Morgunblaðið - 25.02.2000, Side 65
MORGUNBLAÐIÐ
I DAG
FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2000 65^.
BRIDS
Umsjún (iiiðmiiiiiliir Páll
Arnarson
í FYRSTA sinn í sögu
Flugleiðamótsins - sveita-
keppni Bridshátíðar -
voru spiluð sömu spil í öll-
um leikjum. Slíkt er ætíð
skemmtilegra, enda skap-
ar það sameiginlegan um-
ræðugrundvöll þegar allir
keppendur hafa glímt við
sömu spilin. Hér er fjörugt
spil úr annarri umferð, þar
sem NS eiga alslemmu í
tveimur litum. En eftir
miklar hindrunarsagnir
andstæðinganna er ekki
einfalt mál að komast í sjö.
Vestur hættu. gefur; allir á
Noj-ður * AG10 v ADG5 ♦ DG8764 + -
Vestur AD765 *4 ♦ 109 * 987653 Austur A K942 *6 ♦ 5,3 + AKG1042
Suður A 83 v K1098732 ♦ AK2 + D
Þar sem bræðurnir An-
ton og Sigurbjörn Har-
aldssynir voru í NS gengu
sagnir þannig:
Norður Austur Suður
ltígull 2 lauf 2I\jörtu
6 lauf Pass 7iyörtu
Pass Pass
Stutt og laggott, enda
svo sem ekki svigrúm fyrir
langa sagnröð. Sigurbjörn
í norður býður upp á al-
slemmu með sex laufum
og Anton ályktar að makk-
er hljóti að eiga fyrstu fyr-
irstöðu í þremur litum úr
því hann leyfir sér slíka
sögn án þess að eiga AK í
opnunarlitnum. Góð af-
greiðsla.
En það má velta fyrir
sér sögnum AV. Það hefði
verið betur heppnað að
segja strax sex lauf á spil
vesturs, þótt erfitt sé að
sjá það fyrir í upphafi.
Norður hefði getað sýnt
áhuga á alslemmu með því
að passa fyrst (kröfupass)
og taka svo út úr dobli
makkers í sex hjörtu. En
staðan er óneitanlega mun
þyngri. Og eitt enn: Ef AV
finna spaðasamleguna
geta þeir fórnað í sjö
spaða! Sá samningur fer
fimm niður, 1400, sem er
betra en hálfslemman. En
geta AV fundið spaðann og
fórnina í kjölfarið? Auðvit-
að er allt hægt. Austur gat
sagt sex spaða við sex lauf-
um norðurs, sem nokkurs
konar millileik í sjö lauf,
og þá er vestur vel settur
til að segja sjö spaða. Hins
vegar á austur nokkra
vöm í spaðakóng (og hugs-
anlega laufás) og á því erf-
itt með að leggja í fórnar-
leiðangur.
MORGUNBLAÐIÐ birtir
tilkynningar um afmæli,
brúðkaup, ættarmót og
fleira lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynn-
ingar þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara
virka daga og þriggja daga
fyrirvara fyrir sunnu-
dagsblað. Samþykki afmæl-
isbarns þarf að fylgja af-
mælistilkynningum og/eða
nafn ábyrgðarmanns og
símanúmer.
Einning er hægt að skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1,103
Reykjavík
ÁRA afmæli. í dag,
föstudaginn 25.
febrúar, verður sextugur
Björgyin Hafsteinn Krist-
insson, leigubifreiða-
sljóri, Neðstabergi 24,
Reykjavík. Eiginkona
hans er Jónína Margrét
Guðmundsdóttir. Þau
hjónin taka á móti vinum
og vandamönnum í Hreyf-
ilssalnum, Fellsmúla 24,
Reyjavík í kvöld eftir kl.
20.
ÁRA afinæli. í dag,
föstudaginn 25.
febrúar, verður fimmtug-
ur Auðunn Karlsson
rafm.tæknifr., Hvamma-
braut 6, Hafnarfirði.
Hann og eiginkona hans,
Þorbjörg Símonardóttir,
sem varð fimmtug 20. jan-
úar sl., taka á móti vinum
og ættingjum, í tilefni af-
mælis beggja, í Frímúr-
arahúsinu í Ljósatröð 2,
Hafnarfirði, laugardaginn
26. febrúar kl. 17-20.
SKAK
llmsjón Ilelgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik
Nigel Short hafði hvítt í
þessari stöðu gegn indón-
esíska stórmeistaranum
Utat Adianto á bikarmóti
Kasparovs á alnetinu. I
stað síðasta leiks 25...Kg8-
g7?? hefði svartur a.m.k.
haft jafna möguleika eftir
25...Hbl+. 26.Hxf7+! Kg6
Ef svartur þiggur hróks-
fórnina verður hann mát-
aður: 26...Kxf7 27.Dxe6 +
Kg6 28.Bd3+ Kg7
29. De7+ Kg8 30.Bc4#
27.Hxf6+! Kxf6 28.Dxe6+
Kg5 29.Í4+ Kxf4
30. Dxh6+ og hvítur hefur
gjörunna stöðu, en vinn-
inginn innbyrti hann 19
leikjum síðar.
