Morgunblaðið - 25.02.2000, Side 76
>
ATLAIMTSSKIP
- ÁREIBANUEIKI í FLUTNINGUM -
I Lcitið upplýsinga í síma 520 2040
| www.atlantsskip.is
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMIS69U00, SÍMBRÉFS691181, PÓSTHÓLF3040,
ÁSKRIFT'AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRl: KA UPVANGSSTRÆTII
FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2000
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK.
Morgunblaðið/RAX
_ Fuglavinir
á bensín-
stöðinni
ÞEGAR bensínafgreiðslumennirn-
ir hjá Skeljungi við Miklubraut
mæta til vinnu klukkan hálfátta á
morgnana bíður þeirra á tröppun-
um fjöldi svangra lítilla gogga.
Afgreiðslumennimir þar byij-
uðu að fóðra smáfugla á bak við
, Jírensínstöðina fyrr í vetur og nú
hefur gjafmildi þeirra spurst út
meðal fuglanna í hverfínu og fjölg-
ar þeim sífellt.
„Við höfum bara svo gaman af
þessu,“ segir Örn Ólafsson, starfs-
maður stöðvarinnar, „en þetta er
orðið svolítið mikið og þeir eru
orðnir mjög kræfír. Við erum farn-
ir að þurfa að læðast bak við hús
öðru hvoru og gefa þeim, milli þess
sem við afgreiðum, til að halda
þeim frá tröppunum hjá okkur.
Þegar við opnum klukkan hálfátta
á morgnana bíða þeir eftir okkur
við dymar. Það eru aðailega þrest-
irnir sem koma snemma á morgn-
ana en stararnir koma ekki fyrr en
£ ^pm ellefu, því þeir sofa út.“
Hann segir að fuglarnir hverfi
svo yfírleitt rétt fyrir hádegi, lík-
lega til að fá sér miðdegislúr, en
láti svo sjá sig aftur síðdegis.
Fá brauð, kökur,
kæfu og pítsu
Örn segir að fuglarnir séu æstir
í nær allan mat, nema fuglafóður.
„Við gefum þeim aldrei fugla-
fóður. Þeim fínnst ýmislegt gott og
við gefum þeim allt milli himins og
jarðar. Þeir eru voðalega hrifnir
af alls kyns brauði og kökum og
komum við með brauð að heiman
þegar það er farið að þorna í ís-
skápnum."
_ Hann segir að þeim finnist kæfa
uka mjög góð og pepperóní. Fugl-
arnir hafi líka smekk fyrir pítsu og
í raun hvaða mat sem er. Vinnufé-
lagarnir taki því með sér í vinnuna
ýmislegt sem til fellur í eldhúsinu
heima og rífi niður handa smáfugl-
unum, á bak við bensínstöðina.
Kvótaþing’ óþarft
í núverandi mynd
KVÓTAÞING er óþarft í núverandi
mynd, enda hefur þingið ekki skilað
tilætluðum árangri þar eð sjómenn
taka enn þátt í kvótakaupum. Þetta
er niðurstaða skýrslu sem dr. Birgir
Þór Runólfsson, dósent við við-
skipta- og hagfræðideild Háskóla
íslands, vann fyrir sjávarútvegs-
ráðherra og var kynnt í gær.
Lögum um Kvótaþing og tak-
markanir á framsali aflamarks var
komið á árið 1998, meðal annars til
að koma í veg fyrir þátttöku sjó-
manna í aflamarkskaupum. Birgir
kannaði í skýrslunni áhrif þessa,
auk laga um Verðlagsstofu skipta-
verðs, á íslenskan sjávarútveg.
Hann segir að þrátt fyrir tilkomu
Kvótaþings taki sjómenn ennþá
þátt í kvótakaupum og það veki
spurningar um gagnsemi þingsins í
núverandi mynd. Birgir segir enn-
fremur að þær takmarkanir sem
settar voru á framsal aflamarks, hin
svokallaða 50% regla, hafi ekki
heldur dregið svo úr þátttöku sjó-
manna í aflamarkskaupum að það
réttlæti áframhald hennar. Tak-
mörkunin leiði hins vegar til minni
sveigjanleika hjá útgerðum og
minni hagkvæmni.
Sama fyrirkomulag og
á Verðbréfaþingi æskilegra
Birgir telur hins vegar ekki að
leggja beri Kvótaþing niður. Til-
koma þess hafi leitt til þess að opin-
berar upplýsingar liggi fyrir um
viðskipti og verð aflamarks. Hann
leggur til að fyrirkomulag Kvóta-
þings verði með svipuðu sniði og á
Verðbréfaþingi. Þá telur Birgir að
Kvótaþing hafi ekki leitt til hærra
verðs á veiðiheimildum, heldur
komi þar til aðrir þættir, s.s. afurða-
verð og minna framboð aflamarks.
Margt óvænt
Árni M. Mathiesen, sjávarútvegs-
ráðherra, segir margt í skýrslu
Birgis koma sér á óvart. „Ég átti
von á því að Kvótaþing hefði skilað
meiri árangri við að koma í veg fyrir
þátttöku sjómanna í kvótaviðskipt-
um. Ég hélt einnig að Kvótaþing
hefði meiri áhrif á verð á aflamarki
en skýrsluhöfundur telur.“
Árni á von á því að skýrslan verði
rædd á Alþingi og hann mun einnig
ræða við hagsmunaaðila um niður-
stöðu hennar. Hann segir of
snemmt að segja til um hvort gerð-
ar verði breytingar á lögunum í
kjölfar skýrslunnar.
