Morgunblaðið - 22.01.2000, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000 5 7
UMRÆÐAN
Cape Town - Tískuborg
ferðalaga nútímans
Það sést úr 150 km
fjarlægð einsog þver-
hníptur skjólveggur yf-
ir borginni, BorðfjalHð,
eitt frægra kennileita á
höfðanum Cape, sem
Sir Francis Drake
landkönnuður kallaði
„Fegursta höfða
heimsins", eftir að
hann lauk siglingu
sinni árið 1580. Margir
telja Cape Town feg-
ursta af borgum heims-
ins, nema ef vera skyldi
Rio de Janeiro. Engin
ástæða er til að vef-
engja orð Drakes, en
síðan hefur manns-
höndin komið til sögunnar og haldið
áfram að prýða þetta djásn veraldar
með fögrum mannaverkum, bygg-
ingum, sem falla vel að landslaginu,
góðu vegakerfi og ræktun, sem dreg-
ur fram töfra náttúrunnar.
Suður-Afríka hefur hlotið viður-
nefnið „heill heimur í einu landi“
vegna ótrúlegrar fjölbreytni lands-
lags, lita og gróðurfars, að ógleymdu
dýralífinu. Landið myndar syðsta
hluta Afríku, nærri 1,24 milljón fer-
kflómetra að flatarmáli og íbúafjöldi
er nálægt 45 milljónum. Cape Town,
stærsta borgin, sem með útborgum
er með nærri 3 milljónir íbúa, hefur
verið eins konar hlið Afríku frá því
að hvítir menn námu þar land og
reistu birgðastöð íyrir hollenska
Austur-Indía félagið. Lengi vel vissu
menn ekki, hvar þetta mikla land
endaði, en sennilega væri þar heim-
sendir, uns landkönnuðinum Barto-
lomeus Diaz tókst fyrstum manna að
sigla suður íyrir Góðrarvonarhöfða
árið 1486, og áratug síðar kom landi
hans Vasco da Gama eftir honum og
opnaði siglingaleiðina norður með
strönd Afríku og austur til Indlands,
en það gjörbreytti viðskiptaháttum
heimsins í kjölfar landafundanna
miklu.
Stofnandi Cape Town er talinn
vera Jan van Riebeeck, sem settist
að í borginni 1752 ásamt 90 frum-
byggjum að reisa birgðastöð Austur-
Indíafélagsins. Bretar hröktu Hol-
lendingana, Búa, burt þaðan í lok 18.
aldar, norður í land, og námu þeir
land í Transvaal. Suður-Afríka var
nýlenda Breta til ársins 1961, þegar
landið klauf sig frá Breska samveld-
inu og stofnaði lýðveldi. Nokkru fyrr
höfðu hægri öflin í stjóm landsins
tekið upp harða aðskilnaðarstefnu
hvítra og svartra, Apartheid. Skyldi
svarti stofninn flytjast á tiltekin
landsvæði - Homelands og búa þar
að sínu.
Aðskilnaðarstefnunni, sem vakti
andúð alls heimsins, og flestar þjóðir
svömðu með algjöru viðskiptabanni
á Suður-Afríku, lauk með þrotlausri
baráttu Nelsons Mandela, sem vann
stórsigur í kosningum 1994 og settist
í stól forseta landsins eftir 27 ára
fangelsisvist fyrir mótþróa gegn
stjóm landsins. Þolgæði Mandela og
þrautseigja vöktu aðdáun frelsisafla
heimsins, og hlýtur hann að teljast
með áhrifamestu einstaklingum
samtímans. Margir voru svartsýnir á
þróun Suður-Afríku eftir stjórnar-
skiptin, en hrakspárnar hafa fæstar
rætst. Auðvitað á „regnbogaþjóðfé-
lagið“, eins og það er einatt nefnt,
enn við mörg vandamál að glíma,
sem eiga sér djúpar rætur í upprana
og samsetningu þjóðfélagsins langt
aftur fyrir tíma Apartheid, en fróð-
legt er að sjá, hve margt hefur þok-
ast í framfaraátt á síðasta áratug.
Ekki verður því mótmælt með nokk-
urri sanngirni, að framtak hvítu
landnemanna á 18. og 19. öld og allt
fram til loka 20. aldar er undirstaða
þeirrar velmegunar og lífsgæða er
landið ber vott um, enda ber það að
landgæðum af flestu á jörðinni, svo
að hið stóra, gjöfula land ætti að geta
brauðfætt alla þegna sína og veitt
þeim þá menntun, sem er undirstaða
allra framfara.
