Morgunblaðið - 24.03.2000, Síða 2

Morgunblaðið - 24.03.2000, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 24. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kvennaskólinn í Reykjavík verður hugsanlega fluttur Kanna samstarf við Seltjarnarnes HÚSNÆÐISMÁL Kvennaskól- ans í Reykjavík eru til umfjöll- unar í nefnd á vegum mennta- málaráðuneytisins og Reykja- víkurborgar sem fjallar um framtíðarskipan framhaldsskóla í borginni. Áð sögn Ingibjargar Guðmundsdóttur, skólastjóra Kvennaskólans, er meðal annars verið að kanna möguleika á að byggja nýtt húsnæði annaðhvort í miðborginni eða vestar í borg- inni og í samstarfi við Seltjarn- arnesbæ. Mikil þörf á viðhaldi á núverandi húsi skólans „í skólasamningi okkar er ákvæði um að ákvörðun um framtíðarhúsnæði Kvennaskól- ans eigi að taka á árinu 2000,“ sagði Ingibjörg. „Kvennaskólinn býr þrengst allra framhalds- skóla. Við erum í þremur húsum og erum með fæsta fermetra á hvem nemanda og langt undir öllum viðmiðunarmörkum." Sagði hún að mikil þörf væri á viðhaldi á núverandi húsnæði en jafnframt hefðu verið kannaðir möguleikar á að stækka hús- næðið við Fríkirkjuveg. „Það hefur einnig komið til tals að byggja skólann á öðrum stað og þá einhvers staðar í vesturbæn- um í samstarfi við Seltjarnar- nesbæ,“ sagði Ingibjörg. „Mér finnst það alveg koma til greina að byggja á núverandi lóð skól- ans en það er sjálfsagt þungt fyrir í kerfinu. Menn eru að tala um götumyndina við Fríkirkju- veginn og í Lækjargötu en það hafa mörg vígi fallið að undan- förnu. Það er verið að byggja í Austurstræti og við Lækjargötu öðrum megin og af hverju þá ekki hér?“ Milli 530 og 540 nemendur eru í Kvennaskólanum í vetur og sagði Ingibjörg að aðsókn að skólanum hefði verið góð undan- farin ár og mun meiri en unnt hefði verið að ráða við. Endurbættur veð- urvefur á mbl.is OPNAÐUR hefur verið endur- bættur veðurvefur á mbl.is. Þar er m.a. nýtt veðurkort þar sem hægt er að fylgjast með veðurathugun- um Veðurstofu íslands en þær berast átta sinnum á sólarhring. Auk þess má nálgast þar sex daga tölvuspá Veðurstofunnar sem berst einu sinni á sólarhring. Kortið sýnir veðurathuganir og spá fyrir 11 staði á landinu. Þar má sjá upplýsingar um veður, hita- stig, vindátt og vindstyrk á hverj- um stað. Hægt er að sjá skýringar veðurtákna og breyta metrum á sekúndu í vindstig. Á vefnum eru einnig upplýsingar um veðurhorf- ur á landinu í textaformi og tengl- ar í alþjóðlega veðurvefi, auk hjálparsíðu, þar sem finna má leið- beiningar við að ná í og setja upp ókeypis hugbúnað á tölvunni, en hann er nauðsynlegur til að skoða veðurkortið. Morgunblaðið/RAX Samstarfsmenn Þórólfs Magnússonar afhentu honum mál- verk. Sverrir Orn Valdimarsson og Egill Sandholt halda á verkinu og Guðlaugur Sigurðsson heldur tölu. Á innfelldu myndinni sést Þórólfur stíga út úr Dornier-vélinni á Gjögri. Morgunblaðið/Jón G. Guðjónsson Þórólfi þökkuð farsæl störf ÞÓRÓLFUR Magnússon, flugstjóri hjá Islandsflugi, lét af störfum í gær en hann á 65 ára afmæli í dag og má ekki lengur stunda flug í atvinnu- skyni. Hann var kvaddur með við- höfn, bæði á Gjögri og á Reykjavík- urflugvelii. Þórólfur er ættaður af Ströndum og var því viðeigandi að síðasta áætlunarferðin væri til Gjögurs. fbúar Ámeshrepps fjölmenntu á Gjögurflugvöll og tóku á móti Þór- ólfi með blómum og kaffi og með- læti og vildu með því sýna honum þakklætisvott fyrir frábæra þjón- ustu við byggðarlagið. Þórólfur hef- ur flogið til Gjögurs í áætlunarflugi í 28 ár, fyrst fyrir Vængi.