■ Sjómenn taka/26
Baða sig
í vodka
Morgunblaðið/RAX
Fleiri
Islendinga
til friðar-
gæzlu
London. Morgunblaðið.
HALLDÓR Ásgrímsson utanrík-
isráðherra átti síðdegis í gær
fund með brezka varnarmálaráð-
herranum, Geoff Hoon. Halldór
sagði í samtali við Morgunblaðið
eftir fundinn að þeir ráðherrarnir
hefðu rætt tvö mál; undirbúning
að öryggis- og varnarstefnu
Evrópu og samstarf íslands og
Bretlands í friðargæzlu.
Halldór sagði að hann hefði á
fundinum komið á framfæri
óánægju Islendinga varðandi und-
irbúninginn að öryggis- og varnar-
stefnu Evrópu. Sú óánægja snýst
um að lönd, sem eru utan Evrópu-
sambandsins en í Atlantshafs-
bandalaginu, verði utangátta í því
ferli. Sagði Halldór að brezki ráð-
herrann hefði sýnt skilning á mál-
inu og sagzt myndu taka fullt tillit
til þess.
Hitt málið, sem ráðherrarnir
ræddu, er samstarfssamningur um
friðargæzlu, sem verið er að vinna
að milli íslands og Bretlands.
Halldór sagði að íslenzkir læknar
og hjúkrunarfólk væru nú í
brezkri deild í Tulsa í Bosníu og
hefði fengizt ákaflega góð reynsla
af því samstarfi. Viðræðurnar nú
eiga að skapa fólki í öðrum störf-
um tækifæri til þess að taka þátt í
friðargæzlu, sem myndi auka hlut
íslands, en það sagðist utanríkis-
ráðherra telja æskilegt og mikil-
vægt um leið.
Halldór Ásgrímsson sagði fund-
inn hafa verið mjög góðan og
gagnlegan. Fundurinn fór fram í
brezka varnarmálaráðuneytinu og
stóð í röska hálfa klukkustund.
Fundinn sátu með Halldóri;
Hjálmar W. Hannesson ráðuneyt-
isstjóri, Þorsteinn Pálsson, sendi-
herra í London, og Þórður B. Guð-
jónsson, sendiráðsritari í London.
í dag, föstudag, á Halldór Ás-
grímsson fund með brezka utan-
ríkisráðherranum, Robin Cook,
sem nýkominn er úr Rússlands-
ferð. A fundinum munu ráðherr-
arnir ræða ýms tvíhliða málefni Is-
lands og Bretlands, þ.ám. Sella-
field.
Tillaga gerð um 10% arðgreiðslu í Búnaðarbanka Islands hf.
STARFSMENN Hringrásar lentu í
heldur óvenjulegu baði þegar verið
var að farga 4.000 lítrum af vodka
fyrir ÁTVR í gær.
Áfengið er úr smygli sem tollgæsl-
an upplýsti árið 1997 og var í
geymslu hjá ÁTVR þar til dæmt
hafði verið í málinu. Áð sögn Daða
Garðarssonar hjá ÁTVR er smygl-
uðu áfengi ávallt fargað.
Hagnaður j ókst
um 95% á milli ára
Lifandi
morgunþáttur!
* fjórir fréttatímar
* opin dagskrá
* virka daga kl. 7-9
HAGNAÐUR Búnaðarbanka ís-
lands jókst um 95% á milli áranna
1998 og 1999, að því er fram kem-
ur í lykiltölum úr rekstri bankans
á síðasta ári, sem birtar voru í
gær. Stjórn bankans mun leggja
til á aðalfundi 8. mars að greiddur
verði 10% arður af nafnverði
hlutafjár, samtals um 410 milljón-
ir. Hluthafar í Búnaðarbankanum
eru nú 33.300 talsins.
Methagnaður varð af rekstri
Búnaðarbankans á síðasta ári og
nam hagnaður fyrir skatta 1.704
milljónum og 1.221 milljón að
teknu tilliti til skatta. Aukning
varð á öllum helstu tekjustofnum
bankans en mest munar um aukn-
ar tekjur af verðbréfaviðskiptum,
að því er fram kemur í tilkynn-
ingu.
Lækkandi kostnaðarhlutfall
Kostnaðarhlutfall bankans, eða
rekstrarkostnaður sem hlutfall af
tekjum, hefur lækkað talsvert frá
árinu 1997 þegar það var 68,5% en
var á síðasta ári 61,4%. Að sögn
Jafets Ólafssonar, framkvæmda-
stjóra Verðbréfastofunnar, hefur
kostnaðarhlutfall íslenskra banka
verið of hátt í samanburði við er-
lenda banka. Hér hafi kostnaðar-
hlutfall bankanna verið á bilinu
65-70% en í kringum 40% hjá er-
lendum bönkum. Að mati Jafets er
ánægjulegt að tekist hafi að lækka
kostnaðarhlutfall Búnaðarbankans.
Niðurstöðutala efnahagsreikn-
ings Búnaðarbankans var 117,7
milljarðar í árslok 1999, miðað við
88,5 milljarða í lok ársins 1998. Út-
lán í árslok voru 81 milljarður
króna og hækkuðu um 16,6 millj-
arða á árinu. Hlutdeild Búnaðar-
bankans í útlánum banka og spari-
sjóða var 21% í árslok og hlutdeild
í innlánum um 23%, skv. bráða-
birgðatölum.
■ Hagnaðurinn/24