Oft er Afríka kölluð „hið myrka
meginland", en Cape Town er björt
borg og fögur ásýndum
undir tígulegu fjallinu,
er dregur nafn sitt af
löguninni, sem að ofan
sýnist flöt einsog
borðplata, stundum
sveipuð hvítum dúk,
þegar skýin leggjast
einsog slæða yfir.
Borgin er hreinleg og
nýtískuleg, margar
byggingar í klassískum
stfl lyrri aldar, en einn-
ig góð sýnishom 20. al-
darinnar. Loftslag í
borginni þykir sérlega
gott og telja borgar-
búar það best í heimi
vegna hafgolunnar af
suðaustri, sem hrekur alla mengun á
haf út. Cape Town er merkilegt sam-
bland af evrópskum hefðum og stíl í
bland við Austurlönd og hinn svarta
kynstofn. Bæði Malayar og Indverj-
ar era allfjölmennir, og í sjálfri borg-
inni er ekki mikið um svertingja.
Andrúmsloft borgarinnar er létt og
þægilegt, göngustígar og götur án
bílaumferðar, útiveitingahús og létt-
ur borgarbragur. Síðan viðskipta-
banni var aflétt er vöraúrval gott frá
öllum heimshlutum og verðlag hag-
stætt á evrópskan mælikvarða, þótt
ekki jafnist við Austurlönd.
Aðbúnaður ferðamanna í Cape
Town er sérlega góður, og á síðustu
árum hafa risið ný hótel, sem mörg
eru í fremstu röð. Má þar nefna Holi-
day Inn Waterfront, stórt hótel milli
miðborgar og Waterfront-svæðisins,
sem vakið hefur heimsathygli á síð-
ustu árum. Þar er líka Cullinan-hót-
elið, sem var opnað fyrir ári og er
byggt í klassískum stfl Edwardian-
tímabilsins á Englandi, sem enn nýt-
ur mikilla vinsælda t.d. í London og
margir Islendingar kannast við.
Nafnið Cullinan er dregið af stærsta
gimsteini heimsins, sem fannst í
Suður-Afríku árið 1905. Það er ekki
víða í heiminum hægt að velta sér
upp úr þægindum hefðarfólks á 19.
öld, en það er hægt hér. Allt Water-
front-svæðið er safn verslana með
varning á heimsvísu, veitingastaða
með matargerð flestra Evrópuþjóða,
en einnig austurlenska, bjórkrár og
vínstofur, og er víða glatt á hjalla á
kvöldin. Jazz nýtur mikilla vinsælda
í Cape Town og sveiflan hástemmd,
bæði á Waterfront og inni í borginni,
sem býður í senn hámenningar-
skemmtun í leikhúsum, óperu- og
konsertsölum, auk léttmetis af öllu
tagi. Forðast ber að vera einn á ferð
að kvöld- eða næturlagi, einkum á fá-
förnum stöðum, en annars er örygg-
isvarsla góð og yfirbragð borgarinn-
ar vinsamlegt.
Allt Cape-hérað er sem aldinga-
rður skaparans með blómskrúði sínu
og litadýrð, sem stöðugt kitlar lit-
Ferðalög
Borgin er merkilegt
sambland af evrópskum
hefðum og stíl í bland
við Austurlönd og hinn
svarta kynstofn, segir
Ingólfur Guðbrandsson
sem dregur hér upp
myndræna lýsingu á
Cape Town og Suður-
Afríku.
himnu augans. Kirstenbosch-garð-
urinn þykir bera af öðrum í víðri ver-
öld fyrir fegurð sína og skipulag, þar
sem listaverkum er stillt upp til
áherslu á snilld náttúrunnar. Margar
skemmtilegar kynnisferðir eru í
boði, s.s. upp á Borðfjallið með út-
sýni til Robbeneyju, suður á Góðrar-
vonarhöfða og langt á haf út. Það er
aðeins 75 km akstursleið suður á
sjálfan höfða hinnar góðu vonar, eitt
frægasta kennileiti heims, þar sem
heimshöfin koma saman og mynda
mikla röst, sem stundum raskaði för
sjómanna og bjó þeim vota gröf. Vín-
löndin í Paarl og Stellenbosch ætti
enginn að láta fram hjá sér fara,
hvort sem hann neytir víns eða ei,
því svo fagurt er landið og litríkt að
unaður er að sjá, og þurfa menn ekki
að vera hreifir af víni til að njóta
þeirra töfra. Er þá fátt eitt talið af
því, sem gleður augu og eyru ferða-
manns í Cape Town, en sá sem hefur
séð þá dýrð skilur Afríku betur og
gleymir henni ekki.
