Morgunblaðið - 25.02.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.02.2000, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Hafnarfjörður gengur lengra í fæðingarorlofsmálum en lögskylt er Fæðingarorlof feðra lengt um fjórar vikur Morgunblaðið/Árni Sæberg Magnús Gunnarsson, bæjarstjdri Ilafnarfjarðar, var umkringdur konum við kynningu Jafn- réttisáætlunar bæjarins. Honum á haígri hönd er Svala Jónsdóttir jafnréttisfulltrúi. Hafnarfjördur NY jafnréttisáætlun Hafnar- fjarðarbæjar var gefin út í gær, en hún var samþykkt á fundi bæjarstjórnar í október á síðasta ári. I áætluninni eru ýmis nýmæli og má þar með- al annars nefna aukinn rétt karla til launaðs fæðingaror- lofs ásamt rétti allra starfs- manna til greiðslna í fæðing- arorlofi. Pá eru sett ákveðin viðmið um hlutfall kynjanna í nefndum og ráðum bæjarins. Hafnarfjarðarbær réð jafn- réttisráðgjafa til starfa fyrir ári og er eina sveitarfélagið utan Reykjavíkur sem hefur slíkan ráðgjafa í fullu starfi. í gildi hefur verið jafnrétt- isáætlun frá árinu 1989 og er nýja áætlunin að hluta til byggð á henni. Frá 1989 hafa orðið þær breytingar að ný jafnréttislög tóku gildi árið 1991 og nýtt frumvarp til laga um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna var flutt á Alþingi snemma á síðasta ári. Hlutföll kynja í nefndum verði sem jöfnust Hin nýja jafnréttisáætlun tekur tíllit þessara laga og frumvarps og tekur annars vegar til stjómkerfis Hafnar- fjarðarbæjar og starfsmanna og hins vegar til starfsemi og þjónustu sem stofnanir og fyrirtæki bæjarins veita bæj- arbúum. Samkvæmt áætluninni er m.a. gert ráð fyrir að við skipan í nefndir, ráð og stjómir á vegum Hafnar- fjarðarbæjar skuli leitast við að hlutföll kynja séu sem jöfnust. Miðað er við að kynjahlutfall sé 1:2 í þriggja manna nefndum, 2:3 í fimm manna nefndum o.s.frv. Þetta ákvæði var í fyrri jafnréttis- áætlun Hafnarfjarðarbæjar frá árinu 1989, en hefur ekki verið fylgt eftir. Svipað ákvæði hefur verið að finna í framkvæmdaáætlun ríkis- stjórnarinnar og er einnig að finna í stjómarfrumvarpi til nýrra jafnréttislaga. Svala Jónsdóttir, jafnrétt- isráðgjafi bæjarins, sagði á blaðamannafundi í gær að hlutfall kvenna í nefndum bæjarins væri nú um 36%. Magnús Gunnarsson bæj- arstjóri sagði að ekki yrði skipað að nýju í nefndir vegna áætlunarinnar. Þegar flokkamir fari að undirbúa nýja nefndaskipan eftir næstu kosningar muni m.a. reyna á hversu tilbúnar kon- ur séu til þátttöku í stjóm- málum en sá vilji sé ein for- senda þess að markmiðin náist. Aukinn réttur til allra starfsmanna I greinargerð með jafn- réttisáætluninni kemur iram að gert sé ráð fyrir að til- nefning einstaklinga af báð- um kynjum í öll nefndasæti verði brátt lagaskylda og samkvæmt því tímabært fyr- ir Hafnarfjarðarbæ að fara að fylgja eftir þessu 10 ára gamla ákvæði. Jafnréttisáætlunin gerir ráð fyrir að réttur feðra í starfi hjá Hafnarfjarðarbæ til launaðs fæðingarorlofs verði aukinn. Frá 1. janúar á þessu ári eiga munu feður eiga rétt á tveggja vikna sjálfstæðu fæðingarorlofi til viðbótar við þær tvær vikur sem þeir eiga rétt á samkvæmt