Morgunblaðið - 25.02.2000, Síða 52
!jp FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
HULDA KRISTÍN
ÞORVALDSDÓTTIR
+ Hulda Kristfn
Þorvaldsdóttir
fæddist í Stykkis-
hóimi 15. júlí 1928.
Hún lést á Landspítal-
anum 15. febrúar síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Þorvald-
ur Þorleifsson frá
Hömrum og Sesselja
Kristjánsdóttir. Þau
eru bæði látin.
--j _ Börn þeirra voru
Aslaug Ingibjörg, f.
31.5. 1922, d. 29.5.
1945, Jarðþrúður
Guðný, f. 18.11. 1923,
d. 12.10. 1965. Sæmunda, f. 16.7.
1926, d. 25.11.1986, Hulda Kristín,
sem hér er kvödd, Ragna, f. 4.12.
1929, Jens, f. 4.2.
1931, d. 20.10. 1993,
Vilhjálmur, f. 5.6.
1932, d. 28.6. 1976,
og Ársæll, f. 2.1.
1936, d. 6.6.1947.
Hulda giftist
Braga Ámasyni, f.
12.7. 1928, d. 3.12.
1997 . Böm þeirra
em Jenný Lind,
Eiríkur Ottó, Sigurð-
ur Þór, Kristján og
Hildur Þóra. Áður
átti Hulda Ársæl og
Leif.
Útfór Huldu fer
fram frá Áskirlq'u í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Kalliðerkomið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimirkveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margseraðminnast,
margterhéraðþakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margseraðsakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Farþúífriði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt
GekkstþúmeðGuði,
Guðþérnúfylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Elsku mamma, tengdamamma og
-amma. Hafðu þökk fyrir allt.
Guð geymi þig.
Ársæll, Elín, Óskar,
Guðríður og Kristbjörg.
Hún mamma mín er dáin eftir
mikil og langvarandi veikindi og loks
fékk hún langþráða hvíld. Nú er hún
komin til hans Braga síns og mun
sjálfsagt lifa þar góðu lífí til eilífðar.
Eg, bömin og eiginmaður minn mun-
um sárt sakna hennar mömmu og
með söknuði í hjarta viljum við
kveðja hana mömmu, tengdamömmu
og ömmu með þessum fáu orðum.
Nú leggégaugunaftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur,
mínverivömínótt
Æ, virzt mig að þér taka,
méryfirláttuvaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson.)
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesú.íþínahönd,
síðast þegar ég sofna hér
sitji Guðs englar yfir mér.
Hvíl í friði.
(H.Pét)
Hildur, Einar og börn.
Mín elskulega móðir. Nú ertu
horfin frá mér og barnabörnum þín-
um. Við eigum eftir að sakna þín
mikið því við áttum góðar stundir
saman þegar við hittumst. Eg man
það líka þegar leiðir okkar skildu og
ég flutti norður á land. Þá var leiðin
lengri að fara fyrir okkur til þess að
heimsækja ykkur. Ég man það svo
vel þegar ég, Freyja og bömin kom-
um í heimsókn til ykkar suður hvað
það lifnaði yfir þér og pabba. Þá gát-
um við talað um svo margt saman og
krökkunum þótti svo gaman að koma
í heimsókn til ykkar. Þá vissi maður
að þeim leið vel að fá að vera í fang-
inu á ömmu og afa. Síðan þegar við
fórum aftur þá var erfitt fyrir okkur
að kveðja ykkur. Ég minnist þess
líka að þegar þið voruð komin á
Hrafnistu þá notaði ég allar mínar
stundir sem mér gáfust til að líta við
hjá ykkur. Þó vildi ég að þær hefðu
orðið fleiri, því mér leið alltaf svo vel
að hitta ykkur. Það var líka sárt að fá
þær fregnir af þér, móðir mín, að þú
værir orðin svona veik. Það liðu held-
ur ekki margir dagar þangað til ég
fékk þær fregnir að þú værir látin.
Ég vona það fyrir okkar hönd að þið
eigið eftir að hittast aftur og svo
vona ég líka að þið takið á móti okkur
svo við verðum öll saman á ný.
Við söknum þín, móðir mín kær.
Sorg er þung í hjarta en minninguna
eigum við milda, Ijúfa og bjarta um
svo margt sem þú lést okkur falla í
skaut. Hún ávallt mun okkur ylja
þótt hér um stundir að leiðir okkar
skilji. Ég kveð þig nú og kærar þakk-
ir fyrir allt það góða sem þú hefúr
sýnt okkur.
Guð gefi þér góðan stað til að hvíla
á.
