Morgunblaðið - 25.02.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2000 1 3
<o
£7/727
Samskipti yfir GSM,
Internet og gervihnetti
I
Netverk er leiöandi í gerð hugbúnaðar fyrir gagnaflutninga um
þráðlaus fjarskiptakerfi með takmarkaða flutningsgetu. Með
MarStar, FoneStar og nú síðast WapStar hefur Netverk skipað
sér í fremstu röð fyrirtækja á þessu sviði.
Wliiiii
Með WapStar geta farsfmanotendur nýtt sér kosti Internetsins, hvar
sem þeir éru. WapStar notandinn getur unnið með tölvupóstinn (sótt,
svarað, framsent og eytt) á auðveldan og öruggan hátt. Með WapStar
getur notandinn tengst öllum pósthólfum sem hann notar í dag.
FoneStar gerir fersímanotendum kleift að flytja tölvupóst og hvers
kyns viðhengi úr fartötvunni um GSM kerfið með mun meiri hraða og
öryggi en hingað til hefur þekkst. Með því að auka nýtinguna á lágri
bandvídd fersímakerfisins, eykur FoneStar sendingarhraðann um allt
að áttatíu prósent og sparar þannig tíma og peninga fyrir notandann.
MarStar hugbúnaðurinn tryggir örugga og hagkvæma gagnaflutninga
milli skips' og lands um gervihnattakerfi á borð við INMARSAT. Með
þróaðri samskiptatækni, sem meðal annars felst í því að senda og
taka á móti gögnum samtímis og þjöppun gagna, styttist sendingar-
tíminn allt* að fimmfalt.
1
Nánari upplýsingar um Netverk fást á heimasíðu fyrirtækisins,
netverk.is eða með því að senda tölvupóst á netverk@netverk.is
j§ | ||gi||
w
ETVERK