lögum og það orlof sem foreldrar geta skipt á milli sín. Fæðingar- orlof þeirra verður síðan aft- ur lengt um tvær vikur í byrjun næsta árs, þannig að sjálfstæður réttur feðra til launaðs fæðingarorlofs verði alls sex vikur. Þetta ákvæði nær til allra starfsmanna bæjarins og skal tryggja öllum starfsmönnum Hafnarfjarðarbæjar, sem ekki eru í stéttarfélögum op- inberra starfsmanna, ígildi fullra fastra launa á meðan fæðingarorlof varir. Alls eru um 1.500 starfs- menn á launaskrá hjá bæn- um, þar af um 400 utan fé- laga opinberra starfsmanna. Kostnaður við að lengja fæðingarorlof feðra um fjórar vikur er áætlaður um 2,2 m.kr. á ári, að því er fram kom hjá Svölu. Kostnaður bæjarins við að greiða starfs- mönnum utan félaga opin- berra starfsmanna mismun á launum og greiðslum Trygg- ingastofnunar er áætlaður allt að 1,8 m.kr. á ári, að sögn Svölu og kostnaður bæjarins samtals vegna þessa um 4 m.kr. Tekur forystu í réttinda- málum feðra í greinargerð segir að með samþykkt þessa ákvæðis hafi Hafnarfjarðarbær tekið for- ystu í réttindamálum feðra og verði fyrsti vinnuveitand- inn á landinu til að lengja fæðingarorlof feðra umfram þær tvær vikur sem lög- bundnar voru á síðasta ári. Rökin fyrir því að binda hluta fæðingarorlofs feðrum eru meðal annars þau að öðru vísi fáist karlar ekki til að taka fæðingarorlof í nokkrum mæli. Aukin þátttaka feðra í barnauppeldi og í heimilis- haldi er þó talið bömum í hag og stuðla að auknu jafnrétti inni á heimilinu, sem síðan skili sér út í þjóðfélagið. Kostnaður við sítengingu fjölbýlishúss oljós Fast gjald óháð notkun Hafnarfjörður EKKI er ljóst hvaða kostnaður verður því sam- fara fyrir fjölbýlishús í Hafnarfirði að fá þráð- lausa sítengingu við Netið, með aukinni gagnaflutn- ingsgetu, sem greitt er fyrir fast gjald, óháð notk- un. Ekki er heldur ljóst hvaða hús í bænum verður fyrir valinu en Jóhann Guðni Reynisson, upplýs- ingastjóri Hafnarfjarðar- bæjar, býst við að húsfé- lög keppist við að gefa sig fram til þátttöku í verk- efninu. Stefnt er að því að sítengingin komist á 15. apríl næstkomandi. 84 þús. kr. stofnkostn- aður fyrir 2 mb/sek? Hreinn Jakobsson, for- stjóri Skýrr, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að koma þyrfti fyrir notenda- búnaði við húsið til að tengja það Loftneti Skýrr. Spurður um stofnkostnað- inn við þann búnað sagði Hreinn að stofnkostnaður fyrirtækis sem fengi not- endabúnað fyrir 2 mb/sek gagnaflutninga væri nú um 84 þúsund krónur, án virðisaukaskatts. Um hið fasta mánaðargjald fyrir slíka tengingu sagði Hreinn að í dag væri það um 25 þúsund krónur. Hreinn sagði að vænt- anlega yrði hver íbúð fjöl- býlishússins tengd not- endabúnaði Loftnets Skýrr í gegnum símalínur hússins. Nettengingin dregur hins vegar á engan hátt úr getu fólks til að nota símann um leið og það er á Netinu. Netteng- ingin er sífellt vakandi og þarf hvorki að keyra upp tölvu, hringja til netþjón- ustu né teppa símann til að komast á Netið um sí- tengingu. Hreinn sagði að hægt væri að fara nokkrar leiðir að tæknilegri lausn á tengingunni. Ein þeirra væri þráðlaus tenging við hverja