Morgunblaðið - 25.02.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.02.2000, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stúdentaráðskosning- ar í Háskóla Islands Röskva héit meiri- hlutanum RÖSKVA, samtök félagshyggju- fólks, vann sigur í Stúdentaráðs- kosningum Háskóla íslands í fyrradag, en þetta er 10. árið í röð, sem Röskva fer með sigur af hólmi. Röskva fékk 51% atkvæða og 5 menn kjörna, en Vaka, félag lýð- ræðissinnaðra stúdenta, fékk 45% atkvæða og 4 menn kjörna. Munur- inn á fylkingunum var 173 atkvæði og þýða úrslitin að Röskva heldur meirihluta í Stúdentaráði. Um 2.827 háskólanemar tóku þátt í kosningunum, eða um 44% af þeim sem eru á kjörskrá. Auðir seðlar voru 101 og ógildir 29. Kjör- sóknin að þessu sinni var aðeins betri en í fyrra en þá var hún 42%. Árið 1998 var kjörsókn 47%. í fyrradag var einnig kosið til háskólaráðs og hlaut Röskva 1.444 atkvæði, Vaka 1.299. Utankjörfundaratkvæði ógild Á fundi kjörstjórnar kom upp deila um gildi 51 atkvæðis sem greidd höfðu verið utan kjörfund- ar. Snerist deilan um það hvort at- kvæði sem greidd höfðu verið utan auglýstrar utankjörfundarat- kvæðagreiðslu væru gild atkvæði. Átta fulltrúar í kjörstjórn töldu svo ekki vera þar sem ekki hefði verið rætt um slíka atkvæðagreiðslu á fundum kjörstjórnar. Fimm kjör- stjórnarfulltrúar, þar á meðal for- maður kjörstjórnar, töldu slík at- kvæði vera greidd í samræmi við 19. gr. laga Stúdentaráðs og því gild atkvæði. Kjörstjórn samþykkti með 8 atkvæðum gegn 5 að skoða ætti þessi atkvæði sem ógild og að þau kæmu ekki til talningar. Var farið eftir þeirri ákvörðun við taln- ingu. Deutsche Messe AG, Hannover/Krebs Allt það nýjasta f upplýsingatækninni er á CeBIT-sýningunni í Hannover og þar eru einkatölvur af öllum gerðum áberandi. CeBIT hófst í gær í Hannover Reiknað með 700 þúsund manns Hannover. Morgunbladið. ALLT það nýjasta í upplýsinga- tækni er kynnt á sýningunni CeBIT sem hófst í Hannover í gær og stendur fram á miðvikudag. Þetta er stærsta sýning sinnar tegundar í heiminum. Á áttunda þúsund fyrirtækja sýna vörur sínar og þjónustu á 450 Deutsche Messe AG, Hannover/Langefeld Smærri, Iéttari og öflugri far- sfmar draga að sér athygli gesta á CeBIT-sýningunni. þúsund fermetrum og reiknað er með að gestir verði um 700 þúsund. Það mátti vel merkja á aðsókninni í gærmorgun þegar allar lestir voru drekkhlaðnar af fólki þrátt fyrir tíðar ferðir. Gistiherbergi í Hann- over voru upppöntuð fyrir þremur árum og fara margir þá leið að gista í nágrannabyggðarlögunum; sumir jafnvel í Hamburg en það tekur um eina og hálfa klukkustund að ferðast þaðan með lest til Hannover. Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, flutti ræðu við upphaf hátíðarinnar og talaði um mikil- vægi Netsins og upplýsingatækni. Einnig kom fram við opnunina að um 30 þúsund störf væru á lausu í tölvutækni í álfunni og er atvinnu- miðlun á meðai nýjunga á CeBIT. Sex fslensk fyrirtæki sýna á bás sem Útflutningsráð er með á leigu og einnig verður sífellt meira um að íslensk fyrirtæki taki þátt í kynn- ingum erlendra samstarfsaðila eða viðskiptavina. Landsmenn tilnefni „öndvegishús og merkileg mannvirki“ LISTAHÁT’IÐ í Reykjavfk efnir, ásamt Morgunblaðinu, Arki- tektafélagi Islands og byggingar- listadeild Listasafns Reykjavíkur, til ljósmyndasýningar þar sem viðfangsefnið verður fslensk byggingarlist. Yfirskrift sýning- arinnar er „Öndvegishús og merkileg mannvirki". Þar verður reynt að velja úr og gera skil þeim byggingum og mannvirkjum sem einhverra hluta vegna hafa framar öðrum sett svip sinn á ís- lenska byggingarlist. Nefnd fag- manna mun velja 50 byggingar og mannvirki sem hún telur skara fram úr hvað varðar útlit, hönn- un, áhrif á þróun byggingarlistar, notagildi, og samspil við umhverfi sitt, svo eitthvað sé nefnt. Aðstandendur verkefnisins hvetja nú landsmenn til að líta sér nær, skoða umhverfi sitt og kveða upp sinn dóm. Þess er farið á leit að fólkið í landinu tilnefni þau hús eða mannvirki sem á ein- hvern hátt hafa vakið athygli þess. Tilnefna má eina til þijár bygg- ingar eða mannvirki, hvaðanæva af landinu sem er. í yfirskrift þessa úrvals felst að byggingin skipi öndvegi í huga þess er vel- ur, sé í öndvegi f umhverfi sínu og hafi til að bera fagurfæðilegt gildi byggingarlistar sem skipi henni í ákveðið öndvegi. Mikil- leiki, íburður eða stærð