Morgunblaðið - 25.02.2000, Side 58
* 58 FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Ráðstefna um Netið
og fjölskylduna
HEIMILI og skóli, landssamtök for-
eldra og Síminn-intemet standa sam-
eiginlega að ráðstefnu þar sem fjallað
verður um fjölskylduna og Netið.
Skoðaðar verða ýmsar hliðar á net-
notkun barna og ungmenna og kynnt-
ar síur sem hægt er að nota þegar
flakkað er um Netið. Ráðstefna verð-
ur haldin á Hótel Loftleiðum laugar-
daginn 26. febrúar frá kl. 10 til 14.
Jónína Bjartmarz, formaður Heim-
ilis og skóla, setur ráðstefnuna, Ólaf-
ur Stephensen, forstöðumaður upp-
lýsinga- og kynningarmála Símans,
fjallar um Netið og fjölskyldulíf fram-
tíðarinnar. Kolbrún Baldursdóttir
sálfræðingur flytur erindi sem nefn-
ist: Unglingurinn og netnotkun. Þörf
á árvekni foreldra. Guðmann Bragi
Birgisson, forstöðumaður Símans-
Intemet, talar um óæskilegt efni á
Netinu og síur. Sigrún Gunnarsdótt-
ir, verkefnastjóri hjá rannsóknar-
deild Símans: flytur erindi um verk-
efni á vegum Eurescom: Félagsleg
áhrif upplýsingatækninnar á skóla,
heimili og samfélagið og Hafsteinn
Karlsson skólastjóri fjallar um sam-
skipti fjölskyldna og skóla á Netinu.
Að loknum erindum verða pall-
borðsumræður.
I hádegishléi verða léttar veitingar
í boði Símans. Á ráðstefnunni verður
kynning á tölvum á vegum ACO.
Tilkynna þarf þátttöku tU Heimilis
og skóla fyrir hádegi í dag.
>
v
-þarsem
vinmngarnir fást
HAPPDRÆTTI
dae
Vinningaskrá
40. útdráttur 24. febrúar 2000
íbúð arvinningur
Kr. 2.000.000_ Kr, 4.000.000 (tvðfaldur)
2 5 110
Kr. 100.000
T erðavinningur
Kr. 200.000 (tvöfaldur)
12294
12973
37613
74781
Ferðavinningur
Kr. 50.000 Kr. 100,000 (tvöfaldur)
1260 22785 26307 32936 46243 60367
9198 23261 29349 39418 54505 62847
Húsbúnaðarvinningur
Kr, 10.000 Kr. 20,000 (tvöfaldurj
106 8434 23505 32622 43021 55580 62867 72758
490 9590 23762 32706 43950 56287 63879 74789
1001 10323 24993 32810 44928 56337 64425 75218
1857 10704 25091 34769 45094 56796 65018 75699
2018 10842 25740 35545 45985 57286 65415 76174
2608 11150 26642 36152 47704 58358 66283 76359
3489 13946 27875 36731 48114 58365 66553 76419
4039 14691 29850 37339 49886 58642 68413 78951
5246 15760 29959 37386 50137 58863 69317 79371
5385 17299 30076 38662 51272 62017 70013
5938 19043 30404 39415 51338 62436 70602
6102 22520 30770 40636 55278 62443 70762
7683 23172 31073 40699 55324 62763 71090
Húsbúnaðarvinningur
Kr. 5.000 Kr. 10.000 (tvöfaldur)
1032 8942 19093 27390 35938 46276 57297 68118
1600 8976 19286 27495 36012 46314 58043 68288
2049 9256 19466 27633 36038 46982 58159 68736
2203 9629 20465 27874 36158 47415 58344 68982
2388 11693 20542 27988 36757 47507 58668 69332
3173 11763 20735 28140 36770 47959 58734 69905
3355 11773 20804 28145 36871 48069 59233 71290
3402 12532 20883 28768 37136 48704 59575 72840
3537 12934 20950 28830 38269 48972 59737 73794
3662 13282 21390 28831 38580 49656 59862 74189
3924 13424 21565 29007 39651 49968 60349 74449
4320 14559 22166 29747 39916 50406 60712 74799
4548 14636 22180 29753 40534 50500 61307 75643
.4651 15193 22682 30112 41023 50899 62071 75907
4881 15345 22856 30300 41996 52384 62315 76104
5340 15394 23860 30339 42070 52606 63151 76150
5472 15696 23962 30442 42439 53105 63218 77452
6024 15807 24161 30563 42580 53464 63360 77892
6079 16059 24167 31249 42864 53567 64173 78114
6157 17696 24318 31561 43054 53580 65087 78586
6386 17753 24438 31892 43605 53712 65120 78862
6547 17773 24442 32092 43888 54003 65281 78937
6978 17916 24662 32571 44735 54200 65731 78963
7403 18000 24671 33071 44790 54654 65915 78974
7440 18203 24903 33756 44820 54764 65925 79106
7633 18419 25194 34190 44976 54844 66277 79290
7643 18437 25912 34285 45230 55193 66663
8294 18733 26441 34517 45302 55234 67107
8604 18864 26700 34542 45422 55409 67164
8664 18905 26891 34942 45649 55564 67461
8758 18907 27213 35330 45695 55612 67549
8906 18915 27325 35650 45925 56089 68075
www.mbl.is
+ Björn Sæmunds-
son fæddist á
Hvalgröfum í
Skarðshreppi í Dala-
sýslu 15. júlí 1944.
