Morgunblaðið - 25.02.2000, Síða 26

Morgunblaðið - 25.02.2000, Síða 26
26 FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ Kvótaþing hefur ekki skilað tilætluðum árangri samkvæmt nýútkominni skýrslu Sjómenn taka enn þátt í kvótakaupum Kvótaþing hefur ekkl komið í veg fyrir þátt- töku sjómanna í kvótakaupum að mati dr. Birgis Þórs Runólfssonar. Þetta kemur fram í skýrslu sem Birgir vann fyrir stjórnvöld um áhrif þingsins á íslenskan sjávarútveg. Hann segir Kvótaþing ekki hafa leitt til hækkunar á aflamarki. Helgi Mar Árnason gluggaði í skýrsluna og ræddi við hagsmunaaðila. MEGINTILGANGUR þess að setja Verðlagsstofu skiptaverðs og Kvóta- þing á fót, ásamt nýjum takmörkun- um á flutningi aflamarks, var að gera viðskipti með aflamark sýni- legri og minnka möguleika á að hægt væri að blanda saman viðskipt- um með aflamark og viðskiptum með afla. Að baki lá einnig sú af- staða sjómanna að þeir væru með einum eða öðrum hætti að fjár- magna kaup útgerða á aflamarki. Sérstaklega var markmiðið að koma veg fyrir svokölluð „tonn á móti tonni“ viðskipti. Sjávarútvegsráðherra fól dr. Birgi Þór Runólfssyni, dósent við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla íslands, að kanna hvaða áhrif Kvóta- þing og Verðlagsstofa, auk breyt- inga á lögum um takmörkun á flutn- ingi aflamarks milli skipa, hafa haft á íslenskan sjávarútveg, sérstaklega á stöðu og möguleika einstaklingsút- gerðarinnar. í skýrslunni kemur fram að veru- lega dró úr flutningi aflamarks á fískveiðiárinu 1998/99, fyrsta starfs- ári Kvótaþings, bæði innan útgerða og milli útgerða. Vergur flutningur á þorskaflahámarki milli óskyldra að- ila minnkaði um rúm 60%, úr 69 þús- und tonnum í 25 þúsund tonn. Hreinn flutningur á þorskaflamarki, þ.e. mismunur þess sem sama út- gerðir kaupir og selur á Kvótaþingi, dróst einnig saman, eða um nær 45%. Einnig dró mikið úr flutningi aflamarks annarra tegunda. Stærri útgerðir fluttu meira afla- mark frá sér en til sín. Skuttogarar, sem felstir eru í eigu stærri útgerða, fluttu mest aflamark frá sér. Smá- bátar á aflamarki fluttu einnig hlut- fallslega mikið frá sér. Flutningur á þorskaflamarki til einstaklingsút- gerða fiskveiðiárið 1998/99 nam rúmlega 4.500 tonnum en var um 11.800 tonn árið áður. Suðumesja- menn fluttu til sín mest þorskafla- mark á tímabilinu, ríflega 8.500 tonn, en það er álíka magn og Norð- lendingar fluttu frá sér. Hreinn flutningur á þorskaflamarki á milli iandshluta minnkaði úr rúmum 14 þúsund tonnum í tæp 9 þúsund tonn milli ára. Kvótaþing ekki leitt til hærra verðs á aflamarki Fjöldi kvótalítilla og kvótalausra báta átti viðskipti á Kvótaþingi og voru nokkrir þeirra í hópi stærri kaupenda. Þau fyrirtæki sem mest versluðu á Kvótaþingi teljast öll til 50 stærstu útgerða landsins og keyptu þau t.a.m. um 20% af því þorskaflamarki sem um þingið fór. Lítill eða enginn munur er á meðal- verði í aflamarkskaupum kvótalítilla útgerða og þeirra kvótameiri. Frá því að starfsemi Kvótaþings hófst hefur verð á þorskaflamarki hækkað um meira en 20%. Sambæri- Morgunblaðið/Sverrir Dr. Birgir Þdr Rundlfsson kynnir skýrslu um áhrif Kvdtaþings og Verð- lagsstofu skiptaverðs í sjávarútvegsráðuneytinu í gær. leg og jafnvel meiri hækkun hefur orðið á aflamarki nokkurra annarra tegunda. Hefur af þessari ástæðu verið fullyrt að þessar verðhækkanir séu afleiðingar af tilkomu og starf- semi tilboðsþingsins. Ef verðhækk- un þorskaflamarks er hins vegar borin saman við fiskverðshækkanir og afurðaverðshækkanir virðist sem þær séu álíka. Þannig hækkar vísit- ala saltfiskafurða þorsks frá ágúst- mánuði 1997 til ágústmánaðar 1998 um 15% og 25% til sama mánaðar 1999. Langtímasamband virðist vera milli afurðaverðs, fískverðs