Morgunblaðið - 25.02.2000, Page 48
48 FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Islensk erfðagreining
mun bjarga mannslífum
ÍSLAND er að verða
óumdeilanlegur aðili að
samfélagi allra þjóða
þar sem veröldin er að
verða ein heild vegna
tækniframfara á öllum
sviðum. Tækniframfar-
vsr verða ekki til nema
vegna stöðugra rann-
sókna og uppgötvana
og er þá sama á hvaða
sviði það er. Rannsókn-
ir og uppgötvanir á
heilbrigðissviði hafa í
áranna rás bjargað
milljónum mannslífa
og sennilega er ekki til
sú fjölskylda á íslandi
sem ekki hefur notið
þess á einhvem hátt.
Það á að vera skylda hvers einasta
íslendings sem nýtur heilsugæslu á
Islandi að leggja það sem til þarf af
mörkum við slíkar rannsóknir og sú
ákvörðun að smíða gagnagrunn á
Tíieilbrigðissviði er ein leið til þess að
vinna bug á sjúkdómum, leysa ýmsa
leyndardóma sem læknavísindin
glíma við í dag, uppgötva ný lyf og
nýjar aðferðir til að lækna fólk af
hinum ýmsu sjúkdómum, sjúkdóm-
um sem menn dóu úr áður.
Nú bregður svo við, að þegar litla
ísland getur haslað sér völl á heims-
mælikvarða á sviði heilbrigðisrann-
sókna, rísa upp aðilar í þjóðfélaginu
sem berjast á móti þessu mikilvæga
og lífsnauðsynlega máli og ætla seint
að hætta þó að allt sé gert til þess að
§era þeim til hæfis og tryggja öryggi
gagnagrunnsins. Spyrja má þeirrar
spurningar, hvers virði fyrir okkur
eða afkomendur okkar eru upplýs-
ingar um sjúkdóma eða greiningu
sem Iiggja inni á heilsugæslustöðv-
um og rykfalla þar í möppum? Ef
þessar upplýsingar koma að gagni
við að uppgötva lækningu eða ný lyf
þá eigum við fortakslaust að veita
allan þann aðgang að þeim sem þörf
er á, því hver veit hvar sjúkdómar
skjóta upp kollinum næst?
Hvernig halda menn að hægt sé
að vinna bug á sjúkdómum ef allir í
heiminum myndu stíga það skref að
neita að nokkrar upplýsingar um þá
og sjúkdóma þeirra verði notaðar til
IFannsókna og allar upplýsingar eigi
bara að vera á milli þeirra og læknis
eða lækna sem önnuðust þá. Það
sem vísindamenn þurfa til rann-
sókna og nýrra uppgötvana á heil-
brigðissviði er aðgangur að okkur
öllum, sem fáum sjúkdóma. Þær
upplýsingar skulum við
líka veita þeim, því
hver veit hver okkar
verður næstur og hver
kannast ekki við þann
kvíða sem grípur um
sig þegar honum er til-
kynnt að hann eigi að
fara í ýtarlega læknis-
skoðun og viðkomandi
veit lítið hvað er fram-
undan og biður þess í
hljóði að það sem að er
verði nú auðvelt viður-
eignar og læknavísind-
in ráði við það og hafi
Eiríkur uppgötvað við því
Stefánsson lækningu eða lyf.
Ég vil skora á ís-
lenska lækna og alla þá sem vinna að
heilbrigðismálum á Islandi að taka
þátt í því af heilum hug að gagna-
grunnur á heilbrigðissviði verði full-
kominn og allir verði þátttakendur í
honum, þá er mögulegt að ísland
verði í forustu á sviði hinna ýmsu
uppgötvana á sviði heilbrigðismála.
Frumkvöðlar og þeir sem taka
forustu í hinum ýmsu þjóðfélagsmál-
um hafa oft þurft að berjast við aft-
urhaldsöfl og vindmyllur áður en
þeir hafa komist í gegn með sín mál.
Mál sem á seinni stigum hafa leitt til
þess að þeir sem á móti voru grófu
höfuðið í sand og létu hvorki á sér
bæra né í sér heyra af skömm, þegar
í Ijós kom að þeir höfðu algjörlega
rangt fyrir sér. A Islandi eru mörg
dæmi um slíkt á síðustu áratugum.
Kári Stefánsson er frumkvöðull á
heimsmælikvarða og allar þjóðir
hafa þörf fyrir slíka menn, því þeir
gera landið sitt stórt og mennina
með, en að hann skuli þurfa að eyða
sínum dýrmæta tíma í að berjast við
illkvittni og annað í þeim dúr sem
engan enda virðist ætla að taka, er
með öllu óþolandi.
Kári Stefánsson er líklega of stór
fyrir ísland vegna þess að hann er
Islendingur og oft rætist máltækið
að enginn er spámaður í sínu föður-
landi.
