Morgunblaðið - 25.02.2000, Page 10

Morgunblaðið - 25.02.2000, Page 10
10 FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Fyrsta umræða um frumvarp til nýrra laga um mat á umhverfísáhrifum Deilt á sólar- lagsákvæði frumvarpsins Morgunblaðið/RAX Hart var sótt að Siv Friðleifsdóttur umhverfisráðherra á Alþingi í gær. VIÐ umræður um frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum, sem Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra mælti fyrir á Alþingi í gær, gerðu stjórnarandstæðingar harðar at- hugasemdir við bráðabirgðaákvæði sem kveður á um að framkvæmdir samkvæmt leyfum, er útgefin voru fyrir 1. maí 1994, verði ekki háðar mati á umhverfisáhrifum séu þær hafnar fyrir árslok 2002. Flestir fögnuðu því þó, að frumvarpið skyldi nú hafa verið lagt fram, en töldu að það hefði átt að gerast mun fyrr. Frumvarpinu er ætlað að leysa af hólmi lög um mat á umhverfisáhrif umsem sett voru 1993. í framsögu- ræðu Sivjar kom m.a. fram að það væri einkum vegna ýmissa tilskipana Evrópusambandsins sem ákveðið var að skipa nefnd til að endurskoða lög um mat á umhverfisáhrifum. Fór Siv ennfremur yfir helstu breyting- ar, sem frumvarpið felur í sér frá fyrri lögum, og gerði grein fyrir bráðabirgðaákvæðum og viðaukum. Við umræður var Siv ítrekað spurð út í bráðabirgðaákvæði 1 og m.a. innti Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingar, ráðherr- ann eftir því hvers vegna þetta ákvæði væri sett í frumvarpið. Siv sagði hér á ferðinni breytingu á núverandi bráðabirgðaákvæði þar sem segði að framkvæmdir sem hefðu leyfi fyrir 1. maí 1994 væru ekki háðar umhverfismati. „Þannig að með þessari breytingu erum við að setja inn sólarlagsákvæði, það má kalla þetta sólarlagsákvæði, sem þýðir að allar framkvæmdir sem hafa leyfi fyrir 1. maí 1994 þurfa að fara í mat á umhverfisáhrifum hafi framkvæmdir ekki hafist fyrir árslok 2002.“ Sagði Siv að þannig ætti að hreinsa upp þær framkvæmdir, sem væru undanskildar lögformlegu um- hverfismati, tryggja að gamlar fram- kvæmdir sem e.t.v. hefðu verið ákveðnar fyrir margt löngu lentu í umhverfismati. Hitt væri svo annað mál að tímafresturinn væri svo sem alltaf álitaefni Rannveig Guðmundsdóttir, þing- maður Samfylkingar, taldi hins veg- ar að sleppa ætti öllum bráða- birgðaákvæðum, tryggja ætti ein- faldlega að allar gamlar undanþágu- heimildir til framkvæmda féllu niður. Hvenær er framkvæmd hafín? Fleiri þingmenn gerðu sólarlags- ákvæðið svokallaða að umtalsefni í gær og var Kristján Pálsson, þing- maður Sjálfstæðisflokks, einn þeirra sem bentu á að mjög erfitt gæti reynst að skilgreina hvenær fram- kvæmdir hefðu hafist. „Er nóg að hefja framkvæmd fyrir tíu árum og það upphaf framkvæmda gildi um ókomna tíð?“ spurði hann. Svaraði Siv því til í seinni ræðu sinni að það yrði í verkahring um- hverfisráðherra að skera úr um þetta. Erfitt myndi reynast að setja upp sérstaka skilgreiningu á þessu atriði, fyrir sitt leyti myndi hún hins vegar ekki vfla það fyrir sér sem um- hverfisráðherra að meta þetta í hvert skipti. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmað- ur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, fagnaði því að frumvarpið væri nú komið fram en sagði að skýr- ar ætti að koma fram að meginmark- mið frumvarpsins væri að koma í veg fyrir umhverfisspjöll. Fannst henni tillögur nefndar þeirrar, sem vann frumvarpið, að mörgu leyti hafa ver- ið vængstýfðar í meðförum ráðu- neytis. Ólafur Örn Haraldsson, þingmað- ur Framsóknarflokks, taldi nýja lagasetningu orðna tímabæra enda væru breytt viðhorf í samfélaginu til umhverfismála. Sagði hann hins veg- ar að menn ættu ekki að láta nægja að bregðast við tilskipunum frá ESB heldur ætti að setja sjónarmið um- hverfísvemdar í forgrunn. Enginn vafi léki þó á að þetta frumvarp væri til bóta. Allar undanþágur óviðunandi Katrín Fjeldsted, þingmaður