og verðs á aflamarki, en ekkert skammtíma- samband virðist þó á milli þessara stærða. Ýmsar skýringar geta átt hér við, m.a. sú að verð á aflamarki flestra fiskitegunda sveiflast mikið innan ársins, m.a. vegna þess að gæftir eru misjafnar eftir árstíðum. Þá verður einnig að hafa í huga að aðrir þættir hafa breyst samhliða stofnun Kvótaþings. Þar má t.a.m. nefna að framsal á aflamarki var takmarkað við 50% af úthlutuðu aflamarki skips. Sú breyting, ein og sér, hefði getað valdið því að verð á aflamarki hækkaði. Það er því a.m.k. hugsanlegt að áhrif þessara tveggja samtímabreytinga vinni hvor á móti annarri. Þá ber einnig að nefna að úthafsveiðar hafa minnkað og hluti fiskveiðiflotans stundar nú meiri veiðar í lögsögunni. Sjómenn taka enn þátt í kvótakaupum Megintilgangur þess að setja Kvótaþing á laggimar var m.a. að gera útgerðum erfiðara við að láta sjómenn taka þátt í kvótakaupum. Birgir segir í skýrslunni að þrátt fyrir það virðist margt benda til að þátttaka sjómanna í kvótakaupum sé enn til staðar. Um það vitni bæði fiskverð og aflamarksviðskipti ein- stakra skipa og ummæli forystu- manna hagsmunasamtaka. Þátttaka fiskverkenda í kvótakaupum virðist staðreynd og eru fiskverðsmál flækt af þeim ástæðum. Ekkert virðist því til fyrirstöðu að fiskverkendur greiði sjálfir kvóta skipa sem hjá þeim landa. Þetta vekur upp spurningar um gagnsemi Kvótaþings í núver- andi mynd að mati Birgis. Þá segir Birgir enn fremur að ekki verði séð að sú takmörkun á framsali aflamarks, að einungis sé heimilt að flytja af fiskiskipi afla- mark sem nemur 50% af því afla- marki sem fiskiskipi er úthlutað í upphafi fiskveiðiárs, hafi dregið svo úr þátttöku sjómanna í aflamarks- kaupum að það réttlæti framhald hennar. Aflamarksviðskipti hafi dregist saman af ýmsum öðrum og fleiri ástæðum en þeirri að löggjöf- inni var breytt. Lagabreytingin hafi hins vegar dregið ennþá meira úr flutningi aflamarks, bæði á milli út- gerða og innan útgerða. Að þessu leyti leiði takmörkunin til minni sveigjanleika hjá útgerðum og minni hagkvæmni. Birgir segir ennfremur að tilkoma Kvótaþings hafí leitt til þess að opin- berar upplýsingar liggi fyrir um við- skipti og verð aflamarks. Fyrir- komulag Kvótaþings leiði þó til þess að ekki liggi fyrir milli hverra við- skipti eiga sér stað. „Má segja að það fyrirkomulag dragi úr hve sýni- leg viðskiptin eru. Eðlilegra væri ef fyrirkomulag Kvótaþings væri með svipuðu sniði og fyrirkomulag Verð- bréfaþings, en þó með þeirri kvöð að öll aflamarksviðskipti milli óskyldra aðila verði að tilkynna til þingsins og þau verði síðan birt þar. Þær stofnanir sem líklega eru best til þess fallnar að hafa áhrif á þátttöku sjómanna í aflamarksvið- skiptum eru Verðlagsstofa og úr- skurðarnefnd sjómanna og útvegs- manna. Verðlagsstofa getur með gagnaöflun og gagnavinnslu kort- lagt afla- og aflamarksviðskipti ein- stakra útgerða og fískverkenda," segir í skýrslunni. Áhrif Verðlagsstofu óljós Allgóð sátt virðist ríkja meðal hagsmunaaðila með starf Verðlags- stofu skiptaverðs, að mati Birgis Þórs. Stofan aflar gagna um verð á afla og afurðum og vinnur úr þeim gögnum og kemur þeim á framfæri, m.a. á vefsíðu stofunnar. Stofan inn- kallar einnig fiskverðssamninga milli sjómanna og útgerða, gerir reglulegar úrtakskannanir og sendir fyrirspurnir til útgerða þegar svo ber við. Birgir segir að innköllun samn- inga og fyrirspumir Verðlagsstofu hafi stundum leitt til þess að físk- verð haíi hækkað hjá útgerð í kjöl- farið og með því leysist sum mál, sem annars hefðu mögulega lent á borði úrskurðarnefndar. Málum sem vísað er til úrskurðamefndar hefur ekki fjölgað með tilkomu Verðlags- stofu að því fram kemur í skýrsl- unni. Á hinn bóginn virðist