf Frelsisflokks og jafnaðar-
manna eða Frelsisílokks og Þjóðar-
flokks, stjórn sem óflokksbundinn
kanzlari færi fyrir, eða hreina em-
bættismanna-bráðabirgðastjórn.
„Slagurinn er fyrst núna virkilega
opinn og fyrst núna byrja viðræð-
urnar um að uppfylla virkilegan vilja
kjósenda," sagði Haider. En færi
svo, að Frelsisflokkurinn kæmist í
stjórn í þessari umferð lýsti Haider'
því yfir að hann yrði ekki í henni;
hann yrði áfram fylkisstjóri í Kárnt-
en.
t