Morgunblaðið - 25.02.2000, Side 39

Morgunblaðið - 25.02.2000, Side 39
38 FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2000 39 - STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. í FARARBRODDI UPPLÝSINGA- TÆKNINNAR FORRÁÐAMENN Hafnarfjarðar hafa ákveðið, að bæjarfélagið verði í fararbroddi upplýsingatækninnar. Gerður hefur verið samningur við Opin kerfi hf. og Skýrr hf. um framkvæmd áætlun- ar, sem nefnist Upplýsingatækni fyrir alla, og er markmiðið að vinna að hagnýtingu möguleika upplýsingatækninnar til fullnustu í Hafnarfirði og veita öllum bæjarbúum aðgang að tækninni. Hafnarfjarðarbær kostar undirbúningsvinnuna, leggur til verk- efnisstjóra og húsnæði fyrir miðstöð upplýsingatækninnar, sem verður í nýbyggingu við aðalgötu bæjarins, Strandgötu. Bæjar- félagið greiðir einnig kostnað vegna kynningar verkefnisins og stofnunar miðlægs upplýsinga- og þjónustuvefjar á Netinu fyrir bæjarfélagið, fyrirtæki, félög, stofnanir og einstaklinga í Hafnar- firði þannig að hægt verði að gjörnýta þá möguleika, sem Netið hefur þegar upp á að bjóða og kunna að koma fram. Stefnt er að því, að almenningur fái aðgang að nýjustu upp- lýsingatækni, vél- og hugbúnaði í miðstöðinni, sem verður eins konar tölvuver og þróunarsetur fyrir áhugafólk. Stefnt er að því, að vefurinn (uta.is) verði opnaður 1. september nk. og á honum geti sem flestir sinnt erindum sínum við bæjarfélagið, fyrirtæki og stofnanir. Áhersla verður lögð á gagnvirkni og er í samningnum gert ráð fyrir gagnaflutningum með örbylgjutækni. Markmiðið er að byggja upp öflugt og öruggt gagnaflutningsnet, þannig að allir notendur vefjarins og miðstöðvar upplýsingatækni njóti bestu möguleika í hljóði, texta og mynd, auk samtímanotkunar síma, Nets og annarra miðla, t.d. sjónvarps. Væntanlega geta allir Hafn- firðingar haft netfang fyrir tölvupóst hjá uta.is og því auðvelt fyrir bæjarfélagið að koma til þeirra upplýsingum og skilaboðum. Tilraun verður gerð með þetta fyrirkomulag í einu fjölbýlishúsi þegar um miðjan aprílmánuð nk. Kerfið í heild verður svo þróað í áföngum. Fyrirtækin tvö munu setja upp dreifikerfi, taka þátt í tæknilegu þróunarstarfi og úrlausnum. Hafnarfjarðarbær tekur með þessum áætlunum ákveðna for- ustu í hagnýtingu upplýsingatækninnar fyrir íbúana, fyrirtæki þeirra og stofnanir. Þetta umfangsmikla verkefni á vafalaust eftir að verða til fyrirmyndar öðrum sveitarfélögum og auðvelda öllum almenningi aðgang að byltingunni í upplýsingatækni, sem hafin er og mun þróast ört í framtíðinni. VERÐSTRÍÐ í BRETLANDI ÞAÐ verðstríð, sem nú er skollið á í breskri matvöruverslun, hlýtur að vera íslenskum smásölufyrirtækjum alvarlegt umhugsunar- efni. í kjölfar þess að bandaríski verslunarrisinn Wal-Mart festi kaup á bresku verslunarkeðjunni ASDA á síðasta ári var tilkynnt að stefnt væri að því að færa verðlag í verslunum fyrirtækisins á Bretlandi í svipað horf og í Bandaríkjunum. Um síðustu helgi var svo tilkynnt af hálfu ASDA að verð 300 vörutegunda hefði verið lækkað og að alls hefði verð 3000 vörutegunda verið lækkað síðastliðið ár. Steftia fyrir- tækisins er að lækka verð 6000 vörutegunda til viðbótar og hafa önnur bresk smásöluiyrirtæki orðið að fylgja í