Morgunblaðið - 25.02.2000, Síða 57

Morgunblaðið - 25.02.2000, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2000 57 OSK JONA ÞÓRÐARDÓTTIR + Ósk Jóna Þórðar- dóttir fæddist í Reykjavík 16. mars 1914. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur hinn 16. febr- úar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Gíslanna Gísladóttir húsmóðir, f. 24. júlí 1887, d. 19. mai 1982, og Þórður Þórðar- son, trésmiður frá Hálsi í Kjós, f. 23. október 1884, d. 12. ágúst 1965. Systkini Jónu eru Fanney, f. 17. ágúst 1915, d. 24. júní 1935, Þórður, múrarameistari, f. 16. október 1917, og Gísli, loftskeytamað- ur, f. 22. desember 1926. Jóna bjó með for- eldrum sínum lengst af ævinnar og ann- aðist þau á efri ár- um. Jóna gekk í Hús- mæðraskóla Reykja- víkur og starfaði sem saumakona hjá Haraldi Arnasyni og síðan á Borgarspít- alanum. Útför Jónu fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. drukku súkkulaði og einhvern veg- inn var alltaf pláss til að leggja sig og lesa bók. Jóna hafði gaman af að ferðast og það þurfti ekki alltaf að vera langt. Ófáar ferðir fór hún með mig í Hellisgerði, sem var einn af hennar uppáhaldsstöðum. Oft „spásseraði“ hún með okkur krakkana niður að tjörn og í Hljómskálagarðinn. A seinni árum hafði hún mjög gaman af að ganga um gamla bæinn hér í Reykjavík og þótti henni það verst eftir að heilsan fór að gefa sig að geta ekki gengið um. Jóna hélt alla tíð heimili með ömmu og afa og eftir að afi dó bjuggu þær mæðgur saman og ann- aðist Jóna ömmu þar til hún lést í hárri elli 94 ára gömul. Jóna var mikil saumakona og vann alla tíð við það, fyrst á sauma- stofu hjá Haraldi Árnasyni og síðan á Borgarspítalanum og hætti ekki að vinna fyrr en hún var komin hátt á áttræðisaldur. Ófá eru þau sæng- urfötin sem hún saumaði og amma heklaði fallegar blúndur á. Síðustu mánuðirnir voru Jónu erfiðir og er Úndu þakkað fyrir hennar einstöku umhyggju og natni við hana. Fjölskyldurnar í Lindasmáranum og í Noregi þakka Jónu samfylgd- ina. Hvíl í friði. Anna Gísladóttir. í dag kveðjum við kæra frænku okkar, Jónu Þórðardóttur. Okkur systurnar langar til að þakka henni samfylgdina í gegnum árin. Minningar sem við geymum með okkur frá fyrstu tíð, eru um ljúfa og góða konu, sem þótti svo undur vænt um alla sína ættingja. Hún tók á móti öllum fagnandi og gladdist við það eitt að maður rétt kíkti inn. Hún gerði ekki miklar kröfur en gaf og þáði af lítillæti og ljúfmennsku. Síðustu tvö árin voru henni erfið en nú hefur hún fengið hvíldina og vitum við að henni líður vel hjá langömmu og langafa. Vertu sæl elsku Jóna og kærar þakkir fyrir samfylgdina. Þínar frænkur, Gyða, Guðbjörg Jóna og Sigrún ísabella. í dag er kvödd í hinsta sinn föð- ursystir mín Ósk Jóna Þórðardóttir eða Jóna frænka eins og hún var alltaf kölluð. Við þessi kaflaskil reik- ar hugurinn aftur í tímann og koma þá fram margar ljúfar minningar frá bernskunni þar sem Jóna var fastur punktur í lífi fjölskyldunnar. Jóna var fulltrúi þeirra kynslóðar sem er að hverfa af sjónarsviðinu, kynslóðar sem verndaði heimilislífið og þjónaði fólki sínu af dyggð og prúðmennsku. Hún bjó lengst ævi sinnar með foreldrum sínum og hlúði vel að þeim í ellinni og veit ég að bræður hennar töldu sig aldrei hafa fullþakkað henni þá umhyggju. í bernsku var það lengi vel fastur liður í tilverunni að heimsækja Jónu og föðurforeldra okkar á sunnudög- um. Jólaboðin á Vesturgötunni og síðar í Hólmgarðinum voru það líka. Þá var