Morgunblaðið - 24.03.2000, Side 6

Morgunblaðið - 24.03.2000, Side 6
6 FÖSTUDAGUR 24. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ 1 FRÉTTIR Ljósmynd/Sveinn Hjartarson slökkva eldinn í íbúðarhúsinu á Sauðárkrdki. Skemmdir í íbúð á Sauðárkróki Kviknaði í sjónvarpi TALSVERÐAR skemmdir urðu í íbúð á Sauðárkróki af völdum elds sem þar kom upp í gær. Eldur kviknaði út frá sjónvarpi í íbúð á neðri hæð við Lindargötu á Sauðárkróki laust eftir klukkan fjögur í gær. Kona, sem búsett er í íbúðinni, var komin út á götu ásamt tveimur börnum sínum þeg- ar slökkvilið kom á vettvang. Tals- verður hiti og reykur var inni í íbúðinni en slökkvistarf gekk greiðlega. Talsverðar skemmdur urðu á íbúðinni og þá sérstaklega stofunni þar sem sjónvarpstækið var. Ekki þurfti að reykræsta íbúð á efri hæð hússins. Sveiflur milli ársfiórðunga í meðallaunum rafíðnaðarmanna Munur á tölum RSI og Launakannanir Rafidnaðarsambands íslands og Kjararannsóknarnefndar 1998-IV 1999-1 1999-11 1999-111 Rafvirkjar, mánaðarlaun í dagv. Haqdeild RSÍ kr. 152.600 161.100 156.500 159.200 Kjararannsóknarnefnd Hrein mánaðarlaun 144.022 141.864 140.038 146.600 Föst mánaðarlaun 191.294 167.471 165.276 172.900 Rafeindavirkjar, mánaðarlaun í dagv Hagdeild RSÍ kr. 152.600 161.100 156.500 159.200 Kjararannsóknarnefnd Hrein mánaðarlaun 140.473 165.429 155.021 144.500 Föst mánaðarlaun 154.750 191.952 169.010 204.600 NOKKUR munur er á upplýsing- um kjararannsóknarnefndar og Rafiðnaðarsambands íslands um meðallaun rafiðnaðarmanna hér á landi. Kemur þetta fram í yfirliti, sem RSÍ hefur sent frá sér. Yfirlitið birtist á heimasíðu RSÍ á Netinu og þar kemur fram að ástæður munarins felist líklega í því að hagdeild RSÍ vinni tölur sínar úr gögnum yfir alla rafiðnað- armenn með sveinspróf á landinu, en kjararannsóknarnefnd sé ein- ungis með tvær stéttir; rafvirkja og rafeindavirkja. Guðmundur Gunnarsson, for- maður RSÍ, segir að yfirlitið sýni vel sveiflur í launum rafiðnaðar- manna enda hafi þeir búið við markaðslaunakerfi allt frá árinu 1987. Sveiflur milli ársfjórðunga geti orðið mjög miklar og því hafi verið brugðið á það ráð að kanna laun félagsmanna RSÍ tiltölulega ört og birta niðurstöðurnar jafn- harðan. „Það má með sanni segja að yfirlit sem þetta endurspegli vel efnahagsástandið í þjóðfélaginu hverju sinni,“ segir Guðmundur. Margt bendir til þess að rafiðn- aðarmenn og Samtök atvinnulífs- ins geti náð saman í dag um nýjan kjarasamning til febrúar árið 2004, með uppsagnarákvæðum þó. Það yrði eitthvert lengsta samnings- tímabil á almenna vinnumarkaðn- um hér á landi. I yfirlitinu birtast tvær tegundir launa frá kjararann- sóknarnefnd. Hrein mánaðarlaun eru grunnlaun rafiðnaðarmanna, en föst mánaðarlaun eru hrein mánaðarlaun auk fastra hlunninda á borð við bifreiðastyrk o.fl. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Aðsteðjandi átök rædd Bíll 17 ára ökumanns fór fimm veltur niður snarbrattar skriður „Fann hvernig bílbeltin héldu mér föstum“ Kvartað undan dreifíbréfi NOKKUÐ bar á tilkynningum til lögreglunnar í Reykjavík í gærkvöldi vegna skilaboða í dreifibréfi sem dreift var í hús í auglýsingaskyni. í bréfinu stóð orðrétt: „Þú færð það óþvegið þegar við komum á föstudag- inn.“ Að sögn eins viðtakanda í Reykjavík fékk hann þau við- brögð lögreglunnar að hann væri í hópi fjölmargra sem hringt hefðu og kvartað undan orðalagi bréfsins sem mun vera auglýsing fyrir vikublað. Lést á heimili sínu MAÐURINN, sem lést á heim- ili sínu í nágrenni Húsavíkur síðastliðinn laugardag, hét Jón Frímann Jónsson til heimilis að bænum Bláhvammi, Reykja- hverfi. Hann fæddist 4. febrúar 1934 og lætur eftir sig fjögur upp- komin börn og fósturson. Lögreglan á Húsavík rannsa- kar mannslátið og situr maður á þrítugsaldri í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar málsins. FULLTRÚAR Samtaka atvinnu- lífsins hittu formenn ríkisstjórnar- flokkanna að máli í Stjórnarráðinu í gær til að ræða aðsteðjandi átök á landsbyggðinni, en að öllu óbreyttu hefst verkfall hjá 26 aðildarfélög- um innan Verkamannasambands íslands 30. mars nk. Fundinn sátu (f.v.) Þorgeir Bald- ursson, stjórnarmaður í