kjölfarið með sambærilegum verðlækkunum. Er nú svo komið að matvöruverð í Bretlandi er orðið töluvert lægra en í flestum nágrannalöndunum og raunar allnokkru lægra en það var fyrir tveimur árum. Þessi þróun er ekki bundin við Bretland einvörðungu. Hún kemur hins vegar skýrast fram þar í landi þar sem Bretland er fyrsta landið, þar sem Wal-Mart lét til skarar skríða. Bandaríska fyrirtækið er hins vegar einnig búið að hasla sér völl í Þýskalandi og Frakklandi og búast má við svipaðri þróun þar. Auðvitað er það verðstríð, sem nú geisar, ekki einungis bundið við komu Wal-Marts inn á evrópska smásölumarkaðinn. Eftir því sem markaðir renna saman og upplýsingastreymi eykst verður erfiðara fyrir fyrirtæki að halda uppi ólíkri verðlagningu milli markaða á vafa- sömum forsendum. Með tilkomu evrunnar verður verðsamanburður milli ríkja þar að auki mun auðveldari. Wal-Mart hefur hins vegar gripið þau tækifæri sem fyrir hendi eru á markaðnum og hefur vissulega afl til að takast á við þau fyrirtæki sem fyrireru. Umræða um mismun á verðlagi milli ríkja verður stöðugt háværari. í Noregi hefur það til að mynda vakið mikla reiði síðustu daga að í ljós hefur komið að matvöruverð í Svíþjóð er að meðaltali 40-50% lægra en í Noregi. í opinberri skýrslu kemur fram að könnun á 52 dæmigerðum neysluvörum leiddi í ljós að nær allar vörur voru ódýrari í Svíþjóð. Norðmenn geta margir hverjir tekið ákvörðun um að gera innkaup sín handan landamæranna. Stór hluti neyslu Islendinga hefur að sama skapi átt sér stað í öðrum ríkjum. Við eigum þess hins vegar ekki kost, af landfræðilegum ástæðum, að gera dagleg matarinnkaup annars staðar en í íslenskum verslunum, þrátt fyrir að verðlag sé verulega hærra en í nágrannaríkjunum. Að því hlýtur hins vegar að koma að stórt fyrirtæki, hvort sem er innlent eða erlent, sjái sér hag í því að ná markaðsstöðu með því að bjóða hagstæðara verðlag. Hvar standa þá þau fyrirtæki sem árum saman hafa ekki talið mögulegt að lækka verð? Verðbólgan var 5,8% á síðasta ári og fara þarf allt aftur til ársins 1991 til að fínna dæmi um meiri árshækkun verðlags Yfirlit ríkisfjármála 1998-2000 Upphæðir í milljörðum kr. lgg8 ^ggn Fjárlög 2000 Tekjur 180,8 207,9 209,9 þ.a. söluhagnaður 2,5 11,0 4,2 Tekjur án eignasölu 178,4 196,9 205,7 Útgjöld 189,6 182,8 193,2 þ.a. óvenjul. lífeyrisskuldb. 16,7 2,2 1,3 Tekjujöfnuður -8,8 15,0 16,7 án eignasölu -11,3 4,1 12,5 án eignasölu og óv. lífeyrisskuldb. 5,4 6,2 13,8 Hreinn lánsfjárjöfnuður 22,9 28,9 21,0 Raungengi krónunnar 1985-2000 Ársfjórðungslegar tölur, '85 '86 '87 '88 '89 '90 '91 '92 '93 '94 '95 '96 '97 '98 '99 '00 Kennitölur ríkisfjármála 1994-2000 3,0- 2,0 -Tekjuafgangur % af VLF -Aðhaldsátak m ÆT\ 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 Framlag undirliða til hækkunar VÍSÍtÖIU neysluverðs 1999 Vísitölubreytingar Allar tölur eru hlutfallstölur (%) síðastliðna 3 mán. 12 mán. Áhrif á hækkun vísitölu síðastliðna 3 mán. 12 mán. 1) Búvörur án grænmetis 5,3 2,8 7,7 3,2 2) Grænmeti -47,6 2,4 -12,2 0,4 3) Aðrar innlendar mat- og drykkjarvörur 10,7 7,4 14,8 8,2 4) Aðrar innlendar vörur 3,8 3,0 4,1 2,5 5) Innfluttar mat- og drykkjarvörur 11,5 7,8 7,6 4,1 6) Nýir bílar og varahlutir 1,3 