Morgunblaðið - 25.02.2000, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2000 5$>
MARIA SOFFIA
KRISTINSDÓTTIR
+ Mari'a Soffía
Kristinsdóttir
fæddist í Hringsdal
Grýtubakkahreppi í
S. Þing 16. maf 1930.
Hún lést á Land-
spítalanum 19. febr-
úar síðastliðinn. Ma-
ría var dóttir hjón-
anna Kristins Ind-
riðasonar frá Miðvík
í Grýtubakkahreppi
og Sigrúnar Jóhann-
esdóttur frá Melum í
Fnjóskadal. Mari'a
Soffía var tfunda í
röð 15 systkina en nú
eru eftirlifandi af þeim hópi Sig-
ríður Rósa, f. 10.8.1923, Sigurður
Árni, f. 10.5. 1926, Ásmundur
Heiðar, f. 16.6. 1927, Flosi, f. 10.3.
1929, Jóhannes, f. 19.4. 1934, Ás-
geir, f. 25.11. 1935, og Haraldur
Kristófer, f. 9.10 1938. Látin eru
Jóhannes Steinþór, f. 15.2. 1917,
d. 9.5. 1934, Ragnheiður, f. 24.12.
1918, d. 18.3. 1991, Kristmann, f.
29.4. 1920, d. 26.2. 1977, Valdem-
ar Gestur, f. 6.10. 1921, d. 30.9.
1984, Indriði, f. 16.11. 1924, d. 6.1
1974, Anna Kristbjörg, f. 6.11.
1931, d. 9.10. 1996, og Jón Ingvi f.
24.2.1933, d. 30.10.1999.
Hinn 16. maí 1958 giftist María
Soffía eftirlifandi eiginmanni sín-
um Páli Jóhannessyni, f. 14.4.
1929, múrara frá Gröf í Skaftár-
tungu. Synir þeirra eru: 1) Jó-
hannes, f. 23.1. 1959, véla- og
rekstrarverkfræð-
ingur, kvæntur El-
ísabetu Benedikts-
dóttur, f. 26.9. 1960,
rekstrarhagfræð-
ingi. Börn þeirra eru
Bóel, f. 15.7. 1984,
Páll, f. 4.6. 1989, og
Jón Brúnsteð, f.
14.12. 1990. Þau eru
búsett á Reyðarfirði.
2) Þór, f. 6.7. 1963,
framhaldsskóla-
kennari, kvæntur
Vilborgu Sverris-
dóttur, f. 17.11.
1961, danskennara.
Dætur þeirra eru María Fönn,
23.12. 1985, Hanna HQöll, f. 25.2.
1993, og Fanney Þóra, f. 15.6.
1994. Þau eru búsett í Hafnarfirði.
3) Kristinn, f. 8.3 1967, rafeinda-
virki. Hann er búsettur í Noregi.
María Soffía fluttist á þriðja ári
með foreldrum sínum og systkin-
um að Höfða í Höfðahverfi f
Grýtubakkahreppi þar sem hún
ólst upp. Mari'a lauk prófi frá
Ljósmæðraskóla íslands 30.9.
1952. Hún starfaði á fæðingar-
deild Landspftalans, sfðar á Fæð-
ingarheimili Reykjavíkur og síð-
ast á mæðradeild Heilsuverndar-
stöðvar Reykjavíkur eða þar til
hún lét af störfum vegna aldurs
1998.
Útför Maríu Soffíu fer fram frá
Breiðholtskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Mig langar að minnast tengda-
móður minnar Maríu Soffíu Krist-
insdóttur.
Ytri sjónin þegar þrýtur
þrífast andans stundum rósir,
en - engrar birtu innra nýtur
ef að slokknar trúar jjósið.
Þannig orti Grímur Thomsen og
það er nauðsynlegt fyrir okkur þessa
dagana að halda fast í trúar ljósið.
Trúa því að það sé einhver tilgangur
með svona mikilli þjáningu einnar
manneskju og síðar dauða. Sorgin er
stór og óskiljanleg, ekki bara fyrir
þau yngri í fjölskyldunni sem töldu
að allt myndi haldast óbreytt, heldur
líka okkur sem eldri erum og settum
okkar traust á Maju.
