Morgunblaðið - 25.02.2000, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 25.02.2000, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2000 25 Tele Danmark vex mest erlendis Stefnt á að helmingur veltunnar komi frá útlöndum Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. ÞAÐ var með skiljanlegu stolti sem Henrik Dyremose framkvæmda- stjóri Tele Danmark og fyrrverandi ráðherra kynnti ársreikninga fyrir- tækisins fyrir síðasta ár. Þetta fyrr- verandi ríkissímafyrirtæki sækir nú 42 prósent veltu sinnar til umsvifa erlendis og stefnir á að eftir tvö ár verði helmingur veltunnar erlendis. Tele Danmark er í eigu SBC Comm- unications-samsteypunnar. Á hlut í 21 fyrirtæki í 13 iöndum Samkeppnin á heimamarkaðnum er orðin mjög hörð, en á móti færir Tele Danmark út kvíarnar erlendis. Fyrirtækið á, eða á hlut í, 21 fyrir- tæki í þrettán löndum. Umsvifa- svæðin eru Norður-Evrópa, Eystra- saltslönd, Rússland, Mið- og Aust- ur-Evrópa. Heildarveltan á síðasta ári var 38,2 milljarðar danskra króna, sem er fjórtán prósent aukning frá árinu áður. Heima fyrir nam aukningin að- eins 6,3 prósentum, en erlendis jókst veltan um 26,3 prósent. Dyremose undirstrikaði að á fjórum árum hefði Tele Danmark fertugfaldað veltuna erlendis. Vaxandi hlutdeild í farsíma- og Netmarkaðnum Hin góða afkoma gæti gefið stjómvöldum hugmynd um að síma- verð væri of hátt, en í Berlingske Tidende hafnar Dyremose þeim vangaveltum. Hann bendir þess í stað á að símaverð hafi lækkað jafnt og þétt undanfarin ár, um 3-4 prós- ent árlega. Auk þess keppi um 60 símafyrirtæki á danska markaðnum, ------------------- HGS opn- ar útsölu- markað í haust HGS ehf. opnar nýja herrafata- verslun, sem væntanlega mun heita Stockmann, næstkomandi haust í bláu húsunum við Faxafen. Um er að ræða eins konar útsölumarkað fyrir aðrar verslanir í eigu sömu aðila en rétt er að taka fram að verslunin á ekkert skylt við sam- nefnda herrafatakeðju í Skandin- avíu. Fyrir rekur HGS ehf. verslanirn- ar Hugo Boss og Cöru í Kringl- unni. Eigendur HGS eru þeir Guð- mundur Ólafsson, Hákon Hákonar- son, Sigurjón Örn Þórsson og Hák- on Magnússon en þeir þrír síðast- nefndu eru eigendur Háess ehf. sem rekur Herragarðsverslanirn- ar, skóverslanir Steinars Waage og Toppskóinn, auk verslananna Blu- es og Hanz í Kringlunni. Hákon Hákonarson, einn eigend- anna segir að Stockmann verslun- inni muni svipa til hinna svokölluðu „outlet“ útsölumarkaða sem eru vel þekktir í Bandaríkjunum og hafa verið að ryðja sér rúms í Evrópu. í versluninni verði boðið upp á eldri merkjavöru úr öllum herrafata- verslunum HGS og Háess eftir út- sölur þeirra, en auk þess verði boð- ið upp á ódýrari herrafatnað, sem verði sérstaklega keyptur inn fyrir Stockmann. „Þessi verslun mun bjóða útsöluverð allan ársins hring,“ segir Hákon. Hann bætir við að með þessari verslun sé stefnt að því að vinna nýja markaði, þ.e. að nálgast annan hóp viðskiptavina og spáir hann því að slíkum útsölumörkuðum muni fjölga hérlendis í framtíðinni. Nýr Toppskór Við hlið verslunarinnar í Faxa- feni mun Háess opna Toppskóinn, nýja verslun til viðbótar við þá sem nú er rekin í Veltusundi. Hákon segir þá verslun verða uppbyggða þannig að viðskiptavinurinn af- greiði sig sjálfur að miklu leyti enda verði allar birgðir geymdar í versluninni sjálfri. sem sýni að samkeppnin sé vel virk þar. Heima fyrir sækir Tele Danmark í sig veðrið á farsímamarkaðnum, heldur sínu á Netmarkaðnum, en hefur tapað markaðshlut í milli- landasamtölum, þar sem veltan hef- ur minnkað um 7,7 prósent. Tele Danmark hefur ekki getað boðið lægi-i millilandataxta en ýmsir kepp- inautar og það sýnir sig líka í minnk- andi markaðshlut. Kaup erlendis fyrir 110 milljarða íslenskra króna Fjöldi farsímanotenda hjá Tele Danmark hefur aukist um 32 prós- ent. í notkun textaskilaboða milli farsíma hefur nánast orðið spreng- ing. I janúar í fyrra voru sendar tvær milljónir boða, en sextán millj- ónir í janúar í ár. Það kostar 50 aura danskar að senda slíkt boð. Herferð til að ná í fleiri Netáskriftir hefur gefist vel, því Netáskrifendum hefur fjölgað um 79 prósent. Fjöldi fast- netsnotenda Tele Danmark hefur staðið í stað. Góð afkoma á að verða undirstaða undii’ þenslu og kaup er- lendis. Dyremose sagði það verða auðvelt að nota 10 milljarða danskra króna, um 110 milljarða íslenskra króna, til að fjárfesta í fyrirtækjum erlendis. Hann vildi þó ekki tiltaka hvaða fyrirtæki verið væri að bera víurnar í þar sem ekki hefur verið gengið frá endanlegum samningum þai- að lútandi, en það yrði bráðlega ljóst. Tele Danmark stefnir að því að hafa stjórnunarleg undirtök í þeim fyrirtækjum, sem það á hlut í. Þeirri stöðu hefur það náð í um helmingi þehra fyrirtækja, sem það á hlut í. Ein af góðum fjárfestingum erlendis hefur verið kaup á Talkline í Þýska- landi, sem Tele Danmark á að fullu. Velta þess jókst um 22,4 prósent á síðastliðnu ári. ''HC: ‘ 'tr Meira úrval - betri kaup
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.