1,5 2,2 2,1 7) Bensín -4,3 24,7 -3,7 16,2 8) Aðrar innlendar vörur -1,3 -0,5 -4,2 -1,2 9) Áfengi og tóbak 1,9 1,6 1,4 0,9 10) Húsnæði 8,4 14,8 21,9 31,1 11) Opinber þjónusta 14,8 5,3 35,4 10,4 12) Önnur þjónusta 5,0 5,5 25,1 21,9 Samtals 4,4 5,8 100,0 100,0 Innlendar vörur (1 -4) 2,9 4,4 14,4 14,3 Búvörur og grænmeti (1-2) -3,9 2,7 -4,5 3,6 Innl. vörur án búvöru og grænmetis (3-4) 7,7 5,5 18,9 10,7 Innfluttar vörur alls (5-9) 0,4 3,7 3,3 22,2 V ■ERÐBÓLGAN á síðasta ári var 5,8% og þarf að fara allt aftur til ársins 1991 til að finna dæmi um jafn mikla árshækk- un verðlags á einu ári og varð í fyrra. Tveir útgjaldaliðir skýra nærfellt helming verðbólgunnar á síðasta ári, hækkun á verði bensíns og húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu, en húsnæðis- verð hækkaði um tæp 15% að meðal- tali á síðasta ári, sem skýrir nærfellt þriðjung af hækkun neysluverðsvísi- tölunnar í fyrra og bensínverð hækk- aði um nær fjórðung, sem olli um 16% af hækkun vísitölunnar. Þá er útlit fyrir að í ár verði viðskiptahallinn þriðja árið í röð meiri en 5% af lands- framleiðslu. Þarf að fara aldarfjórð- ung aftur í tímann eða allt aftur til áranna 1974-76 til að finna dæmi um jafnhátt þriggja ára meðaltal við- skiptahallans. Einstakt er hins vegar að orsök hallans er ekki brestur í út- flutningstekjum heldur stafar hann nær eingöngu af mikilli innlendri eftirspurn að því er fram kemur í Peningamálum nýju ársfjórðungsriti Seðlabankans. Hagvöxturinn að meðaltali 5,5% síðustu fjögur ár Þessi ummerki um þenslu koma fram í kjölfar einstaks hagvaxtar- skeiðs, þar sem hagvöxtur hefur verið yfii’ 5% fjögur ár í röð eða að meðal- tali 5,5%, en fyrri hagvaxtarskeiðum í sögu þjóðarinnar hefur iðulega lokið með því að efnahagslífið hefur tekið mikla dýfu og samdráttur fylgt í kjölfar vaxtar, enda sveiflur viðtekn- ar í þjóðarbúskap Islendinga vegna þess hve þjóðarbúið er háð sjávar- útvegi og sveiflum í veiðum og verð- lagi á framleiðslu hans. Stjórnvöld hafa brugðist við þenslumerkjunum með margvísleg- um hætti og það nýjasta í þeim efnum er enn ein vaxtahækkun Seðlabank- ans og útvíkkun á vikmörkum gengis- ins. Raungengið hefur hækkað og hætta er á að nokkuð kreppi að út- flutnings- og samkeppnisgreinum vegna þessa. Raungengi krónunnar miðað við vísitölu neysluverðs hefur ekki verið hærra frá því snemma árs 1993, en á mælikvarða verðlags og launa var raungengið á síðasta ársfjórðungi ársins 1999 svipað meðaltali síð- ustu tuttugu ára, en langt undir því sem það fór hæst á veltiárunum 1987 og 1988. „Veruleg aukning út- flutnings iðnaðarvöru án stóriðju á síðasta ári, nokkuð góð afkoma fyrir- tækja og hátt atvinnustig benda ekki til þess að raungengi krónunnar sé enn komið verulega yfir það sem sam- rýmist langtímastöðugleika, enda stafar mikill viðskiptahalli fyrst og fremst af óhóflegum vexti eftirspurn- ar. Sú hætta er hins vegar fyrir hendi að raungengi hækki frekar og að út- flutnings- og samkeppnisgreinar klemmist þannig á milli umframeftir- spurnar í hagkerfinu og aðhaldssamr- Aldarfjórðungur frá því viðskiptahalli var 5% þrjú ár í röð íslendingar hafa upplifað einstakt hagvaxtarskeið síðustu árin, sem endurspeglast í því að tekjur þjóðarbúsins hafa aukist um fjórðung á 7 ’ fáum árum. I samantekt Hjálmars Jónssonar kemur fram að þó bliku hafí dregið á loft sem endurspeglast í aukinni verðbólgu og miklum viðskiptahalla þá meta menn ástandið með mismunandi hætti. 