Sjálfstæðisflokks, taldi mikilvægt að ný lög yrðu gegnsæ og forðast yrði í lengstu lög að beita lagaklækjum, sátt þyrfti að ríkja um umhverfis- vernd í landinu og allt kapp ætti að leggja á að komast hjá átökum eins og þeim er urðu um Eyjabakkamálið. Margrét Frímannsdóttir, þing- maður Samfylkingar, tók í sama streng og sagði að rangt hefði verið að skipta þjóðinni í tvær fylkingar, eins og gert hefði verið í Eyjabakka- málinu, þar sem henni hefði verið tal- in trú um það að mat á umhverfis- áhrifum væri aðeins eitthvað sem andstæðingar framkvæmda, and- stæðingar uppbyggingar og atvinnu í landinu og andstæðingar þess að haldið væri byggð í öllu landinu beittu fyrir sig. Kvaðst Margrét alls ekki ætla aftur í slíka umræðu í þing- inu og Alþingi mætti ekki leggja það á þjóðina að setja hana í gegnum aðra slíka umræðu. „Þess vegna skal þetta vera alveg kýrskýrt - hvert við erum að fara, hvað við viljum og eng- ar undanþágur, takk fyrir, engar undanþágur," sagði Margrét Frí- mannsdóttir. Framkvæmdir skuli hefjast fyrir árslok 2002 í FRUMVARPI til nýrra laga um mat á umhverfisáhrifum, sem um- hverfisráðherra hefur lagt fram á Alþingi, er ákvæði til bráðabirgða um að framkvæmdir með leyfi út- gefnum fyrir 1. maí 1994 verði ekki háðar mati á umhverfisáhrifum hefjist þær fyrir árslok 2002. Jafn- framt segir að mati á umhverfis- áhrifum sem hafið er þegar lögin taki gildi skuli lokið samkvæmt eldri lögum. í athugasemdum með frumvarp- inu er bent á að samkvæmt gild- andi ákvæði er enginn frestur á því hvenær framkvæmdir með leyfi út- gefnu fyrir 1. maí renni út. Fram kemur að það sé óviðunandi og hæfilegt að frestur renni úr 31. desember 2002. Mat áður en leyfi er veitt Markmið laganna er að að tryggja að fram hafi farið umhverf- ismat áður en leyfi er veitt fyrir framkvæmd sem kunni að hafa í för með sér umtalsverð umhverfis- áhrif. Ennfremur að stuðla að sam- vinnu þeirra sem hagsmuna hafa að gæta til að draga úr neikvæðum áhrifum framkvæmda og að kynna fyrir almenningi umhverfisáhrif framkvæmda, mótvægisáhrif vegna þeirra og að almenningur komi að athugasemdum og upplýs- ingum áður en úrskurður um mat á umhverfisáhrifum er kveðinn upp. Lögin gilda um allar framkvæmdir sem kunna að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif á landi, í landhelgi eða í mengunarlögsögu íslands. Spurt um notkun skjaldarmerkis í FYRIRSPURNATÍMA á Alþingi á þriðjudag spurði Guðmundur Hall- varðsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokks, Davíð Oddsson forsætisráð- herra hvemig stæði á því að íslenskt fyrirtæki, vatnsútflutningsfyrirtæk- ið Thorspring, notaði íslenska ríkis- skjaldarmerkið á sína framleiðslu- vöru, en lög kveða á um það að skjaldarmerkið sé fyrst og fremst auðkenni íslenska ríkisins, eða þess sem er handhafi opinbers valds. Fram kom í svari Davíðs að ekki væri um það að ræða að einstakling- um eða fyrirtækjum hefði verið veitt heimild til notkunar skjaldarmerkis- ins. Hið merkilega væri hins vegar að ríkinu hefði ekki verið tryggður einkaréttur á notkun skjaldarmerk- isins fyrr en með lögum 1998. Fyrir- tækið Thorspring hefði notað skjaldarmerkið frá því fyrir þann tíma en athygli þess hefði verið vak- in á breyttum högum hvað þetta varðaði. í svari við spurningu Ástu Ragn- heiðar Jóhannesdóttur um það hvort það stangaðist þá á við lög að tölur á íslenskum hátíðarbúningi karla bæru íslenska skjaldarmerkið, og hvort stjórnvöld myndu láta það af- skiptalaust, sagði Davíð að athuga- semdir vegna þessara talna hefðu reyndar borist forsætisráðuneytinu og það gert lögregluyfirvöldum við- vart um málið. í svari Davíðs við íyrirspum Guð- mundar Hallvarðssonar um það hversu margir einstaklingar eða fyr- irtæki hefðu sótt um leyfí til forsæt- isráðuneytisins um notkun íslenska þjóðfánans í vörumerki, á söluvarn- ing eða umbúðir