Eg kynntist Maju fyrir rúmum 23
árum. Það virðist reyndar ekki vera
svo langt síðan en þegar litið er til
baka þá er alveg óskiljanlegt hvað
hefur orðið af þessum árum. Maja
var í alla staði hrein og bein, var ekki
gefin fyrir skrum á neinn hátt og
hafði ákveðnar skoðanir. Hún hafði
stórt hjarta og var heimilið á Leiru-
bakka þannig öllum opið. Þannig
bauð hún ekki aðeins mig velkomna í
fjölskylduna, heldur foreldra mína
og systkini, aðra ættingja mína og
vini. Þegar pabbi minn veiktist og dó
af krabbameini hafði hann athvarf
hjá Maju og Palla og er það hér
þakkað. Vinkona mín, Anette frá
Danmörku, bjó hjá þeim um tíma og
varð ein af fjölskyldunni ásamt ótal
vinum og ættingjum þeirra hjóna.
Maja tók á móti fjölda bama hjá
ýmsum fjölskyldumeðlimum og vin-
um. Hún var góð ljósmóðir í besta
skilningi þess orðs og fékk ég sjálf að
kynnast þeirri hlið hennar.
Þegar við hugsum til Maju kemur
upp í hugann hversu glaðvær hún
var, kát og gamansöm. Hún var líka
mjög ósérhlífm og kom það best í
ljós þessa síðustu erfíðu mánuði. Við
erum þakklát fyrir allar góðu minn-
ingarnar sem við eigum um ömmu
Maju, um allt það sem hún gaf okk-
ur. Guð blessi minningu Maríu Sof-
fiu Krisinsdóttur.
Elísabet.
Elsku amma Ijósa, við kveðjum
þig með bænunum okkar:
Legg ég nú bæði líf og önd
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgr. Pét.)
Láttu nú Ijósið þitt
loga við rúmið mitt,
hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesús mæti.
(Höf. ók.)
Þínar stelpur
María Fönn, Hanna Mjöll
og Fanney Þúra.
Fyrir rúmlega tuttugu árum tóku
Maja og Palli á móti okkur þegar við
fluttum í íbúðina fyrir ofan þau. Mót-
tökumar voru hlýlegar og við fund-
um strax að við vorum meira en vel-
komin í þetta hús. Við höfðum haft
augastað á þessari íbúð nokkuð lengi
og vomm ákaflega ánægð yfir að
hafa fengið hana, en við vissum ekki
þá hvað við vorum í raun og vem
heppin, vegna þess að um leið vomm
við komin undir verndarvæng þess-
ara heiðurshjóna (og ekki var það
verra þegar í ljós kom síðar að Palli
og Geir em þónokkuð skyldir).
Vinátta okkar í gegnum tíðina hef-
ur þróast þannig að fjölskyldurnar
hafa tengst órjúfanlegum böndum.
Já, við tilheymm stórfjölskyldunni á
hæðinni fyrir neðan og höfum ávallt
notið þess í ríkulegum mæli.
Maja var stórglæsileg kona með
mikla útgeislun og alltaf fallega brún
á hömnd. Augun voru það fyrsta
sem maður tók eftir, því þau vom
svo falleg og sögðu allt sem segja
þurfti um hennar innri mann, kær-
leika, heiðarleika, hlýju og góð-
mennsku, og hárið þykka og gráleita
gerði hana enn myndarlegri.
Alltaf heyrði maður þegar frúin
var heima því henni lá hátt rómur og
hláturinn var alveg sérstakur. Það
var eitthvað í þessum hlátri sem áv-
allt kom manni til að brosa og vera
ánægður með tilveruna. Þær era
ótaldar þær ferðir þar sem hlaupið
var niður til að fá aðstoð og ráðlegg-
ingar og alltaf átti Maja ráð við öllu,
sama hvað það var, eða hún bjargaði
bara hlutunum, svo einfalt var það.
Varla leið sá dagur að ekki væri rétt
litið inn, með blaðið eða bara til að
þiggja einn kaffibolla og ræða málin,
það tilheyrði bara tilvemnni að
koma við.
Margar ferðir höfum við farið með
þeim hjónum. Fyrst vom það skíða-
ferðimar þar sem Maja kenndi okk-
ur að binda á okkur skíðin og leiddi
liðið síðan skellihlæjandi niður litla
brekku við Skíðaskálann í Hveradöl-
um sem síðan er alltaf kölluð Maju-
brekka.
Útilegurnar okkar era ógleyman-
legar. Þau hjón þekktu alltaf alla
staðhætti og vora full af fróðleik sem
þau vora óspör á að miðla öðram.