18. sæti mið- að við fram- leiðslu á vinnustund ar peningastefnu. Aðhaldssamari rík- isfjármálastefna og minni viðskipta- halli myndu draga úr þessari hættu,“ segir í fyrrgreindu riti Seðlabankans. 16,7 milljarða afgangur á ríkissjóði Auk fyrrgreindra aðhaldsaðgerða og afgangs á rekstri ríkissjóðs hafa stjórnvöld kynnt fyrirætlanir um að auka skattfrelsi lífeyrissparnaðar til að renna traustari stoðum undir inn- lendan sparnað. Afgangurinn á ríkis- sjóði er áætlaður 16,7 milljarðar króna í ár, sem er heldur meira en í fyrra, en batinn er þó meiri en þessar tölur bera með sér, því afgangur án eignasöluhagnaðar vex úr 3,2 millj- örðum króna í fyrra í 12,5 milljarða króna í ár, að því er fram kemur í Peningamálum. Segh- að afkoma rík- issjóðs að teknu tilliti til hagsveiflu hafi snúist úr halla í nokkurn afgang á árunum 1995-97, hafi verið neikvæð í fyrra, en batni verulega í ár sam- kvæmt markmiðum fjárlaga. Aukið áformað aðhald í ár komi í framhaldi af greinilegri slökun í fyrra og sé því ekki eins mikið og virðist í fyrstu. Mikilvægt sé að ekki verði farið fram úr útgjöldum fjárlaga og að tekjur um- fram fjárlög skili sér að fullu í bættri afkomu ríkis- sjóðs. Kjarasamningar á al- mennum vinnumarkaði eru lausir hjá stórum hluta launþega eða losna síðar á árinu og í ljósi fram- angreindra staðreynda um vaxandi verðbólgu og mikinn viðskiptahalla er ljóst að ástandið er mjög viðkvæmt og að miklu skiptir að þannig sé haldið á málum að þeim árangri sem náðst hefur verði ekki glutrað niður. Hefur verið talað um „mjúka lendingu" efnahagslífsins í því sambandi en menn eru hins vegar nú ekki frekar en fyiri daginn á eitt sáttir um hvern- ig meta beri ástandið og hvert fram- haldið verði næstu mánuðina. í þjóð- hagsspá, sem lögð var fram með fjárlagafrumvarpinu í upphafi þings í haust var spáð 2,7% hagvexti árið 2000 sem er nærfellt helmingi minni hagvöxtur en árið 1999. Nýrri spár hafa sést sem gera ráð fyrir ívið meiri hagvexti eða um 3%, en Sigurður B. Stefánsson, framkvæmdastjóri Verð- bréfamarkaðar Islandsbanka, segir í blaðagrein síðastliðið haust að í hans huga sé spá Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins um 4,7% hagvöxt árið 2000 á Is- landi miklu nær „mjúkri lendingu" efnahagslífsins en 2,7% spá Þjóðhags- stofnunar. í fyrrgreindu riti Seðlabankans um peningamál segir að aukin verðbólga og viðskiptahalli krefjist aðhalds í hagstjórn og takist hóflegir kjara- samningar séu horfur á hjöðnun verð- bólgu þegar líðar tekur á árið. Að auki er bent á það að hóflegri launa- hækkun geti skilað minni verðbólgu og álíka miklum kaupmætti. Innflutningur virðist í rénun í bili Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóð- hagsstofnunar, sagði að til þessa hafi allir mælikvarðar á efnahagsfram- vinduna borið vitni um ofþenslu, en að undanförnu hafi komið fram ákveðnar vísbendingar um að að- haldsaðgerðir kunni að vera að skila árangri og það sé uppörvandi breyt- ing. Þættir