Morgunblaðið - 25.02.2000, Page 62
S2 FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Grettir
Ferdinand
U)E SHOUID MAKE SOME CHRISTMA5 COOKIE5.. Yi doh't know / HOW TO MAKE CHRISTMAS \COOKIE5.. y
Við ættum að Ég kann ekki
baka einhveijar að baka
smákökur smákökur.
fyrir jólin.
Ég kann ekki að
baka, eða steikja,
eða yfirleitt ekki neitt
En, við ættum
aðbúa
eitthvað til.
Hvað með kaldar
jólaflögur.
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Menntun í
ferðaþjónustu
Frá Birnu G. Bjamleifsdóttur:
ÞESSI grein er skrifuð til að minna á
að 21. febrúar ár hvert er haldinn AI-
þjóðlegur dagur leiðsögumanna. Að-
ildarfélög AI-
þjóðasambands
leiðsögumanna
eru 25 talsins í öll-
um heimsálfum
með rúmlega 22
þúsund félags-
menn. Þennan
dag kynna leið-
sögumenn starf
sitt og vekja at-
hygli á mikilvægi þess. Leiðsögu-
starfið er einn hlekkur í langri keðju
þjónustugreina í þeirri starfsgrein
sem á íslensku kallast ferðaþjónusta.
Hér á landi er vart hægt að tala um
markvissa ferðaþjónustu fyrr en eftir
síðari heimsstyijöld og þarf ekki að
fjölyrða um þá miklu þróun sem orðið
hefur í þessari atvinnugrein nú allra
síðustu ár og misseri. Margt starfs-
fólk í ferðaþjónustu hér þurfti í upp-
hafi að sækja menntun sína til út-
landa. Svo var t.d. um flugmenn og
flugfreyjur, framreiðslu- og mat-
reiðslumenn. Fyrstu sveinspróf í
íramreiðslu og matreiðslu hér á landi
fóru fram árið 1945. Árið 1945 voru
haldin fyrstu flugnámskeiðin hér-
lendis og fyrstu flugfreyjunámskeiðin
voru haldin hér heima árið 1955. Elsta
reglugerð um rútupróf er frá árinu
1960. Árið 1963 hófst hér markviss
kennsla fyrir leiðsögumenn ferða-
fólks og var námið lögbundið árið eft-
ir. Átti námið að gefa viðurkennd
starfsréttindi, en það hefur ekki enn
gengið eftir vegna mótstöðu yfir-
stjómenda í ferðaþjónustunni. Fyrir
rúmum áratug hópaðist til landsins
fólk sem hafði menntað sig erlendis
sem ferðamálafræðingar og nú eru
nokkrir skólar hér á landi sem kenna
ferðafræði. Starfsheitið ferðamála-
fræðingur er enn nokkuð á reiki.
Svo virðist sem ferðaþjónustan
sjálf hafi ekki alltaf lagt áherslu á að
efla menntun í ferðaþjónustu eða að
ráða sérþjálfað starfsfólk. Ef ég tek
sem dæmi þann hlekk í keðjunni sem
kallaðir eru leiðsögumenn ferðafólks
benda kannanir til þess að aðeins einn
þriðji þeirrar leiðsöguþjónustu sem
unnin er hér á landi sé unnin af fag-
menntuðum leiðsögumönnum. Einn
þriðji virðist unninn af ófagmennt-
uðum heimamönnum og einn þriðji af
útlendingum sem oft þeklqa lítið tfi
hér á landi þótt til séu einhveijar und-
antekningar frá því. Þessi staðreynd
hefur vakið athygli stjómar Alþjóða-
sambands leiðsögumanna (WFTGA)
og hefur hún í hyggju að kanna nánar
hvað valdi slíku ófremdarástandi. Vit-
að er að í landinu er til staðar góður
Leiðsöguskóli, en það er ekki til að
styrkja skólann að hver sem er geti
kallað sig leiðsögumann og ráðið sig
sem slíkan í leiðsöguferðir eins og of-
angreindar tölur sýna.