Sigurður og börn.
Nú kveð ég þig, elsku mamma
mín, með söknuði í hjarta, en ég veit
að þú og pabbi eruð aftur saman. Ég
hugga mig við það að þú ert ekki ein.
Ég vil þakka þér fyrir allar þær
gleðistundir sem við áttum saman.
Ég hefði viljað gefa þér meiri tíma,
en við vitum aldrei hvenær kallið
kemur. Nú eru allar þrautir að baki
og nú líður þér vel, mamma mína.
Hafðu þökk fyrir allt sem þú gerð-
ir fyrir mig og mína.
Móðir; þín minning mæta,
mérgeymistætíðhjá.
Hryggðin vill hug minn græta,
erhugsaumburtfórþá.
Margs því að má ég sakna,
meira en ég fæ séð,
sorgin, hún við það vaknar,
varlafæsthuggunléð.
(Guðlaugur Sigurðsson)
Guð fylgi þér.
Þinn sonur
Ottó.
Elsku mamma, tengdamamma og
amma. Það er sárt að missa þig svo
alltof fljótt. En minningarnar eru
yndislegar þegar við vorum að koma
með Báru Lind til ykkar í heimsókn
á Kleppsvegi þar sem hún fékk að
knúsa ykkur, hún var ekki heilbrigð
en þekkti samt ömmu sína og afa.
Þann 22. þessa mánaðar fæddist
Stjána og Klöru lítill sólargeisli sem
þú varst búin að bíða eftir að sjá. En
þú fylgist með honum frá öðrum
stað. Elsku mamma, tengdamamma
og amma við söknum þín mikið en
Villa litla þykir eflaust skrítið að fara
ekki til Huldu ömmu og fá að fikta
smá í dótinu hennar. Og elsku Bára
Lind fær ekki oftar að knúsa þig, því
hún er einstaklega hlýtt og gott
bam. Elsku mamma, tengdamamma
og yndislega amma, þú gafst okkur
allt það besta og við vitum að pabbi
tekur þér opnum örmum.
Ástar- og saknaðarkveðja.
Guð geymi þig.
Kristján, Klara, Bára Lind,
Vilhelm og óskírður.
Elsku mamma mín, nú ert þú farin
frá okkur alltof fljótt. Þú varst alltaf
mjög hress og glettin alveg eins og
pabbi var og þegar hann dó fyrir
rúmlega tveimur árum varst það þú
sem huggaðir mig en ekki öfugt. Það
var erfiður tími fyrir okkur öll, en
hann fékk það sem hann þráði. En
elsku hjartað mitt, hvað ég á eftir að
sakna þín og allra minna ferða til þín
upp á Hrafnistu með eitthvert góð-
gæti. Ég sakna þín sem yndislegrar
móður og góðs og trausts vinar. Þú
hlakkaðir ósköp til þess að sjá litla
krílið hans Stjána og Klöru, en þeim
fæddist drengur 22. feb. og einnig
hans elsku Stebba míns og Eddu
sem á að fæðast í mars. En hún
Katla litla þeirra veit að Hulda
amma er farin til afa Braga og hann
ætlar að passa hana. Þú áttir stóran
hóp af gullmolum sem þú varst stolt
af og þau eiga öll eftir að sakna
ömmu sinnar. Þú varst svo sæl og
ánægð með hann Unnar minn og þér
þótti svo afar vænt um hann, því allt
gerði hann fyrir þig og taldi það
aldrei eftir sér að trilla þér niður í
Blómaval eða í Kolaportið.
Elsku mamma mín, ég elska þig af
öllu hjarta og ég á yndislegar minn-
ingar sem ég geymi og varðveiti í
hjarta mínu. Ég veit að elsku pabbi
tekur vel á móti þér. Gefðu honum
stórt knús frá mér.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins
degi,
hin Ijúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist
eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér.
(Ingibj.Sig.)
Hvíldu í friði, ástin mín.
Þín dóttir
Linda.
Mig langar að skrifa nokkrar línur
um Huldu Þorvaldsdóttur, því hún
var mér mjög kær. Mér fannst ég
eiga eitthvað í henni.
Hún dvaldi á Hrafnistu í Reykja-
vík, þegar ég kynntist henni og það
var eldri dóttir hennar hún Linda,
sambýliskona mín, sem kynnti okkur
fyrir rúmum tveimur árum. Margar
ferðirnar fórum við Linda á Hrafn-
istu eða tókum hana heim til okkar.
Þetta varð fljótlega viss þáttur í
lífi okkar sem sárt er saknað nú. Oft
komum við með eitthvað að borða,
t.d. hákarl, harðfisk, rituegg og
fleira. Ég naut þess að sjá hversu
ánægð hún varð og andlitið Ijómaði.