Jóna frænka í essinu sínu allt gekk vel með góðri skipulagningu af hennar hálfu þó svo að húsakynnin væru þröng. AJltaf var tekið á móti hverjum þeim sem kom eins og höfðingi væri á ferð. Hún hafði yndi af að taka á móti gestum og lagði hún mikla alúð í að dekka kaffiborð- ið eins og hún orðaði það. Eitt sinn sagði hún mér að hún hefði alltaf haft gaman af að sjá fallega skreytt borð og þá sérstaklega með falleg- um dúkum. Jóna fór vel með allt sem hún eignaðist sást það best þeg- ar hún tók fram sína fallegu muni hvað hún gekk snyrtilega frá öllu. Allt hafði sinn fasta stað og það var lærdómsríkt að sjá hvernig hún gekk um alla hluti af kostgæfni. Hún var alltaf mjög fín og snyrtileg, gekk svo vel um föt sín og eigur að eftir- minnilegt er. Jóna frænka eignaðist sjálf engin börn en umhyggja hennar fyrir okk- ur bræðrabörnunum var slík sem um hennar eigin börn væri að ræða. Hún fylgdist vel með hvað hvert og eitt okkar væri að gera og hvar við vorum stödd hverju sinni. Hún var mjög frændrækin og talað aldrei um að neinn væri okkur fjarskyldur heldur voru þetta frænkur og frændur. Það var gott að spyrja hana þegar maður þurfti að vita um tengsl innan fjölskyldunnar því hún hélt góðu sambandi við bæði föður og móðurgarð sinn. Henni fannst það alla tíð skylda sín að fræða okk- ur hin sem vorum yngri um frænd- semina og kenna okkur að þekkja AÐALHEIÐUR GUÐRÚN ELÍASDÓTTIR Þá er hún farin, hún Jóna frænka, og við, fólkið sem henni þótti svo vænt um, huggum okkur við að hún hafi verið hvíldinni fegin. Hún sem alla tíð hafði verið kvik í hreyfingum og létt í spori hafði átt við erfið veik- indi að stríða undanfarin misseri og andlát hennar kom ekki á óvart. Langri ævi er lokið. Jóna frænka eignaðist aldrei börn sjálf, en börn bræðra hennar eign- uðu sér hana. Þórður átti þau sex og Gísli fjögur og þessi hressilegi skari gerði Jónu að sérstökum trúnaðar- vini. Hún kynntist börnunum einu af öðru um leið og þau fæddust, þeim elstu fyrir meira en hálfri öld, og fölskvalaus ást hennar og umhyggja skilaði sér áfram þegar þau fullorðn- uðust til tengdabarna og barna- barna. Jóna frænka varð að lokum einskonar sameiningartákn þessara tveggja stórfjölskyldna sem ávallt glöddust saman á jóladag í litlu stof- unni hennar í Hólmgarðinum og drukku heitt súkkulaði sem hún bar í okkur með hlátrasköllum, könnu eftir könnu. Undir lokin var hópur- inn orðinn svo stór að við sem yngri erum áttum fullt í fangi með að átta okkur á því hver var hvað - hvaðan öll þessi börn komu. En ekki Jóna frænka. Hún átti okkur öll. Það er því sannarlega bjart yfir minningunni um Jónu. Hún var hrein og bein, hlý og léttlynd og mikill fagurkeri, kona með stíl. Það var gaman að ræða við hana um allt milli himins og jarðar þó hún hefði lag hinna hlédrægu á því að leiða talið frá sjálfri sér. Þá var nú meira gaman að spekúlera í öðru fólki, - fjölskyldunni, vinum og kunningj- um, stjórnmálamönnunum og ekki síst norrænu kóngafólki sem hún hafði alla tíð taugar til eins og marg- ir af hennar kynslóð. Það hefur verið gæfa okkar hjón- anna og strákanna okkar að eiga þessa góðu konu að. Nú skilja leiðir og við yljum okkur við að rifja upp hversdagslegar samverustundir sem öðlast nýja merkingu og aukið vægi nú þegar Jóna frænka er öll. Við kveðjum hana með þakklæti og í þeirri von að kynni okkar hafi fært henni þá sömu gleði og þau veittu okkur. Blessuð sé minning hennar. Brynhildur Jóna og Guðjón. í dag kveðjum við Jónu frænku. Hún