Það sem er að gerast hjá íslenskri
erfðagreiningu er þvílíkt að tekið er
eftir því í Evrópu og heiminum öll-
um og fyrirtækið hefur þegar fengið
alþjóðlegar viðurkenningar og
möguleikar þess á að sækja fram eru
gífurlegir íslenskri þjóð til fi'am-
dráttar. Þeir möguleikar eru fyrir
hendi að á íslandi verði rekið
stærsta íyrirtæki í heiminum á
þessu sviði.
Líftækni
Frumkvöðlar og
forustumenn, segir
Eiríkur Stefánsson,
hafa oft þurft að
berjast við afturhalds-
öfl og vindmyllur.
Hundruð manna starfa hjá fyrir-
tækinu í dag og þeim á eftir að fjölga
mjög í framtíðinni fái það starfsfrið.
Að láta sér detta í hug að stofna slík-
an risa, sem þetta fyrirtæki er að
verða, á að gera Islendinga stolta af
því að eiga menn með slíkar hug-
myndir og metnað en öfund og ill-
kvittni finnur sér oft farveg um tíma,
en bara um tíma. Ein ástæða fyrir
þvi að slíkur fyrirtækjarisi eins og
íslensk erfðagreining verður til, eiu
áhættufjárfestar sem fá trú á málinu
og leggja fram milljarðafjármuni til
verkefnisins og mikilvægt er að fæla
þá ekki frá, því líftækni og hátækni-
iðnaður af þessu tagi getur fundið
sér farveg hvar sem er í heiminum
og hundruð starfa út um allt ísland
með gífurleg margfeldisáhrif eru í
húfi.
Atvinnulega séð er Islensk erfða-
greining að verða eins og stórt álver
sem menn vilja nú reyndar feigt líka,
þannig að maður spyr sig, hvernig á
að vera lífvænlegt eða verða fram-
farir í þessu landi, ef menn eru alltaf
á móti öllum hugmyndum og frum-
kvöðlum? Hvernig eigum við að laða
fjárfesta til Islands ef ætíð hefjast
illvígar deilur um öll mál og pólitísk-
ir loddarar notfæra sér slík mál
sjálfum sér og sínum flokkum til
framdráttar og er málstaðurinn þar
aukaatriði, virðist það eitt skipta
máli hvort þeir eru í stjórn eða
stjómarandstöðu. Stjórnmálamenn
búa ekki til störf, það vitum við í
dag, en þeim ber skylda til að búa til
ákjósanlegar og hinar bestu aðstæð-
ur fyrir fyrirtæki að rísa úr og um
fyrirtæki á heilbrigðissviði á að vera
þjóðarsátt eins og um landhelgis-
málið, þvílíkir eru hagsmunirnir
bæði á sviði lækninga og atvinnu.
Fjárfestar úti í hinum stóra heimi
hafa milljón möguleika til að setja
sína fjánnuni í og þurfa ekki horfa
til litla Islands þar sem allt logar í
illdeilum sem engan enda virðast
ætla að taka og það nýjasta er að
einhverjir loddarar sem þykjast hafa
hagsmuni einstaklinganna að leiðar-
ljósi eru komnir fram og vilja bjóða
fólki að selja heilbrigðisupplýsingar
um sig inn í gagnagrunninn. Þið sem
að þessu skemmdarverki standið
ættuð að skammast ykkar og snauta
heim til ykkar.
Ég vil skora á alla þá sem hafa
sagt sig úr gagnagrunninum að
draga það til baka, því þeir eiga ekki
að treysta á að einhverjir aðrir verði
kyrrir í grunninun til að hann geti
orðið að veruleika, þeim sjálfum og
öðrum til hagsbóta. Styðjum öll með
samhentu átaki vísindamenn okkar í
því að finna lækningu eða lyf við
sjúkdómum framtíðarinnar.
Höfundur er form. Verkalýðs- og
sjómannafélags Fáskrúðsfjarðar og
fv. form. stjórnar heilsugæslustöðv-
arinnar á Faskrúðsfirði.
Mælitæki sálfræðinnar
DAGANA 29. jan-
úar, 5. og 11. febrúar
birtust í Morgunblað-
inu þrjár greinar eftir
mig um sérkennslu á
Islandi og árangur
hennar. Pálína Jóns-
dóttir kennari gerir
grein númer tvö að um-
fjöllunarefni í Morgun-
blaðinu 19. febrúar sl.
en í henni fjalla ég um
greindarrannsóknir dr.
Matthíasar Jónassonar
og hugmyndir hans um
þá hættu sem þjóðun-
um getur stafað af of-
fjölgun „lággreinds"
fólks. (Sjá Greindar-
þroski og greindarpróf. 1956.) Pálína
telur mig draga fram of neikvæða
mynd af skoðunum hans, segi ekki
frá hugmyndum hans um notkun
greindarmælinga við náms- og
starfsval og ræði ekki þá varnagla
sem dr. Matthías slær um takmark-
anir greindarprófa.
