Morgunblaðið - 25.02.2000, Síða 12
12 FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Flugleiðir að
WAP-væðast
Geta keypt
farmiða
með
farsímum
FLUGLEIÐIR hafa opnað
WAP-þjónustu sem gerir við-
skiptavinum félagsins kleift
að bóka flugferðir með far-
símum með því að tengjast
Netinu í gegnum WAP-miðl-
ara. „Flugleiðir eru fyrsta
flugfélagið í heiminum til
þess að bjóða þessa þjónustu
en Islendingar verða fyrstir
allra til að fá aðgang að þjón-
ustunni. Gert er ráð fyrir að á
næstu tveimur vikum muni
Flugleiðir bjóða þessa þjón-
ustu á öllum mörkuðum sín-
um. Útbreiðsla og hagnýting
þjónustu Flugleiða mun síðan
fara eftir WAP-væðingu
símafélaga um allan heim,“
segir í fréttatilkynningu frá
Flugleiðum.
„Það er afar einfalt fyrir
eigendur farsíma, sem styðja
WAP, að bóka ferðir með
Flugleiðum. Nauðsynlegt er
fyrir farsímaeigendur að hafa
skráð sig sem notendur að
bókunarkerfi Flugleiða á vef
félagsins - www.icelandair.is
- áður en hafist er handa.
Þeir sem nú þegar hafa skráð
sig geta notað notendanöfn
sín og lykilorð þegar kemur
að því að bóka ferðina með
farsímanum.
Bókanir eru gerðar
skref fyrir skref
Bókanir eru gerðar skref
fyrir skref. Þegar farsímanot-
andi hefur tengst Netinu skal
fyrst velja brottfararstað og
áfangastað, næst eru slegnar
inn upplýsingar um ferðatíma
og því næst farrými.
Að því loknu birtist niður-
staða leitar um hvaða flug er
í boði miðað við ferðaleið og
tíma. Næsta skref er að velja
flug og slá inn notendanafn
og lykilorð. Að því búnu birt-
ast á skjánum upplýsingar
um bókunina og samþykkis
viðskiptavinar leitað. Þegar
bókun hefur verið staðfest er
staðfestingarnúmer bókunar
sent. Er þá ekki annað að
gera en að bíða eftir farmið-
anum sem sendur er í pósti.
Prófanir á kerfinu
hafa gefíð góða raun
Flugleiðir hafa þróað
WAP-þjónustu sína í sam-
vinnu við Salt Kerfí og Dím-
on-hugbúnaðarhús. Prófanir á
kerfínu hafa staðið yfír í
nokkrar vikur og gefíð góða
raun.
Allar frekari upplýsingar
um notkun og stillingar á
WAP-þjónustu Flugleiða er
að finna á vef félagsins
www.icelandair.is."
I ---------------------------
| Rúta fauk
i á hliðina
SAUTJÁN farþegar lítillar rútu
sluppu ómeiddir eftir að hún fauk
á hliðina undir Ingólfsfjalli laust
eftir klukkan 14 í gær. Bálhvasst
I var undir Ingólfsfjalli þegar
óhappið varð og hálka.
Að sögn lögreglumanns sem fór
á vettvang var rútan nánast kyrr-
stæð er hún fór á hliðina.
Rútunni var komið á réttan kjöl
um klukkan 17 og urðu nokkrar
tafír á umferð rétt á meðan björg-
unaraðgerðir stóðu yfír.
Skemmdir á rútunni urðu ekki
stórvægilegar.
_________________________
Upplýsingar um kaupanda
og seljanda, hvað keypt
og upphæð
'
------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
,
'
----------------i------------------------i-------------í
Jón og Gunna skoða
vöruúrval í ekringlunni.
Hvað er keypt? Jafnframt
er valinn greiðslumáti
og afhendingarmáti (hraði).
ekringla
UDDlvsinaar
Upplýsingar um
vöru, magn, verð
og aðrar uppl.