þá Amar- flug og loks Islandsflug. Aður flaug Þórólfur í leiguflugi til Gjögurs en hann hóf störf sem atvinnuflug- maður árið 1965 og hefur mestallan tfmann verið í innanlandsflugi. Þórólfur hefur verið farsæll í starfi enda setti hann ávallt vel á sig öll kennileiti og er einn þeirra flug- manna sem taldir em þekkja landið best úr lofti. Þegar Þórólfur kom úr fluginu til Gjögurs var tekið á móti honum með viðhöfn á Reykjavíkurflugvelli. Við athöfn í flugskýli íslandsflugs sæmdi Ómar Benedikt sson fram- kværndastjóri hann fyrsta gull- merki félagsins en Þórólfur hefur verið flugstjóri hjá félaginu frá stofnun. Flugmenn íslandsflugs af- hentu honum málverk að gjöf. Við- staddur var stór hópur starfsmanna félagsins, flestir aðstoðarflugmenn sem með honum hafa starfað og fólk sem tengist fluginu á ýmsan hátt. Fjármálaráðherra um endurskoðaða þjóðhagsspá Staðfestir að efna- hagsútlitið er biart GEIR H. Haarde fjármálaráðherra segir að endurskoðuð þjóðhagsspá Þjóðhagsstofnunar staðfesti í aðal- atriðum að efnahagsuppsveiflan hér standi föstum fótum og framlengist að minnsta kosti um eitt ár frá því sem áður hafi verið reiknað með. Horfumar séu góðar en áfram þurfi að hafa andvara á sér vegna þátta í efnahagslífinu sem séu viðsjár- verðir. „Langtímahorfurnar eru í flest- um atriðum mjög hagstæðar. Það er gert ráð fyrir minnkandi verð- bólgu, áframhaldandi hagvexti, aukningu kaupmáttar og stöðug- leika á þessu tímabili sem þarna er til umfjöllunar," sagði Geir. Hann sagði að almennt mætti segja að spáin fæli í sér þá mjúku lendingu sem rætt hefði verið um og hann hefði stundum sagt að ætti að vera snertilending. Viðskiptahallinn áhyggjuefni Geir sagði að vissulega væri mik- ill viðskiptahalli áhyggjuefni, en í þeim efnum væri vert að hafa nokk- ur atriði í huga. I fyrsta lagi væri búið að breyta um uppgjörsaðferð sem hefði nokkur áhrif á tölurnar til hins verra nú og eitthvað aftur í tímann. Til viðbótar væri óvenju stór skekkjuliður í uppgjörinu vegna ársins 1999 sem munaði 15 milljörðum króna og virtist vanta inn í útflutninginn. Þá væri þess að gæta að mikill innflutningur væri fyrirhugaður á skipum og flugvél- um á þessu ári sem ekki yrði varan- legur og hefði þarna áhrif, auk þess sem áberandi væru áhrif vegna aukinnar einkaneyslu. Það væri þannig ekki hið opinbera sem væri að eyða um efni fram, heldur staf- aði viðskiptahallinn að stórum hluta af ákvörðunum sem teknar væru í einkageiranum, sem væri allt ann- ars eðlis en ef hið opinbera væri að auka skuldir sínar. Auðvitað þyrfti hins vegar að halda áfram á þeirri braut að auka innlendan sparnað. „Að öðru leyti staðfestir þetta að útlitið er bjart að því er varðar at- vinnumálin, framleiðsluna og kaup- mátt almennings. Ef þokkalegur stöðugleiki verður hér á vinnu- markaði, eins og margt bendir til að geti orðið, eiga lífskjörin að geta haldið áfram að batna hér hægt og örugglega næstu árin og það er auðvitað kjarni málsins að mínu mati,“ sagði Geir ennfremur. Sérblöð í dag Stoke fær 35 milljónir króna /B1 Arsenal og Leeds í undanúrslit UEFA-keppninnar /B3 Fylgstu meö nýjustu fréttum www.mbl.ls

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.