Úm páskana 2000 gefst íslending-
um í fyrsta sinn kostur á að komast
beint til Cape Town í sérskipulagðri
ferð Heimsklúbbs Ingólfs-Príma
fyrir gull- og farkorthafa Visa ísl-
and. Fullyrða má, að ferðin er þægi-
leg og vel úr garði gerð, flogið með
nýjustu breiðþotu Atlanta-flugfé-
lagsins, sem fer þá í vígsluferð sína
frá Islandi, og er sérstaklega búin til
langflugs með vönduð innréttingum
og afþreyingarbúnaði til að njóta
tónlistar og kvikmynda, auk veitinga
á leiðinni. Jafnlangt hefur íslending-
um ekki boðist að fara fyrr í beinu
leiguflugi frá landinu, enda vekur
ferðin mikla athygli og fær góðar
undirtektir. Ferðin stendur í 8 daga
frá 16. til 23. apríl. Þekktir íslenskir
fararstjórar verða farþegum til
halds og trausts.
Höfundur er ferðamálafrömuður.
Fjárfestar athugið!
Höfum kaupendur að hlutabréfum í
OZ.com, deCode og Flögu
yáVerðbréfamiðlunin
jjAMflAf-Verðhréf
Br Löggilt óháð fyrirtæki í verðbréfaþjónustu
• Aðili að Verðbréfaþingi íslands •
Suðurlandsbraut 46 • Sími: 568 10 20
Bylting
i
Fjölnota byggingaplatan
sem allir hafa beðið eftir!
VIROC byggingaplatan er fyrir veggi, loft og gólf.
VIROC byggingaplatan er eldþolin, vatnsþolin,
höggþolin, frostþolin og hljóðeinangrandi.
VIR0C byggingaplatan er umhverfisvæn.
VIR0C byggingaplatan er platan sem
verkfræðingurinn getur fyrirskrifað nánast blint.
Staðalstærð: 1200x3000x12 mm.
Aðrar þykktir: 8,10,16,19, 22, 25, 32 & 37 mm.
Mesta lengd: 305 cm. Mesta breidd: 125 cm
Vlroc utanhúísklæðnlng
PP
&CO
telttö upplýslnga
Þ.ÞORGRÍMSSON & CO
ARMÚLA 29 S: 553 8640 & 568 6100
MORE
NÝ LÍNA f YFIRSTÆRÐUM 44-60
Verðdæmi:
Jakkar frá kr. 4.900
Pils frá kr. 2.900
Buxur frá kr. 2.900
Bolir frá kr. 1.500
Anna og útlitið verður með fatastils- og lit-
greiningamámskeið. Uppl t síma 892 8778.
Nýbýlavegi
Kópavogi
12
Ótrúlsgttðboðá
FbDcArt
acrýhnálxtingu.
T
FoIkArt
Hammánotaátré, gife
leir, pappaogtau.
t
acrýlmálningln
ernotuðaf
listamönnum
jafntsem
handverksfóM
umailanheim.
10]itíraðeiginva]i
áaðemskr.200Q*
• ísafjöröur
Oarrímuhuðúi
Hvammstangi
Hlín.
Skagaströnd * Húsavík
»Fönðnrkarftifi Bsar
Sauöarkrókur < Akureyri
SkagfirSmgsbúfi Aö-búðm
Stvkkishólmur
Setta,
Se;
Ara
plsstaöir
» Búöardalur
ÍMftkjíir
Ólafsvík
Biéniaveik Borgarnes
Pumslráiö
Reykjavík Mosfellsbær
Fnmlra, tlanmaptten
Dropjrm * ‘Hainarfjöröur Oluggahús
Grindavík Þoflákshöfn
Faiúma Keriingakot 'Hyonsvollur
fÍJÚÖtlú
Vestmannaeyjar
fipreff úr epori
Neskaupstaöur
FöntJnrtt- Jennýar
LanöhollsveBur lll Simí S68 6500
www.fondra.is
Tölvur og tækni á Netinu ^mbl.is
eiTTH\SA£> ISIYTl