þarf ekki endilega að ráða ferðinni heldur rökstudd skoðun um að byggingin hafi eitthvað það til að bera sem geri hana að „öndvegishúsi“ eða „merkilegu mannvirki" og höfði til fólks á jákvæðan hátt út frá gefnum forsendum. Velja má byggingu frá hvaða tíma íslenskr- ar byggingarsögu sem er. í tilnefningunni þarf að koma fram rökstuðningur fyrir valinu, þar sem útskýrt er í stuttu máli hvað þessi tiltekna bygging hefur til að bera umfram aðrar, nafn og staðsetning byggingarinnar, og ef fyrir liggja, upplýsingar um höf- und byggingarinnar og bygging- arár. Gott væri að ljósmynd eða stafræn mynd fylgi með, sé bygg- ingin ekki þeim mun þekktari. Tilnefningum skal skilað til Listahátíðar í Reykjavík, Pósthólf 88, 121 Reykjavík, merktum „Öndvegishús og merkileg mann- virki“ fyrir 1. apríl nk. Morgunblaðið mun birta mynd- ir af tilnefndum byggingum í apr- íl og maí og að endingu mun dómur almennings verða lagður fram samhliða dómi hinnar fag- legu nefndar á sýningunni „Önd- vegishús og merkileg mannvirki" sem verður opnuð á Listahátfð hinn 21. maí nk. í nýjum húsa- kynnum Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu. Selskersviti. Minnt er á að ábendingamar geta bæði verið um hús og mannvirki. Allar greiðslur skattlagðar sem laun ALMENNA reglan er sú að allar greiðslur, sem ganga til starfs- manna, hvaða nafni sem þær nefn- ast, eru laun í hendi þeirra og skatt- lagðar sem slíkar, sagði Indriði H. Þorláksson ríkisskattstjóri aðspurð- ur um skattalega meðferð launa á borð við þau, sem stjómendur og starfsmenn Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins fengu á síðasta ári. Á aðalfundi bankans á miðvikudag kom fram að fimm æðstu stjómend- ur FBA höfðu að meðaltali 17 millj- ónir króna í laun og áunninn kaup- auka á síðasta ári. Að auki verður útgreiddur kaupauki starfsmanna FBA vegna síðasta árs að meðaltali 100 þúsund krónur á mánuði og því til viðbótar geymast um 100 þúsund króna mánaðargreiðslur á mann, eða um 48% af áunnum bónus, og verða greiddar út á næsta ári eða síðar, allt eftir því hvort árangur bankans á þessu ári verður betri en á síðasta ári eða ekki. Indriði sagði að meta þyrfti hvert tilfelli þegar peningar væm lagðir til hliðar eða í sjóði, en reglan væri sú að tekjur yrðu skattskyldar um Ieið og þær yrðu eign viðkomandi og kæmi það útborgunartíma ekki við. „Ef maður fær laun með því að fá afhent hlutabréf eða ávísun á ein- hver verðmæti era verðmæti þeirrar afhendingar á einhveiju gangverði tekjur hans,“ sagði hann. „[Skatt- lagningin] ræðst af því hvaða form er á þeirri eign. Ef maður fær hlutabréf afhent er litið á verðmæti á þeim tíma og það hefur ekki áhrif þótt hlutabréfið falli í verði seinna. Þetta er alveg eins og hann fengi afhentan pening til að kaupa hlutabréfið. Það gildir einu þótt féð sé fast, málið er metið á þeim grandvelli hvers konar íyrirkomulag og hvernig eignarhald- ið á þessu er. En það þarf að taka íram að þetta er ekki hægt að meta nema allar upplýsingar liggi fyrir.“ Að sögn Indriða gildir einu hvort um er að ræða laun eða bónus varð- andi skattlagningu. Hátekjuskattur er 45,37% af þeim tekjum, sem eru umfram 3.278 þúsund krónur á mann miðað við álagningu vegna tekna á árinu 1999, eða 7% umfram almenn- an skatt, sem er 38,37%. ------♦-♦-4----- Samgönguráðherra Óskalisti frekar en forgangs- röðun STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra segir, í samtali við Morgun- blaðið, að tillögur sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu að vegaáætlun séu allra góðra gjalda verðar, en þær beri með sér að forsvarsmenn sveit- arfélaganna hafi ekki getað gert upp á milli verkefna. „Tillögumar gera ráð fyrir mun meiri tekjuöflun en vegasjóður hefur yfir að ráða og eru þessar tillögur þar af leiðandi óskalisti frekar en forgangsröðun, segir Sturla. Hann segir tillögurnar bera með sér að sveitarfélögin hafi í raun ekki komið sér saman um að forgangs- raða, heldur virðist sem öll sveitar- félögin fái óskir sínar uppfylltar. Þýða aukin útgjöld bfieigenda „Ég mun óska eftir fundi með for- svarsmönnum sveitarfélaganna til að ræða þessa stöðu og fá betri skýr- ingar. Eg tel ekki ólíklegt að bæjar- stjórarnir og borgarstjórinn hafi góðan skilning á því að fram- kvæmdaáform verða að byggjast á því að það liggi fyrir tekjuöflun.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.