Þinn tengdasonur
Unnar.
Elsku amma, það er erfitt að
sætta sig við það að nú sért þú farin
og að ég sjái þig ekki aftur. Sagt er
að tíminn lækni öll sár og þó svo
hann geri það þá læknar hann ekki
söknuðinn sem mun sitja í hverju
okkar hjarta. Ég veit það amma mín
að nú líður þér vel því nú ert þú kom-
in til afa eftir tveggja ára aðskilnað
og ég veit að nú ert þú í góðum hönd-
um. Ég á eftir að sakna þess að geta
ekki heimsótt þig í litla herbergið
þitt, þar sem þú ljómaðir alltaf þegar
ég og AJmar komum til þín enda
varstu ævinlega þakklát fyrir að við
komum, sama hversu stutt við vor-
um hjá þér, bara að fá að sjá okkur
gat glatt þitt hjarta. En núna verð-
um við að láta okkur nægja að hugsa
um þig og það munum við alltaf gera.
Við misstum ekki einungis þig held-
ur einnig bestu ömmu sem nokkur
gat átt. Þú varst okkur öllum svo
yndisleg og góð og gafst okkur svo
margar fallegar minningar og fyrir
þær munum við ætíð elska þig.
Elsku amma, áður en ég kveð þig
með fallegri vísu vil ég þakka þér
fyrir allt það sem þú hefur gert fyrir
mig en mest af öllu vil ég þakka þér
fyrir að hafa verið amma mín.
Minning þín er mjúk og hlý
og mun standa oss nærri,
með hveiju vori vex á ný
ogverðurávalltkærri.
(M. Ásg.)
Megi Guð geyma þig.
Þín
Hulda Sædís.
KARL
VALGARÐSSON
+ Karl Valgarðs-
son fæddist í
Reykjavík 10. des-
ember 1939. Hann
lést í Reykjavík 18.
desember síðastlið-
inn og fór útför hans
fram frá Fossvog-
skapellu 30. desem-
ber.
Elsku Kalli minn!
Mig langar til að
kveðja þig í hinsta sinn.
Það kom eins og reiðar-
slag þegar ég frétti að
þú værir látinn.
Árið 1986 kynntumst
var gaman að sjá þig
vera farinn að lyftast
upp aftur. Við fundum
að við áttum margt
sameiginlegt. Á jólun-
um 1986 fórum við í
sitthvora áttina. Svo
árið 1987-88 hittumst
við aftur og vorum við
meira og minna saman
eftir það.
Ég vil þakka fyrir
samverustundimar
sem við áttum. Ég á
margar góðar minning-
ar um okkur sem ég
varðveiti í mínu hjarta
og bið ég guð um að
vernda og blessa minningu þína.
við í Víðinesi og áttir þú mjög erfitt.
Ég sá strax að þér leið ekki vel, ég
vildi hjálpa þér í sorginni sem þú
varst í, og það leið ekki nema vika
þar til að þú gast tjáð þig við mig eins
og þú hefðir þekkt mig alla tíð. Það
Veit honum, Drottin, þína eilífu hvíld
og lát þitt eilífa )jós lýsa honum.
Hann hvíli í friði. Amen.
Sólnin E.
Heiisan og lífið fjara stundum fljótt,
fyrr en varir komin dauðans nótt
Þannig endaði æfileiðin þín,
áður en varði, látna vina mín.
Saknaðar funheitu falla nú tár,
er flyt ég þér kveðjuna mína.
Vertu svo blessuð um eilífðar ár,
annist Guð sálina þína.
(Guðlaugur Sigurðsson.)
Hvfl í friði.
Sóley.
Elsku amma og langamma okkar
er farin. Nú kveðjum við þig með
sorg í hjarta er þú ferð á fund Braga
afa, sem við kvöddum fyrir rúmum
tveimur árum. Við vitum að þið fylg-
ist vel með okkur, okkur sem eftir
sitjum. Lítill tími var til að kveðja, en
gott er að eiga og geta haldið í allar
þær minningar og stundirnar sem
við áttum saman. Á okkar yngri ár-
um þegar við systkinin komum suður
til pabba og Sollu var Reykjavíkur-
ferðin aldrei fullkomnuð nema koma
allavega einu sinni til ykkar og var
það alveg lágmark. Svo voru það
einnig yndislegar stundir sem við
áttum með þér þegar þú komst heim
til pabba og Sollu, í mat eða kaffi, og
svo gistirðu stundum yfir helgi. Þú
sást hvað smá tilbreyting gerði þér
gott og þér fannst það svo gaman.