Hann lést á líknar-
deild Landspítalans
18. febrúar síðastlið-
inn. Foreldrar hans
eru Magdalena
Brynjúlfsdóttir hús-
móðir, f. 17. nóvem-
ber 1914, og Sæm-
undur Björnsson
búfræðingur og
verslunarmaður, f.
28. marz 1912. Þau
hafa búið í Reykjavík sfðastliðin
40 ár. Systkini Björns eru: Bryn-
júlfur, f. 3. apríl 1941, og Ásta
Ásdís, f. 7. maí 1951.
Björn kvæntist 15. júlí 1967
Margreti Skúladóttur, f. 20. jan.
1947 á Drangsnesi. Þau skildu.
Dætur þeirra eru: 1) Kristbjörg,
f. 12. okt. 1966, háskólanemi,
gift Horst Podlech, f. 29. sept.
1967, garðyrkjumeistara og eiga
þau tvær dætur: Stephanie, f. 24.
okt. 1990, og Katrin, f. 3. apr.
1996; 2) Magdalena Berglind, f.
19. marz 1971, íþróttakennari,
gift Auðunni Steini Sigurðssyni,
f. 12. des. 1966, bankastarfs-
manni og eiga þau tvö börn:
Kristófer Skúla, f. 27. maí 1997,
og Margreti Rún, f. 12. des.
1999.
Björn var í nokkur ár í sam-
búð með Guðnýju Guðjónsdóttur,
f. 5. sept. 1953, frá Fremri-
Brekku, Saurbæjarhreppi í
Dalasýslu. Sonur þeirra er Sæm-
undur, f. 7. nóv. 1977, bifreiða-
stjóri í Noregi. Unnusta hans er:
Hilde Marie Birkelid, f. 6. marz
1981, hárgreiðslunemi.
Elsku pabbi. Stuttri og erfiðri
baráttu þinni er lokið, en við vitum
að þér líður betur núna.
Okkur þykir vænt um þig og
kveðjum með eftirsjá.
Þín börn
Kristbjörg, Magdalena
Berglind, Sæmundur
og Sigurgeir Jóhannes.
Sundmót í Grettislaug. Síðasta
keppnisgrein mótsins er almennt
boðsund allra aldurshópa. Meðal
þeirra sem stinga sér af bakkanum
er níu ára strákur, bjartur og renni-
legur. Hann etur kappi við sér eldri
menn en er vart kominn úr kafinu
þegar hrópin hefjast. Kannski voru
keppnisliðin aðeins tvö. En blautur
hálfklæddur hópurinn á bakkanum
leynir ekki afstöðu sinni, sem virð-
ist ágreiningslaus að mestu. Þar
sem þvargast hver um annan þver-
an er nafn hans öskrað í síbylju.
Hvað sem öllum liðs- eða flokka-
drætti líður fer ekkert á milli mála
á þessari stundu hver á persónu-
fylgið.
40 árum seinna lágu leiðir okkar
saman til frekari kynna. Þá kom
hann til okkar í Skáleyjar og vildi í
s.s. tvær vikur leita sér hvíldar frá
heimsins glaumi, sem farin var að
færa honum gleðina i of stórum
skömmtum.
Þessar tvær vikur teygðust í nær
samfellda viðveru í fjögur ár. I
þessari vist mun hann hafa öðlast
einhvern frið sem hann var orðinn
þurfandi fyrir, svo sem fleirum
verður, sem festast í óhóflegu fylgi
við Bakkus.
Að þeim fjórum árum liðnum
hvarf hann út á atvinnumarkaðinn á
ný. Hann keyrði vörubíl hjá verk-
taka þessi þrjú síðustu starfsár.