er farin í sína hinstu ferð, hvfld- inni fegin eftir erfið síðustu misseri. Jóna eignaðist ekki börn sjálf en bræðrabörn sín hugsaði hún um eins og hún ætti þau. Og þegar íjölgaði í fjölskyldunum og börn og barna- börn komu þá fylgdist hún með því öllu saman og var miklu betur að sér um afkomendurna heldur en þeir sem yngri eru og alveg fram á síð- asta dag var hennar fyrsta spurning þegar maður kom til hennar; hvern- ig hafa litlu krflin það? En mínar fyrstu minningar um Jónu tengjast Vesturgötunni, þar sem hún hélt heimili ásamt ömmu og afa. Húsakynnin voru ekki stór, en þeim mun meira hjartarými. Aldrei minnist ég þess að það hafi verið þröngt um okkur, svo sem eins og á jólum þegar bræður hennar og þeirra fjölskyldur komu og allir + Aðalheiður Guðrún Elíasdótt- ir fæddist í Haga í Sandvíkur- hreppi 2. otkóber 1922. Hún lést á Vífilsstöðum 8. febrúar síðastlið- inn og fór útfór hennar fram frá Selfosskirkju 19. febrúar. Elsku amma. Mig langar til að þakka þér fyrir allar ljúfu sam- verustundirnar okkar. Ég vissi að það væri ekki langt eftir en ég hélt samt að það væri lengri tími sem við hefðum en raun varð á. Ég er guði óendanlega þakklát fyrir það að þú fékkst að yfirgefa þennan heim í ljúfri kyrrð svefnsins. Þú áttir það skilið eftir allt það sem þú hefur afrekað á ævi þinni. Þú varst sú ríkasta sem ég þekki. 29 börn og barnabörn og a.m.k. 20 langömmubörn, og ef til vill á þeim eftir að fjölga. U.þ.b. 50 afkomend- ur og þú ekki eldri en þetta, geri aðrir betur. Guðbjörg Lára sagði að nú feng- ir þú að hitta langafa aftur sem hún náði aldrei að hitta. Það er ég viss um að einhverju er hann að dytta að uppi á himnum núna. Það verða fagnaðarfundir. Ég trúi því að þú hafir það gott fyrir handan og sért ánægð með þitt æviverk. Elsku amma, ég kveð þig hinstu kveðju. Guð geymi þig. Þín Halla. uppruna okkar. Hún var mjög stolt af honum og talaði hún um forfeð- urna af mikilli virðingu. Vegna þessa var alltaf gaman að ræða við hana. Það er óhætt að segja að Jóna frænka hafi átt sinn þátt í að víkka sjóndeildarhring okkar barnanna þegar hún bauð okkur bræðrabörn- um sínum í leikhús eða gönguferðir út í náttúruna. Oft fengum við að fara með henni suður í Garð í heim- sókn til ættingja sem þar bjuggu. Hvernig hún hafði orku til að hafa okkur með sér er mér óskiljanlegt, þegar hugsað er til þess að hún vann úti langan og strangan vinnudag. Jólapakkarnir í æsku voru ævinlega bók og jólanærfötin. Það var alltaf spennandi að opna gjafimar til að sjá hvaða bók væri í pakkanum. Það má segja að hún hafi lagt grunn að ævistarfi mínu sem dönskukennari þegar hún las teiknimyndasögumar fyrir mig úr dönsku blöðunum sem margar konur keyptu á þeim ámm. Þetta varð að ómeðvitaðri tungu- málakunnáttu sem aðeins þurfti svo rifja upp þegar í skóla var komið. Heilsu Jónu frænku hrakaði mjög síðustu tvö árin. Hún gat ekki leng- ur búið ein á heimili sínu og átti hún erfitt með að sætta sig við það að hafa ekki þá hreyfifærni sem hún hafði áður haft. í hennar huga stóð alltaf til að fara að hreyfa sig og komast út í ferskt loft. Nú þegar hún er farin og þjáningum hennar lokið trúi ég því að hún hreyfi sig frjáls og óheft hvar sem er. Um leið og ég kveð Jónu frænku og bið góðan Guð að blessa minn- ingu hennar votta ég föður mínum og föðurbróður og ættingjum þeirra öllum mína dýpstu samúð. Mágkonu minni sem með ósér- hlífni sinni sat hjá henni síðustu stundina vil ég þakka fyrir um- hyggjuna um