sem væntanlega hafi haft áhrif í þeim efnum séu afgreiðsla fjár- laga, aðhald í peningamálum og sú umræða sem hafi orðið í þjóðfélaginu um stöðuna í efnahagsmálum að und- anförnu. Þannig séu -helstu mæli- kvarðar um ástand og horfur í þjóðar- búskapnum nokkuð misvísandi um þessar mundir. Ymislegt benti til þess að hugsanlega hefði tímabundið hægt á þróun eftirspurnar í hagkerf- inu og mætti meðal annars benda á að innflutningur virtist vera í rénun í bili. Hins vegar væri alveg ljóst að það væri mikil þensla á vinnumarkaði á höfuðborgarsvæðinu og ýmislegt benti til þess að hún væri meiri nú en áður á þessum tíma. Þessu sé hins vegar alveg öfugt farið út á landi. Þar verði ekkert vart við þessi þenslu- einkenni. Nýjar upplýsingar bendi til þess að atvinnurekendur utan höfuð- borgarsvæðisins vilji fremur fækka starfsfólki en fjölga. Þá sé ekki að sjá að skuldasöfnun heimila sé neitt að minnka ennþá. Skuldir hafi numið yf- ir 500 milljörðum króna í árslok og það jafngildi 14% aukningu frá árinu áður. Sama gildi þegar litið sé til pen- ingamálanna að ekki sé að sjá að það hafi dregið að marki úr eftirspurn. Hins vegar megi gera ráð fyrir því að nýlegar aðgerðir Seðlabankans um að hækka vexti um 0,8 prósentustig og hækkun gengisins í kjölfarið stuðli að lægra vöruverði innflutnings og minni eftirspurn eftir innlendri fram- leiðslu, sem verði til þess að slá á þenslu innanlands. „Það er ekki tímabært að draga þær ályktanir að það hafi orðið varan- leg umskipti til hins betra, en sem komið er, þó ýmis merki séu hagstæð- ari en þau hafa verið um nokkurt skeið,“ sagði Þórður. Hann sagði spurður um stöðu kjarasamninga í þessu samhengi að það lægi í augum uppi að almennar launabreytingar á vinnumarkaði yrðu að vera í samræmi við stöðu þjóðar- búsins til þess að tryggja áframhald stöðugleikans. Það þýddi einfaldlega að ekki væru forsendur fyrir meiri al- mennum launabreytingum heldur en gert hefði verið ráð fyrir hingað til, en í áætlunum Þjóðhagsstofnunar hefði verið gert ráð fyrir að almennar launabreytingar yrðu um 5% milli áranna 1999 og 2000. Það sé sú for- senda sem þeir hafi byggt á og sé í samræmi við að það dragi hægt úr eftirspurn í efnahagslífinu og þar með verði lagður grunnur að áframhald- andi stöðugleika í efnahagsmálum. 5% hækkun sé reyndar meiri hækkun en í flestum löndum sem við berum okkur saman við. Sú hækkun þýði að það verði áfram meiri verðbólga hér en í nálægum löndum, en engu að síð- ur skapi hún forsendur til þess að það dragi hægt úr verðbólgu aftur eftir mjög mikinn vöxt hennar á síðasta ári. „Þegar litið er á aðra mælikvarða er það auðvitað alveg ljóst að bæði í verðlagsmálum og eins að því er varð- ar viðskiptajöfnuð gagnvart útlönd- um að þá er mjög mikilvægt að tryggja að það dragi sem fyrst úr verðbólgunni niður á það stig sem er í þeim löndum sem við berum okkur saman við, en við höfum verið með tvö- til þrefalt meiri verðbólgu en annars staðar. Sömuleiðis er mjög mikilvægt að viðskiptahalli minnki á næstum misserum og fari úr þessum 5-6% halla niður í verulega lægri fjár- hæðir. Viðskiptahalli á bilinu 30-40 milljarðar er ekki viðunandi þegar lit- ið er yfir lengra tímabil. Hann fær náttúrlega ekki