Síðan fór hinn banvæni kvilli með
hann á þrem mánuðum frá því hann
greindist.
Akstur var stór þáttur af starfs-
ævi hans. Hann ók lengi hjá Vest-
fjarðaleið, m.a. rútuna Reykjavík -
Isafjörður um árabil.
Hann var vélvirki að mennt og
hög hönd hans vann margt þarfa-
verkið á þessum fjórum árum hér.
Björn var síðar í
sambúð með Ingi-
gerði Sigurgeirs-
dóttur, f. 16. apr.
1954 í Reykjavík.
Sonur þeirra er:
Sigurgeir Jóhannes,
f. 22. febr. 1981,
iðnskólanemi.
Fyrstu fjögur ár-
in ólst Björn upp á
Hvalgröfum í Dala-
sýslu þar sem for-
eldrar hans bjuggu
í sambýli við móð-
urafa hans og
ömmu. Síðan fluttist
fjölskyldan að Reykhólum og þar
gekk hann í barna- og unglinga-
skóla. Mjög ungur varð hann lið-
tækur við vélar og akstur enda
lá leiðin til höfuðstaðarins þegar
hann var 16 ára gamall og fór
hann til náms í vélvirkjun og
lauk hann prófi í þeirri grein frá
Iðnskólanum í Reykjavfk. Björn
vann ýmis störf um ævina.
Um nokkurra ára skeið starf-
aði hann við Kaupfélag Saur-
bæinga á Skriðulandi, nokkur ár
var hann vinnumaður í Skáleyj-
um á Breiðafirði, en lungann úr
starfsævinni vann hann við bif-
reiðaakstur. Ungur ók hann
sendibíl hjá Laugavegsapóteki.
Seinna starfaði hann um árabil
hjá Vestfjarðaleið við akstur
langferðabifreiða og einnig hjá
Sæmundi Sigmundssyni. Síðustu
árin ók hann vörubílum hjá
Klæðningu hf., m.a. við Gils-
fjarðarbrúna og vegagerð norð-
ur á Tjörnesi.
Utför Björns fer fram frá
Langholtskirkju í Reykjavík í
dag og hefst athöfnin klukkan
15.
Liðsemd hans þykir mér hafa verið
næsta ómetanleg. Allt fór honum
vel úr hendi, jafnt viðgerðir og véla-
vinna, sem voru fag hans, og önnur
bústörf, skepnuhirðing og sjóferðir.
Þær þekkti hann nokkuð áður, en
það er ekki allra að læra fyrirhafn-
arlítið að fara ferða sinna um
skerjagarð Norður-Breiðafjarðar,
en það gerði hann.
Dagfarslega var hann prúður og
látlaus heimilismaður, sem lífgaði
umhverfið.
Hann átti hér heima síðustu árin,
einnig eftir að hann fór. Síðasta
æviár sitt kom hann fjórum sinnum
heim.
Stundum var í heimsóknunum
einhver ný og ókunn hlið sem út
sneri á Bjössa. Óþolið ráðandi. En í
tvö síðustu skiptin var það hann
Bjössi sjálfur sem kominn var,
heimtaði verk að vinna og hló glað-
ur og reifur út úr vélaskítnum, því
nóg voru verkefni hans högu hönd-
um og þekking á öllu sem að verk-
færum laut.
Örstuttu eftir síðustu heimsókn-
ina var hann kominn á spítala.
Þessi hvatlegi yfirlitsbjarti mað-
ur hafði þann persónuþokka, sem
vafalaust hefur oft veitt honum
brautargengi í mannlegum sam-
skiptum, hversu sem síðan spilaðist
úr.
Sagt er að ekki fari alltaf saman
gæfa og gjörvileiki en þegar ég
horfi á glæstan hóp afkomenda
hans þykir mér að víst eigi hann
gæfulegt lóð á metaskálum þjóðar-
innar.
Fólkinu hans sendi ég samúðar-
kveðju mina og bið þess að jafnan
verði minnst hins góða í fari hans,
það var nóg til.
Jóhannes Geir Gíslason.
Sérkennilegt er lífið stundum og
ekki hefði það hvarflað að mér fyrir
nokkrum mánuðum að Bjössi bróð-
ir minn ætti svo skamman veg ófar-
inn sem raun varð á. Vegir hans
höfðu að sönnu oft verið grýttir og
hlykkjóttir, séð með okkar borgara-
legu augum. Sárar stundir og
sundraðar fjölskyldur. En hvort
sem hann kaus nú sjálfur grýttu og
ógreiðfæru vegina eða þessir vegir
völdu hann, þá átti hann einnig
margar gleðistundir í lífinu. Hann
eignaðist fjögur mannvænleg og
elskuleg börn og nýlega eru barna-
börnin orðin jafnmörg.