SA, Hall- dór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, Davíð Oddsson forsætisráðherra, Finnur Geirsson, formaður SA, og Ari Edwald, framkvæmdastjóri SA. „Við óskuðum eftir fundi með forystumönnum stjórnarflokkanna til þess að gera þeim grein fyrir áhyggjum okkar og afstöðu til þeirrar alvarlegu stöðu sem mun koma upp með stöðvun atvinnu- rekstrar á landsbyggðinni, væntan- lega á miðvikudagskvöld," sagði Ari eftir fundinn í gær. Hann sagði að staða samningamála hefði einnig verið almennt rædd og höfuðfor- senda þeirra langtímasamninga sem unnið hefði verið að - að verð- bólga fari minnkandi. TELJA má víst að sautján ára gamall piltur, Sigurður Þórarinn Sigurðsson, búsettur á Stöðvar- firði, hafi sloppið með undraverð- um hætti frá því að hljóta alvarleg meiðsl eftir meiriháttar umferð- aróhapp í Staðarskriðum í norðan- verðum Fáskrúðsfirði á miðviku- dagskvöld. Þórarinn missti bfl föður síns út af veginum á 40 km hraða og hrapaði hann 60-70 metra niður snarbrattar skriður, fór nokkrar veltur á leiðinni og stöðvaðist loks á réttum kili. Þórarinn hlaut minniháttar skrámur og Iemstrað- ist nokkuð, en er kominn heim af sjúkrahúsi eftir einnar nætur dvöl. „Ég var að beygja fram hjá steini á veginum, sem hafði hrunið úr hliðinni fýrir ofan, og þá byrj- aði bfliinn að renna og rann með framendann út á vegbrúnina," sagði Þórarinn í samtali við Morg- unblaðið í gær. „Bfllinn rann spottakom eftir brúninni og ég hélt að hann myndi stöðvast, en þá fór afturdekkið líka út af og bfll- inn rúllaði niöur. Hann fór a.m.k. fimm veltur og ég fann hvernig bflbeltin héldu mér föstum. Ég hélt mér vel í stýrið til að festa mig enn betur, en rak höfuðið f hliðarrúðuna, braut hana í leið- inni, skarst á höfði rétt við augað og fékk líka högg á höndina. Þeg- ar bfllinn staðnæmdist sparkaði ég hurðinni upp og ákvað að ganga upp á veginn aftur til að athuga hvort ég yrði ekki var við bfl. Ég átti ekki erfitt með gang og var fljótlega tekinn upp í bfl og fékk far til Fáskrúðsfjarðar. Þar var mér komið til læknis sem saumaði átta spor í gagnaugað á mér og hélt mér til eftirlits á hjúkranar- heimilinu þar til um morguninn þegar ég fékk að fara heim.“ Vattarnesskriður era nyrst í Staðarskriðum og hafa íjölmörg umferðarslys orðið í skriðunum á undanförnum árum. Timamóta árangur hjá polförunum á miðvikudag Lögðu að baki 9,15 km á sínum besta degi NORÐURPÓLSFARARNIR Har- aldur Öm Ólafsson og Ingþór Bjama- son náðu frábæmm árangri á mið- vikudag er þeir komust 9,15 km áleiðis til norðurpólsins. Þeir eru komnir um 60 km áleiðis á hinni 800 km löngu leið og sleðar þeirra famir að léttast. Færið er einnig að batna en frostið mikið sem áður. Þegar þeir félagar hringdu í leið- angursstjómina í gær var Kristján Kristjánsson, KK, mættur með gítar- inn og söng m.a. lagið Bein leið fyrir þá í gegnum gervihnattasímann við mikinn fögnuð pólfaranna. KK hafði frétt að pólfaramir hefðu tekið með sér geisladisk með lögum hans til að hlusta á í því skyni að efla hjá sér bar- áttuandann í tjaldstað að loknum erfiðum göngudögum. „Þetta var alveg æðLslegt. Við erum nývaknaðir og það er ekki amalegt að vakna með svona fyrirheit fyrir dag- inn. Þetta er mikil uppörvun fyrir okkur og einstakt innlegg í tilverana hjá okkur, kærar þakkir,“ sögðu pól- faramir eftir flutning lagsins. Pólfaramir sögðu annars allt gott að frétta af sínum högum, sleðamir væra að léttast eftir því sem gengi á nestið og færið að skána en frostið enn mikið. „Það hefur verið gríðarlega kalt, a.m.k. 40 stiga frost. Við finnum fyrir gríðarlegu álagi á búnaðinn en vonum að það verði ekki til trafala,“ sagði Haraldur. „Það mæðir mikið á mönn- um og búnaði og við sátum við við- gerðir fram eftir kvöldi í gær [mið- vikudag] en mér sýnist þó allt í lagi enn.“ Vakir mæta nú pólföranum æ oftar en stutt er síðan þeir komu inn á vakasvæði. „Við fórum yfir nokkrar nýfrosnar vakir í gær [miðvikudag] og stundum sjáum við ófrosið vatn í vökum. Við þurftum m.a. að ganga meðfram einni vök í gær þar sem hún var ekki frosin en við förum alltaf var- lega,“ sagði Haraldur og bað fyrir kærar kveðjur heim. \

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.