Svo man ég þegar ég kom með
hana Söru í fyrsta skiptið til þín um
jólin ’98, þá var hún rúmlega tveggja
og hálfs mánaðar. Þar var kominn
enn einn gimsteinn í langömmu-
barnasafnið.
Við sáum þig í síðasta sinn milli
jóla og nýárs ’99 en þá grunaði okkur
aldrei að þetta væri í síðasta sinn
sem við sæjum þig. Þú lést geyma
jólapakkann til Söru frá þér svo þú
gætir fylgst með henni að opna hann,
en þið hjálpuðust að við það. En svo
kvöddumst við og sáumst ekki meir.
Það er nú gott, elsku amma, að þið
afi séuð saman á ný og njótið félags-
skapar hvort annars, fyrir ofan, og
við vitum að þið horfið niður til okkar
og fylgist með okkur öllum stundum.
Ykkar er sárt saknað.
Samverustundimar þökkum við þér,
þökk fyrir viðmótið hlýja.
Kveðjuna síðustu semjum við hér,
og sendum í heimkynnið nýja.
(Guðlaugur Sigurðsson.)
Guð blessi minningu þína.
Einar, Rósa og Sara Sif.
Elsku Hulda frænka, nú þegar
komið er að kveðjustund verður okk-
ur hugsað til liðinna ára, þegar við
komum í heimsókn fyrst í litla húsið
við Laufásveg, síðan í nýja húsið á
sama stað, en það var alveg sama
hvort þröngt var um ykkur eða
rýmra; alltaf var okkur tekið jafn
elskulega. Margar ánægjulegar
stundir áttum við líka öll saman hjá
ömmu og Hirti afa á Holtinu.
Lífið fór ekkert sérstaklega mfld-
um höndum um þig, Hulda mín, og
oftar en ekki undraðist maður kjark
þinn og þrek þegar erfiðleikar, veik-
indi og mótlæti mættu þér, en ávallt
stóðst þú sterk eftir sem áður. Líf
margra væri um margt betra ef með-
læti og mótlæti væri tekið af slíku
æðruleysi eins og þú gerðir alltaf. Þú
varst vinur vina þinna og máttir ekk-
ert aumt sjá, varst alltaf tflbúin að
veita aðstoð.
Nú þegar veikindin hafa lagt þig
að velÚ söknum við þín, okkur var
ljóst að brugðið gat til beggja vona
nú í síðustu veikindum þínum, en við
vitum líka að þú þráðir að hitta
Braga þinn aftur og nú ertu áreiðan-
lega búin að hitta hann, sem og alla
ástvini þína sem horfnir eru yfir
móðuna miklu. Ef við þekkjum okk-
ar fólk rétt hefur verið vel tekið á
móti þér og mikið spjallað og skegg-
rætt með miklum hlátri og hávaða.
Við tengdafólk þitt og ættingjar þín-
ir allir kveðjum þig og þökkum þér
tryggð þína, vináttu og ættrækni.
Börnum þínum og fjölskyldum vott-
um við dýpstu samúð.
Við biðjum Guð að blessa þig og
varðveita, minning þín lifir með okk-
ur.
Sessejja Pálsdóttir.
Mig langar með nokkrum orðum
að minnast móðursystur minnar
Huldu, sem nú hefur kvatt þennan
heim. Það var ekki mjög mikið í
stundaglösunum þeirra systkinanna
á „Holtinu". Nú er aðeins ein systir
eftir á lífi. Mörg ár eru liðin síðan
Hulda og Bragi fluttu úr Hólminum.
Þeirra síðasta ferð þangað var þegar
þau hjónin komu á ættarmót sumar-
ið 1993. Bragi var þá orðinn mikill
sjúklingur og kominn í hjólastól en
þeim var umhugað að koma og hug-
urinn bar þau hálfa leið. Þessi ferð
var þeim til mikillar ánægju og var
lengi í minnum höfð og gerði þeim
báðum auðveldara að láta hugann
reika heim. í Hólminum byrjuðu þau
sinn búskap, áttu sín börn og bú.
Ekki var nú lífið alltaf dans á rós-
um á þeim árunum, en dugnaður
Huldu, þrautseigja og létt skap var
gott veganesti.
Það var gott að eiga þessar móð-
ursystur sem vildu allt fyrir mig
gera, stelpuna sem ólst upp hjá
ömmu. Ein bjartasta bernskuminn-
ing mín tengist Huldu sem þá, ung
kona, var ráðskona í sveit og hafði
mig hjá sér sumartíma.