Eftirminnilegustu ferðimar era þó í
sumarbústaðinn sem þau reistu í
Öndverðamesi, draumahúsið, pass-
lega stórt og notalegt. Þar höfum við
átt með þeim yndislegar stundir
undanfarin sumur, grillað, farið í
göngutúra og sund og bara notið
þess að vera til. Maja vildi helst
dvelja öllum stundum fyrir austan
og ekki vora þau lengi á fostudögum
að drífa sig austur í sæluna og
ósjaldan var komið við hér uppi áður
og sagt: „Hva, ætlið þið ekki bara að
drífa ykkur með?“ Þannig var Maja,
alltaf gefandi, alltaf svo mikill höfð-
ingi.
Gönguferðir okkar upp í sund
vora okkur báðum mikils virði, þá
voru málin rædd á leiðinni upp holt-
ið, síðan farið í laugina og pottinn.
Endumærðar og ánægðar með okk-
ur sjálfar komum við heim eftir að
hafa dáðst að útsýninu yfir holtið í
bakaleiðinni. Já, Maja mín sá alltaf
eitthvað fallegt í holtinu, sama
hvemig veðrið var.
Eftir að Maja hætti að vinna fór
hún að skera út. Það var ekki annað
hægt en að dáðst að áhuga og dugn-
aði hennar við útskurðinn, og ég veit
að fjölskylda hennar á eftir að njóta
þeima verka sem hún gerði af svo
mikilli umhyggju, en velferð fjöl-
skyldunnar átti hug hennar allan.
Maja barðist við erfið veikindi í
rúmt eitt og hálft ár en það aftraði
henni ekki frá því að fara með Palla
til Flórída og stökkva með honum og
Kidda úr flugvél í fallhlif á stóraf-
mæli Palla. Geri aðrir betur! Enda
held ég að Palli og synirnir hafi verið
mjög stoltir yfir þessu afreki frúar-
innar. Þannig var Maja, stórkostleg í
alla staði.
Síðustu mánuðir vora Maju minni
erfiðir. Hún barðist hetjulega við
erfiðan sjúkdóm, fór í gegnum allt
sem hægt var, en hún var ekki ein í
baráttunni. Palli stóð eins og óhagg-
anlegur klettur við hlið hennar og
vakti yfir velferð hennar dag og nótt
ásamt sonum og tengdadætram.
Elsku Maja mín, það er svo erfitt
og sárt að kveðja, en minningamar
um elskulega vinkonu munu ylja
okkur. Við voram svo heppin að eiga
þigað.
Elsku Palli og fjölskylda, megi
góður guð gefa ykkur styrk.
Þínir vinir,
Ann, Geir og synir.
Góð vinkona okkar hjóna, María
Kristinsdóttir, er látin eftir erfið
veikindi. Það var fyrir um það bil
þijátíu áram að við kynntumst hjón-
unum Maríu og Páli, þegar sex fjöl-
skyldur fluttu um svipað leyti í
Leirabakka 8 í Breiðholtinu. Húsið
var í byggingu, svo að það vora ýmis
mál sem þurfti að leysa sameiginlega
og fór ekki hjá því að íbúamir kynnt-
ust betur en ella við það. María vakti
athygli okkar fyrir hversu hress hún
var, hreinskiptin, ráðagóð og svo hló
hún svo hjartanlega að ekki var
hægt annað en hlæja með henni.
PegLU’ UíjdJLii: hvt Lil3 ijöudujjj
Útfararstofan onnast meginhluta allra útfara ó höfuðborgarsvæðinu.
Þar starfa nú 15 manns við útfararþjónustu og kistuframleiðslu.
Atúðleg þjónusta sem byggir á langri reynstu
Útfararstofa Kirkjugarðanna ehf. ^ gj|?
Vesturhlíð 2 - Fossvogi - Sími 551 1266-www.utfarastofa.com
Seinna kynntumst við því hve trygg
hún var. Þótt mörg ár séu liðin síðan
við fluttum úr Leirabakkanum höf-
um við alltaf haldið ktmningsskap-
num og hitt þau hjón, Maríu og Pál,
þegar tilefni gafst. María alltaf jafn
hress og hafði frá mörgu að segja.
Páll alltaf sami rólegi, trausti maður-
inn. Fyrir nokkram áram byggðu
María og Páll sér sumarbústað í
Grímsnesinu þar sem þau undu hag
sínum vel í fagurri náttúra. Svo vill
til að við hjónin eigum sumarbústað
stutt frá þeim og varð það til þess að
við skiptumst á heimsóknum og rifj-
uðum þá oft upp gamlar minningar.