íbúð fyrir sig og væri verið að skoða þá leið. 25 þús. kr. mánaðar- gjald fyrir blokk? Ef unnið er út frá tölun- um, sem Hreinn nefndi að ofan, og miðað við að við tilraunaverkefnið í Hafn- arfirði verði fyrir valinu fjölbýlishús með 12 íbúð- um verður hlutur hverrar og einnar í stofnkostnaði, miðað við 84 þúsund króna notendabúnað, 7.000 krón- ur, auk 24,5% virðisauka- skatts, sem er kr. 1.715 á hverja íbúð. Stofnkostnað- ur verður samtals kr. 8.715 miðað við að hann dreifist jafnt á íbúðir en ekki í hlutfalli við breyti- legt eignarhlutfall. Miðað við að kostnaður við fasta tengingu fyrir slíkt fjölbýlishús sé 25.000 krónur á mánuði, væri kostnaður hverrar íbúðar kr. 2.083. á mánuði. Ef um 27 íbúða fjölbýl- ishús verður að ræða dreifist stofnkostnaðurinn þannig að stofnkostnaður hverrar íbúðar væri kr. 3.111, auk kr. 762 í virðis- aukaskatt, samtals kr. 3.873. Þá er miðað við að stofnkostnaðurinn dreifist jafnt á íbúðirnar en ekki miðað við eignarhlutfall. Mánaðarlegur tengingar- kostnaður upp á kr. 25.000 dreifðist á 27 íbúðir og væri kostnaður hverrar íbúðar um 926 krónur á mánuði, fyrir netaðgang óháðan notkun. Síma- kostnaður heimilisins mundi lækka eftir því sem netnotkun heimilisins flyttist úr símanum yfir í Loftnet Skýrr. Kjalarnes - Kjós Kjósverjar og Kjalnesingar innan Tíðaskarðs sitja hjá í snjómokstri og sjónvarpsmálum Gjöldum þess að vera nálægt Reykjavík „VIÐ gjöldum þess hvað við erum nálægt Reykjavík,“ seg- ir Hermann Ingólfsson, sem er bóndi á Hjalla í Kjós og skólabílstjóri Kjalnesinga og Kjósverja. Hann segir að Kjósverjar og þeir Reykvík- ingar, sem búa á Kjalamesi á bæjunum innan Tíðaskarðs að hreppamörkunum við Kiða- fell, búi við skerta þjónustu varðandi snjómokstur eftir til- komu Hvalfjarðarganganna. Auk þess sést Ríkissjónvarpið mjög illa þama í sveitinni við hlaðvarpa höfuðborgarinnar og símastrengurinn annar illa þörf fólksins fyrir að komast á Netið án þess að teppa heimil- issímann. „Það þarf ekki að fara langt vestur á Firði til að finna svona vandamál," segir Hermann. Bömin í Kjós sækja skóla í Asgarði, rétt vestan Laxár, fram að unglingastigi en eftir það er ekið með þau í Klé- bergsskóla á Kjalamesi. Þangað fara líka yngri böm af bæjunum innan Tíðaskarðs að Kiðafelli enda eru þeir innan borgarmarkanna og tilheyra Reykjavík. Sækja þarf böm í skólana tvo allt inn í Brynju- dal í Kjós og Stíflisdal í Þing- vallasveit enda er umdæmi Klébergsskóla hið víðlendasta á höfuðborgarsvæðinu. Þjóðflokkur út af fyrir sig „Við eram alveg þjóðflokk- ur út af fyrir sig,“ segir Her- mann. „Eftir að göngin komu eram við orðið afskekkt, hér enginn flutningur í gegn, hvorki með farþega né vöra; að vísu fer ÞÞ eina til tvær ferðir í viku, sem þeir eiga heiður skilið fyrir en það þarf lítið til að því verði hætt.