Morgunblaðið - 24.03.2000, Síða 8

Morgunblaðið - 24.03.2000, Síða 8
8 FÖSTUDAGUR 24. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR wv 'tfc „Kjaftshögg ríkisp akkanum Formaður VMSÍ I segir Jiað eins og kjaftshögg i pakka rikisstjómarmnar hvcrnig aldraðir og ör yrkjar em skildir eft- Allsherjaræfing björgunarsveita Æfír saman ólíka þætti Jón Gunnarsson Slysavamafélagið Landsbjörg stend- ur fyrir björgunar- æfingu í Reykjavík í dag og á morgun. Þetta er fyrsta landsæfing hinna nýju samtaka og ein stærsta æfing sem hefur farið fram í þéttbýli hér- lendis. Hún stendur sleitulaust í sólarhring, frá klukkan 20 í kvöld. Jón Gunnarsson er for- maður Slysavarnafélags- ins Landsbjargar. Hann var spurður hvert væri markmið þessarar æfing- ar. „Markmiðið er að æfa saman hina ólíku þætti hjá björgunarsveitunum. Þarna verða mjög fjöl- breytt verkefni; allt frá því að æfa aðkomu að stórslysum til viðbragða við jarðskjálfta, auk þess verða minni verkefni, svo sem tækjaverkefni fyrir snjóbfla og snjósleða og hefðbundin leit- ar- og björgunarverkefni. Megin- þungi skipulagningarinnar hefur hvílt á herðum félaga í Hjálpar- sveit skáta og Flugbjörgunar- sveitinni í Reykjavík." -Hverjir taka þátt í þessari æfinev? „Áætlaður fjöldi þátttakenda, þar með taldir sjúklingar og skipuleggjendur, er um 750 manns. Þetta fólk kemur víðs vegar að af landinu og kemur úr björgunarsveitum sinna sveita. Einnig em þátttakendur úr Slökkviliði Reykjavíkur, grein- ingarsveit lækna frá Sjúkrahúsi Reykjavíkur, sjúklingar úr röð- um eldri skáta, unglingadeilda björgunarsveita og skátafélaga á höfuðborgarsvæðinu." -Gera svona æfingar mikið gagn? „Já, þær eru mjög gagnlegar, við skoðum árangur af svona æf- ingum til þess að meta stöðuna og reyna að læra af því sem við sjáum að betur má fara. Einnig að slípa saman þætti eins og samvinnu milli björgunarsveita og annarra aðila, svo sem lækna og slökkviliðsmanna. Gildi svona æfinga er mjög mikið.“ - Hvemig verður framkvæmd æfingarinnar? „Æfingin hefst klukkan 20 með hundrað manna stórslysi um borð í skóiaskipinu Sæbjörgu í Reykjavíkurhöfn. Síðan verða stöðugt í gangi minni verkefni, svo sem snjóflóðaæfing í Bláfjöll- um milli 13 og 15 á laugardag og fólk getur fylgst með ef það vill. I Kringlunni verða björgunarverk- efni tengd klifursúlunni sem hefst klukkan 10 á laugardag og verður á klukkustundar fresti. Þá verður fjöldi smærri verkefna í gangi allan tímann víða á höfuð- borgarsvæðinu. Æfingunni lýkur svo með flugslysaæfingu sem hefst klukkan 16 í Öskjuhlíð og öllum er heimilt að fylgjast með. Það er reiknað með um tvö hundruð slösuðum og þrjú til fjögur hundruð manna björgunarliði." - Er hlutverk björg- unarsveita vaxandi í samfélaginu? „Já, það er það. Mikil þörf er fyrir björgunar- sveitir og hefur það sannreynst sérstaklega í vetur, einkum sl. tvo mánuði, þar sem varla hafa liðið dagar án þess að björgunar- sveitir hafi verið að störfum ein- hvers staðar á landinu. Þetta fyr- irkomulag sem Islendingar hafa á björgunarmálum er þjóðfélag- inu mjög hagkvæmt og á sér ekki ► Jón Gunnarsson fæddist í Reykjavík 21/9 1956. Hann stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík og lauk síðan námi í rekstrar- og viðskiptagreinum frá Háskóla íslands. Hann hefur verið bóndi, starfað sem sölu- stjóri á Stöð 2, rekur ásamt konu sinni heildverslunina Rún sem rekur verslanir Kello og BIu di blu. Jón er formaður stjórnar Slysavamafélagsins Lands- bjargar. Hann er kvæntur Höllu Ragnarsdóttur verslunarmanni og eiga þau þrjú börn. fordæmi annars staðar. Að hafa svo vel þjálfaðar og vel útbúnar sveitir sjálfboðaliða sem tilbúnar eru á hvaða tíma sólarhrings sem er þegar annað kerfi björgunar- þátta þjóðfélagsins þrýtur, er ómetanlegt. Þessu fyrirkomulagi þurfum við að hlúa að og það ger- ist best með stuðningi valdhafa og almennings við málstaðinn en sá stuðningur hefur sannarlega verið fyrir hendi.“ -Heyrst hefur að skipulag björgunarsveita hafi verið í deiglunni? „Já það er rétt. í dag verður skrifað undir samkomulag um ís- lenska björgunarsveit sem mun starfa á alþjóðavettvangi. Undir- búningur þessa hefur staðið um nokkurt skeið á vegum utanríkis- ráðuneytis, dómsmálaráðuneytis og Slysavarnafélagsins Lands- bjargar og má segja að fyrsta al- vöru skrefið hafi verið stigið þeg- ar þessir aðilar í sameiningu stóðu fyrir að senda lið björgun- arfólks á jarðskjálftasvæði í Tyrklandi. Samningur þessi sem undirritaður verður í dag skil- greinir hlutverk þeirra aðila sem að honum koma gagnvart starf- semi þessarar sveitar." - Er þetta kostnaðarsamt fyr- irtæki, þessi alþjóðabjörgunar- sveit? „Það fer eftir aðstæðum hverju sinni, flutningur á fólki og búnaði er dýrasti þátturinn í þessu og að þeim kostnaðarlið koma opinberir aðilar með okkur. Þeir aðilar úr okkar röðum sem munu gefa kost á sér og veljast til þessara starfa í framtíðinni verða sjálfboðaliðar og fá ekki greidd laun frekar en aðr- ir sem starfa að björgunarstörf- um á vegum björgunarfélaganna. I þessari sveit verður og leitað til lækna og annarra aðila sem tengjast björgunarstörfum. Kostnaðinn af björgunaræfing- unni í kvöld og á morgun greiða Slysavarnafélagið Landsbjörg og aðildarsveitir þess. Björgunar- sveit á al- þjóðavett- vangi stofnuð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.