staðist til lengdar,“ sagði Þórður ennfremur. Töluvert áhyggjuefni Már Guðmundsson, aðalhagfræð- ingur Seðlabankans, segir að ekkert nýtt hafi komið fram á síðustu mán- uðum sem breyti því mati sem sett hafi verið fram á stöðu efnahagsmála á síðustu mánuðum liðins árs. Verð- hjöðnun nú í febrúar hafi í meginat- riðum verið í samræmi við væntingar og breyti ekki spám um verðbólgu í ár og það hafi aldrei gerst, að minnsta kosti ekki eftir stríð að viðskiptahalli hafi verið 5% af landsframleiðslu þrjú ár í röð án þess að það hafi orðið brestur í útflutningstekjum. Þeir líti á þetta sem töluvert áhyggjuefni. Már sagði að Seðlabankinn hefði skoðað sérstaklega veikleika og styrkleika fjármálakerfisins við þær aðstæður sem væru uppi í efnahags- málum nú þar sem kannaðar væru líkurnar á því að hér gæti komið til gjaldeyris- eða bankakreppu. Niður- staðan væri að líkur á því væru litlar í allra nánustu framtíð, en ákveðin hættumerki væru þrátt fyrir það fyrir hendi, annars vegar vegna viðskipta- hallans og hins vegar vegna útlánaþenslunnar. „Hættan sem auðvitað er þarna á ferðinni er sú að ef annaðhvort verða einhver áföll í efnahags- málum, eða þessi ofþensla hjaðnar ekki og viðskipta- hallinn helst mikill áfram þá getur traustið á efnahagsstefnuna þomð og það getur sett þi-ýsting á gengið niður við. Það eru engin merki um þetta núna, en þetta er áhættuþáttur eins og ástandið er nú, ekki bara út frá hefðbundinni hagstjórn heldur einnig út frá möguleikanum á einhverjum skyndilegum breytingum á mati inn- lendra sem erlendra aðila á stöðu ís- lenska þjóðarbúsins," sagði Már. Hann sagði að þeir sæju merki þess að það væri að hægja á útlánaþensl- unni, en hún væri samt ennþá tölu- vert meiri en gæti til lengdar sam- rýmst stöðugleika og lítilli verðbólgu og því væri mikilvægt að framhald yrði á þróuninni í þeim efnum á þessu ári. Öll rök stæðu til þess að beita áfram öllum tiltækum aðhaldsaðgerð- um til þess að slá á þensluna. Verð- bólgan væri á bilinu 4-5% og mældist nú reyndar ennþá yfir 5%, viðskipta- hallinn væri hættulega mikill og út- lána- og peningaþensla væri ennþá meiri en samrýmdist stöðugleika. „Umskipti hvað þetta varðar kunna að koma síðar á þessu ári, en það eru ennþá ekki nein sérstök merki um það,“ sagði Már. Harla gott ástand Sigurður B. _ Stefánsson, fram- kvæmdastjóri VÍB, er á annarri skoð- un. Hann segir aðspurður að ástandið í efnahagsmálum verði að teljast harla gott og á þessari stundu verði ekki annað séð en að horfurnar séu góðar líka. „Ég tel að hagvöxturinn eða framleiðsluaukningin verði meiri en kemur fram í opinberum spám. Staða ríkissjóðs er mjög sterk og hann heldur uppi sparnaðinum í land- inu. Menn benda á viðskiptahallann, en í því sambandi ber að athuga að hann er tilkominn vegna lántöku einkaaðila, ekki síst heimilanna, og að því leyti til algjörlega ólíkur því sem við var að glíma hér á árum áður,“ sagði Sigurður. Hann sagði að þessi viðskiptahalli endurspeglaði einvörðungu að heimil- in í landinu væru að taka ákvörðun um að eyða tekjum næstu ára með lántöku í dag, sem myndi draga úr neyslugetu þeirra í framtíðinni. Sú lántaka væri á ábyrgð hvers og eins og um hana giltu þær reglur sem