María bauð upp á sínar ómótstæði-
legu kleinur og er ennþá haft að
orðatiltæki í okkar fjölskyldu þegar
eitthvað mjög gott er borið á borð:
„Þetta er næstum því jafngott og
kleinurnar hennar Maríu.“
Síðast þegar við hittum Maríu,
núna í byrjun vetrar, hafði sjúkdóm-
urinn sett sitt mark á hana. En þessi
ferski blær sem fylgdi henni alla tíð
var enn til staðar, kjarkurinn og
hláturinn sá hinn sami. Góðar minn-
ingar um Maríu munu fylgja okkur.
Við sendum Páli, Jóhannesi, Þór,
Kristni og fjölskyldum þeirra okkar
innilegustu samúðarkveðjur. Góð
kona hefur horfið á braut alltof fljótt.
Guðrún og Samúel.
Stigagangur í fjölbýlishúsi er sér-
stakt samfélag út af fyrir sig. Tengsl
myndast á milli íbúanna, ákveðið
samskiptamynstur kemst á og venj-
ur skapast í sameiginlegum verkefn-
um. Það er því áfall þegar skarð
myndast í hópinn.
Við nágrannarnir fylgdumst með
erfiðri baráttu Maríu Kristinsdóttur
við illvígan sjúkdóm og undraðumst
þrek hennar og kjark. Þótt líkamirjJ^
bæri merki baráttunnar, einkennd-
ist lundin eins og áður af dugnaði og
bjartsýni.
En nú er stríði hennar við sjúk-
dóminn lokið og samfélagið hjá okk-
ur sem búum við Leirabakka 8 verð-
ur ekki það sama og áður.
Á þeim áram sem við höfum búið á
Leirubakkanum hafa María og Páll
verið traustur þáttur í lífi okkar. Þau
tóku vel á móti okkur þegar við flutt-
um þangað og hafa verið sem frænka
og frændi, ekki síst fyrir syni okkar.
Hjá Maríu var alltaf hægt að banka
upp á, fá sér kaffisopa og spjali^r
saman, og hún lagði sitt af mörkum
til að gera lífið í Leirabakkanum
traust og gott. Um skoðanir hennar
þurfti maður yfirleitt ekki að efast.
Hún sagði sína meiningu blátt
áfram, en var þó sanngjöm í mati
sínu á mönnum og málefnum. Kvöld-
ið áður en María fór í síðasta sinn á
sjúkrahús ræddum við um hið fall-
valta líf og óráðna framtíð. Þó svo að
Maríu hafi ef til vill granað annað,
héldum við alltaf að hún kæmi aftur
heim í Leirabakkann, ef til vill sök-
um þess hve sterk og bjartsýn hún
var alltaf. En af því gat því miður
ekki orðið. Við kveðjum Maríu með
söknuði, en eram þakklát fyrir að
hafa fengið að kynnast henni. Við*
hjónin vottum Páli og öðrum
aðstandendum okkar innilegustu
samúð.
Guðbjörg Linda Rafnsdóttir
og Stefán Jóhann Stefánsson.
t
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
FINNUR MAGNÚSSON
frá Skriðu,
Skarðshlíð 15G,
Akureyri,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur mánudaginn
21. febrúar.
Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánu-
daginn 28. febrúar kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið.
Friðbjörg H. Finnsdóttir, Jóhannes Jóhannesson,
Sigríður V. Finnsdóttir, Grímur Sigurðsson,
Sverrir Haraldsson, Sigurbjörg Sæmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Systir okkar,
SVALA SIGURÐARDÓTTIR,
Skólavörðustig 10,
Reykjavík,
lést á Hrafnistu sunnudaginn 13. febrúar.
Bálför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Þökkum auðsýnda samúð.
Hrefna Sigurðardóttir,
Ásta Sigurðardóttir,
Baldur Sigurðsson,
Unnur Sigurðardóttir.
t
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ANDRÉS PÉTURSSON
rennismiður,
Stuðlaseli 18,
Reykjavík,
áður Njörvasundi 29,
andaðist á Landakoti aðfaranótt miðvikudags-
ins 23. febrúar sl.
Margrét B. Andrésdóttir, Aðalsteinn V. Júlíusson,
Pétur Önundur Andrésson, Kristín Stefánsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Lokað
Lokað í dag frá kl. 13-15 vegna útfarar OTHARS ELLINGSEN,
fyrrverandi forstjóra.
Ellingsen ehf.