hana. Þóranna Þórðardóttir. Kveðja frá Saumaklúbbnum Við söknum Jónu, en samgleðj- umst henni að vera gengin á Guðs síns fund, laus við hið langa sjúk- dómsstríð. Við erum búnar að þekkja Jónu frá því að við vorum unglingar, Fanney systir hennar þá nýlátin. Jóna átti þessa einu systur og tvo bræður, þá Þórð og Gísla. Við unn- um saman í fiskvinnu á Þormóðs- stöðum, þar var einvalalið á öllum aldri. Við tókum okkur saman nokkrar og stofnuðum saumaklúbb sem hef- ur haldist í áraraðir. Jóna er sú fjórða úr þeim hópi sem kveður þetta jarðlíf og er mikil eftirsjá að þeim öllum. Það er margs að minnast á langri leið. Austur fyrir fjall í útilegu, sleg- ið saman í lambalæri og farið með til Jónu upp á Baldursgötu og það steikt og mallað og nestið útbúið. Þá minnumst við stundanna á Vesturgötu 22, er þegið var súkku- laði með rjóma úr rauða postulíns- stellinu hennar Gíslönnu. Það kom fyrir að skroppið var í göngutúr frá Hafnarfirði upp í Kaldársel og busl- að í ánni, en þá vorum við þreyttar að kvöldi. Minningarnar eru margar úr Hólmgarðinum, en þar bjó Jóna lengst, fyrst með foreldrum sínum báðum, þeim Þórði og Gíslönnu, síð- an með móður sinni og að lokum ein í mörg ár. Gíslanna átti fáa sína líka í myndarskap í öllu hvað húshald snerti, átti því Jóna ekki langt að sækja sinn myndarskap, það var sama hvað hún lagði hönd á, allt varð list. Jóna vann á saumastofu Haraldar Árnasonar um árabil, eða þar til hún fór að vinna á saumastofu Borgarspítalans, sem tók til starfa nokkru áður en spítalinn var opnað- ur. Vann hún þar það sem eftir var af starfsævinni eða framyfir sjötugs- aldurinn og var hreint ekki ánægð með að fara að setjast í helgan stein. Hún vann þar með góðu fólki og þar leið henni vel. Jóna ræktaði sinn frændgarð, þótti vænt um bræðrabörn sín og frændur og vini úr Garðinum og Noregi, en þar dvaldi hún um hálfs árs skeið fyiár mörgum árum og hafði gott samband við frænkur sín- ar sem þar búa. Það var hefð fyrir því til margra ára að saumaklúbbur- inn tók sig til og kom saman á góð- um sumardegi að Hofi í Hveragerði hjá Duddu og dvalið þar daglangt. Þetta var okkar árshátíð. Já, þær eru margar minningarnar frá liðinni öld og margt ber að þakka. Við kveðjum þig, kæra vinkona, og biðjum þér blessunar á eilífðar- braut. Sofðuvel, sofðurótt. Nú er svartasta nótt. Sérðu sóleyjarvönd. Geymdann sofandi í hönd. Þúmuntvaknameðsól. Guð mun vitja um þitt ból. Fólkinu hennar Jónu sendum við samúð og bestu kveðjur. Arndis, Guðbjörg og Guðríður. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Word- perfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsfma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega lfnulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skfrnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og dóttur, VALGERÐAR EINARSDÓTTUR, Silfurtúni 14c, Garði. Einar Jónsson, Kristín Richards, Benedikt Jónsson, Sigrún Halldórsdóttir, Eyþór Jónsson, Anna Marta Karlsdóttir, Halldóra Jónsdóttir Einar Jóhannsson, Sigríður Benediktsdóttir og barnabörn. t Við þökkum af einlægni öllum þeim, er sýnt hafa okkur vináttu og hlýhug við andlát og útför ÁRNA JÓNSSONAR, Fagrabæ 3, Reykjavík. Jóna S. Óladóttir, Benjamín Axel Árnason, Stefanía G. Jónsdóttir, Leifur Árnason, Hlíf Magnúsdóttir, Eiríkur Óli Árnason, Hrafnhildur Helgadóttir, Jón Árnason, Þóra íris Gísladóttir, Þórir Örn Árnason, Ingibjörg Karlsdóttir, afabörn og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.