lánastofnanir hefðu sett í þeim efn- um. Það myndi því draga úr henni sjálfkrafa með tíð og tíma og þetta vandamál leysast af sjálfu sér. Hann sagði að það sama gildi um verðbólguna og viðskiptahallann að hún sé af gerólíkum rótum runnin og hafi verið á verðbólguárunum hér áð- ur. Hún stafi að stórum hluta af því að eignir á höfuðborgarsvæðinu séu að verða verðmeiri vegna þess að hér sé örari verðmætamyndun en áður. Hún stafi einnig af því að matvörukaup- menn séu að hækka hagnaðarhlutfall í rekstri sínum, sem væntanlega ger- ist ekki á hverju ári, auk ýmissa ann- arra tilfallandi þátta, eins og hækkun- ar olíuverðs og tryggingariðgjalda. „Ekkert af þessu flokkast undir skilgreininguna á verðbólgu sem er sífelld og varanleg hækkun verðlags. Með því er ég ekki að segja að það sé engin hætta á ferðinni en þetta er með öðrum hætti en áður var og í síð- ustu mælingu var verðhjöðnun," sagði Sigurður. Hann bætir við að vissulega sé efnahagsástandið viðkvæmt vegna þess mikla hagvaxtar og tekjuaukn- ingar sem við hefðum upplifað og miklu skipti að rétt sé á málum haldið í framhaldinu til þess að sá mikli árangur sem náðst hafi í efnahags- málum glutrist ekki niður. I fyiTgreindri blaðagrein um efna- hagsmál gerir Sigurður þá staðreynd að umtalsefni að þegar litið sé til tekna á mann sé ísland í sjötta sæti meðal ríkja innan Efnahags- og fram- farastofnunarinnar, OECD, en við séum hins vegar í 18. sæti þegar mið- að sé við framleiðslu á vinnustund. Hann segir aðspurður að þetta sýni að hér séu miklir ónýttir framleiðni- möguleikar og að við hljótum nánast að vera með meiri framleiðniaukn- ingu en nágrannaþjóðirnar á næstu árum. Því til viðbótar bendi einnig ýmislegt til þess að tæknibreytingar síðustu ára hafi gert það að verkum að hagvaxtar- getan hafi aukist. Þróunin í Bandaríkjunum styðji þá skoðun og vísbendingar séu um að það sama geti átt við hér á landi. „Ég held að flestir gætu verið sátt- ir við þann árangur sem nást hefur á síðustu árum við efnahagsstjórn á ís- landi og ekki auðvelt að finna eitthvað sem mætti betur fara,“ sagði Sig- urður. Hann bendir á að tekjur þjóðarbús- ins séu fjórðungi meiri en fyrir fjór- um árum. „Ég myndi kalla það frá- bæran árangur og ég get ekki séð að það sé hægt að kalla það neitt annað,“ sagði Sigurður ennfremur. Fjórðungi meiri tekjur en fyrir fjórum árum Áætlað er að framkvæmdir við byggingu nýs húss FBA í Borgartúni 19 hefjist í aprfl. Nýtt 4.000 fermetra húsnæði í eigu FBA rís við Borgartún 19 Byggt á þrett- án mánuðum FJÁRFESTINGARBANKI atvinnu- lífsins mun flytja í nýtt rúmlega 4.000 fermetra húsnæði í Borgartúni 19 á fyrri hluta næsta árs. Bæring Sæm- undsson, umsjónarmaður eignaum- sýslu bankans, sagði það löngu orðið tímabært að flytja, því mjög þröngt væri um starfsmenn í Armúlanum, en þar hefur bankinn verið til húsa frá því hann var stofnaður árið 1997. „Við vonumst til að geta flutt inn um páskana á næsta ári,“ sagði Bæring. „Verktími hússins er áætlaður 13 mán- uðir og framkvæmdir eru ekki hafnar, þannig að þetta á allt eftir að koma bet- uríljós." Á lóðinni við Borgartún 19, sem er í eigu Verktakafyrirtækisins Eyktar, stendur gamalt hús, sem byggt var árið 1942, en til