COSPER
Þú verður skökk á að bera þennan poka, viltu ekki
taka töskuna mína í hina höndina?
LJOÐABROT
VÍSUR
(Úr skáldsögunni „Maður og kona“)
Sé eg í fjarska fjöllin blá,
sem fyrrum glaður sat eg hjá,
þar sem fasta tók eg tryggt
tinda við og sælubyggð.
Eg sé í fjarska fjöllin blá,
þau firrast mig, og vilja’ ei sjá
sveininn, sem að enn þeim ann
af öllu hjarta, bezt sem kann.
Þau hylja mína Hlíðar-rós,
mitt hugumblíða augnaljós,
víst hún hrímdögg vökvuð er,
vinur hennar burt þá fer.
Veit eg, að þið tryggða tröll,
þið traustu gömlu Islands fjöll,
hlýið minni Hlíðar-rós,
hún er minnar æfi ljós.
Jón Thoroddsen.
STJÖRlVrSPÁ
eftir Franccs llrake
FISKAR
Afmælisbarn dagsins:
Langlundargeð þitt er með
ólíkindum ogmeðþínum
skuldbindingum ersjaldnast
tjaldað til einnar nætur.
Hrútur
(21. mars -19. apríl)
Þér er yfirleitt óhætt að
treysta tilfinningum þínum,
þegar um viðskipti er að
ræða. Veitu samt hlutunum
vel fyrir þér áður en þú lætur
til skarar skríða.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Láttu ekki hita augnabliks-
ins hiaupa með þig í gönur.
Það er farsælla upp á fram-
tíðina að halda haus, þótt það
kosti tímabundin óþægindi.
Tvíburar .
(21. maí - 20. júní)
Heilsan gengur fyrir öllu.
Hlustaðu vel á líkama þinn
og gríptu til þeirra ráðstaf-
ana, sem þarf svo þú getir
með sanni sagt að þú gerir
þitt bezta.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Það er góð regla að skrá
hlutina hjá sér; bæði til þess
að grípa til góðra hugmynda
síðar meir og svo hins að
hafa allt á hreinu, sem þú átt
aðild að.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst) M
Til þess að skilja það mál,
sem vefst fyrir þér nú, þarftu
að kafa til botns og velta upp
öllum tiltækum staðreynd-
um. Gefðu þér tíma til þess.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.) <C$L
Láttu einskis ófreistað til
þess að fá forvitni þinni sval-
að. Aðeins vel upplýstur
maður getur innt þau störf af
hendi, sem þér eru falin.
(23. sept. - 22. október)2^2£
Verkefnin flóa út af borðinu
hjá þér. Reyndu að koma
skipulagi á hlutina, klára
hvern hlut fyrir sig. Aðeins
þannig stendur þú við þitt.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú ert mjög í sviðsljósinu um
þessar mundir svo mikið ríð-
ur á að þú sýnir þínar beztu
hliðar. Ekki gera þér neitt
upp, þú þarft þess ekki.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.) (faO
Það getur stundum reynzt
erfitt að láta drauminn ræt-
ast. Það er þó engin ástæða
til þess að leggja árar í bát.
Dropinn holar bergið. Þann-
ig hefst það.
Steingeit
(22. des. -19. janúar) 4K
Hrapaðu ekki að neinu.
Taktu þér tíma til þess að
móta þér skoðanir á málum,
því annars áttu á hættu að
hlutirnir taki allt aðra stefnu
en þú ætlar.
Vatnsberi
(20. jan.r -18. febr.) W!i«
Nú er tími til þess að taka öll
þín mál til endurskoðunar.
Þú þarft að ákveða hvert þú
stefnir og þegar það er á
hreinu geturðu haldið áfram.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars)>
Það er ástæðulaust að láta
aðra traðka á sér. Stattu upp
og vertu ákveðinn, aðeins
þannig áttu möguleika til að
breyta stöðunni þér í hag.
Stjömuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
S7
Fótaaögeröastofan Smárinn
Gullsmára 13, Kópavosi
verður lokuð frá 26. febrúar til
13. mars nk. vesna vetrarfrís.
Ansa SÚSanna Hansen, fótaaðserðafræðinsur.
Tímapantanir í síma 564 5298.
Tónleikar — tónleikar — tónleikar
Samkór Kópavogs
heldur sína árlegu tónleika laugardaginn 26. febrúar nk. í
Digraneskirkju og hefjast þeir kl. 17.00.
Fjölbreytt söngskrá með íslenskri og ungverskri tónlist í aðalhlutverki.
Flutt verða lög eftir m.a. Jón Nordal, Franz Lehár, Franz Liszt, Atla Heimi
Sveinsson og Hjálmar H. Ragnarsson.
Einsöngvari með kórnum er Stefán Helgi Stefánsson tenór. Stjórnandi er
Dagrún Hjartardóttir. Miðaverð aðeins kr. 1.000.
Mörkinni I / !08Reykjavík / Sími 588 9505
Oplð virka daga frá kl. 10-18,
laugardag frá kl. 10-14.
éZftxé/uÚSxJ
tískuverslun
Rauðarárstíg 1, sími 561 5077
o
c
0
NJ
sending
íþróttir á Netinu S' mbl.is
AL_LTA/= eiTTH\SA€J HÝTl