kom síðan fram að enginn hefði sótt um slíkt leyfi. Sagði Davíð að ráðuneytið hefði reyndar ekki sérstaklega auglýst þennan möguleika, eða ýtt undir að fyrirtæki nýttu hann. Samkvæmt lögunum er það um- hverfisráðherra sem fer með yfir- stjórn mála sem þau taka til og er skipulagsstofnun ráðherra til ráð- gjafar og annast einnig eftirlit með framkvæmd þeirra, veitir leiðbein- ingar og ráðgjöf. Fram kemur að ráðherra er heimilt, að fenginni umsögn skipulagsstofnunar, að ákveða að tilteknar framkvæmdir séu ekki háðar mati á umhverfis; áhrifum samkvæmt lögunum. í slíkum tilvikum skal ráðherra ákveða hvort fara skuli fram ann- ars konar mat á umhverfisáhrifum og hvaða aðgang almenningu skuli hafa af þeim upplýsingum sem safnað er. Ráðherra getur einnig heimilað að mat á umhverfisáhrif- um fari fram með öðrum hætti en lögin segja til um. Loks er horfið frá því að telja upp í sjálfum lögunum eins og nú þær framkvæmdir sem skulu fara í mat. í staðinn er skírskotað til við- auka með frumvarpinu en þar eru taldar upp allar þær framkvæmdir sem matsskyldar eru skv. frum- varpinu og skulu því ávallt háðar mati á umhverfisáhrifum. I 5. grein er umhverfisráðheiTa ennfremur veitt heimild til að ákveða að þegar fleiri en ein framkvæmd eru fyrir- hugaðar á sama svæði megi meta umhverfisáhrifin sameiginlega. Þriggja fasa rafmagn Ráðherra hyggst skipa nefnd VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnað- arráðherra sagði á Alþingi sl. mið- vikudag að hún hefði ákveðið að skipa þriggja manna nefnd til að hrinda í framkvæmd ákvæðum þingsályktun- ar um þriggja fasa rafmagn, sem samþykkt var á 123. löggjafarþingi. Kvaðst hún vona að nefndin gæti tek- ið til starfa í þessari eða næstu viku og upplýsti jafnframt að Þorkell Helgason orkumálastjóri yrði for- maður nefndarinnar. Aðrir fulltrúar koma hins vegar væntanlega frá Orkubúi Vestfjarða og Rafmagns- veitum rfldsins. Helga A. Erlingsdóttir, varaþing- maður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, hafði spurt ráð- herra hvaða liði vinnu þeirrai- nefnd- ar sem Alþingi fól ríkisstjórninni að skipa, með áðumefndri þingsályktun, til að gera úttekt á því hve mikið vant- ar á raflagnir fyrir þriggja fasa raf- magn í landinu, meta þörf atvinnulífs á landsbyggðinni fyrir þriggja fasa rafmagn og leggja mat á kostnað við að tryggja öllum landsmönnum að- gang að því. Kom fram í máli Helgu og annarra sem kvöddu sér hljóðs í gær að þau teldu gríðarlega mikla hagsmuni fyr- ir landsbyggðina hér í húfi, allir landsmenn þyrftu að sitja við sama borð hvað orkumagn varðaði. í húfi væri bæði rekstur iðnaðarfyrirtækja í dreifbýli og bændabýla. Valgerður sagði í svari sínu að for- sætisráðuneytið hefði í síðustu viku falið iðnaðarráðuneytinu fyrir hönd ríkisstjómar framkvæmd þingsálykt- unarinnar. Kvaðst hún hafa ákveðið að skipa þriggja manna nefnd til að gera úttekt þá sem ályktunin fæli í sér, en jafnframt yrði nefndinni falið að kanna hvort og þá hvaða leiðir aðr- ar kynnu að geta komið í stað þrífös- unar raftnagns til að mæta þörfum at- vinnulífs á landsbyggð. S- ^ jt’ í /jj; ^ -íh.S J3 ALÞINGI Nýr þing- maður tekur sæti TVEIR varamenn tóku sæti á Al- þingi í gær og hefur annar þeirra, Sigríður Ingólfsdóttir umboðsmað- ur, ekki sest á þing áður. Sigríður kemur inn fyrir Hjálmar Jónsson, þingmann Sjálfstæðisflokks á Norð- urlandi vestra, og undirritaði hún drengskaparheit að stjómarskrá við upphaf þingfundar í gær. Ennfrem- ur tók Jónas Hallgrímsson, vai’a- þingmaður Framsóknarflokksins í Austurlandskjördæmi, sæti fyrir Halldór Asgrímsson utanríkisráð- herra en Jónas hefur margoft áður tekið sæti á Alþingi. ------------ Nefndavika á Alþingi ALÞINGI kemur næst saman mánudaginn 6. mars, en þingmenn eyða næstu tíu dögum eða svo í nefndastörf á Alþingi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.