þessi gagnaöflun og gagnavinnsla stof- unnar ekki hafa stuðlað að auknu samkomulagi um álitamál. Það sem helst er gagnrýnt er að upplýsingar um fiskverð í beinni sölu em oft gamlar þegar þær berast Verðlags- stofu. Einhverjar útgerðir hafa hugsanlega notfært sér tafir í upp- lýsingastreymi og komast þá upp með að greiða verð utan viðmiðunar- marka stofunnar. Birgir segir erfitt að fullyrða hvort starf Verðlagsstofu og úrskurðanefndar hafi víðtæk áhrif, þ.e. utan þeirra fyrirtækja sem af- skipti em höfð af. „Svo virðist sem munur á milli fiskverðs í beinni sölu til fiskverkenda og fiskverðs á inn- lendum fiskmörkuðum hafi ekki minnkað eftir tilkomu Verðlags- stofu,“ segir Birgir í skýrslunni. Ekki skilað þeim árangri sem vonast var eftir Sævar Gunnarsson, formaður Sjó- mannasambands íslands, segist geta tekið undir margt í skýrslu Birgis. Sjómannasambandið hafi til dæmis lengi haldið því fram að verð á leiguheimildum hafi haldist í hend- ur við afurðaverð og verð á fisk- mörkuðum. Hann tekur einnig undir það að Kvótaþing hafi ekki komið í veg fyrir þátttöku sjómanna í kvóta- kaupum. „Kvótaþing hefur ekki skil- að þeim árangri sem við vonuðumst eftir. En Kvótaþingi var hins vegar ekki komið á fyrir sjómenn, heldur fyrir útvegsmenn svo kvótabraskið gæti haldið áfram. Með skýrslunni staðfestist að útvegsmenn fara framhjá lögunum með því að láta fiskverkendurna kaupa veiðiheim- ildirnar og veiða síðan fyrir þá. Kvótaþing hefur hinsvegar verið sjómönnum gagnlegt að því leyti að þessi viðskipti eru uppi á borðinu." Sævar segir að af sinni hálfu komi ekki til greina að fyrirkomulagi Kvótaþings verði breytt í líkingu við það sem er á Verðbréfaþingi. „Þá er- um við komnir í sama farið og áður. Eg hef hins vegar boðið bæði stjórn- völdum og útvegsmönnum að af- nema Kvótaþing. En í staðinn verð- ur að koma eðlileg verðmyndun á fiski. Uns það gerist verður Kvóta- þing að vera,“ segir Sævar. Hlýtur að leiða til þess að Kvótaþing verður aflagt Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍU, sagðist í gær vera sammála niðurstöðu skýrslunn- ar í meginatriðum. Sér virðist við fyrstu sýn að niðurstaða skýrslunn- ar sé sú sama og útvegsmenn hafi haldið fram lengi, að Kvótaþing sé óþarft. Það sama megi segja um takmarkanir á framsali aflamarks. „Þessi skýrsla hlýtur að leiða til þess að Kvótaþing verður aflagt. Við höf- um alltaf viljað hafa viðskipti með aflamark sem frjálsust, enda leiðir Kvótaþing ekkert annað af sér en aukinn kostnað og fyrirhöfn. Hins vegar höfum við talið að Kvótaþing skrúfi upp verð á heimildum, vegna þess hve blind viðskiptin eru,“ sagði Friðrik. Heildarviðskipti á Kvótaþingi fiskveiðiárið 1998/99 J Magn miðast við V Tegund slægðan fisk • '; Þorskur ^ Ýsa Ufsi Karfi Steinbítur Úthafskarfi Grálúða Skarkoli Langiúra § Sandkoli Skrápflúra Síld Loðna Humar Úthafsrækja Flæmingjarækja jmL Þorskur, Noregur SAMTALS: Magn, lestir Meðalverð, krónur/kg Verðmæti millj. kr. 24.865 99,21 2.466,9 4.886 46,28 226,1 3.420 30,10 102,9 4.351 40,60 176,6 2.240 22,06 49,4 323 31,72 10,2 778 83,80 65,2 2.149 44,67 96,0 184 39,35 7,2 998 18,13 18,1 1.029 15,19 15,6 4.802 5,32 25,5 42.089 0,39 16,4 39 398,55 15,5 5.271 3,59 18,9 1.877 30,86 57,9 55 37,73 2,1 99.354 3.370,9 Verðþróun á aflamarki þorsks á Kvótaþingi og selt magn 1998-1999 Verð á aflamarki þorks á Kvótaþingi, kr/kg ® Sept.1 Okt.' Nóv.' Des. j Jan.' Feb. Mars' Apr.' Maí' Júní' Júlí' Ág. Sept.' Okt.' Nóv.' Des. 1998 1—|—...... 1 1999 4.000 Selt aflamark þorks á Kvótaþingi, tonn Sept. Okt. Nóv. Des. 1998 ■MnaHMMi Jan. Feb. Mars Apr. Mai Júní Júlí Ág. Sept. Okt. Nóv. Des. ----------------1999-------------------

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.