Verslanir,
innlendar
og erlendar
Upplýsingar um kaupanda
og seljanda, hvað keypt,
afhendingarmáta (hraða)
og hver greiði fyrir flutning
Greiðsla fyrir
afhenta vöru
Islands-
póstur
Vöruhótel
Greitt með...
1. kreditkorti
2. færslu úr heimabanka
3. við afhendingu
| Staðfesting
J á móttöku vöru
frá seljanda
Banki
Verslunarmiðstöðin eKringla verður opnuð í haust
V erslað í sýndar-
veruleikahúsi
varðandi verslun á Netinu bæði
fyrir kaupendur og seljendur og
segja umhverfi þetta hafi ýmsa
mikilvæga kosti í för með sér. Til
dæmis verði öryggi varðandi
greiðslu tryggt með því að sér-
stakur banki starfar sem milliliður
kaupanda og seljanda. Viðskipta-
vinurinn þarf því eingöngu að gefa
bankanum upp kortanúmerið sitt,
en ekki versluninni sjálfri. Þar að
auki tekur bankinn greiðsluna ekki
út af kortinu fyrr en dreifingar-
aðilanum Islandspósti hefur borist
varan í hendur.
Sérstaklega hentugt fyrir
minni verslanir og fyrirtæki
„Það er verið að búa til um-
hverfi, hálfgert sýndarveruleika-
hús, þar sem hægt er að eiga við-
skipti við margar verslanir í einu,“
segir Tryggvi Þór Ágústsson,
framkvæmdastjóri rekstrarsviðs
hjá Gagnvirkri miðlun.
Tryggvi segir að fyrirkomulag
þetta sé sérstaklega hentugt fyrir
smærri verslanir og fyrirtæki því
boðið sé upp á ódýrari leið til að
markaðssetja vörur og koma þeim
á framfæri. Einnig verði auðveld-
ara að stofna nýjar verslanir og
fyrirtæki vegna þess að stofn-
kostnaður er margfalt lægri.
Hann segir að erlendum versl-
unum verði jafnframt boðin þátt-
taka og mun íslandspóstur þá nýta
sér saminga sína við erlenda flutn-
ingsaðila við að koma vörum til
skila. Einnig segir hann að með
tilkomu eKringlunnar sé verið að
búa til mun stærri markað fyrir ís-
lenska seljendur því fólk úti um
allan heim muni geta verslað þar.
í HAUST verður opnuð verslunar-
miðstöð á Netinu, sem ber nafnið
eKringla, sú fyrsta sinnar tegund-
ar á Islandi. Fyrirtækið Gagnvirk
miðlun hf. rekur eKringlu, en gert
er ráð fyrir því að á annað hundr-
að verslanir og þjónustufyrirtæki
muni tengjast henni strax í upp-
hafi og hejur verið gerður samn-
ingur við íslandspóst um flutning
á öllu því sem þar er keypt og selt.
Sérstakur bauki er milliliður
kaupanda og seljanda
eKringla er einskonar yfírbygg-
ing verslunar og þjónustu sem
tengist saman á heimasíðunni
ekringla.is. Á henni verður hægt
að fara inn á heimasíður verslan-
anna sjálfra eða leita að ákveðnum
vörum og þjónustu með sérstakri
leitarvél.
Forsvarsmenn eKringlu segja
hana opna marga nýja möguleika
Mor^unblaðið/Þorkell
Hallgrímur Kristinsson, verkefnastjóri eKringlu, Ágúst Olafsson, tals-
maður Gagnvirkrar miðlunar og Tryggvi Þór Ágústsson, framkvæmda-
stjóri rekstrarsviðs hjá Gagnvirkri miðlun.
Flutningskostnaður innifalinn
nema annað sé tekið fram
Varðandi flutningskostnað segir
Tryggvi að hann verði yfirleitt
innifalinn í verði vörunnar eða
þjónustunnar - ef ekki verði það
sérstaklega tekið fram, því áhersla
er lögð á að viðskiptavinurinn sjái
strax hversu mikið hann þarf
raunverulega að borga fyrir vör-
una.