“ Þá segir Hermann að vetr- arfærð um veginn í Kjósinni sé mun verri eftir tilkomu ganganna. Bæði sé að, þrátt fyrir yfirlýsingar Vegagerðar- innar um að ekkert myndi breytast, sé vegurinn hreins- aður sjaldnar og síðar að deg- inum en áður og eins sé um- ferðin mun minni og „eftir að umferðin fór vantar bíla til að keyra slabbið út af veginum," segir Hermann um ástandið í umhleypingunum. „Þeir leggja áherslu á að ryðja Vest- urlandsveginn upp að göng- unum, fram og til baka, og salta og gera það vel en við mætum afgangi og síðdegis er hreinsað upp að Botnsá. Oft era þá einhverjir bílar búnir að troða snjóinn niður þannig að hann nær ekki að hreinsa veginn, það þyrfti að hreinsa þetta með hefli en ekki tönn sem bara þeytir snjónum út af veginum." Eftir situr klakinn. Hermann segir að ástandið verði oft slæmt vegna gler- hálku á veginum, sérstaklega innan við Tíðaskarð, innan borgarmarkanna. „Þar mynd- ast mikill vindstrengur. í gær var rosalega hvasst þar og mikil hálka,“ segir Hermann. Hann segir að skólaaksturinn hafi gengið ótrúlega vel miðað við erfiðar aðstæður en þetta er fyrsti veturinn eftir til- komu ganganna þar sem reynir á þessa þjónustu vegna fannfergisins og umhleyping- anna sem era miklu meiri en verið hefur undanfarin ár. Ríkissjónvarpið dettur sífellt út En sveitamennimir í ná- grenni borgarinnar era ekki aðeins afskekktir hvað varðar snjómokstur því Ríkissjón- varpið sést nú illa langtímum saman í sveitinni, þar á meðal á bæjum innan marka höfuð- borgarinnar. Hermann segir að endurvarpsstöð sé við Skálafell en hún er sífellt að detta út þegar eitthvað er að veðri. „Þeir sinna þessu lítið og okkur finnst að þeir hunsi okkur. Þótt maður hringi og kvarti er enginn sem tekur við kvörtunum á kvöldin. Skála- fell er sífellt að detta út nokkr- ar mínútur í senn og maður er eiginlega hættur að horfa.“ Endurvarp um örbylgju Stöðvar 2 En þótt Ríkissjónvarpið sinni ekki endurvarpinu í sveitinni segir Hermann að margir sveitungar hans hafi fundið lausn á málinu. „Það er búið að setja upp sendi fyrir Stöð 2 hérna vestan við fjörð og um hann getur maður náð sendingum Sjónvarpsins, því að kostnaðarlausu. En þá þarf maður að eiga örbylgju- loftnet. Það era margir búnir að fá sér slíkt loftnet og taka inn Stöð 2.“ „Skilyrðin frá örbylgju- sendingunni era betri inn í flesta dalina hér í sveitinni," sagði Hermann. Loks er ástand símamál- anna að hrella Kjósverja og Kjalnesinga innan Tíða- skarðs. Það er reyndar ekki nýtt, segir Hermann, því Kjósverjar fengu ekki sjálf- virkan síma fyrr en um 1982, þangað til var hringt ein stutt, tvær langar og svo framvegis. „Það era svo fáar línur hingað inneftir. Það er sím- stöð í Félagsgarði sem á að þjónusta okkur en það stend- ur í þeim að leggja hingað sverari streng. Strengurinn var lagður með því hugarfari að allir hefðu venjulegan heimilissíma en það era allir komnir með tölvur og fax og tilbúnir að taka inn fleiri línur en það er orðið flókið því að til þess þarf sverari streng. Það tók mig tvo mánuði að ná þessu en ég fékk lausn þannig að ég fékk ISDN-tengingu, ég þurfti að leggja út íyrir því til- að leysa þetta vandamál þeirra," segir Hermann, sem reyndar er ánægður með ISDN-tenginguna og gagna- flutningshraðann sem henni fylgir, en hana getur hann notað við eina símalínu og ver- ið á Netinu án þess að teppa heimilissímann. I j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.