Síðastliðinn áratug hefúr mikill
vöxtur verið í þeim þætti ferðaþjón-
ustu sem kallast áhættuferðir. Þar
eru ferðamönnum boðnar svokallaðar
flúðaferðir, hestaferðir, kajakferðir,
jeppa- og vélsleðaferðir upp á jökla,
siglingar á hjólabátum, fossaklifúr,
strengjaklifur þvert yfir árgljúfur og
margt fleira mætti nefna. Ljóst er að
stjómendur í slíkum ferðum em ekki
hefðbundnir leiðsögumenn og þurfa
því sérhæfða þjálfun hver á sínu sviði.
Sumir stjóma flúðasiglingum, sumir
sigla húðkeipum, aðrir stjóma vél-
sleðum og enn aðrir ferðast á hest-
baki. Þessir stjómendur þurfa ekki
einungis að þekkja til þeirra tækja
sem þeir vinna á og þekkja hinar mis-
munandi aðstæður sem upp koma í
slíkum ferðum. Þeir þurfa ekki síður
að vera þess vel meðvitaðir að þeir
era með mannslíf í höndunum og fari
eitthvað úrskeiðis getur það ekki ein-
ungis haft alvarlegar afleiðingar fyrir
farþegana heldur atvinnugreinina
sem slíka. Ekki er nóg að stjómendur
þekki eigin takmörk og viti hvemig
bregðast á við ýmsum uppákomum
heldur þurfa þeir að taka tiliit til
hæfni farþeganna til að takast á við
það sem ferðin kallar á. Ekki má
gleyma því að stjómendumir þurfa
einnig að geta gert sig skiljanlega á
máli sem farþegamir skilja til að
koma útskýringum og vamaðarorð-
um til skila.
Erlendis gilda mjög strangar reglur
um þjálfún þeirra sem stjóma áhættu-
ferðum. Þegar nokkrir farþegar létu
lífið í fossaklifri í Sviss sl. sumar var
strax farið í það að kanna hvort stjóm-
endur ferðarinnar hefðu fengið lög-
bundna þjálfún. í ljós kom að svo var
ekki og eiga þeir og ferðasalinn yfir
höfði sér þunga dóma. Umsjónarmaður
Leiðsöguskóla Islands hefúr í áraraðir
reynt að vekja athygli á þeirri ábyrgð
sem fylgir því að selja áhættuferðir,
ekki síst með tilliti tíl þess að erlendir
ferðamenn era mjög meðvitaðir um
neytendarétt sinn og neytendavemd.
Leiðsöguskólinn hefúr fyrir löngu boð-
ist tíl að koma á fót sérhæfðu námi fyrir
stjómendur áhættuferða, en ferðaþjón-
ustan sjálf hefur ekki sýnt því áhuga.
Slysið í Sviss sl. sumar virðist hins
vegar hafa opnað augu íslenskra
ferðaþjónustuaðila sem loks hafa sýnt
því áhuga að stjómendur ferða þeirra
fái tilskilda þjálfun. Það er hins vegar
óskiljanlegt með öllu að einn stærsti
skipuleggjandi áhættuferða skuli um
leið leggja til að Leiðsöguskóli Is-
lands verði lagður niður. Skólinn hef-
ur einmitt vakið athygli erlendis fyrir
gott kennsluskipulag og yfirgrips-
mikið nám. Ég vil eindregið vara við
því að hróflað verði við þeirri kennslu
sem þróast hefúr í Leiðsöguskóla ís-
lands undanfarinn aldarfjórðung og
því skipulagi sem er á kennslunni þar.
Ef komið verður á fót þjálfun fyrir
stjómendur áhættuferða þarf hún að
vera sérhæfð fyrir slíkar ferðir, en má
alls ekki að vflqa til hliðar eða eyði-
leggja það sem fyrir er. Gleymum
ekki að einmitt um þessar mundir er
verið að þróa enn frekar svokallaða
menningartengda ferðaþjónustu sem
í boði hefúr verið og ekki má leggja
niður þjálfún fólks til að leiðsegja í
slfloim ferðum þótt til komi nýjar teg-
undir ferða eins og áhættuferðir.
Ferðaþjónustan sjálf þarf skilyrðis-
laust að gera kröfur til síns starfsfólks
og má ekki að hika við að skilgreina
starfsheiti og viðurkenna þau í verki
hvort sem ferðin flokkast undir
menningu, áhættu eða eitthvað ann-
að.
BIRNAG.
BJARNLEIFSDÓTTIR
umsjónarmaður
Leiðsöguskóla Islands.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.