Bjössi var að eðlisfari léttur í
lund þó að skapið gæti einnig verið
nokkuð strítt. Hann var fjörugur og
fyrii’ferðarmikill drengur og og var
oft glatt á hjalla í krakkahópnum
þegar hann var að herma eftir körl-
um og kerlingum í sveitinni. Full-
orðna fólkinu þótti gamanið þó
keyra úr hófi þegar hann tónaði á
tröppum prestshússins. Seinna
naut hann sín á dansgólfinu við óma
harmoníkunnar og slakaði þar ekki
mikið á þótt kominn væri yfir
fimmtugt. Lítið var hárið farið að
grána enda var hann viss um að
grátt hár stafaði bara af fáskrúð-
ugu og áhyggjufullu lífi með einni
konu í eigin húsnæði! Sennilega
hugsaði hann ekki alltaf mikið um
framtíðina, átti það til að láta hverj-
um degi nægja sína þjáningu. Síð-
ustu vikurnar var honum oft bent á
að hann drykki ekki nóg, hann yrði
að gæta þess að líkaminn fengi
vökva. Þetta þótti honum ansi gott,
að loksins væri farið að hvetja hann
til að drekka. Þá bæri eitthvað
nýrra við!
Bjössi var skapríkur og hafði
yndi af þrætubókarlist sem oft
blandaðist glensi og gamni. Enn
þekktum við þessi einkenni þegar
hann var spurður á líknardeildinni
hvenær hann hefði verið skorinn
upp. Það var 17. nóvember, segir
hann. Já, á síðustu öld, segir hjúkr-
unarfræðingurinn glettnislega.
Hann hélt nú ekki, það hefði sko
verið á þessari, við værum nú enn á
sömu öldinni!
Þrátt fyrir allt vissi Bjössi vel
síðastliðna 2-3 mánuði að krabba-
meinsæxlin voru sífellt að stækka
og yrðu ekki læknuð. Stundum átti
hann til að lýsa í smáatriðum því
sem læknar höfðu sagt honum að
væri að gerast í líkama hans og
fann hvernig æxlin þrengdu æ meir
að líffærum hans. En hann var eng-
in kveif, eins og Helgi hjúkrunar-
fræðingur hjá Heimahlynningu
Krabbameinsfélagsins orðaði það,
og kveinkaði sér aldrei undan ör-
lögum sínum. Oftar en einu sinni
kom upp í huga minn þekkt vísa
Þóris Jökuls á dauðastundinni þeg-
ar leiða átti hann til höggs á Ör-
lygsstöðum 1238:
Upp skaltu á kjöl klífa,
köld er sjávar dn'fa.
Kostaðu huginn að herða,
hér muntu lífið verða.
Skafl beygjat þú skalli
þótt skúr á þig falli.
Ást hafðir þú meyja.
Eitt sinn skal hver deyja.
Bjössi var að vísu ekki „skalli“,
en annað í þessari fornu vísu á vel
við hann. Æðruleysi hans, þrátt
fyrir vitneskjuna um nálægð dauð-
ans, var einstakt og mikill styrkur
fyrir okkur sem næst honum stóð-
um. Læknir hans á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Akureyri hafði
kvatt hann í desember með þeim
orðum að hann skyldi reyna að
halda í bjartsýnina og gleðina, það
hefði hjálpað mörgum í erfiðum
veikindum. Sagði höfundur Háva-
mála ekki eitthvað áþekkt? „Glaður
og reifur / skyli gumna hver / uns
sinn bíður bana.“ Það var einmitt
þetta sem Bjössi gerði, hélt áfram
að gera að gamni sínu, þegar hon-
um þótti henta. En þannig lék hann
líka á okkur, það hvarflaði því að fá-
um sem töluðu við hann fyrir hálf-
um mánuði að tíminn væri svona
naumur.
Fjölskyldan er þakklát læknum
og öðru starfsfólki Fjórðungs-
sjúkrahússins á Akureyri fyrir góða
og hlýlega umönnun. Þar líkaði
Birni vel og vildi fara þangað aftur
ef til annarrar aðgerðar kæmi.
Einnig viljum við þakka Heima-
hlynningu Krabbameinsfélagsins
fyrir afar skjót og manneskjuleg
viðbrögð alltaf þegar á þurfti að
halda, hvort heldur var á nóttu eða
degi.
Brynjúlfur Sæmundsson.
BJÖRN
SÆMUNDSSON