Umrædd grein fjallaði um rætur
sérkennslu og þátt sálfræðinnar í
þróun hennar. Greindarpróf voru í
upphafi hönnuð til að flokka börn í
Helga
Sigurjónsdóttir
f .
börn sem „geta lært“
og börn sem geta það
ekki. Dr. Matthías
trúir því að greindar-
próf séu góð í því skyni
og vill almenna notkun
þeirra í skólum. Hann
virðist ekki endurskoða
þessa trú sína og held-
ur alla tíð fram vísinda-
legu gildi prófanna.
Gagnrýni mín í grein-
inni og greinaflokknum
í heild beinist að þess-
ari trú hans (og sálf-
ræðinnar yfirleitt);
þ.e.a.s. að greind og
hæfileikar til náms
verði hvort tveggja
mælt á vísindalegan hátt. Þessi trú
hans er engu minna áberandi í þeim
hluta kaflans, Notagildi greindar-
mælinga, sem Pálína segir mig ekld
fjalla um. Þar segir til að mynda að
börn með greindarvísitölu á tiltekn-
um vísitölubilum undir meðalgreind
(grv. 75-81) geti „rétt lokið bama-
skóla“ og „tilgangslaust sé að ætla
þeim nám í tveimur erlendum tungu-
málum í framhaldsskóla“ (bls. 95-
96). Svo lággreindum bömum eigi
því að velja annað nám. Sama gildi
um stöðuval, nú um stundir knýi
fjöldi hinna „lággreindu" á hurðir
menntastofnana í vaxandi mæli en
þá geti greindarpróf orðið „trúverð-
1
AUur vörur frú Jmott
eru í ttáttáruvienum
utnhúáum.
NATURAL COSMETICS
Jason Aloe Vera 84% raka krem,
Jason tryggir náttúruleg gœði!
• Viðheldur raka og mýkt húðarinnar
• Vemdar gegn mengun og kulda
• Einstaklega rnilt
• Inníhcldur 84% Aloe Vera
• E vítamín dregur úr hrakkumyndun
• Inniheldur nærandi olíur
• Ver húðina fyrir útfjólubláum geisluni
• Hentar allri fjölskyldunni
« Alhiiða dag og nætur krem
• Jason, náttúrulegt siðan 1959
Fæst í sérverslunum og apótekum um land allt.
Neffoí^
ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR
Innréttingar
Frí teiknlvlnna og tilbo&sgerö
Frifform
IHÁTÚNI6A (I húsn.Fðnlx)SÍMI: 552 4420
Bókhaldskerfi
KERFISÞROUN HF.
Fákafení 11 • Sími 568 8055
http://www.kerfisthroun.is/
Sérkennsla
Sálfræði- og þroskapróf,
segir Helga Sigur-
jónsdóttir, eru ekki
áreiðanleg mælitæki.
ugum stöðuvalsleiðbeinendum" gott
hjálpartæki (bls. 99).
Þó að greindarpróf hafi ekki al-
mennt verið notuð sem mælingatæki
á skólabörnum þegar dr. Matthías
skrifaði bókina hafa skoðanir hans
eflaust haft mikil áhrif. Þær hafa
sennilega átt þátt í því að styrkja
fremur en veikja gamalgróna trú
lærðra og leikra á vanhæfni ákveð-
inna hópa manna til náms. Sjálfsagt
hefur þessi trú líka valdið því hvað
lesblindir, og aðrir sem eiga við að
glíma sértæka námsörðugleika, náðu
seint eyrum skólakerfisins. Má vera
að einnig þama sé að finna ástæðu
þess að mörgum lesblindum bömum
hafa ekki verið kennd erlend tung-
umál í grannskóla eins og námskrá
gerir ráð fyrir.
Eins og þeir vita sem hafa fylgst
með gagnrýni minni á skólakerfið
undanfarin 7-8 ár tel ég þessa stefnu
einmitt alvarlegustu galla þess. Sál-
fræði- og þroskapróf era ekki áreið-
anleg mælitæki. Samt er svo að sjá
sem flóðgáttir séu að opnast innan
skólakerfisins fyrir slík próf. Ætli
enn eitt æðið sé ekki að renna á þjóð-
ina - greiningaræðið mikla? Mér
kæmi það ekki á óvart.
Að lokum er vert að benda á að
hugmyndir mannkynbótastefnunnar
áttu ekki síður hljómgrunn hér á
landi en í öðrum menningarlöndum.
Helstu menningarfrömuðir þjóðar-
innar voru þeirrar skoðunar að vits-
munaleg hnignun þjóðanna væri
raunveruleg ógnun við tilveru þeirra
og framtíð. ísland var þar ekki und-
an skilið. Baráttan við tornæmi
skipti því máli og mikilvægt að halda
hinum tornæmu á sínum stað. Þess-
ar skoðanir dóu ekki út með síðari
heimsstyrjöldinni. Dr. Matthías Jón-
asson var barn síns tíma, það eru
einnig þeir innan og utan íslenska
skólakerfisins sem nú knýja æ fastar
á um að börn, sem gengur illa að
læra, séu metin og mæld sálfræði-
lega. En er ekki kominn tími til að
setja spurningarmerki við þessa
stefnu og enn stærra spurningar-
merki við sjálf mælitæki sálfræðinn-
ar?
Höfundur er kennari.