Vöruverð sé að sjálfsögðu undir
hverjum og einum seljanda komið,
en hann segir reiknað með að
lægri rekstrarkostnaður muni
halda vöruverði að einhverju leyti
niðri.
Auk þess megi búast við að sam-
keppni stuðli einnig að Iægra vöru-
verði, en mjög auðvelt verði fyrir
neytendur að gera verðsamanburð
milli Netverslananna og það muni
líklega hvetja kaupmenn til að
halda verðinu niðri.
Ráðherra kynnir nýja verkefnaskrá og skipurit umhverfísráðuneytisins
Möguleiki á um-
hverfíssköttum
skoðaður
UMHVERFISRÁÐHERRA hefur
hug á að skoða að hvaða leyti um-
hverfisskattar, eða svokallaðir
„grænir skattar", geti komið í stað
núverandi skatta. Þetta kom fram á
máli Sivjar Friðleifsdóttur um-
hverfisráðherra á blaðamanna fundi
í Perlunni sl. miðvikudag, en á
fundinum sem haldinn var á 10 ára
afmæli ráðuneytisins var verkefna-
skrá og nýtt skipurit ráðuneytisins
kynnt.
„Við viljum skoða þessi mál, en
þessi þróun á sér stað víða í ná-
grannalöndunum til dæmis í Dan-
mörku,." sagði Siv. „Ég myndi
gjaman vilja sjá skattakerfið þróast
þannig að það verði notað meira
sem stýritæki í umhverfismálum."
Magnús Jóhannesson, ráðuneyt-
isstjóri umhverfisráðuneytisins,
sagði að þetta væri mjög vandmeð-
farið mál. Hann sagði að í Dan-
mörku hefðu menn gert þetta í
smáum skrefum. Akveðið hefði ver-
ið að lækka tekjuskattsprósentuna
um 1% á ári í fimm ár, en hækka
samhliða því skatta á eldsneyti, en
þannig væri í raun verið að skatt-
leggja mengun.
I verkefnaskránni er tekið á ýms-
um málum, en Siv sagði að megin-
áherslan væri lögð á hugmynda-
fræðina á bak við hugtakið
sjálfbæra þróun, en í henni er í
grófum dráttum lögð áhersla á
skynsamlega langtímanýtingu
mannsins á gæðum náttúrunnar.
Siv sagði mjög mikilvægt að allt
samfélagið væri sér meðvitandi um
sjálfbæra þróun og hefði þá hug-
myndafræði að leiðarljósi í sínu lífi.
Sem dæmi um aukna áherslu á
sjálfbæra þróun þá mun sérstök
skrifstofa sjálfbærrar þróunar og
alþjóðamála, starfa í ráðuneytinu,
samkvæmt nýju skipuriti þess.
Heildstæð náttúru-
verndaráætlun
I verkefnaskránni er m.a. stefnt
að því að vinna heildstæða náttúru-
Morgunblaðið/Jim Smart
Umhverfisráðuneytið átti 10 ára afmæli í gær og við það tilefni kynntu
þau Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra og Magnús Jóhannesson
ráðuneytisstjóri nýja verkefnaskrá og nýtt skipurit ráðuneytisins.
verndaráætlun fyrir landið, sem
mun m.a. taka til þjóðgarða, vist-
kerfa og nýtingar mannsins á nátt-
úrunni. Ætlunin er að gera starf-
semi náttúrustofa markvissari og
færa ábyrgð á framkvæmd náttúru-
verndar meira til sveitarfélaganna.
Þá á að bjóða út rekstur almennrar
þjónustu við ferðafólk í þjóðgörð-
um.
Stefnt er að því að stofna þjóð-
garð á utanverðu Snæfellsnesi og
vinna að undirbúningi Vatnajökuls-
þjóðgarðs.
I verkefnaskránni er stefnt að
því að ísland gerist aðili að Kyoto-
bókuninni þegar fyrir liggi viðun-
andi niðurstaða í sérmálum þess.
Þá á áfram að vinna að markvissu
samstarfi um umhverfismál við
önnur ríki, s.s. við Norðurlöndin og
ríki ESB.