stendur að rífa það á næstu dögum. Áætlað er að framkvæmdir vegna nýja hússins hefjist í apríl. Bæring sagði að gengið hefði verið frá kaupsamningi hússins síðastliðinn föstudag, en hann sagðist ekki hafa upp- lýsingar um kaupverðið. Húsið verður fjórar hæðir og kjallari og sagði Bæring að til stæði að leigja hluta hússins út fyrst um sinn, þar sem bankinn myndi ekki fullnýta húsnæðið til að byrja með.1 Stórir-opnir fletir Hönnun hússins, sem var í höndum teiknistofunnar Onno ehf., er að sögn Bærings að ákveðnu leyti mjög sérstök. Hann sagði að til að tryggja að upp- lýsingaflæði á milli starfsmanna væri sem best væru hæðimar stórir opnii- fletir. Hann sagði að fólk myndi vinna hlið við hlið, án skilrúma eða skrifstofa, en að það væri fyrst og fremst gert til að auðvelda samskipti á milli starfsmanna og tryggja hámarksupplýsingaflæði á vinnustaðnum. Heimildir lífeyris- sjóða til fjárfest- ingSL rýmkaðar HEIMILDIR lífeyrissjóða til fjárfest- inga verða rýmkaðar verulega frá því sem nú er verði frumvarp sem Geir H. Haarde fjármálaráðherra mælti fyrir á Alþingi í gær að lögum. Þing- menn stjórnarandstöðunnar vöruðu þó við því að betra væri að fara var- lega í þessum efnum og sögðu frum- varpið þurfa ítarlegrar skoðunar við með tilliti til efnahagsástands og þeirrar áhættu sem fylgdi rýmkun heimildar lífeyrissjóða til fjárfestinga. Frumvarpið felur í sér að heimild lífeyrissjóða til að fjárfesta í erlend- um gjaldmiðlum verður aukin úr 40% af hreinni eign sjóðanna í 50% og einnig verður heimild þeirra til að fjárfesta í skráðum skuldabréfum bæjar- og sveitarfélaga, skuldabréf- um og víxlum banka, sparisjóða og annarra lánastofnana sem lúta eftirliti opinbers eftirlitsaðila, hlutabréfum fyrirtækja og öðrum verðbréfum hækkuð úr 35% í 50%. Jafnframt er lagt til að heimild líf- eyrissjóða til að fjárfesta í óskráðum verðbréfum nái jafnt til verðbréfa sem gefin eru út af innlendum og er- lendum aðilum en ekki einungis inn- lendum eins og nú er, og loks að sett- ar verði sérstakar reglur um fram- setningu fjárfestingarstefnu hjá sjóð- unum sem og um eftirlit með henni. Fram kom í máli fjármálaráðherra að þessar efnisbreytingar á lögun- um fælu m.a. í sér að auknar kröf- ur verði gerðar til starfsemi lífeyr- issjóða, einkum hvað varðaði mótun og gerð fjárfestingastefnu, eftirlit með henni og upplýsinga- gjöf, ráðgjöf til sjóðfélaga og hæfi . framkvæmdastjóra. Markmiðið með lögunum væri hins vegar ekki að breyta í neinum grundvallar- atriðum lögum um starfsemi líf- eyrissjóða frá 1998. Geir sagði tilefni breytinganna m.a. ábendingar forsvarsmanna líf- eyrissjóða, samtaka þeirra og ann- arra aðila á fjármagnsmarkaði sem teldu að núverandi reglur væru til þess fallnar að draga úr möguleik- um lífeyrissjóða á að nýta sér þá fjárfestingarkosti sem þeir teldu vænlegasta. Geir sagði að rýmkun á heimild,- til að fjárfesta í erlendum gjald- miðlum gæti reyndar valdið því að gengisáhætta lífeyrissjóða yrði meiri en nú er en á móti gæfist sjóðunum nú kostur á að dreifa áhættu af fjárfestingum í verð- bréfum milli markaða og þannig draga úr áhrifum staðbundinna sveiflna á hag sjóðanna. ^

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.